Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 7
ofbeldi Unglingar gegn ofbeldi Unglingar gegn ofbeldi Viljum auðvelda krökkum að leita aðstoðar Krakkar geta síður beðið með að leysa sín vandamál. Hingað geta þau komið án þess að gera boð á undan sér, segir Hans Henttinen forstöðumaður Rauðakrosshússins Hans Henttinen: um 10% þeirra sem hringja í neyðarsímann erukrakkarsem hafaorðiðfyrir einelti. Mynd: Kristinn. hans. Með markvissu starfi er því mjög oft hægt að ná árangri og stöðva uppákomur af þessu tagi. Frjálshyggjan gerir ráð fyrir því að einhver verði undir Ég minntist á það fyrr að of- beldið sem fram kemur í kvik- myndum endurspeglar ríkjandi viðhorf og tíðaranda, af þeim má sjá að ofbeldisdýrkun er nú meiri en oft áður. í kringum 1968, þeg- ar blómabörnin voru upp á sitt besta, samræmdist ofbeldi ekki lífsskoðunum ungs fólks. Lýð- ræðisbarátta blökkumanna og kvenna var í hámarki og hippam- ir boðuðu frið og jafnrétti. Þá voru uppgangstímar í efnahags- lífinu sem var að nokkru leyti forsenda þess að fólk hafði efni á því að hugsa eins og það gerði og almennt var fólk mjög bjartsýnt. Aðstæðurnar í dag eru allt aðr- ar; efnahagsleg stöðnun, víða má sjá kreppueinkenni og ríkjandi pólitískar hugmyndir eru gerólík- ar. Þetta ástand ýtir á ýmsan hátt undir ofbeldi af öllu tagi. Frjáls- hyggjan í sinni hörðustu mynd gerir til dæmis ráð fyrir átökum, lífið er samkeppni og hinum veikari er ætlað að tapa. Þetta þýðir ekki að frjálshyggjumenn hvetji til ofbeldis, heldur frekar að þeir sem eru ofbeldissinnaðir geta notað ýmislegt úr kenning- um þeirra til að réttlæta gerðir sfnar. Það eru hins vegar ýmis teikn á lofti um að þetta kunni að breytast. Það er til dæmis spenn- andi að fylgjast með þeirri lýð- ræðisvakningu sem á sér stað í löndum Austur-Evrópu um þess- ar mundir og velta því fyrir sér hvaða áhrif þær geta haft á vest- ræn samfélög. Það er ekki ólík- legt að þjóðfélagsbreytingar í austantjaldsríkjunum skili sér í einhverri mynd hingað og leiði ef til vill til breytinga í átt til friðsamlegri samskipta fólks og meiri virðingar fyrir náunganum. Að sameinast um hugsjónir Það er nokkuð einkennandi fyrir íslenskt samfélag hvað þjóð- in getur verið fljót að sameinast um hugsjónir. Þetta er einn kost- ur þess hve samfélag okkar er lítið. Við gerum grín að sjálfum okkur fyrir það hvað við erum ginnkeypt fyrir ýmsum dellum; fótanuddtækin frægu sem til eru á ótrúlega mörgum heimilum, reiðhjólin sem keypt voru í stór- um stíl hér um árið en standa nú ónotuð í kjöllurunum og fleira í þessum dúr. Jákvæðu hliðina á þessum eiginleika má sjá þegar þjóðin sameinast um að hrinda einhverju þjóðþrifaverki í fram- kvæmd. Það er til dæmis eins- dæmi hvað SÁÁ hefur náð mikl- um árangri hér á landi og hve sterk þjóðarsamstaða hefur náðst um að efla starf þeirra. í kringum fjölmörg önnur þjóðþrifaverk hefur náðst viðlíka samstaða og stemmning og ég hef oft undrast hve vel fjársafnanir af ýmsu tagi ganga. Við getum nýtt okkur þennan eiginleika til að sameina fólk í baráttunni gegn ofbeldi. Ef tilgáta mín um aukna of- beldisdýrkun unglinga og minnkandi virðingu þeirra fyrir náunganum er rétt, þá breytir enginn því ástandi nema ungling- arnir sjálfir. það þýðir ekkert að segja unglingum hvað þeim eigi að finnast en innbyrðis geta þau hins vegar haft mikil áhrif á skoð- anir hvers annars. Það má ekki gleyma því að það er í raun ekki nema lítill minnihluti unglinga sem beitir ofbeldi, meirihluti þeirra er ákaflega friðsamt fólk sem getur með samstilltu átaki gert ofbeldið hallærislegt. iþ Fyrir fjórum árum opnaði Rauði krossinn neyðaratn varf fyrir börn og unglinga að Tjarn- argötu 35. Þangað geta krakkar leitað hvenær sólarhrings sem er og dvalið um lengri eða skemmri tíma. - Þetta er eini staðurinn sem krakkar geta Ieitað til utan venju- legs skrifstofutíma og það hefur komið í ljós að það er mikil þörf fyrir athvarf þar sem þau geta komið án þess að gera boð á undan sér. Krakkar geta síður beðið með sín vandamál, þau vilja gera eitthvað strax og vand- inn kemur upp á yfirborðið, sagði Hans Henttinen forstöðumaður Rauðakrosshússins. í Rauðakrosshúsinu er líka op- inn neyðarsími allan sólarhring- inn þar sem krakkar geta hringt og fengið aðstoð eða upplýsingar án þess að gefa upp nafn. Síma- þjónustan hefur verið mikið not- uð frá upphafi og nú eru símtölin að meðaltali 100 á mánuði. - Erfiðustu símtölin sem mað- ur tekur á móti eru þegar börn eða unglingar hringja á meðan átök standa yfir. Þau eru til dæm- is heima við og heyra má að for- eldrar eða aðrir sem eru í kring- um þau eru drukkin eða að slást. Síðan rofnar símtalið þegar ein- hver rífur af krakkanum símtólið og eftir situr maður og getur ekk- ert gert, sagði Hans. - Krakkar hringja hingað til að ræða um allt milli himins og jarð- ar en algengustu spurningarnar varða þó samskipti kynjanna, kynlíf og allt sem því fylgir. Mikill fjöldi hringir einnig til að ræða um samskiptaörðugleika af ýmsu tagi; í skólanum, við foreldra eða innan félagahópsins. Krakkar sem eiga við vímuefnavandamál að etja eða eiga foreldra sem svo er ástatt um hringja líka og krakkar sem lagðir eru í einelti. Svo er líka alltaf talsverður hópur sem hringir og vill bara spjalla án þess að vera með nein sérstök vandamál. Við fórum upphaflega af stað með neyðarsímann með þrjú markmið í huga; við vildum koma til móts við krakka sem búa úti á landi því víða á minni stöð- um er félagsleg þjónusta í algeru lágmarki eða jafnvel engin. Stúlka, sem er ófrísk eða heldur að hún sé það, getur varla snúið sér til héraðslæknisins ef hann er góðkunningi pabba hennar. Að- stæður sem þessar eru alltaf að koma upp á litlum stöðum úti á landi. Auk þess vildum við auðvelda krökkum að ræða sín vandamál við fullorðna og nafn- laus símtöl geta gert umræðu mögulega sem að öðrum kosti færi ekki fram. Með þessu von- umst við til að geta veitt aðstoð við að leysa vandamálin áður en þau komast á mjög alvarlegt stig. Einelti er algengara en ætla mætti Af símtölum unglinga og reynslu gesta í Rauðakrosshúsinu má ráða að einelti er miklu al- gengara ofbeidi en flestir halda. Um það bil 10% allra þeirra sem hringja í neyðarsímann hafa orð- ið fyrir einelti, oftast í skólanum. Það er athyglisvert að strákar eru í miklum meirihluti þeirra sem lagðir eru í einelti og þeir eru lík- Strákarnir virðast líka vera verr færir um að bregðast við einelti og fara verr út úr því en stelpur. Það kemur stundum fyrir að vinir fómarlamba hringja og segja frá þessu og þeim líður oft mjög illa út af meðferðinni sem vinurinn fær. Þeir sjálfir eru líka í erfiðri aðstöðu og finnst oft að þeir eigi bara um tvo kosti að velja; annað hvort að aðhafast ekki neitt til að koma vini sínum til hjálpar, horfa bara aðgerðalausir á eins og svo margir aðrir, eða standa með vini sínum og eiga þá jafnframt á hættu að verða teknir fyrir líka. Það fer eftir hverju tilfelli fyrir sig hvaða ráðleggingar við gefum krökkum. Oft vita þau ekki við hverja þau eiga að tala og ábend- ingar um það eru oft fyrsta skref- ið. En það er ekki síður mikilvægt að gefa þeim ráðleggingar um það hvernig þau eigi að bera sín mál upp. Það er ekki hægt að benda á neinn einn hóp krakka sem verð- ur frekar fyrir einelti en aðrir. Þó má almennt segja að það séu frekar krakkar sem hafa veika stöðu innan hópsins, eru hlédræg og feimin og h'ta kannski eitthvað öðruvísi út en fjöldinn. Þetta ger- ist líka oft þegar krakkar flytja á milli skóla, koma ókunnug inn í legri til að beita því en stelpur. nýjan hóp, sérstaklega ef þau flytja á milli skóla á miðjum vetri. Það er sorglegt að sjá það hvað afskipti fullorðinna geta haft mikil áhrif til hins verra ef ekki er rétt á málunum tekið. Kennari sem til dæmis byrjar umræðu í bekk á því að tilkynna að sá sem lagður er í einelti hafi sagt sér hvað væri að gerast getur þar með verið búinn að gera málið helm- ingi verra. Það getur verið ófyrir- gefanlegt af hálfu hópsins að við- komandi hafi verið að klaga' í kennarann og útreiðin eftir á verður miklu verri fyrir vikið. Það þarf að taka á þessum málum af mikilli varkárni og vissulega þekki ég mörg dæmi um að þau hafi verið farsællega leyst. Ekki einskorðaö viÖ vímuefna- neytendur Neyðarathvarfið var upphaf- lega sett á stofn til að bæta úr brýnni þörf fyrir aðstoð við ung- linga sem eiga við vímuefna- vanda að etja. Það kom þó fljót- lega í ljós að krakkar með annars konar vandamál höfðu ekki síður þörf fyrir að dvelja hér svo við hættum fljótlega að einskorða okkur við þann hóp. Það vill þó sitja í fólki að þetta sé eingöngu heimili fyrir vímuefnaneytendur en þeir eru núna ekki nema rúm- lega þriðjungur af gestum Rauðakrosshússins. Meðalaldur gesta hér er 16 til 17 ár og dvalartími er frá einum degi upp í tíu daga. Við veitum þeim nokkurs skonar fyrstu hjálp og tíminn hér er notaður til að vinna úr þeirra málum og reyna að finna á þeim frambúðarlausn. Þegar dvölinni hér lýkur taka oft aðrir aðilar við að aðstoða krakk- ana en því miður hófum við áka- flega takmarkaða möguleika á að fylgjast með hvernig þeim reiðir af eftir dvölina hér. Við höldum þó sambandi við þá krakka sem búa einir úti í bæ og svo er alltaf einhver hópur af gestum sem lætur heyra í sér. Eftir 4 ára starfsemi Rauða- krosshússins, þar sem aðsóknin hefur farið vaxandi frá upphafi, er ljóst að heimilið hefur leyst úr brýnni þörf. Starfsemi Rauða- krosshússins er nú komin í nokk- uð fastar skorður og næsta skref verður að efla kynningu á þeirri starfsemi sem við rekum héma. Það er ennþá talsvert stór hópur krakka sem veit ekki af okkur og á meðan svo er getum við ekki hjálpað þeim. iþ Föstudagur 10. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.