Þjóðviljinn - 10.11.1989, Side 19

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Side 19
Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Lítið fjölskyldu- fyrirtæki (A Small Family Bu- isness) eftir breska leik- skáldið Alan Ayckbourn. Leikurinn fjallar um tilraunir Borgars, nýráðins fram- kvæmdarstjóra fjölskyldufyr- irtækisins litla, til að koma rekstri þess á réttan kjöl og komast fyrir svindl og svika- starfsemi sem þrífst innan þess. í þeim átökum gengur á ýmsu og í rauninni vafasamt að fjölskyldan kæri sig um að farið sé í saumana á rekstri fyrirtækisins þegar allt kemur til alls, - kannski síst af öllum Borgar sjálfur, sem einnig er meðlimur fjölskyldunnar. Leikstjóri sýningarinnar er Andrés Sigurvinsson, en þýðingu og staðfærslu leikritsins gerði Árni Ibsen. Með hlutverk Borg- ars fer Arnar Jónsson, Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlist og áhrifshljóð og leikmyndina hann- aði Karl Aspelund. Alan Ayckbourn (f. 1939) er auk þess að vera með ólíkindum afkastamikið leikskáld bæði leik- stjóri og leikhússtjóri, en hann stýrir leikhúsi í Scarborough, The Stephen Joseph Theatre in the Round. í hringleikhúsi Stefáns Jóseps eru sett upp þrjú til fjögur leikrit á ári, þar af eitt til tvö ný verk eftir Ayckbourn sjálfan, en frumsýning á hans fertugasta verki er fyrirhuguð nú í nóvem- ber. Fyrsta leikrit Ayckboums, The Square Cat var skrifað árið 1959 og fjallar um ástir miðaldra konu á táningapoppstjörnu, en fyrsta leikrit hans sem verulega athygli vakti var Standing Room Only frá árinu 1961. Leikurinn er absúrd gamanleikur um fólks- fjölgunarvandann og gerist í strætisvagni, sem árum saman sit- ur fastur í umferðarhnút. Lítið fjölskyldufyrirtæki er fyrsta sýn- ing Þjóðleikhússins á verki eftir Ayckbourn, en þrjú af leikritum hans hafa verið sýnd hér á landi: Bedroom Farce (Rúmrusk hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1978), Absurd Person Singular (Skrýtinn fugl ég sjálfur hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1979) og A Chorus of Disapproval (Óá- nægjukórinn, L.R. 1987). Lævís eyðing á öllum reglum Lítið fjölskyldufyrirtæki skrif- aði Ayckbourn árið 1987 fyrir Ol- ivier leikhúsið í Bretlandi, en hann var þá í tveggja ára leyfi frá leikhúsi sínu í Scarborough. Ýmsir hafa viljað sjá í leikritinu lýsingu á vestrænu nútímasamfé- lagi, en um það hefur Ayckbourn eftirfarandi að segja: - Einstaka menn á Stóra- Bretlandi hafa skilgreint leikritið sem lýsingu mína á „ástandi ríkis- ins“. Að vísu er sannleikskorn í Borgar ræðst gegn ósómanum en... Borgar, bróðir hans og mágkona (Arnar Jónsson, Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðarson.) Lilla og Borgar á meðan allt leikur í lyndi og Borgar ætlar alldeilis að taka til í fyrirtækinu. (Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Arnar Jóns- son.) Myndir - Jim Smart. eins einfalt og það lítur út fyrir að vera. í leikritinu erum við látin hlæja að óförum Borgars og endalausum tilraunum hans til að vera heiðarlegur maður í glæpa- samfélagi. - Hann hefur allan vilja til að vera strangheiðarlegur og lendir oft í neyðarlegum og kátlegum uppákomum. Meðal annars ræður hann einakspæjara til að fara ofan í saumana á rekstrinum, en spæjarinn kemst að of miklu svo hann þarf að losa sig við hann, og það reynist þá ekki vera einfalt mál frekar en annað sem Borgar lendir í. Það sem verður til að gera málin enn flóknari að það eru ekki bara ættingjar Borg- ars og tengdafólk sem tengjast þessu máli heldur koma þarna við sögu erlendir kaupahéðnar. Þarna er erlent fjármagn á ferð- inni, koma við sögu fimm ítalskir bræður sem Sigurður Sigurjóns- son leikur. Þó yfirborðið sé slétt og fellt - Höfundur býr til fléttur, sem ég á von á að fólk geti skemmt sér við að sjá hvernig greiðist úr, ekki síst vegna þess hvað verkið er nálægt þeim raunveruleika sem við þekkjum. Leikurinn er staðfærður og ég á von á því að fólk kannist við eitt og annað úr fyrirsögnum blaða um það hvem- ig rekstur getur gengið fyrir sig. Leikritið er á mörkunum að vera svört kómedía. Með þessum gamanleik ýtir Ayckboum í samfélagið og sýnir okkur að það leggur óþef af ýmsu, sem á yfir- borðinu er slétt og fellt. Alls koma fjórtán leikarar fram í sýningu Lítils fjölskyldu- fyrirtækis, þar af tólf sem fara með hlutverk fjölskyldumeðlima og tengdafólks þess. Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir leikur Lillu, eiginkonu Borgars, Jóhann Sig- urðarson Berg bróður hans og Lilja Þórisdóttir Önnu Lísu konu Bergs. Björn Karlsson leikur Guðbjart Ara mág Borgars, Anna Kristín Arngrimsdóttir Herborgu Hmnd konu Guð- bjarts, með hlutverk Karls Lofts- sonar fer Róbert Arnfinnsson en Margrét Guðmundsdóttir og Sig- ríður Þorvaldsdóttir skiptast á um að leika Huldu, systur Her- borgar. Sólveig Amarsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir leika Thelmu og Karitas Sif dætur Borgars og Lillu, Ólafur Guðmundsson tengdason þeirra Ragnar Matt- híasson, Gísli Rúnar Jónsson Kristmann Meldal einkaspæjara og Sigurður Sigurjónsson leikur Rivetti bræðurna fimm. Búninga hannaði Rósberg R. Snædal og lýsinguna Páll Ragnarsson. lq Kristmann Meldal einkaspæjari greinir frá fyrstu niðurstöðum í rann- sókn sinni. (Gísli Rúnar Jónsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir.) Gætio ykkar! Lítið fjölskyldufyrirtæki frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. „Hvenær er rétt- því, en mér er meinilla við að leikritið verði álitið pólitískt verk. Það er reyndar samfélags- legs eðlis, en ekki pólitískt. í lýðræðisríki eru stjórnmál og stjórnmálamenn öðru fremur sjúkdómseinkenni þjóðfélags hvers tíma. Þeir em orsök sjúk- dómsins og tekst sjaldan að lækna hann. í þessu tilfelli finnst mér sjúkdómurinn vera lævís eyðing á öllum viðurkenndum reglum fýrir siðaðri hegðun. Hvenær er réttlætanlegt að stela? - Er yfirleitt hægt að verja það að lífláta manneskju? Hvaða sérstöku kringumstæður geta réttlætt glæpsamlegar gerðir? Það er eins og fjöldi manns kom- ist æ oftar að þeirri hættulegu niðurstöðu, sem er ógnvekjandi. - Engin leikrit geta svarað slík- um gmndvallarspurningum. En leikrit getur sýnt, að minnsta kosti vona ég það, að skilin á milli þess þolanlega og algjörlega óbærilega em þó nokkuð teygjanleg. Við mannfólkið sýn- um ótrúlega hugkvæmni þegar lætanlegt að stela?“ við þurfum að réttlæta eigin gerð- ir. Svo þið skuluð gæta ykkar! (Signý Pálsdóttir þýddi.) Andrés Sigurvinsson: Ayckbourn predikar aldrei - Höfuðkostur leikritsins er að höfundur, sem er þrautreyndur leikhúsmaður, nýtir sér formið til fulls til að móta og undirstrika efnið, segir Andrés Sigurvinsson leikstjóri. - Hann setur efnið fram á fyndinn og skemmtilegan hátt og vekur áhorfandann þann- ig til umhugsunar en lætur hann jafnframt um að taka afstöðu. Ayckbourn predikar aldrei. - Það sem er einstakt við okk- ar vinnu núna er að við höfum aðeins æft í eina viku á stóra svið- inu. Það hefði í rauninni átt að vera ógjörningur að koma sýn- ingunni heim og saman á svo stuttum tíma því hún er það tæknilega flókin, en með þessum hóp hefur það heppnast. Ég hef oft unnið með mjög samstilltum hópum, en þessi er, ýkjulaust, sá samstilltasti. Hvar sem borið er niður. - Mér finnst mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þeim aðstæðum sem þessu fólki er boð- ið að vinna við. Það er jafnsvört kómedía og leikritið sem við erum að setja hér á svið. Arnar Jónsson: Heiðarlegur maður í glæpasamfélagi - í Litlu fjölskyldufyrirtæki kynnir höfundur okkur fyrir fólki sem annað hvort er skylt eða tengt og tengist allt þessu litla fyr- irtæki, K. og K. Loftsson, segir Arnar Jónsson, sem fer með hlut- verk Borgars framkvæmdastjóra. - Fyrirtækið á um þessar mundir í örlitlum erfiðleikum, svo K. Loftsson grípur til þess ráðs að fá tengdason sinn, Borg- ar, inn í fyrirtækið. Borgar hefur verið í frystihúsrekstri og gert kraftaverk á frystihúsnefnunni. Hann verður mjög spenntur fyrir þessu nýja verkefni, ætlar sér að rífa upp fyrirtækið með góðri að- stoð, en þá kemur í ljós að það eru maðkar í mysunni og það ekki í smáum stíl. Þetta litla, heiðarlega fjölskyldufyrirtæki er langt í frá að vera eins heiðarlegt og það vill vera láta. - Borgar ræðst gegn ósóman- um og heldur framan af að það sé létt verk og löðurmannlegt að kippa þessu öllu í liðinn, en það er eins og gerist oft í viðskiptum að málið er kannski ekki alveg Föstudagur 10. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.