Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 15
t atvinnulíf.
Rannveig Hallgrímsdóttir frá Steinsstöðum (1802-1874), systir Jón-
asar Hallgrímssonar skálds. Ef borið er saman við teikningu Helga
Sigurðssonar af skáldinu látnu kemur í Ijós að sterkur svipur hefur
verið með þeim systkinum. Líklegur höfundur myndarinnar er talinn
Jón Chr. Stephánsson (1829-1910), sem lærði fýrstur íslendinga að
taka myndir á glerplötu 1858.
Merkileg
ljósmynda-
sýning í
Þjóðminja-
safni
anna, heldur líka í viðfangsefnum
þeirra, sem oft bera slík stéttar-
einkenni. Dæmi um þetta er
myndin á forsíðu blaðsins eftir
Hallgrím Einarsson frá Akur-
eyri, sem gefur okkur góða mynd
af sjálfsímynd íslenskra verslun-
armanna um aldamótin síðustu
(Hallgrímur rak ljósmyndastofu
á Vestdalseyri 1895-1901 og síðan
á Akureyri til 1948). Það er Olg-
eir bakari sem hefur reiðhjól með
sér á myndinni sem stöðutákn, en
fremst situr Jón Sigurðsson versl-
unarmaður. Konan með kaffi-
könnuna er Jóhanna matráðs-
kona, barnsmóðir Tryggva
Gunnarssonar bankastjóra, en
sonur þeirra, Ólafur, er lengst til
hægri.
Fyrstu heimilda-
myndirnar
Það er einnig athyglisvert
hversu margar konur lögðu stund
á ljósmyndun hér á landi fyrir
aldamót, á meðan þessi iðja var
bæði dýr og tæknilega vandmeð-
farin. Fyrsti kvenljósmyndarinn
var Nicoline Weywadt, faktors-
dóttir frá Djúpavogi (1848-1921).
Hér á síðunni er hins vegar birt
áhrifamikil mynd eftir Gunnhildi
Thorsteinsson ljósmyndara, sem
sýnir konur við fiskþvott (hugs-
anlega á Bfldudal?), einhvern
tímann fyrir eða um aidamótin.
Þessi ljósmynd hefur ómetanlegt
heimildargildi um vinnuaðbúnað
og klæðnað íslenskra verka-
kvenna á þessum tíma.
Einn fremsti Ijósmyndarinn hér á
landi um aldamótin síðustu var
Pétur Brynjólfsson (1882-1930),
en hann varð fyrstur íslenskra
Ijósmyndara konunglegur hirð-
Ijósmyndari árið 1907. Hér sjáum
við mynd af Edvald Möller og
starfsfólki í sáþugerð hans í
Reykjavík einhvern tímann um
eöa uppúr síðustu aldamótum.
Myndin hefur ómetanlegt gildi,
bæði listrænt og heimildarlegt.
Eins og mynd Gunnhildar
Thorsteinsson er undantekning á
þessum tíma hvað varðar efnis-
val, þá eru fjölskyldumyndir
Friðriks Gíslasonar af bændafjöl-
skyldum undir Eyjafjöllum frá
1890 það einnig. Myndin af Ólafi
Ólafssyni í Dalseli er bæði svið-
sett í óvenjulegu umhverfi, og
sjálf uppstillingin er líka óhefð-
bundin: ef borið er saman við
mynd eftir Önnu Schiöth af Jo-
han Christensen verslunarstjóra
á Akureyri og konu hans, Maríu
Nikolínu, þá sést að þar er stöðu-
munur kynjanna undirstrikaður
með öðrum og skýrari hætti í
uppstillingunni.
Efni sýningarinnar í Þjóðminj-
asafninu verður með engu móti
gerð skil í stuttri blaðagrein, en
ástæða er til að hvetja til þess að
sú vinna sem hér hefur verið unn-
in verði nýtt í það að gera sér-
staka bók um íslenska ljósmynd-
un á 19. öldinni. Slík bók gæti
brugðið nýju og óvæntu ljósi á
þetta tímabil í sögu okkar.
Sýningin í Þjóðminjasafninu er
opin þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga kl. 11-
16 til nóvemberloka. -ólg.
Akureyrskarmillistéttarkonurum aldamótin: Efstfráv.: LáraÓlafsdótt-
ir Ijósmyndari, Helga Schiöth, Þóra Matthíasdóttir. Miðröð f.v.: Oddný
Vigfúsdóttir, Engel Jensen Ijósmyndari. Neðst f.v.: Matthea Matthías-
dóttir og Anna María Schiöth. Ljósmynd: Anna Schiöth (1846-1927),
sem rak Ijósmyndastofu á Akureyri 1878-1899.
Takiðeftiraðskipstjórinnhefurklættsigíhvítaskyrtu Skútur á Viðeyjarsundi fyrir aldamótin. Ljósm. Árni Thorsteinsson tónskáld. Frummyndin er í rauðbrúnum tónum sem ekki nást í eftir-
íjólfsson. prentun, en mynd þessi telst til listrænnar Ijósmyndunar ( háum gæðaflokki.
Föstudagur 10. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15