Þjóðviljinn - 10.11.1989, Síða 8

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Síða 8
Málgagn sósíallsma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla:®68 13 33 Auglýsingadeild:®68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Hver á fiskimiðin? Eins og lög gera ráö fyrir er margt skrifaö og skrafað þessa dagana um stjórn fiskveiða. Og eins og allir vita fer því fjarri, aö eitthvað sem líkist þjóöarsamstööu um þau mál hafi náöst - nema hvaö allir telja sig eiga þaö mark- mið að gera fiskveiðar hagkvæmari og koma í veg fyrir aö íslendingar ofveiði sig út á gaddinn. Við erum einmitt þessa daga minnt á það með herfilegum dæmum af hruni fiskveiða við Norður-Noreg, hve háskalegt það getur ver- ið að umgangast ráðleggingar fiskifræðinga með léttúð og svo að svindla á kvótum með ýmislegu sukki um borð. Jóhann J. Ólafsson, formaður Verslunarráðs, leggur orð í belg um þessi mál í opnugrein í Morgunblaðinu í gær - þar sem því er slegið föstu í fyrirsögn að „Útvegsmenn eiga fiskimið íslands." Hann telur þann vanda stærstan í stjórn fiskveiða, að fiskimiðin hér við land séu „ekki háð neinum eignarrétti í hefðbundnum skilningi þessa orðs“. Að vísu sé það viðurkennt, að fiskimiðin séu eign íslensku þjóðarinnar, en það sé markleysa, vegna þess að það sem allir eiga það eigi enginn. Af því stafi rányrkjan. Lausn greinarhöfundar á svo að vera sú, að stofnað sé hlutafélag (eitt eða fleiri) um íslandsmið, sem eigi fiskinn í sjónum og gæti hans af búskaparhyggindum eins og bændur sinna afgirtu túna. Ekki á þetta að vera almenn- ingshlutafélag eins og sumum hefur dottið í hug, heldur eiga útgerðarmenn að fá hlutabréfum úthlutað. Vegna þess, segir greinarhöfundur að „útgerðarmenn hafa stundað fiskveiðar við ísland frá alda öðli og haft frjálsan aðgang að fiskimiðunum. Það er því sanngjarnt að þeir eignist fyrstir hlutabréfin í hinu nýja fyrirtæki“. Þetta eru meira en hæpin sjónarmið. Hér er enn á ferð sama lénsveldishugsjónin og sigraði við mótun kvóta - kerfis: þeir sem af tilviljun eru að fást við útgerð á tilteknu árabili, þeir eru í reynd látnir “eiga sjóinn". Það er meira en vafasamt að slík ráðstöfun sé skynsamleg og hún er vitanlega alls ekki réttlát. Nær væri að segja, að fólkið í þeim plássum sem ekki væru til ef ekki væru fiskveiðar, það hefði vissan forgangsrétt til fiskveiða. Eða á það fólk sem hefur stundað sjó kynslóð fram af kynslóð að vera háð duttlungum hlutabréfamarkaðarins? Á að gera ráð fyrir því sem sjálfsögðum hlut, að pláss hrynji með bryggj- um sínum og bátum, skólum og fjölskylduhúsum - ef lénsherranum, það er að segja stærsta útgerðaraðilan- um, þóknast að hætta rekstri? (Þeir sem vilja hætta veiðum halda þó tekjum af sölu fisks í sjónum, segir greinarhöfundur- það á svo sem að tryggja hag lénsherr- anna í bak og fyrir.) Þær lausnir á vanda fiskveiðistjórnar sem láta mál sem þessi lönd og leið skapa ný vandamál sem eru ekki smærri en þær áttu að leysa. Svo er annað: formaður Verslunarráðs er að vona, að ofangreind hlutafélags - stofnun um þorskinn í sjónum muni vernda okkur fyrir Evrópubandalaginu. „Ríkisstjórnin gæti ekki samið við aðrar þjóðir um kvóta á íslandsmiðum því þau væru í einkaeign“ segir hann. Hætt er við að slík ráðstöfun yrði skammgóður vermir enda þótt gert sé ráð fyrir því að „takmarka þyrfti eignarrétt að hlutabréfum við íslenska ríkisborgara að mestu leyti“. Ekki nema von reyndar að gert sé ráð fyrir því að erlendir aðilar smeygi sér „að nokkru leyti“ inn í væntanleg íslandsmið hf. - eða hvernig ætla menn að gangast undir hið fræga frelsi í fjármagns- streymi í samningum við Evrópubandalagið og undan- skilja kaup á hlutabréfum í þeim fyrirtækjum einum sem minnsta slorlykt er af? Ljóðatónleikar í Óperunni Sigríður Ella Magnúsdóttir og Geoffrey Parsons flytja íslensk og erlend ljóð í Óperunni á sunnudaginn Sigríður Ella í hlutverki Carmen. Á sunnudaginn syngur hún íslensk og erlend Ijóð við undirleik Geoffrey Parsons. Sigríður Ella Magnúsdóttir meesósópran og Geoffrey Pars- ons píanóleikari halda Ijóðatón- leika í íslensku óperunni á sunn- udaginn. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og á efnisskránni eru íslensk og erlend Ijóð, meðal annars eftir Haydn, Schubert, Delius, Sibe- lius, Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson. Sigríður Ella hefur tekið virk- an þátt í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum í óperum, ór- atoríum og ljóðasöng. Hún er bú- sett í London og hefur sungið mikið bæði á Bretlandi og á meginlandi Evrópu á síðustu misserum. Geoffrey Parsons er heims- þekktur undirleikari, fæddur í Ástralíu og heldur þar reglulega tónleika auk þess sem hann er fastur gestur í ástralska Ríkisút- varpinu. Hann hefur á tónlistar- ferli sínum unnið með ýmsum stórsöngvurum, svo sem Victoriu de los Angeles, Elisabeth Schwarzkopf, Birgit Nilsson og Hans Hotter. Parsons verður með „Master Class“ fyrir nokkra söngvara og undirleikara þeirra á mánudags- kvöldið kl. 20:30 í sal Tónlistar- skólans í Reykjavík, Skipholti 33. Öllum er frjáls aðgangur til áheyrnar gegn vægum aðgangs- eyri- LG Helgarveðrið Horfur á laugardag: N og NA-átt um land allt. Éljagangur Norðanlands, en úrkomu- laust og víða léttskýjað syðra. Frost 1 til 6 stig. Horfur á sunnudag: Fremur hæg breytileg átt. Sums staðar él við A- og NA-ströndina, en annars þurrt og víða léttskýjað. Frost á bilinu 2 til 8 stig. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ jFöstudagur 10. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.