Þjóðviljinn - 10.11.1989, Page 21

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Page 21
pAÞ VEf?Þ(/tt: A* FW/ZA LAUSU / JÁ, £7V í {U£>Am bjehl/m,Hvets Kvf/nvj Hinir ríku verÖa ríkari Þegar menn voru að því spurð- ir fyrir nokkrum árum, hver væri sá vandi sem stærstur væri í heiminum, mátti allt eins búast við því að sumir menn nefndu heimskommúnismann, en aðrir heimsvaldastefnu Bandaríkjanna - allt eftir því hvar þeir sjálfir voru staddir í hinu pólitíska lit- rófi. Síðan hefur margt breyst og fáir mundu núna svara á þennan hátt. Það er reyndar allt eins lík- legt að furðu margir menn, hvort sem þeir kæmu frá vinstri eða hægri í pólitísku litrófi, mundu koma sér saman um að stærsti vandi mannkynsins væri tengdur rányrkju og spillingu náttúrunn- ar. Síðan mundu þeir fara að deila um það með hvaða ráðum bæri að snúast gegn þeim vanda. Réttlætiskrafan En eitt er það sem vill gleymast í hraðfleygri þróun og hug- myndalegri ringulreið okkar daga. Og það er blátt áfram rétt- lætiskrafan, sem rís af þeirri gömlu og skelfilegu og óþægilegu staðreynd, að hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. En það var einmitt sú þróun sem var driffjöður í mótun sósíalískra hugmynda og verklýðshreyfingar á öldinni sem leið. f velferðarríkjum af okkar tagi hafa menn vanið sig á að ýta þess- um hlutum til hliðar, vegna þess að þeir eigi ekki við um þróunina innan okkar samfélaga. Tækni- bylting og verkalýðsflokkar hafa reyndar séð til þess að alþýða manna hefur bætt sinn hag og nálgast miðstéttir í Iífsháttum. Þeim mun auðveldara hefur verið að „gleyma“ því, að talsverður hluti okkar velmegunar er tengd- ur því, að ríku og iðnvæddu löndin hafa grætt drjúgum á fá- tækt hinna snauðari og varnar- leysi í viðskiptastríðum. Við erum reyndar svo vön því að heyra kveinstafi alþjóðlegra banka um að það sé búið að lána þróunarríkjunum alltof mikla peninga og miklu tali um þróun- araðstoð, að fáir taka eftir því að í raun og veru liggur peninga- straumur frá fátæku þjóðunum til hinna ríku en ekki öfugt. Kemur þar margt til, viðskiptahalli tengdur verðhrapi afurða þróun- arlanda (t.d. á kaffi nú síðast), afborganir af miklum lánum, fjárflótti frá yfirstéttunum í fá- tæku löndunum. Gjáin dýpkar Og ekki verða aðeins ríkari löndin ríkari og þau fátækari fá- tækari. í fátækari ríkjunum dýpk- ar óðum það djúp sem er staðfest milli ríkra og fátækra. Enn og aftur eru fjölmiðlar villandi. Þeir hafa - meðvitað og ómeðvitað - ýtt undir þá skoðun að vandi fátæku ríkjanna væri einkum í því fólginn að þar væru menn ekki nógu klárir á hag- kvæmum kapítalískum rekstri. Ef menn nú færu að öllu sem Fri- edman og Hayek segja, þá mundi allt fljótt lagast og fátæku ríkin bruna hraðfara inn í klúbb hinna ríku. í þessari túlkun er mörgu sleppt. í fyrsta lagi því, að iðnrík- in og þá Evrópubandalagið eftir- sótta, slá um sig varnarmúra sem torvelda mjög fátækum ríkjum að selja framleiðslu sína. Og í öðru lagi er horft framhjá því að yfirstétt hinna fátæku ríkja - t.a.m. hinnar Rómönsku Amer- íku - á mikla sök á því hvernig komið er. Óvíða er jafn langur vegur milli ríkra og fátækra og í Suður- Ameríku. Annarsvegar er um fimmtungur fjölskyldna, sem iifir í meira bflífi en ríkt fólk í Japan og Bandaríkjunum. Hinsvegar er feiknarlegur fjöldi, 60-80% þegnanna, sem býr við fullkomið allsleysi eins og það gerist verst í Afríku og Bangladesh. Yfirstétt- in lokar sig í vaxandi mæli inni í lokuðum hverfum undir vopna- vemd meðan næringarskortur skapar heila kynslóð vanheilla barna í fátæktarbælunum. Gjöra illt verra Skuldabyrðar, ofbeldi og óða- verðbólga (1600% í Brasilíu) hrjá þessi lönd. Og þeir ríku gera ekki annað en g^ra illt verra. Þeir em í rauninni þeir einu sem hafa ráð á því að greiða skatta til sameigin- legra þarfa nauðstaddra samfé- laga - en öngvir svíkja jafn blygð- unarlaust undan skatti og einmitt yfirstéttir Rómönsku Ameríku. Þær koma peningum sínum í bandaríska dollara og úr landi til að eiga þar varasjóði ef alþýðan færi nú að ybba sig. í Bandaríkj- unum einum hafa ríkir Suðuram- eríkanar fjárfest og lagt inn 326 miljarði dollara - en það er meira en Brasilía, Argentína og Mexíkó skulda samanlagt sínum erlendu lánardrottnum. í Bandaríkjunum, pólitískum bakhjarli yfirstétta Rómönsku Ameríku, hafa menn áhyggjur af þessari þróun: menn sjá að sú millistétt fer halloka sem er helsí- ur höggdeyfir í þjóðfélögum og kemur með vexti sínum og við- gangi í veg fyrir uppreisn hinna snauðu. Ástandið verður æ eld- fimara. Því segja virðuleg blöð eins og vikuritið Time að ríka fólkið „verði að koma með eitthvað af peningum sínum heim frá útlöndum og sætta sig við virkari skattheimtu“. Enginn býst við að slík umvöndunarorð leiði til siðvæðingar hinna ríku - andstæður halda áfram að skerp- j ast og menn geta búist við spreng- ingu hvenær sem vera skal. Stefán Jónsson: Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng. Forlagið 1989. Þessi bók geymir endurminn- ingar Stefáns Jónssonar um veiði- skap og fléttast þær saman við lýrískar og lífspekilegar athugan- ir á veiðiástríðunni. Og þessi lesari hér leggur í bók- ina dálítið smeykur: hvaða erindi á vesalingur minn í félagsskap manna sem mega ekki kvikt sjá í vötnum og lofti landsins án þess að kasta fyrir það öngli eða plaffa úr byssu? Eða - svo reynt sé ör- lítið að skrúfa niður fordómana: eru veiðimenn ekki barasta sér- trúarflokkur sem er best geymdur út af fyrir sig? Vissulega skrifar Stefán Jóns- son stundum um sjálfan sig og veiðifélaga sína á þann veg, að hann virðist staðfesta orðróminn um sértrúarflokkinn. Veiði- skapnum er lýst sem hreinsandi iðju og mannbætandi - í veiðum „er síður rúm fyrir yfirdreps- skap“ og látalæti, segir Stefán í kafla um veiðifélaga sína. Hann man ekki betur en öll umræðu- efni þeirra „hafi verið merkileg og aldrei leiðinleg". Hann gengur lengra og smíðar sér bráð- skemmtilega söguskýringu sem lýtur að því, að mannfólkinu hafi þá fyrst farið að hnigna þégar menn hurfu frá frjálsum veiði- skap og gengu undir þrældómsok jarðyrkjunnar. Með fylgir prýði- leg útlegging á fyrstu Mósebóíc og Paradísarmissi. Maðurinn, segir Stefán, hvarf ekki frá dýrðlegu veiðimannalífi með glöðu geði: „heldur af því að drottinn alls- herjar sem talar í eldinum og í storminum og í þrumunni, hann rak fyrrnefnd heiðurshjón úr út aldingarðinum Eden með lofts- lagsbreytingu sem fordjarfaði náttúrfar hnattarins á þá lund, að mannkyninu varð ekki lengur líft í paradís veiðimennskunnar, þangað sem okkur langar öll svo mikið til að komast aftur og þó enga jafnmeðvitað og sárt og veiðimennina“. Skemmtileg söguskýring, sagði ég, og þá er komið að því sem mestu varðar hér: Stefán Jónsson er svo vel máli farinn, svo út- smoginn rithöfundur, að hann á auðvelt með að láta utanveltu- besefa gleyma því að hann á ekki heima í veiðikompaníinu. Þetta gengur að vísu ekki alltaf án erfiðismuna. Þýðir ekki að halda því fram að allur fróðleikur bókarinnar um veiðiskap sé jafn freistandi fyrir fáfróðan, allar veiðisögur skemmtilegar. En í fýrsta lagi eru sögurnar margar bæði vandaðar og eftirminni- legar. Eins og til dæmis kaflinn „Að veiða einn og skríða einn“, sem sannfærir lesandann á traustvekjandi hátt ekki bara um karlmennsku og útsjónarsemi hins einfætta veiðimanns sem verður að skríða langar leiðir frá háska og óhöppum. Heldur vek- ur um leið virðingu fyrir veiði- ástríðunni sjálfri, þeirri orku sem hún leysir úr læðingi. Og þá er komið að því sem átti að falla undir liðinn í öðru lagi: bók Stef- áns er prýðileg sönnun þess hve mikið manneskjan getur stækkað og dýpkað líf sitt með því að gefa hugðarefnum sínum alla alúð og einbeitingu (og ekki sakar að hafa húmorinn með svo ekki fari allt um koll). HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Því vissulega er óralangur veg- ur frá einhverju hálfvolgu frí- stundadaðri og þeirri upphöfnu og ljóðrænu ástríðu sem Stefán lýsir. Má ég þá vitna til þess sem hann segir um tilhlökkunina sem „er sjálft ívaf veiðimennskunnar og þess vegna brýn nauðsyn að vanda til hennar sérstaklega" - og fullnægju hennar: „þá finnst mér einatt sjálf fullnæging veiðigleðinnar hinkra við þangað til í aftasta broti sex- tugustu sekúndu eftirvæntingar- innar þegar fiskurínn rís og svelg- urinn myndast við fluguna þína sem verður að blossa um leið og þú sérð hann taka hana og straumurinn leiðir frá henni upp tauminn, línuna og handlegginn inn í hjartað“. Skyld lýrík finnur sér víða stað í textanum, ekki síst í vönduðum náttúrulýsingum. (Það vill svo skemmtilega til að ein slík, sem segir frá þeim strengjakliði þegar „skænt hefur við bakkana og straumurinn rjálar við milljón brothætta klakaspæni og brýtur þá jafnótt og þeir myndast“ - þessi lýsing er kannski því að þakka að einmitt þennan morgun skaut Stefán öngva gæs og mundi þá annað betur.) Það er líka mjög viðfellinn eiginleiki á stíl þessarar bókar, hve rækilega spekimál hennar eru þrædd saman við myndir veiðiskaparins og allrar náttúru: „Greindarlegar ályktan- ir eru yfirleitt botnlægar og verða ekki dregnar nema á nokkuð- löngum tíma“, segir á einum stað. Og í öðrum kapítula lesum við: „En það eru hyggindi góðra veiðimanna að bæla vongleðina inni í sér svo að hún styggi ekki. Því ef henni er sleppt lausri getur hún orkað á höppin, sem dagur- inn ætlaði manni kannski, eins og ólátahvolpur á hæsnahóp.“ Verulegur fengur er í teikning- um Árna Elfars sem textann prýða. Árni Bergmann Föstudagur 10. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.