Þjóðviljinn - 10.11.1989, Side 11

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Side 11
Schabowski (t.v.) genginn út á meðal alþýðunnar - fyrirheit um frjálsar kosningar. Bohley - viljum ekki kapítalisma. Saga DDR á enda? Sterkar líkur eru á því að ráðamenn þar hljóti að láta undan kröfum almennings um frjálsar kosningar. Margra ætlan er að þá verði þess skammt að bíða að þýsku ríkin sameinist Erich, þetta gengur ekki lengur. Þú verður að fíætta.“ Það var Willi Stoph, forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, sem með þessum orðum ávarpaði leiðtoga sinn og samstarfsmann i áratugi, Erich Honecker, á fundi stjórnmálaráðs Sósíalíska eining- arflokksins 17. okt. s.l. Daginn eftir sagði Honecker af sér. Sagan hefur verið á hröðum skrið í austantjaldslöndum á þessu ári, en hvergi hefur hún farið svo geyst sem undanfarinn tæpan mánuð í Austur-Þýskalandi. Síðan þann 18. s.m. hafa marg- ir fleiri háttsettir menn þarlendis orðið að hætta, þeirra á meðal Willi Stoph sjálfur. í vikunni sögðu bæði ríkisstjórnin og stjórnmálaráðið af sér, Hans Mo- drow, aðalritari ríkisflokksins í Dresden, verður að líkindum for- sætisráðherra nýrrar stjórnar og nýtt stjórnmálaráð, án gömlu mannanna sem mynduðu innsta hringinn kringum Honecker, er þegar tekið við. Ólgan í þjóðar- djúpinu, eins og orða mætti það skáldlega, hefur náð upp í efstu lög ríkisflokksins. Vesturþýskir sérfræðingar um Austur- Þýskaland telja að þar sé eins- konar þrístjóraveldi í uppsigl- ingu. Hinir austurþýsku þrí- stjórar verða að þeirra áliti Egon Krenz, sem tók við af Honecker, Modrow og Gúnter Schabowski, aðalritari flokksins í Austur- Berlín og síðan í fyrradag stjórnmálaráðsfulltrúi um fjöl- miðlamál. Modrow og Schabowski Krenz er rúmlega fimmtugur og hinir tveir eru um sextugt. Sem kommúnistar og stjórnmála- menn hlutu þeir mótun sína undir sovéskri hersetu og í alþýðulýð- veldinu. Það var nokkuð annar skóli en tímar harðrar stéttabar- áttu og nasisma, sem mótuðu Honecker og jafnaldra hans. Það er engan veginn víst að Krenz verði lengi valdamestur þeirra þremenninga. Mótmælafólkið, sem svo vikum skiptir hefur fyllt götur borga landsins dag eftir dag, virðist ekki bera miklu meira traust til hans en fyrirrenn- ara hans. Af ýmsu virðist mega marka að hinir tveir séu reiðu- búnir að ganga lengra í breyting- um en hann. Schabowski braut blað í sögu austurþýsku forust- unnar um daginn er hann gekk út á meðal mótmælandi alþýðunnar í höfuðborginni og hlustaði, ekk- ert nema þolinmæðin, í fimm AÐ UTAN klukkustundir samfleytt á gagnrýni af því tagi, sem fyrir fá- einum vikum hefði verið talin til landráða þarlendis. Schabowski varð einnig fyrstur flokksforkólfa til að ræða við talsmenn mannréttindasamtakanna Nýr vettvangur (Neues Forum) og veitti þeim þannig hálfgildings opinbera viðurkenningu, ef til vill án samþykkis félaga sinna. Af öllum forustumönnum flokksins er þó Hans Modrow sá, sem kröfugöngufólkið bindur mestar vonir við. Þegar fyrir tveimur árum er hann sagður hafa vakið máls á því innan for- ustunnar að breytingar yrðu ekki umflúnar, en Honecker, sem hafði á honum stækt ógeð að sögn, hafði þær ábendingar að engu. Eftir þátttöku í kröfu- göngum að dæma hafa kröfurnar um breytingar almennast fylgi í suðausturhluta ríkisins, þar sem saxneska konungsríkið (og þar áður kjörfurstadæmið) var fyrr- meir. Þar hefur Modrow manna- forráð og sumir meta málin svo að með upphafningu hans í stjórnmálarað og embætti forsæt- isráðherra hafi kröfugöngufólkið og „saxneska uppreisnin" sér á parti komið sínum manni fremst í forustu flokks og ríkis. Prússneski aginn á förum En óánægjan meðal flokks- manna upp og ofan er þegar orð- in svo mögnuð, að ekki er einu sinni víst að þeim Modrow og Schabowski, sem lýst er sem hleypidómalausum dugnaðar- mönnum, takist að hafa hemil á henni. Sá margumtalaði prússneski agi, sem talinn hefur verið einkenna Sósíalíska eining- arflokkinn, er að linast. í gær tók flokksdeildin í saxnesku háskóla- borginni Halle sig til og setti af flokksstjórann þar í borg, Hans- Joachim Böhme, sem kallaður er harðlínumaður en er þó enn í stjórnmálaráði. í ræðu á ráð- stefnu miðnefndarflokksins, sem enn stendur yfir, sagði Modrow að mikill biturleiki ríkti meðal flokksmanna vegna tregðu for- ustunnar á að ræða breytingar og kvað líf flokksins í veði, ef ekki yrði brugðist hart við og umbót- um hrundið í framkvæmd. Og í augum uppi liggur hvaða umbæt- ur einkum vaka fyrir almenningi, þar á meðal fjölda flokksmanna. Á kröfufundunum er farið fram á margt - virðingu fyrir mannrétt- indum, fullt ferðafrelsi, umbætur í efnahagsmálum, en upp á síð- kastið hafa kröfur um frjálsar kosningar orðið jafnt og þétt ein- dregnari. Schabowski hefur með hlið- sjón af þessu þegar gefið í skyn, að ný kosningalög séu á döfinni. Samkvæmt þeim verði frjálsar kosningar leyfðar og Sósíalíski einingarflokkurinn verði að horf- ast í augu við þann möguleika að hann kunni að tapa slikum kosn- ingum. Þeir sem flýja og hinir sem mótmæla Eins og alkunna er af fréttum krefjast Austur-Þjóðverjar breytinga og umbóta einkum með tvennskonar hætti. Sumir flýja til hins þýska ríkisins, aðrir mótmæla og bera fram kröfur á götum og torgum heimafyrir. Þegar þetta er ritað hafa líklega um 210.000-220.000 Austur- Þjóðverjar flust eða flúið til Vestur-Þýskalands frá því um s.l. áramót, þar af yfir 50.000 s.l. viku. Á fjölmennustu kröfufund- unum hefur tala fundarmanna komist upp í hálfa miljón. Þeir sem fara hafa gefið kerfið heimafyrir upp á bátinn en kröfu- göngufólkið virðist nokkuð ann- ars sinnis. Það leggur margt áherslu á að það vilji verða um kyrrt og knýja fram umbætur innan frá. Því fer fjarri að það líti vesturþýska samfélagið einhiiða gagnrýnislausum augum. Þetta fólk álítur margt að félagslegt ör- yggisnet síns rfkis sé, þrátt fyrir alla galla, þéttara en vesturríkis- ins. „Austur-Þýskaland ætti ekki að verða kapítalískt ríki,“ segir Brbel Bohley, einn forustu- manna Nýs vettvangs, og svipað segja fleiri talsmenn hins austur- þýska alþingis götunnar. Nálægur möguleiki Atburðirnir í Austur- Þýskalandi undanfarið hafa óhjá- kvæmilega leitt til þess, að endur- sameining Þýskalands er nú orðin nálægari möguleiki en nokkru sinni fyrr eftir heimsstyrjöldina síðari. Ummæli sumra talsmanna kröfugöngufólksins gefa að vísu til kynna að það sé ekki allt áhugasamt um fullan samruna, en áreiðanlega vill það flest náin sambönd við vesturríkið. Og nið- urstöður skoðanakannana benda til þess að meirihluti Austur- DAGUR ÞORLEIFSSON Þjóðverja sé hlynntur endursam- einingu. í Vestur-Þýskalandi er almennur vilji fyrir því að þýsku ríkin sameinist. Á síðustu þremur vikunum eða svo hafa Áustur- Þjóðverjar, hvort sem þeir bera fram kröfur heimafyrir eða flýja vestur, sýnt heiminum fram á að gamla kaldastríðsskipanin á Evr- ópu er á síðasta snúningi. Sjálfur hinn illræmdi Berlínarmúr er þegar farinn að flokkast undir söguleg minnismerki; þeir sem vilja yfirgefa Austur-Þýskaland þurfa ekki lengur að leggja sig í lífshættu við að klífa hann, heldur streyma þeir vestur í gegnum Tékkóslóvakíu. Austurþýskir valdhafar vilja auðvitað í lengstu lög viðhalda ríki sínu og vesturþýskir kollegar þeirra, uggandi út af viðbrögðum jafnt í austri sem vestri út af lík- legri endursameiningu, eru langt í frá kvíðalausir þessu viðvíkjandi heldur. En á næsta ári fara fram í Vestur-Þýskalandi þingkosning- ar og þarlendir stjórnmálamenn þora með hliðsjón af vilja al- mennings sín megin vart annað en að láta í þessu efni berast með þungum straumi sögunnar. Á mánudag sagði Martin Bange- mann, vesturþýskur fulltrúi í framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins, að möguleikar á nánari tengslum við Austur- Þýskaland væru Vestur- Þjóðverjum engu síður mikilvæg- ir en þróunin í átt til innri mark- aðar bandalagsins. Hann varaði hin Evrópubandalagsríkin við því að neyða vesturþýsku stjórnina til að velja þar á milli. Og í fyrra- dag bauð Kohl sambandskanslari Austur-Þjóðverjum rausnarlega efnahagsaðstoð gegn því að þeir aflegðu valdaeinokun kommún- istaflokksins, leyfðu frjálsar kosningar og tækju upp markaðs- kerfi. Evrópskt „ríki í miðið“ Vestur-Þýskaland er þegar þriðja mesta efnahagsveldi heims, öflugasta ríki Evrópu- bandalagsins og hefur alira vest- rænna ríkja mest viðskipti við öll Varsjárbandalagsríkin sjö. Á Comecon, efnahagsbandalagi austantjaldsríkja, er nú los, og aðildarríki þess hungrar og þyrst- ir eftir vestrænu fjármagni og tækniaðstoð, sem helst er von á að fá hjá Vestur-Þjóðverjum. Austur-Þýskaland er (a.m.k. ennþá, þrátt fýrir fólksflóttann) framar í efnahagsmálum en nokkurt annað austantjaldsríki. Allar líkur eru sem sé á því að sameinað Þýskaland, með um 78 miljónum íbúa, yrði leiðandi þungamiðja efnahagslífs Evrópu, jafnt í austri sem vestri. Alfred Dregger, formaður þingflokks kristilegra demókrata í Vestur- Þýskalandi, segir: „Milli risaveld- anna tveggja verður bandalag Evrópuríkja allt frá Portúgal til Póllands og sameinað Þýskaland þar í miðju.“ Við það má bæta að með hliðsjón af gífurlegum örð- ugleikum Sovétríkjanna í efnahags- og þjóðemismálum er varla hægt að ganga að því sem alveg vísu að nokkurt risaveldi verði til staðar að halda utan að þessu máttuga bandalagi austan megin. Margir hugsa sem svo, og ekki að ástæðulausu, að ef þessi fram- tíðarspá yrði að veruleika hefði Þýskaland unnið á friðsamlegan hátt það, sem því mistókst að ná með vopnum í tveimur heimsstyrjöldum. Á Vestur- löndum hafa leiðtogar jafnan í orði verið fylgjandi sameiningu Þýskalands, en verið fráhverfir henni í raun. Meðan kaldastríðs- spennitreyjan var í gildi þurfti enginn að hafa áhyggjur af að nokkur alvara yrði úr því. Nú er öldin af mikilli skyndingu orðin önnur, og möguleikar jafnt austurs sem vesturs á að „stöðva" Þjóðverja liggja ekki í augum uppi. „Frá Jalta til Malta“ Ummæli Gennadíjs Gera- símov, talsmanns sovéska utan- ríkisráðuneytisins, í gær eru túlk- uð svo að sovéska stjómin útiloki ekki að hún sætti sig við Austur- Þýskaland án kommúnistastjórn- ar. En þei.n í Moskvu er væntan- lega ljóst eins og öðram, að tak- markaðar líkur era á að það ríki verði lengi til án alræðis Sósíal- íska einingarflokksins. Bush Bandaríkjaforseti, sem lengi þótti spar á jákvæð viðbrögð gagnvart Gorbatsjov, hefur und- anfarið látið í Ijós aukna vinsemd í hans garð og perestrojku. Það er ekkert leyndarmál að á fundi sín- um á skipsfjöl við Möltu í næsta mánuði munu þeir einkum fjalla um breyttar aðstæður í Austur- Evrópu. Gefið er í skyn að á þeim fundi muni Bandaríkin og Sovét- ríkin taka upp samráð af því tagi, er legið hefur niðri frá því að fyrri leiðtogar stórvelda þessara réðu ráðum sínum í Teheran, Jalta og Potsdam. Frá Jalta til Malta, sagði sá hnyttni Gerasímov í ti- lefni þessa fyrirhugaða fundar. Bandaríkin og Sovétríkin urðu sem kunnugt er um nokkurra ára skeið vinir vegna sameiginlegs ótta við Þjóðverja. Hliðstæður ótti er ekki fyrir hendi nú hjá stórveldum þessum tveimur, en þó nógu mikill uggur við fyrrver- andi sameiginiegan óvin á upp- leið til að hraða samdrætti þeirra. Föstudagur 10. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.