Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 16
Veitingarekstur til leigu Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur auglýsir til leigu veitingarekstur í sjómanna- stofunni Vör frá 1. janúar 1990. Nánari upplýsingar veita Hinrik eða Sævar í síma 92-68655. Tilboðum má skila til félagsins, Hafnargötu 9, 240 Grindavík fyrir 25. nóvem- ber. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórnin Aukavinna Þjóðviljann vantar fólk til að sjá um blaðburð í forföllum. Verður að hafa bíl til umráða. Hafið samband við afgreiðsluna, sími 681663 eða 681333. þJÓÐVIUINN SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS TÓNLEIKAR: Óperusöngkonan heimsfræga KATIA RICCIARELLI syngur aríur eftir Mozart, Catalani, Cílea, Kossini og Bellini Stjórnandi: Petri Sakari 1Háskólabiói á morgun laugardaginn 11. nóvemberkl. 17.00 NY TONLIST Stravinský, Atli Heimir, Hjálmar Ragnarsson, Webern' Einleikari: Jari Valo Stjórnandi: Petri Sakari / Borgarleikhúsinu laugardaginn 25. nóvember kl. 14.00 Fjölskyldutónleikar á aðventu HNOTUBRJÓTURINN Tónlist: Sögumaður: Myndskreytingar; Tsjækofskí Benedikt Árnason Snorrí Sveinn Friðriksson Stjórnandi: Petri Sakari / Háskólabíói sunnudaginn 10. desember kl. 14.30 VINARTONLEIKAR Einsöngvari: SignýSæmundsdóttir Einleikari: A. Schutz Stjórnandi: Peter Guth í Háskólabíói föstudaginn 19. og laugardaginn 20. janúar nk. Aðgöngumiðasala er hafin í Gúnli. Opið flrá kl. 9-17. Fólki, sem hefur áhuga á að sækja þessa tónleika, er ráðlagt að tryggja sér miða strax. Galdur nafha eftir Ólaf H. Torfason - Fyrri grein Nafndagar Opinbert nafn einstaklingsins staðsetur hann í tilverunni. En hann getur átt sér önnur nöfn, leyninafn, dulnefni, viðurnefni eða uppnefni. Og hann getur átt nafndýrling. Sú hefð tíðkast í ka- þólskum sið að gefa fólki við skírn aukreitis eitt dýrlingsnafn, sem það ræður svo hvort það not- ar eða ekki. Kiljan er dýrlingsnafn Hall- dórs Laxness. Nafndagur manns er helgaður þessum verndardýrl- ingi hans í dýrlingadagatalinu. í kaþólskum löndum er títt að fólk haldi mun veglegar upp á nafn- dag sinn en afmælisdaginn. Nafn- dagur heilags Nikulásar er 6. des- ember, en sá góði maður er raun- ar Jólasveinninn, Sánkti Kláus. Nafndagar heilags Þorláks, verndardýrlings Islands, eru tveir, 20. júlí og 23. desember. Nöfnin sem ekki má nefna Gyðingar mega ekki nefna nafn Guðs og nota því dulnefnið „Jahve", sem er hebreska („Ya- hweh") og þýðir „ég er sá sem ég er". Móses heyrði Guð kynna sig með þessu nafni (2. Mósebók 3,14) og bæta við: „Þetta er nafn mitt um aldur, og þetta er heiti mitt frá kyni til kyns". Gyðingar höfðu svo önnur dulnefni á Guði eins og „Hinn hæsti", „Nafnið öllum nöfnum æðra", „Valdið" og „Sá sem er nálægur", Elóhím og Adonai (Drottinn). í Faðir- vorinu er sagt um Guð: „helgist þitt nafn" og í signingunni „í nafni Föðurins, Sonarins og Heil- ags Anda", án þess að nefna nafnið sjálft, enda er það óþekkt. Guð og Adam gáfu nöfnin Guð og Adam höfðu verka- skiptingu um nafngjafir í byrjun: „Guð kallaði ljósið dag, en myrkrið kallaði hann nótt", - festinguna himin, þurrlendið jörð og safn vatnanna sjó (l.Mósebók). Hins vegar var Adam látin semja öll nöfn dýra - ríkisins, hann„...gaf nafn öllum fénaðinum og fuglum loftsins og öllum dýrum merkurinnar..." og „nefndi konu sína Evu, því að hún varð móðir allra sem lifa". Þrátt fyrir þessa upptalningu á nafngiftum er það svo hvergi skýrt hvernig Adam hlaut nafn sitt, hvað þá meint fyrri kona Adams, Lilit, sem sagt er frá m.a. í kabbalafræðum Gyðinga. Jakob varð ísrael og Eldey að Ellý íslendingar hafa til skamms tíma knúið útlendinga sem gerast ríkisborgarar til að farga fyrri ó- Hrólfur Sveinsson: Tvífari Helga Hálfdanarsonar lyfjafræðings og þýðanda, þegar hann skrifast á við sjálfan sig í blöðunum. nefnum og byrja nýtt líf með kyn- hrein, íslensk nöfn. Nafnbreyt- ingar tíðkast ekki annars staðar af þessu tilefni, en hafa verið stundaðar af afbrotamönnum sem hafa afplánað refsingu eða fólki sem reynir að komast áfram í skemmtanaiðnaði. „Ellý Vil- hjálms" heitir t.d. réttu nafni Eldey Vilhjálmsdóttir en Norma Jean tók sér nafnið „Mariíyn Monroe". Frægustu nafnbreytingar sög- unnar munu trúlega vera í Bib- líunni, t.d. lengingin á nafni Abrams í Abraham og skiptin á nafni Jakobs fyrir ísrael. I Nýja testamentinu breytir Jesús um nafn á Símoni og kallar hann Pét- ur, „klettinn", þegar honum var fengið nýtt framtíðarhlutverk. Jesús ber m.a. nafngiftirnar Kristur, Messías, Kyríos og Son- urinn. Hermaðurinn Sál varð postulinn Páll. Menn skipta sem sé um nafn og heimilisfang þegar þeir endurfæðast til annarra verka. Muslimar þekkja 99 nöfn guðs í Kóraninum segir í 7. súrru, 180. versi, að „fegurstu nöfnin til- heyri Guði". Muslimar nota 99 nöfn um Guð og hafa 99 perlur á talnaböndum sínum til bæna- halds. Með fjölda nafnanna leggja þeir áherslu á fjölbreytni Guðs. Orðið Allah er ekki nafn, heldur stytting á orðasamband- inu „Al Ilah", sem þýðir „hinn öflugi" eða „sá valdamikli". í Is- lam eru þetta algeng guðsnöfn: Rahman, Rahim, Rabb-ul- alamin, Khaliq, Bariu og Mus- awwir. Þjóðsagan segir svo að þótt menn kunni aðeins 99 nöfn Guðs þekki kameldýrið hundraðasta nafnið og sé þess vegna alltaf svo hofmóðugt á svip. Þrátt fyrir nafnamergðina er muslimum uppálagt að nota nöfn Guðs í hófi og ekki innan um guðleysingja, sem kynnu að leggja þau við hé- góma. Ættarnöfn af ýmsu tagi Nöfnin í þjóðskránni núna segja heldur ekki alla söguna um nafngiftir okkar og geta hæglega villt fyrir um upprunann. Pað er t.d. nærtæk en röng íslensk mál- notkun að tala um „föður Gylfa Þ. og Vilhjálms J?. Gíslasona," því hinn ágæti faðir þeirra hét ekki Gísli heldur Porsteinn. Gíslason er ættarnafn. Einhver hagyrðingurinn orti þegar komst í tísku að taka sér ættarnöfn á íslandi kringum síð- ustu aldamót: Þeir nefna sig Kjaran og Kvaran, kasta brott fornum sið. Pví ekki Þvaran og Tjaran, það mundi loða við. Veröld uppnefna, viðurnefna og dulnefna, - nauðsynlegur eða niðurlægjandi gleðileikur? Dulnefni og höfundarnöfn Ekki var nóg með að sá skáld- mælti Óðinn skipti hömum og yrði óþekkjanlegur, heldur gekk hann undir að minnsta kosti 55 dulnefnum, samkvæmt Snorra- Eddu, til dæmis Grímnir, Hropt- atýr og Ómi. Halldór Guðjóns- son frá Laxnesi kallaði sig Hal d'Or meðan hann reyndi að skrifa kvikmyndahandrit í Kalif- orníu. Steinar Sigurjónsson hefur gefið út bækur undir 3 dulnefn- um: „Bugði Beygluson", „Steinar frá Sandi" og „Sjóni Sands". „Sandurinn" er fæðing- arpláss hans, Hellissandur. Listmálarinn „Erró" hét áður „Ferró" en þar áður Guðmundur Guðmundsson. „Tómas Davíðs- son" var dulnefni Þráins Bertels- sonar þegar hann ritaði bókina Tungumál fuglanna. Helgi Hálf- danarson hefur árum saman ritað æsilegar ritdeilusyrpur gegn sjálf- um sér í Morgunblaðinu undir dulnefninu „Hrólfur Sveinsson". Jón Karlsson framkvæmda- stjóri Bókaforlagsins Iðunnar þekktist aðeins sem „Jón Lýðs- son" fram á þrítugs- eða fertugs- aldurinn og það sópaði minna að Jörmundi Inga Ásatrúargoða meðan hann lufsaðist um sem „Jörgen Ingi Hansen". Joe Grimson, „fjármálamaður" á Bretlandseyjum hét Jósafat Arngrímsson á íslandsárum sín- um. „Sigi" er gælunafn Þjóðverja á knattspyrnuhetjunni Ásgeiri Sigurvinssyni en Albert Guð- mundsson var í franska fótbolt- anum iðulega kallaður „Islande". Agli og Ashkenazy hafnað Þjóðsagan segir, að þegar spænski listmálarinn Baltasar Samper sótti um íslenskan ríkis- borgararétt hafi hann ekki viljað una því að skipta um heiti. Hann benti á að listamenn væru áratugi að vinna sér „nafn" og þeim heil- aga og dýrmæta rétti gæti þessi starfsstétt bara alls ekki fórnað, þótt flutt væri um set á jarðkúl- unni. Loks lét Baltasar undan ís- lenska valdkerfinu, setti hins veg- ar krók á móti bragði og sótti um nafnið „Egill Skallagrímsson". Skriffinnum brá við þessa ó- skammfeilni, en sáu við hrek- knum með því að tilkynna lista- manninum, að einungis væri hægt að taka sér nöfn sem íslenskir ríkisborgarar bæru í nútímanum. Þessu tók Baltasar himinlifandi, útfyllti strax nýtt eyðublað og sótti um sama nafn og góðkunnur íslenskur ríkisborgari: „Vladimir Ashkenazy". Álskallinn: Ragnar Halldórsson, fyrrv. frkvstj. Álfélagsins. 16 SÍDA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.