Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 9
/ String Trio of New York Bandarískur jass í Norræna húsinu eftir helgi Næstkomandi þriðjudags- kvöld heldur nýstofnað félag, „Betri tónlist í Reykjavík", tón- leika í Norræna húsinu með bandarískajasstríóinu String Trio of New York. Tríóið var stofnað 1977. Með- limir tríósins hugðust flytja eigin tónsmíðar bæði á tónleikum og hljómplötum. Tríóið hefur nú rúmlega fimmtíu frumsamin verk á efnisskrá sinni og spanna þau yfir stórt svið stíltegunda, frá jassi til nútímatónlistar, frá þjóðlagamúsík til „óskilgreindrar tónlistar“. Tónlist tríósins er afar fjölbreytt og hefur átt greiða leið til alls konar áheyrenda. String Trio of New York hefur sent frá sér 7 hljómplötur sem hlotið hafa góða dóma. Til dæmis kaus jasstímaritið Jazzis plötu þeirra, Natural Balance, bestu jassplötu ársins 1987 og Down Beat gaf þriðju plötu þeirra, Common Goal, fimm stjörnur. Á umslag þeirrar plötu skrifaði hinn þekkti jassgagnrýnandi, Nat Hentoff: „Ég verð að játa að ég hélt að strengjasveit gæti ekki verið svo kraftmikil en um leið svo framúrskarandi í leiktækni... Pað er gaman að hlusta á þessa sveit og reyna að fylgjast með flugi hennar, sem er stundum flókið en aldrei út í hött.“ Robert Palmer, gagnrýnandi New York Times, sagði String Trio of New York vera á köflum snilldarlega nútímaútgáfu af tón- list Django Reinhardt og Step- hane Grappelli frá 4. áratugnum. Tríóið hefur leikið á tónleikum um öll Bandaríkin, svo og víða í Evrópu, Mið-Austurlöndum, N- Afríku og Asíu við góðan orðstír. Tríóið er skipað fiðluleikaran- um Charles Burnham, bassa- leikaranum John Lindberg og gít- arleikaranum James Emery. Hann er af mörgum talinn einn af helstu jassgítarleikurum af yngri kynslóðinni. Hann hefur tvívegis haldið einleikstónleika hér á landi. Eftir seinni tónleika hans hér, í nóvember 1987, komst ís- lenskur gagnrýnandi svo að orði: „...Emery er einn af þessum ekta músíköntum sem tekst að gera hlutina eðlilega og aðkall- andi. Ég vildi talsvert gefa fyrir að heyra hann með grúppunni sem hann leikur með venjulega, þ.e. String Trio of New York, sem margir djassmenn telja með því besta í Vesturheimi. Tónleikar String Trio of New York hér á landi eru haldnir af nýstofnuðu félagi áhugafólks um vandaða jass- og nútímatónlist, sem kallar sig „Betri tónlist í Reykj avík“. Að sögn forráða- manna þess ríkir bjartsýni um framhaldið á tónleikahaldi með góðu tónlistarfólki. Ekki er þó reiknað með fleiri viðburðum á þessu ári. Eins og áður segir verða tónleikar String Trio of New York nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Norræna húsinu. James Emery, John Lindberg og Charles Burnham, „The String Trio of New York“ leika jass í Norræna húsinu á þriðjudag. DV Q.REÍN\R FRA WÍ A& <S ÖMUR. <5£ÍR ^UNNARSSON HAFi SLEcaiÐ ALÞÝBUSANfóANN UM Möi^Sv FÚSUMD KR0NA U\N OS KLVFT FVR\R fcAÐ BReMNWIN. 6Rl (V\UR ÞEKKiR cÖLAF RA6KAR FRA fVi 1 SARMASfctíLA EKí /WElfcA UM t>BTTA A LFTÍR N/ÆSTU KUÖLD, HÉRHU ohctcuR A STÖfc TVÖ Föstudagur 10. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.