Þjóðviljinn - 10.11.1989, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Qupperneq 20
PISTILL GUÐBERGUR BERGSSON Fjölþjóðaau&vald ogfyndni íslenskrar menningar Nú verður víst ekki komist hjá því, að við íslendingar verðum að gera einhvers konar samning við eitt helsta og markverðasta af- kvæmi þeirrar efnahagsþróunar, sem hefur verið að ná tökum á efnahag flestra landa heims. Af- kvæmið er Efnahagsbandalag Evrópu, sem er afleiðing af fram- rás fjölþjóðafyrirtækja. Öll vötn þeirra munu hníga til sjávar hins sameiginlega markaðar árið 1992, þegar fimm aldir verða frá því að Kólumbus fann Ameríku. Evrópa á þá að opnast í eitt þjóðahaf, eins konar Kyrrahaf kaupa og sölu. Að sjálfsögðu verður það ekki Sjálfstæðisflokkurinn - eða „íhaldið“ - og fylgismenn hans, sem koma okkur í bandalagið, þótt þeir hafi fyrst tæpt á inngöngu í það, heldur upphaf- legir andófsmenn gegn því: ör- lítið tímaskökku vinstriflokkarn- ir. Þeir sanna enn á ný kenningu stjórnleysingja og ýmissa ann- arra: ef einhver er lengi að kljást við óvin sinn, fremur af þrályndi en viti, og snýr honum á sitt band, snýst sá hinn sami um leið á sveif með fyrri hugmyndum óvinarins. Pessi kenning benti á nauðsyn skæruhernaðar, í stað stöðugra aðgerða og stapps á sama orr- ustuvelli. Nú er engin leið að vita, hvern- ig muni fara fyrir jafn veikbyggðu og aumu efnahagskerfi og menn- ingarglundri og okkar. Efnahag- ur þessa lands er svo bágborinn, og innri markaðurinn svo lítill, að þeir sem reikna tekjur sínar í er- lendum gjaldeyri stjórna að jafn- aði gengi krónunnar. Það eru fyr- irtæki eins og Flugleiðir og sjáv- arútvegurinn. í stærri löndum er innri markaðurinn svo voldugur, að þeir sem reikna tekjur sínar í öðrum gjaldmiðli en viðkomandi þjóðar hafa lítil áhrif á gengið. Ef þeir standa sig ekki á erlendum mörkuðum, verða þeir að fara á hausinn án hjálpar frá ríkinu. Það leyfir þeim ekki að valda óða- verðbólgu sjálfum sér til hags- bóta en þjóðinni í óhag. Samt er ekkert land sem hemur algerlega kröfur þeirra, sem reikna tekjur sínar í erlendum gjaldeyri. Ríkið er eina „fyrirtækið" hér á landi sem getur farið í fjármagns- jöfnuð við fyrirtæki hjá stórþjóð- um. Öll önnur fyrirtæki eru dvergvaxin á alþjóðamælik- varða, þótt þau hegði sér við okk- ur á heimavelli einsog „risar“ væru. Vegna síns kynlega sálar- lífs, breytir íslenski dvergrisinn sér fúslega í eftirlátan Tuma þumal á erlendri grund. Síðan þenst hann út á ný heimkominn, strax í fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli. Ýmsir dvergrisar, á ó- hklegasta vettvangi, hafa gert að- súg að ríkinu og stofnunum þess, einkum síðasta áratuginn, og varla þyrmt neinu, nema kannski æðsta manni þess, forsetanum. Hörð hríð hefur verið gerð t.a m. að Alþingi, ráðuneytunum, Háskólanum og Þjóðleikhúsinu, eins og best væri að eyða þeim og að framgangur þeirra, og væntan- leg „eymd“, væri í engum tengsl- um við hegðun, heilsufar og getu alls þjóðarlíkamans. Hvernig ætlar sundraður og dvergvaxinn þjóðarlíkami ís- lendinga að hegða sér á fundi við þá evrópsku, þjóðarlíkami sem afneitar að mestu sjálfum sér sem heild, temur sér ósjálfráð við- brögð í flestum málum, er sér sundurþykkur og vill ekki hafa önnur innri tengsl en tengsl sinn- ar göfugu tungu við gallblöðr- una? Við íslendingar höfum aldrei reynt að marka okkur stefnu, hvorki í þjóðmálum né í menn- ingarmálum. Við gerum það ekki einu sinni í utanríkismálum. Við spyrjum afar sjaldan nærgöngulla spurninga um tilgang okkar, síst af einlægni, án þess að hafa gefið okkur næfurþunn og barnalega einföld óskhyggjusvör fyrirfram. Að sjálfsögðu venst barna- skapurinn af okkur smám saman, vegna umgengni við önnur menn- ingarsvæði. Við munum standa okkur á velli með öðrum þjóð- um, þegar þar að kemur. En það er ekki sama hvernig við stöndum eða munum standa okkur. Mér finnst vera líklegt að þrjár þjóðir á meginlandinu muni í senn gera kröfur og halda hlífi- skildi yfir okkur: sú þýska, franska og ítalska. Hin ríka menning þeirra virðir það, hvað íslenska samfélagið er einstætt, að það er næstum fyrirbrigði. Samt sómir okkur ekki að leika hvarvetna hlutverk „litla fyrir- brigðisins í Evrópu". Maður skammast sín fyrir það í lokin. Þau hafa aftur á móti orðið ör- lög engilsaxa, vegna útbreiðslu enskunnar, að þeir teygja misk- unnarlaust út úr sér tunguna, eins og kýrin, eftir hverri grastó til að auka sína eigin mjólkurfram- leiðslu, hvernig sem hinar banda- lagskýrnar baula. Ef við leggjum metnað í tilveru okkar, hljótum við að kappkosta að hafa eitthvað fram að færa, annað en þætti úr fortíðinni sem útlendingar ákveða að sé tákn okkar: bók. Eða munum við láta nægja, að senda á sameinaðan jólabókamarkað Evrópuþjóð- anna sundurskotna heildarútgáfu á verkum Einars Benediktssonar í gylltu skinnbandi, sem vott um íslenska fyndni og andlega skot- fimi? Valgerður Bergsdóttir: Tengingin, blýantsteikning. Tilgangurinn helgar meðaliö 20 ára afmælissýning Félagsins ís- lensk grafík í kjallara Norræna húss- ins. Valgerður Bergsdóttir í Nýhöfn í Hafnarstræti Sú bylting sem átt hefur sér stað í prenttækni á undanförnum árum hefur skapað nær ótæmandi möguleika í grafi'skri framsetn- ingu og fjölföldun. Þessi aukna tækni hefur greinilega sett sitt mark á alla auglýsingagerð og fjölmiðlun, þar sem gerðar eru kröfur til þess að myndmálið skili arði með hámarksvirkni á sam- keppnismarkaði. Ef litið er á yfirlitssýningu þá sem Félagið íslensk grafik heldur um þessar mundir í kjallara Nor- ræna hússins, þá vekur það at- hygli, hversu lítið þessi tæknibylt- ing hefur náð til þeirra lista- manna, sem valið hafa sér grafík- ina sem listmiðil. Flestir lista- mannanna halda sig við hefð- bundnar aðferðir: dúkskurð, æt- ingu, sáldþrykk eða steinprent. Tækninýjungamar virðast hafa látið listamennina að mestu ósnortna. Nú er það augljóst að engin listgrein getur blómstrað fyrir tæknina eina, innihaldið er jú það sem máli skiptir. Og tæknin getur eins vel orðið mönnum fjötur um fót. Sú hugsun hvarflar þó að manni við að skoða þessa stóru yfirlitssýningu, að of mikil festa við fomar hefðir í grafíkgerð sé orðin íslenskri grafík fjötur. Að hinar hefðbundnu aðferðir ráði um of myndmálinu og innihaldi myndanna, að listamönnunum hætti til að setjast í þann djúpa og fasta farveg sem hefðbundnar grafíkaðferðir hafa mótað og missa þar með yfirsýn og flug. Heildarsvipur þessarar sýningar er vissulega þess eðlis að hún höfðar ekki með sterkum hætti til samtímans og kallast heldur ekki á við fortíðina. Hún hjakkar meira í einhverju fari, sem förlar sýn Á þessu em auðvitað undan- tekningar, og koma þar fyrst í hugann litaðar ætingar Svölu Sig- 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ urleifsdóttur eða vörðumyndir Eddu Jónsdóttur, þar sem reyndar er brugðið út af hefð- bundinni tækni. í myndinni „Inn- lit forvera“ eftir Svövu sjáum við ísmeygilegar tilvísanir í fyrri meistara og fortíðina en í vörðu- myndum Eddu er grafískum að- ferðum beitt til þess að magna upp ljósmynd af vörðu þannig að hún öðlist nýja merkingu og ÓLAFUR GÍSLASON margræða: varðan sem fyrirbæri í náttúrunni, ljósmynd af vörðu og grafíkblað þar sem ljósmyndin er yfirfærð yfir í listrænan búning með ætingu og ekta gyllingu. Þessi margræðu merkingarmið myndarinnar af vörðunni gefa grafíkblaðinu þá lyftingu og það andríki sem við söknum svo í þorra þeirra mynda sem á sýning- unni eru. Valgerður Hauksdóttir for- maður félagsins íslensk grafík segir í formála sýningarskrár að félagið vinni nú að því að koma á fót hér á landi tæknilega fullkomnu grafíkverkstæði er verði listamönnum opið til af- nota. Þótt tæknin muni seint leysa hin fagurfræðilegu vanda- mál grafíklistarinnar, þá er hún engu að síður forsenda alls árang- urs, og sýningin í Norræna húsinu ber þess merki að þarna sé úrbóta þörf. Nú þarf að knýja á að samfélagið komi til móts við myndlistarmenn og aðstoði þá við að koma slíku verkstæði á fót. Það hefði í rauninni átt að vera búið að gera slíkt fyrir löngu. í gallerí Nýhöfn sýnir Valgerð- ur Bergsdóttir teikningar, sem standa grafíkinni nærri. Valgerð- ur hefur valið að beita einhverri einföldustu tækni sem völ er á: blýanti og strokleðri. Með svo einföldum meðölum er fátt hægt að fela, og þau gera jafnframt strangar kröfur um skýrt og ein- falt myndmál. Valgerður hefur mikla reynslu af notkun blý- antsins og fer tæknilega vel með efnið. Áferð myndanna er víða falleg og kraftmikil, en stundum er eins og formin sem dregin eru upp séu ekki eins mikið á hreinu, þar sem leikið er á mörkum hins hlutlæga og óhlutlæga. Það er eins og tjáningarfull og djörf blý- antsskriftin steyti stundum á meira og minna óljósum formum þeirra mannvera sem fylla mynd- irnar. Myndir Valgerðar Bergsdóttur sýna okkur að það er ekki endi- lega flóknasta tæknin sem skilar árangri. Mikilvægast er að tæknin sé notuð í markvissum og meðvit- uðum tilgangi. Að tilgangurinn helgi meðalið. Nóvember helgaður Eisenstein Kvikmyndasýningar MÍR eru í nóvember helgaðar kvikmynda- leikstjóranum fræga Sergej Eisenstein (1898-1984). Á sunnu- daginn kl. 16 verður sýnd myndin sem Eisenstein lauk aldrei við: Lifi Mexíkó. í myndinni er saga Mexíkó rakin frá fornöld til bylt- ingarinnar 1910. 19. og 26. nóvember verða sýndir 1. og 2. hluti kvikmyndar Eisensteins um ívan grimma. Myndin er gerð árið 1946. LG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.