Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 13
happs og kannski er þar komin skýringin á því að ég hef verið laus við það að eiga fasteignir um ævina. Eg tel mig hafa sannað það með mínu lífi að helvítis eignarrétturinn er til óþurftar, en það þykir ekki góð latína í dag." Jónas sat á þingi frá árinu 1949 -1953 og svo aftur á árunum 1967 - 1979. Mörg stórmál komu til kasta þingsins, á þeim árum sem Jónas gegndi þingmennsku, mál sem hafa mótað þjóðmálaum- ræðuna síðan. Má þar nefna inn- gönguna í NATO 1949, 1951 var svo gerður svokallaður „varnar-samningur" við Banda- ríkjamenn og herlið þeirra kom aftur til íslands. Af öðrum stór- málum má nefna útfærslu land- helginnar og stóriðjumál. Jónas tók mjög afdráttarlausa afstöðu í öllum þessum málum og þegar gluggað er í kafla úr þingræðum í bókinni kemur í ljós að hann var ekkert að spara háðsglósurnar á andstæðinga sína. En það var ekki bara á þingi sem Jónas lét til sín taka því hann átti drjúgan þátt í stofnun Sam- taka hernámsandstæðinga og var mjög virkur í baráttu andstæð- inga Víetnamstríðsins. Enda minnist Jónas þessara ára sem bæði góðra og gagnlegra. í inngangsorðum að bókinni segir Jónas m.a.: „Hefði ég aldrei háð þá baráttu sem bókin vitnar um, aldrei blandað mér í blaðadeilur, aldrei skipt mér af stjórnmálum, aldrei staðið við hlið góðra manna ípuði og pjakki við að koma áfót Sam- tökum hernámsandstœðinga og skipuleggja aðgerðir þeirra, aldrei kveðið uppúr með skoðanir mínar varðandi utanríkismál, landhelgismál, félagsmál, lands- byggðarmál, næáttúruverndar- mál, stóriðju o.s.frv., -þá er ég ansi hrœddur um að mér fyndist núna, þegar ég lít yfirfarinn veg, að ég hefði verið óþarflega hó%- vær maður og fáskiptinn um dagana." Hressandi endurkynni „Ég var búinn að fara í gegnum þessi ár mín áður þegar Rúnar Ármann Arthúrsson skráði ævi- sögu mína. Það má segja að þessi bók sem nú kemur út sé hinn helmingurinn af þessu öllu. Ef ég ætti að svara því hvernig ég þróaðist sem blaðamaður og síðan sem pólitíkus þá er svarið að finna í þessari bók. Það var úr miklu að moða þeg- ar ég fór í gegnum blaðaskrif mín og þingræður. Þetta sem nú birt- ist á prenti er ekki allt verulega gott en ég hef tekið ýmislegt með vegna þess sem ég var að fjalla um þá. Ef ég hefði bara hugsað um skönlitteratúr þá er hann ekki þarna að finna, hinsvegar er ein- lægnin til staðar. Þegar ég glugga í þessi skrif núna kemur í ljós að manni var oft ansi heitt í hamsi og mér þótti afskaplega hressandi að hitta sjálfan mig fyrir í gömlum Þjóð- viljum. Samtímis rakst maður á ógleymanlega félaga einsog Kristin E. Andrésson og Magnús Kjartansson á síðum blaðsins, því ég las ekki bara greinar eftir mig þegar ég var að fletta aftur í gegn- um blöðin eftir þetta mörg ár. Þessi þáttur í ævistarfi mínu er sá þáttur sem mér finnst bæði góður og gagnlegur en það er meira en ég get sagt um aðra þætti ævi- starfsins. Þær eru ófáar stundirnar sem lifa í endurminningunni. Það var t.d. mjög ánægjulegt að vera ís- lendingur á þeim stundum þegar Lúðvík mætti Stórbretanum, þessi maður sem var fæddur í salt- húsi austur á Norðfirði. Lúðvík var því bærilega saltur strax frá upphafi. í honum var selta sem aldrei hefur brugðist. Ef Lúðvíks hefði ekki notið við værum við ekki með 200 mflna landhelgi núna. Hinir voru aldrei tilbúnir í neitt því og mændi Stórbretinn upp á Lúðvík. Þeir vissu að hann réð þessu." ..,. -Sáf Það var afskaplega hressandi að hitta sjálfan sig aflur í þessum greinum, segir Jónas Árnason um vinnu sína við bókina Góð bók og gagnleg fyrir suma. Mynd Kristinn. NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 13 Bugle Call Rag Landneminn, vorið 1951. Rit þetta var málgagn Æskulýðsfylkmgarinnar, sambands ungra sósíalista, og höfundur var ritstjóri þess. Dagihn sem opinbert bandarískt hernám hófst að nýju á Keflavíkurflugvelli, 7. maí síðastliðinn, fórum við tveir Þjóð- viljamenn, Jón Bjarnason fréttastjóri og ég, strax eftir hádegið þangað suðureftir, því að okkur lék forvitni á að sjá hvernig farið væri að því að vernda fátæka smáþjóð á þessum alvarlegu tímum. Enda hafði margt orðið til að magna upp dramatíska spennu í sambandi við þessa atburði, cinkum og sér í lagi sú tilkynning ríkisstjórnarinnar að hún hefði ekki viljað skýra þjóðinni frá samningi sfnum við Bandaríkin fyrren hernámslið- ið væri komið, þar eð slfkt hefði verið mjög óvarlegt „með tilliti til hins algjöra varnarleysis íslendinga". Með öðrum orðum: Það mátti ekki vitnast um samninginn fyrren hann var kominn í framkvæmd, því að annars hefðu Rússar verið vísir til að gera innrás í grænum hvelh og afnema verndina fyrirfram. íslenskur lögregluþjónn, sem lóðsaði okkur um Völlinn, fór með okkur framhjá öllum öryggisvörðum og rakleitt inní svo- nefndan Camp Geck, þar sem komið hafði verið fyrir fyrstu hernámssveitinni, þeirri sem í dag veitti þvi landi örugga vernd sem í gær gat á hverju andartaki orðið Rússum að bráð. Aldurhnignir braggar campsins klúktu þarna hlið við hhð, flestir skjóttir af ryði og margir sligaðir einsog söðulbakaðir jálkar. Verndarar voru aðeins örfáir sýnilegir. Einn sat á kassa og tíndi uppúr honum riffla með hægri hendi en héltá sígarettu í þeirri vinstri; annar var að skrúfa saman jeppabíl; sá þriðji kom útúr bragga með teppi, lög og annan rúmfatnað og dustaði þetta móti golunni, en var svo óðara horfinn aftur inn. Lengi vel urðum við ekki varir neinnar frekari verndar. En svo birtist allt í einu maður í mjög góðum holdum. - Nú ætlar kokkur verndaranna að fara að gefa þeim eitthvað að borða, hugsuðum við. En maðurinn tók fram gyllt pjáturshorn og reyndist vera lúðurþeytari verndaranna. I sömu andrá steig fram liðsforíngi. Sá hoidugi bar hornið að vörum sér og blés hátt og ákaflega nokkra hríð. Þetta var einfalt stef, alþekkt úr djasslagi sem heitir Bugle Call Rag. Hætt er þó við að honum Gabríel erki- engli hefði ekki þótt þetta góður blástur, að maður nú ekki tali um Louis Armstrong. Manninum fipaöist oft, og tónninn hjá hpnum var, vægast sagt, ekki góður. Svo að kannski hefur hann, eftir allt saman, verið kokkur verndaranna, en aðeins haft iúðurblástur að aukastarfi. Meðan á þessu gekk, hrópaði iiðsforinginn ósköpin öll, og við þóttumst skilja að leikurinn væri til þess gerður að verndar- arnir kæmu útúr bröggunum og skipuðu sér í röð hér á götunni. En þeir voru tregir til, og hinir siðustu komu ekki útúr bröggun- um fyrren liðsforinginn hafði gert út sérstakan mann þeirra erinda að hlaupa frá einum dyrum til annarra og öskra innum þær. Þá drógust þeir í röðina, hneppandi að sér treyjunum, geispandi og hryllandi sig. Það var auðséð á öllu að menn þessir, verndarar lýðveldisins íslands, höfðu verið að fá sér það sem á þeirra máli kallast „beauty-sieep" eftir hádegið. Síðan fór fram liðskönnun sem við hófðum því miður ekki tíma til að fylgjast með. En verndararnir voru innanvið 300 talsins. Og mikið held ég þeir hafi orðið fegnir því, þegar iiðskönnun var lokið, að komast aftur úr hinni íslensku vor- nepju undir vernd hinna aldurhnignu bragga campsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.