Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 14
Þjóöminjasafnið minnist þess nú að um þessar mundir eru 150 ár liðin frá því að að- ferð franska Ijósmyndarans Louis Daguerre við að taka myndir á koparplötur var gerð opinber. Inga Lára Baldvins- dóttir hefur af þessu tilefni sett upp sýningu í Bogasalnum, sem rekur sögu íslenskrar Ijósmyndunar frá upphafi fram til þess tíma þegar Ijós- myndavélin var orðin almenn- ingseign og fréttaljósmyndin orðin ríkur þáttur í íslenskri fjölmiðlun. Merkasti hluti sýn- ingarinnarer þó sá hluti henn- ar, sem rekur sögu íslenskrar Ijósmyndunar á síðustu öld og fram að aldamótum. Er jafnvel álitamál, hvort ekki hefði verið ástæða til þess að takmarka sýninguna ein- göngu við þetta tímabil og gera því þeim mun betri skil. Ekki síst þar sem sýning af þessari stærð getur ekki gert síðara tímabilinu viðhlítandi skil. Pað gefur sýningunni í Þjóð- minjasafni stóraukið gildi, að í nær öllum tilfellum er um frum- myndir að ræða, en ekki eftir- tökur. Fyrstu Ijós- myndararnir íslendingar komust fyrst í kynni við ljósmyndalistina á fimmta áratug síðustu aldar. Helgi Sigurðsson (1815-1866), síðar prestur á Skeggjastöðum á Langanesströnd, lærði að gera daguerrótýpur í Kaupmannahöfn 1845, fyrstur íslendinga. Engin „sólmynd", eins og daguerrótyp- ur voru kalíaðar á íslensku, hefur varðveist eftir hann, en elstu ís- lensku ljósmyndirnar, sem varð- veittar eru, voru gerðar á votar glerplötur. Jón Chr. Stephánsson (1809-1910) lærði ljósmyndun á glerplötur á Borgundarhólmi 1858 fyrstur íslendinga að talið er. Talið er jafnframt að hann sé höfundur einnar af elstu íslensku ljósmyndunum, sem varðveittar eru, en það er portrettmynd af Rannveigu Hallgrímsdóttur frá Steinsstöðum (1802-74), en hún var systir Jónasar skálds. Athygl- isvert er að mynd þessi, einkum augnsvipurinn, staðfestir mjög svipeinkenni þau sem koma fram GunnhildurThorsteinsson:Konuryiðfiskþvott. Myndinertekináóþekktumstaðum aldamótin síðustu og er meðal elstu heimildarmynda um íslenskt atvir á teikningu Helga Sigurðssonar af skáldinu á líkbörunum. Ljósmyndin og dráttlistin Á meðan ljósmyndalistin í Evrópu tók spón úr aski margra myndlistarmanna á síðari hluta 19. aldar, og heillaði aðra svo að þeir lögðu frá sér pensilinn og lærðu á myrkurhús í staðinn, þá varð ljósmyndin undanfari þess að menn færu að leggja stund á myndlist hér á landi í því skyni að draga upp mynd af náunganum eða umhverfi sínu. íslensk ljós- myndun gat því ekki byggt á inn- lendri hefð eins og annars staðar í Evrópu, og ljóst er af heimildum að margir íslendingar höfðu þessa nýju listgrein í flimtingum og töldu hégóma. Þannig segir Benedikt Gröndal frá því í Dægradvöl, að Konráð Gíslason hafi lagt „eplaskurn yfir annað augað á sér" þegar Helgi Sigurðs- son var að „daguerrotypera" hann og fleiri íslendinga í Kaup- Islensk Ijósmyndun á síðustu öld mannahöfn. Varð það síðan ráð- gáta hjá Helga hvernig þessi ó- skapnaður komst á plötuna. Seg- ir Inga Lára Baldvinsdóttir í rit- gerð sinni „Daguerrotypur á fs- landi og fyrstu ljósmyndararnir" að af munnmælum að dæma, þá hafi Helgi Sigurðsson „haft það eitt upp úr ljósmyndun sinni, að hlegið var að honum". Sjálf símynd milli- stéttarinnar Þeir íslendingar sem lærðu ljósmyndaiðn fyrir aldamótin voru sigldir menn og konur, oft af vel stæðum ættum, og má segja að listgreinin tengist þéttbýlis- myndun og uppvaxandi borgar- astétt hér á landi. Petta sést ekki bara í ættartölum ljósr. Fjölskyldumynd af Ólafi Ólafssyni bónda í Dalseli undir Eyjafjöllum, Sigrtði Ólafsdóttur konu hans og börnum þeirra, Kristjáni og Guðríði Þóroddsdóttur, dóttur Sigríðar af fyrra hjónabandi. Myndin er tekin 1890 af Friðrik Gíslasyni. Johan Christensen verslunarstjóri á Akureyri og Maria Nikolina, f. Jensen, kona hans. Myndin er tekin af Önnu Schiöth, sem rak Ijós- myndastofu á Akureyri 1878-1899. Athyglisvert er að bera saman myndina af bændafjölskyldunni undan Eyjafjöllum og kaupmanns- hjónunum frá Akureyri, en þær eru frá sama tíma. Áhöfn á ókunnu fiskiskipi um aldamótin. Takic og sett upp hálstau. Ljósm. Pétur Brynjólíss 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.