Þjóðviljinn - 10.11.1989, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Qupperneq 18
Sykurmolamir í París Stúlkan gekk um í mannþröng- inni íklædd örpilsi og sokkabux- um undir því og með hárið og varirnar málaðar áberandi í kol- svörtum lit. Að þessu leyti var naumast hægt að segja að hún skæri sig neitt að ráði úr þeim stóra hópi ungmenna sem var þarna saman kominn, - innan um hina virtist hún þvert á móti mjög hversdagslega til fara. En eitt dró þó athyglina: á ennið var nefni- lega letrað stórum stöfum „Björk“, og þetta var í París, í anddyri einnar stærstu hljóm- plötuverslunarinnar í borginni, „Virgin Megastore“. Um þetta leyfi var verslunin ársgömul, og hafði þess verið minnst á ýmsan hátt: með auglýs- ingaherferð mikilli þar sem flennistórar myndir af akfeitri konu liggjandi í hvítum hjúp - sennilega Euterpe þótt ekki sé víst að rokkaðdáendum hafi það verið fyllilega ljóst - voru límdar upp um veggi með nafni verslun- arinnar og ýmislegum spakmæl- um, og svo einnig með því að fá margvíslega listamenn til að áletra plötur sínar. Og þarna voru sem sé Sykurmolarnir komnir og áletruðu nýjustu plötu sína í anddyrinu meðan mynd- bönd þeirra voru sýnd í risastór- um sjónvarpstækjum sem héngu niður úr loftinu í kringlóttum sal- arkynnunum miðjum. í vinnunni Hafi Parísarbúar ekki vitað að von var á Sykurmolunum í ör- stutta heimsókn til borgarinnar, til að staldra við eina eftirmið- dagsstund í anddyri hinnar ársgömlu Virgin Megastore og til að halda síðan tónleika um kvöldið, gátu þeir lesið um það í grein sem birtist sama morguninn í blaðinu „Libération" og bar þann sérkennilega titil sem á- stæðulaust er að reyna að þýða (enda hálfur á íslensku): „Sykur- molarnirmania“... Tjáir þessi tit- ill eiginlega allt sem þörf er að segja um viðhorf Fransmanna til rokkaranna mörlensku, enda var þetta í annað skipti sem „Libéra- tion“ hjó í sama knérunninn: fyrir tæpu ári birti blaðið nefni- lega forsíðumynd af Sykurmol- unum ásamt með langri grein inni íblaðinu miðju. Þarsem „Libéra- tion“ er eitt af útbreiddustu og virtustu fréttablöðum Frakk- lands, var ekki að furða þótt and- dyri Virgin Megastore væri troð- fullt af fólki að þessu sinni og löng biðröð í stiganum sem lá upp á næstu hæð fyrir ofan. „Ég er í vinnunni,“ kallaði Ein- ar Örn til fréttamanns Þjóðvilj- ans, sem fylgdist með öllu úr hæfilegri fjarlægð. Haukur Morthens á Montmartre Vinnan var löng að þessu sinni, því þetta var í lok eftirmiðdagsins og tónleikarnir áttu að hefjast innan tíðar. Þeir fóru fram í hljómleikasal að nafni „Elysée Montmartre“, sem er á Montmartre-hæð alllangt uppi á hægri bakka Signu: fyrir nokkr- um áratugum var sá salur geysi- vinsæll vettvangur fyrir alls kyns keppni í fjölbragðaglímu, þar sem við áttust beljakar sem voru mutatis mutandis í álíka góðum holdum og tónlistargyðjan í auglýsingum Virgin Megastore, og skrifaði Roland Barthes þá fræga grein um heimspekilegt tákngildi fjölbragðaglímu. Síðar notaði Jean-Louis Barrault þenn- an sal fyrir eftirminnilega upp- færslu á leikgerð sinni af sögunni um risana Gargantúa og Pantag- rúel. Nú er hann notaður fyrir rokktónleika, en ekki varð betur séð en eitthvað af þessum gamla anda loddi ennþá við staðinn: Þegar inn var gengið urðu allir tónleikagestirnir að fara fram hjá margfaldri röð af yfirnáttúrulega válegum og stórskornum bel - jökum sem opnuðu handtöskur og þreifuðu óþyrmilega á öllum vösum. Var ekki ljóst hvort þeir óttuðust að Rafsandjani myndi senda áheyrnarfulltrúa með springandi glaðning eða þeir vildu koma í veg fyrir einhverja tilburði til sjóræningjaupptöku á tónleikunum. Og þegar spilverk- ið hófst, þessi ólgandi litríka hámessa nútímans, flaug manni í hug að það þyrfti einhvern nýjan Roland Barthes til að lýsa henni, og skaði að hann skyldi endilega þurfa að álpast undir vörubíl beint fyrir utan háskólann þar sem hann kenndi fyrir aldur fram. Þakið á salnum var borið uppi af flúruðum járnbitum í alda- mótastíl og undir því komust fyrir tvö þúsund manns. Þetta kvöld var allt troðfullt og hafði greinin í „Libération", sem var reyndar fyrst og fremst kátlegt viðtal við Björku, Einar Örn og Þór, samt ekki haft nein áhrif á það, þótt hún væri skrifuð þannig að menn hlytu að fá áhuga á hljóm- sveitinni: áður en hún fór í prent- un hafði þegar verið tilkynnt að allt væri uppselt. í byrjun var hvít slæða fyrir sviðinu, og meðan menn söfnuðust saman í salnum voru gömul lög með Hauki Mort- hens leikin af plötum á þessum fornfræga stað, efst á Montmartre-hæð... Svo féll hvíta slæðan niður og Sykurmolarnir birtust, Björk og Einar Örn fremst og aðrir fyrir aftan þau og til hliðar. Aftast á sviðinu voru risastórir spéspeglar sem gáfu torkennilega mynd af tónlistar- mönnunum frá öðru sjónarhorni og juku dýptina. En myndin breyttist í sífellu vegna óþrjót- andi margbreytni sviðsljósanna. Glæsibifreið Þar sem ég er ekki Roland Barthes ætla ég ekki að reyna að lýsa þessari hátíð og tákngildi hennar. Sykurmolarnir spiluðu eina og hálfa klukkustund og fengu að þessu sinni liðsauka, því FONDU Sykurmolarnirmania Le dernier album de Björk l'lslandaise a un mérite: rappeler qu’un jour les Sugarcubes furent pourtant le groupe de * Deus». Aprés la communion, quelle confirmation ? Petite visite domicUiaire. Reykjavik (correspondance particuliére) Björk, ia pctulantc chantcuse des Sugarcubes, dans le port (embrumc), une bruine (insi- dieuse) pénétrant par tous les pores, jusqu’aux os... * La vie en Islande? Comme partout ailleurs: on se léve, on va tra- vailler. on s'amuse, on s'emmerde, on baise, on se soúle et puis on se suicide. Certains parviennent á mourir de vieillesse...» Rude contrée, peupie fier, dirait ie guide touristique. En Isiande, pas d’ar- mée, par de parti écoio, mais le chef d’Etat est une femme et le féminismc est solidement ancré dans les mceurs, avec six femmes au Pariement — YAlghing. Autres clichés? Vous vous souvcnez dc la guerre de la morue? Et les rencontres au sommet sur l’échiquier mondial gcnrc Reagan-Gorby! C’est lá quc ca se passait. Ce n’est pas tout. D’abord, pas d'arbres en vue, ou alors rabougris. Ensuite, l’humour et i’intelligence des habitants: spécialité, le sarcasme. Ces 250 000 Islandais ont décidément une maniére bien á eux dc combattre l’isole- ment. Bossant comme des cingjés, his- toire de maintenir un niveau de vie décent dans ce pays ou tout est épou- vantablement cher, ils dévorent des bouquinsá un rythmeelTréné: á Noél, il n’est pas rare que les librairies écoulent lusqu’á un demi-million de volumes [tant en islandais qu’cn anglais ou en francais), á tel point qu’on raconte que la moitié de la population publie et que l'autre achéte. Comme la biére était prohibée jusqu’á récemment, les Islan- dais ont par ailleurs soigneusement :ultivc, au cours des siccles, le record mondial de I’alcoolisme mondain. La vodka locale fait un malheur, mcnacéc »ur son terrain par le seul Brennivin, appeié aussi «Black Death»: aicooí pur parfumé au cumin. Björk: * Ici, quand on boit, on boit — on y va á fond. Les gens pensent que r'esl un pur gáchis, de temps et d'argent. ie partager une bonne bouteille de rouge ivec des amis. Ils préferent vider chacun 'eur litre de Brennivin. Résultat, ils sont :omplétement bourrés, ils se báltent, ils lanseni comme des maniaques et ils BJörk: • Les suicldes montent en fíéche... > million d’albums. En France, en.RFA, en Espagnc —mais pas du tout en Scandinavie. Ce coup-ci, c’est Einar Höm (celui qui est tombé dans une marmite de speed quand il était petit) qui commente: <* Beaucoup trop intelligenl pour ces connards. Quel pays ennuyeux! De toute fafon, on pique tout á lout le monde. C’est notre maniére, qui est unique.» Gest sans doute pour Qa qu’ils ont vcndu 400000 Life's Too Good aux Etats-Unis, ou ils ont toumé cet été avec PIL et New Order. Einar toujours: «Johnny Rotten a aidcnt lcs groupes locaux (ils sont foi- son; citons Ham, Bless, Bootlegs...) et publient leurs propres recueils de poémcs. C’est de la que le groupe pianifie sa prochaine toumée euro- péenne, qui passera par l’Olympia le 30 octobre (l’album sort le 2). Réaction difícrée á une certaine Unc de Libé consacrée á la «révélation des derniéres Transmusicales de Rennes: Sugarcubes». Björk: «C'est embarras- sant de juger les problémes psychologi- qucs d'autrui; je n 'irais pas jusqu'á dire que vous étes sexistes, mais certains ont été tentés de voir en nous une jolie petite Greinin um Sykurmolana í Libération. skáldið og súrrealistinn Sjón söng með þeim í nokkrum lögum og spilaði listilega á ýmyndaðan gít- ar. Áheyrendur tóku þeim hið besta með miklum danstilburð- um og hrifningarópum, en and- rúmsloftið var nú miklu rólegra en það mun hafa verið þegar þarna var keppt í fjölbragða- glímu á sínum tíma, og sýnir þetta, ef þess væri yfirleitt þörf, hvernig tónlistin gerir mennina mildari. Svo datt skyndilega allt í dúnalogn, Sykurmolarnir hurfu, og rödd Hauks Morthens hljóm- aði aftur í salnum meðan áheyrendur tíndust burt í friði og spekt. Á eftir var fréttamanni Þjóð- viljans boðið inn í bifreið Syk- urmolanna að horfa á nýjasta myndband þeirra, „Plánetu", sem þeir voru þá nýbúnir að fá í hendurnar og hefur ekki enn komið á markað eða verið sýnt. Bifreiðin reyndist vera þannig innréttuð að í henni voru átta lokrekkjur og tvær setustofur með sjónvarpi, önnur aftast og hin fremst og klefi ökumannsins undir henni. Svo höfðu þau önnur ökutæki. Veitir ekki af slíkum þægindum, þar sem Syk- urmolarnir höfðu þá þegar verið á tveggja mánaða stanslausri tón- leikaferð um Vestur-Evrópu og áttu meira en mánaðar ferðalag fyrir höndum, og tóku þá gjarnan þann kostinn að fara milli staða ao næturlagi til að spara tíma. Á myndbandinu voru m.a. margvís- legar svipmyndir af landslagi neðansjávar meö andliti Bjarkar svífandi og syngjandi í djúpun- um, en þessu munu íslendingar væntanlega kynnast betur um jól- ín. e.m.j. Bikarúrslit framundan Úrsiitaleikurinn í Bikarkeppni Bridgesambands fslands 1989, verður spilaður í kvöld og á morgun, alls 64 spil. 48 spil eru á dagskrá í kvöld, á Hótel Loftleiðum og hefst spiía- mennska kl. 18.00. Á morgun verða svo síðustu 16 spil- in spiluð í húsakynnum Stöðvar 2 og hluti af þeim í beinni útsendingu frá kl. 12.50 til 14.30. Til úrslita spila sveitir Modern Iceland (Ólafur Lár., Hermann Lár., Magnús Ólafsson, Páll Valdirmasson og Jakob Kristins- son) og Tryggingamiðstöðvarinnar (Bragi Hauksson, Sigtryggur Sigurðs- son, Ásmundur Páls., Guðmundur Pétursson, Hrólfur Hjaltason og Ás- geir Ásbjörnsson). Þessar sveitir höfnuðu í 3. og 4. sæti á síðasta fs- landsmóti í sveitakeppni. Eins og bridgeáhugafólki er kunn- ugt, hefur framkvæmdin á þessum úrslitaleik verið mjög vafasöm, svo ekki sé meira sagt. Til stóð að spila þennan leik í endaðan september, fyrir 7 vikum. Á þeim tíma var leiknum frestað, vegna þess að Stöð 2 var ekki tilbúin á þeim tíma að sýna beint frá Ieiknum í sjónvarpi. f dag, er þetta er skrifað, liggur ekki ennþá ljóst fyrir hvort undirbúningur fyrir beina útsendingu, með grafík og allar græjur tilbúnar, sé fyrir hendi. Nokk- uð skondin staða, eða hvað? Umsjónarmaður fullyrðir, að leikurinn verði hrein skemmtun fyrir BRIDGE þá áhorfendur sem munu leggja leið sína á Loftleiðir í kvöld. Báðar sveitirnar eru staðráðnar í að sigra og öll spjót höfð úti, til að svo megi tak- ast. Feðgarnir Jón Sigurbjörnsson og Steinar Jónsson frá Siglufirði urðu ör- uggir sigurvegarar í Guðmundarmót- inu á Hvammstangasl. laugardag. í 2. sæti urðu Pétur Guðjónsson og Ant- on Haraldsson frá Akureyri. 30 pör tóku þátt í mótinu. Jakob Kristinsson stjórnaði. Skráning í Opna stórmótið í Sand- gerði í tvímenning, laugardaginn 25. nóvember, stendur nú yfir. Um 20 pör eru þegar skráð til leiks, en lokað verður á 34 pör. Spilaður verður barometer með 2 spilum milli para. Keppnisgjald er aðeins kr. 5000 pr. par og heildarverðlaun munu nema ca. 140-150.000 kr. Skráð er á skrif- stofu BSf og syðra hjá Karli Ein- arssyni og Sigurjóni Jónssyni. Epson alheimstvímenningurinn, samræmd keppni með tölvuútreikn- ingi um allan heim, á sama tíma, verður á dagskrá hjá BSÍ í Sigtúni 9, föstudaginn 24. nóvember nk. Spila- mennskan hefst kl. 19.30 og er nóg að mæta tímanlega til skráningar. Breytingin á fyrirkomulagi íslands- mótsins í tvímenning, þarsem pörum í úrslitum er fjölgað í 32 pör og 8 af þeim koma frá svæðasamböndunum innan BSÍ, hefur vakið mikla ánægju spilara af landsbyggðinni, þeim er umsjónarmaður hefur heyrt í. Með þessum breytingum finnst mönnum komið til móts við óskir fjölmargra á liðnum árum, um aukið mikilvægi svæðamóta í framtíðinni og frekari breidd í sjálfri úrslitakeppninni. At- hugandi er, hvort ekki megi í náinni framtíð huga að svipuðum breyting- um í landsmótinu r sveitakeppni, að sjálf undankeppni fslandsmótsins verði lögð niður í núverandi mynd, og svæðamótin taki við því hlutverki. Sú breyting myndi einnig virka áhuga- hvetjandi innan svæða og stuðla að aukinni keppni. Eins og staðan er í dag £ Reykjavíkurmótinu í sveita- keppni, sem jafnframt er úrtökumót fyrir íslandsmót, þá munu ALLAR þátttökusveitirnar komast áfram í undanúrslit landsmótsins. Eðlilegt? Nei, afar óeðlilegt, svo ekki sé meira sagt. Undirritaður játar, að hluti af þessari hugmynd er fenginni frá reynslu fyrri ára, en hver segir að það fyrirkomulag sem notast var við hér áður fyrr, hafi ekki skilað eðlilegum úrslitum, eins og hlutverk alls fyrir- komulags á að vera? Þarf ætíð að breyta öllum sköpuðum hlutum, breytinganna vegna? Gagnavinna í Landsbikarmótinu í tvímenning, þ.e. birting úrslita og þátttöku, virðist ganga jafn treglega og sjálf framkvæmdin í mótinu. Nú, nærri mánuði eftir þátttökuna, liggur ekki enn ljóst fyrir hver niðurstaðan er. Vilji menn ganga af þessu móti dauðu £ framtíðinni, eru þetta einmitt réttu vinnubrögðin. Vonandi tekur ný stjórn sambandsins á þessu máli hið fyrsta og tryggir að undirbúningur fyrir mótið á næsta ári fari ekki f vask- inn eins og nú. Nóg er samt. Sem sagnhafi, £ ýmsum samningum við græna borðið, lendir þú oft í þeirri stöðu, að velta fyrir þér vörn and- stæðinganna. Áfhverju? Hvers vegna? Eru þeir svona lélegir? Eða góðir? Svarið við þessum hugleiðing- um þinum byggist oftar en ekki á legu spilanna. Vörnin á ekkert annað eða sér ekki eins mikið og þú í spilinu. Lftum á tvö dæmi: S:DG752 H:DG9842 T:- L:G6 S:K6 S:Á984 H:Á3 H:K75 T:ÁD107653 T:G982 L:84 L:D3 S:103 H:106 T:K4 L:ÁK109752 Eftir opnun Suðurs á 3 laufum, fet- uðu A/V sig í 5 tígla. Út kom laufag- osi, tekið á kóng og ás og nú skipti Suður í hjarta. Af hverju ekki meira lauf? Jú, Suður hlaut að eiga kónginn f tígli. Sagnhafi hleypti því hjartanu yfir á kóng og tók „sannaða“ svfningu í tíglú Slétt staðið. Heppni? Nei, rök- vísi við græna borðið. Hitt dæmið er svona: S:5 H: 87532 T:K L:ÁK8754 S:K2 S:ÁD743 H:- H:KD94 T:ÁDG10984 T:72 L:DG102 L:63 S:G10986 H:ÁG106 T:653 L:9 Enn eru A/V í 5 tíglum, eftir laufa- sögn frá Norðri. Út kom laufaás og kóngur. Suður lét hjartagosa í laufa- kónginn (kall í hjarta). Og Norður skipti hlýðinn (að því er virtist) yfir í hjarta. Kóngur og ás frá Suðri, sem sagnhafi trompaði heima. Hvað nú? Afhverju spilaði Norður ekki meiri laufi, til að láta Suður trompa yfir blindum? Vissi Norður að Suður átti ekki yfir sjöunni í tígli í borði og af- hverju þetta kall í hjarta? Niðurstað- an (rökrétt) hlaut að vera sagnhafa í vil. Tígulás lagður niður. Slétt staðið. Heppni? Kannski, en hvað er heppni? Að hafa augun opin? 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur Ólafur Láruss< 10. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.