Þjóðviljinn - 10.11.1989, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Qupperneq 17
Egill Skallagrímsson eða Vladim- ir Ashkenazy? Reyndi Ballasar listmálari að taka sér þessi lista- mannsnöfn? En allt kom fyrir ekki, bæði Agli og Ashkenazy var hafnað sem listamannsnöfnum málar- ans. Á endanum var hann skráður sem Baltasar Davíðsson, en birtist í símaskránni stutt og laggott sem „Baltasar listmálari“. Hvort sem sagan felur í sér sannleiksbrot eða ekki lýsir hún glögglega tvöfeldninni í nafna- reglunum sem hér giltu. íslensk uppnefni Nafn Snorra goða á Helgafelli, einnar eftirminnilegustu sögu- persóna Eyrbyggju, er uppnefni. Fáir muna að í raun hét hann Por- grímur Þorsteinsson, en þótti „ósvífur" í æsku og var því „Snerrir" kallaður og síðan Snorri. Uppnefnin eru mörg hver þjóðleg og gamaldags, önnur óþverraleg en flest í góðu meint og til að setja lit á hversdagslífið. Úti í dreifbýlinu er algengt að hver einasti maður eigi eitthvert viðumefni eða skilgreiningu ann- að en skírnamafnið. „Gauji galdró“ er snillingur í að gera við heimilistæki í Stykkishólmi. „Tungufoss“ kallaðist þar mál- glaður ungur maður. „Sjimpans- inn“ er bóndi í Skagafirði. „Ljós- astaurinn“ er fréttamaður Sjón- varps á Akureyri. „Glugginn" fékk uppnefni til æviloka eftir að hafa mætt í vinn- una í Meitlinum hf. í Þorlákshöfn í peysu með stórri ferrtingslaga bót. „Gulltoppur“ safnaði rauð- gulum hökutoppi við störf í Mjölni hf. á sama stað og þáði nafngiftina frá ungum fiskverk- unarkonum. Á ísafirði sáu menn á einhverj- um óútskýrðum forsendum á- stæðu til að kalla Þórhildi Þor- leifsdóttur leikstjóra og alþingis- mann „Tútlu Bomm“. Það er al- veg óskylt en jafn hljómmikið og hið fornfræga viðumefni Bjöms Jónssonar læknis og fræðimanns í Swan River, Manitoba: „Bjössi bomm“. „Humar B. Lauksson" er góðlátlegt uppnefni á hinum vin- sæla sælkera, kokki og blek- bónda Sigmari B. Haukssyni. Stundum slær uppnefnum út í groddaskap eins og „Fátækur Skítugur Regnbogason", sem var uppnefni hortugra nemenda á Hal d'Or: Hugmynd Halldórs Laxness að handritshöfundar- nafni sínu í Hollywood. Flöskuldur: Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, nefndur Þrösk- uldur í ráðuneytisstjóratíð sinni. kennara sínum Eiríki Hreini Finnbogasyni. Skáldið Jón úr Vör hefur lýst því á prenti hve honum féll það þungt fyrr á árum að vera uppnefndur „Jón úr neðrivör". „Guðni Kjaftur“ er Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, sagður fvið orðhvatur. „Norðurhjaratröllið" og „Loðfíllinn“ eru uppnefni á ís- Ienskum lyftingamönnum, „Jak- * Spánverja neitað um nafnið Egill Skallagríms- son * Óðinn bar 56 mismun- andi heiti, Jónas Hall- grímsson 5 * Dulnefni á góðkunnum persónum: Hroptatýr, Mr. Sjonne og Hal d‘Or * Hrólfur Sveinsson og sá sem heyr skæðustu rit- deilurnar við hann, Helgi Hálfdanarson, eru meira en lítið skyldir inn“ er Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambandsins og „Álskall- inn“ Ragnar Halldórsson, fyrr- verandi forstjóri íslenska álfé- lagsins. „Burton-hjónin“ eru leikaramir Helgi Skúlason og Helga Bachmann, kennd við par- ið Elísabetu Taylor og Ríkarð Burton. Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR er núna uppnefndur „Flöskuldur", en var oftast kall- aður „Þröskuldur“ meðan hann var í fjármálaráðuneyti og þreytti andstæðingana sem þrautseigasti samningamaðurinn fyrir hönd ríkisins. Fleiri en persónur fá uppnefni „Mulningsvélin“ var hálfgert skammaryrði um vöm Valsliðs- ins í handknattleik, sem þótti afar harðskeytt um tíma. Borgardóm- ur Reykjavíkur kallast „Mey- dómur“ eftir að konur tóku að komast þar í meirihluta sem dóm- arar. „Karphúsið" er aðsetur sáttasemjara ríkisins. Viöurnefni Nútíma Reykvíkingar hafa sumir þekkt lífslistamennina „Gvend spíra“ og „Dodda sí- fulla“ eða þá „Thym tönn“, tann- lækni. Jón „Mínus“ er Jón Þóris- son leikmyndateiknari Borgar- leikhúss, uppmnalega nefndur „Frádráttur“, vegna þess að starfi hans var nokkra hríð að draga tjaldið frá og fyrir í Iðnó. „Palli rödd“ er Páll Jóhannesson óper- usöngvari frá Akureyri. Alþekktar em sögupersónur Jón mínus: Jón Þórisson leikmyndateiknari fékk upphaf- lega viðurnefnið „frádráttur", þegar hann dró tjaldið frá og fyrir í Iðnó. Halldórs Laxness eins og Pétur „Þríhross", Ólafur Kárason „Ljósvíkingur“ og „Bftar“, sem er stytting á „Þrjúhundruðþús- und naglbítar". Nóbelsskáldið er reyndar mjög gefið fyrir viður- nefni og uppnefni, eins og „Jón Prímus“ og „Umbi“ Kristnihalds- ins sanna. Steinn Steinarr notaði skálda- leyfið og græddi nafnið „Kristó- fer“ á vin sinn Jón Sigurðsson, þá kadett í Hjálpræðishernum, ein- ungis stuðlanna vegna f frægu kvæði, og hefur Jón aldrei losnað við Kristófers-nafnið síðan. Siggi „Palestína" kallaðist reykvískur lögreglumaður sem gegnt hafði starfi sem liðsmaður Sameinuðu þjóðanna í ísrael. Minnir það á Jón „Indíafara“ á 17. öldinni. Karl Júlíusson leð- ursmiður og leikmyndateiknari fór ásamt ágætri konu til Norður- strandar Afríku á yngri ámm og kallaði sig þá um stund eftir heimkomuna „Carolus African- us. Var „Shakespeare" arabískur sheik? Þetta er líka alþjóðleg íþrótt. Muammar Ghaddafi Líbýufor- ingi hrelldi heimsbyggðina fyrir skemmstu með því að fullyrða að Shakespeare væri bara enskt uppnefni á Sheik Sper, arabisk- um snillingi sem hefði dvalið í Bretlandi og látið bókmennta- mola falla af nægtaborðum sínum til vanþróaðra íbúa þar. „Járnfrúin" er uppnefni Mar- grétar Thatcher, forsætisráð- herra Breta. „Jámfiðrildið“ er svo Imelda Marcos, ekkja ein- ræðisherra Filippseyja. „Laffen“ er Ólafur Noregskonungur, kenndur við sérkennilegan hlátur sinn. „Tricky Dick“ er Richard Milhouse Nixon, fyrrum Banda- ríkjaforseti. „Eplið“ er New York-borg. „Knugen“ er Karl Gústaf Svíakóngur, sem ku vera orðblindur og því getur vafist fyrir honum að lesa orðið „kung- en“ rétt. „Rappen“ er sænska vinnuheitið á Hrafni Gunnlaugssyni leikstjóra. SRfarí greinin um „Galdur nafna“ birtist í næsta Helgarblaði Þjóðvilj- ans. Tómas Davíðsson: Dulnefni Þrá- ins Bertelssonar, rithöfundar og lelkstjóra. Föstudagur 10. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 Baldvin Björnsson um borð í Gottu við Austur-Grænland. Den gale Guldsmed Þjóðviljinn birtir hér kafla úr bókinni Sandgreifarnir eftir Bjöm Th. Björnsson, sem kemur út hjá bókaforlagi Máls og menn- ingar þessa dagana. Bókin hefur að geyma bernskuminningar höf- undar frá Vestmannaeyjum. I þessum kafla segir frá föður höf- undar, Baldvini Björnssyni gull- smið og myndlistarmanni. ' Það er undarleg beyglun í sumum mönnum, einkum drykkjumönnum, að telja sér til tekna og gorta af því sem þeir ekki geta, en eigna sér aldrei heiður af því sem þeir gera bezt. Svoleiðis var pabbi minn, enda drykkjumaður. Hann gat hafizt upp drukkinn yfir afrekum sínum á skútum, þegar hann var ungur, þó hann hefði ekki verið nema skítakokkur eða háseti og kann- ski ekki einusinni kunnað á kompás, en datt aldrei í hug að nefna það, að þegar þjóðina van- taði fagra gjöf handa kóngum eða erlendum þjóðhöfðingjum, þá var þráfaldlega til hans leitað, eins gullsmiða á landinu. Fullur gat hann stært sig af hug og æðru- leysi þegar ísinn skrúfaði Gottu upp á Franz Jósefsfirði í sauð- nautaleiðangrinum fræga, en ýjaði aldrei að hinum, að á því sama ári vann hann samkeppnir um nýja peningaseðla Lands- banka fslands, um Alþingishátíð- arpeningana, hátíðarfrímerki og fleira þar sem beztu listamenn kepptu við hann; teiknaði skjaldarmerki Vestmannaeyja og önnur heraldísk verk sem enn bera af öðru. í þeim órum var hann sjóferðahetjan, ódeigur í hverri raun, þótt sárasjaldan hefði á slíkt reynt, en ef einhver nefndi það, að hann væri góður málari eða dverghagur smiður, bandaði hann slíku ævinlega frá sér eins og það kæmi sér hreint ekkert við. Þótt út kæmu bækur eftir erlenda menn þar sem hans var að hinu bezta getið, opnaði hann þær varla, en ef hann rakst á mynd í Sjómannablaðinu af ein- hverju ónýtu brikki sem hann mundi eftir, þá klippti hann hana út og nældi upp á vegginn hjá sér. Þegar Grænlandsleiðangurinn var í undirbúningi, á 34 tonna óvörðum trébát, án siglingar- tækja, birti danskt blað mynd af pabba á forsíðu og laug því að hann hefði fundið upp á þessu frumlega sjálfsmorði; kallaði hann „den gale Guldsmed“. Slík- ir menn eiga það líka ævinlega á hættu að verða bóndafangaf ir af eigin draumórum sínum, og þannig fór einmitt fýrir honum. Það var eftir eitt versta vetrar- veðrið sem yfir Eyjarnar gekk það ár, að inn á Víkina kom þýzk- ur togari með neyðarflagg uppi. Þegar brotizt var út í haugabrimi og komizt um borð, var heldur dapurlegt umhorfs: lunningin af öðrum megin, brúin talsvert brotin, tveir dauðir um borð og líf kyndarans blakti á strái; allt eftir ógurlegan hnút sem togarinn fékk á sig við Portland. Skipstjórinn kom í land með þeim dauðu og kyndaranum, sem var þegar lagður inn hjá Olafi. Skipstjóranum var síðan fylgt heim í Drífanda, þar sem hann þurfti einhverstaðar að fá að éta, en þá stóð svo á, að gamla drykkjugengið var uppi á verk- stæði hjá pabba. Er ekki að orð- lengja það, að þeir taka skipstjór- ann í sinn hóp, sem segir þeim alla slysfarasöguna, en ber sig þó verst yfir því að komast ekki heim til Bremerhaven svo til kyndara- laus, þar sem hinn sé illa meiddur. Spyr, hvort þeir haldi að hér á staðnum sé hægt að fá slíkan mann. Þetta sé hroðaverk, og ekki sízt eins og skipið sé út- leikið. Og þá er auðvitað ekki að því að spyrja að sægammurinn faðir minn, sem þó var rétt þennan morgun að kveikja um demant í nælu, segir að ekki þurfi lengra að leita: hér sé ódeigur maður- inn! Mamma og aðrir sem voru með sæmilegri rænu reyndu hver um annan að hafa hann ofan af þessu, hálfsextugan manninn sem hafði varla staðið upp af stól síðan á Gottu, en engu varð um rótað. Hvar er Grænlandsúlpan mín? Hvar Kákasusbrækurnar? Kíkirinn og skammbyssan (hvað sem hann ætlaði nú að gera við hana niðri í eldinum?). Og með flakandi skyrtu og úfið hárið steðjar hann hálftíma síðar með skipstjóranum niður í Lóssinn og í brimlöðrinu um borð. Frá þeirri sjóferð sagði hann mest lítið. Varla meira en þetta: Ég kynti þó helvítið alla leiðina inn á skipakvína í Hamborg. Hitt nefndi hann ekki, að hann beið þessarar ofraunar í steikjandi eldsklefanum og veltisjónum sennilega aldrei bætur. En það er víst taxtinn sem menn verða að borga, sem ráða sig með falsaða sjóferðabók á borðlága galeiðu Bakkusar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.