Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 22
MATUR ÓLAFUR GÍSLASON i^J™-—m-----_-------r-—1 Saltfiskssúpa AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Krossgáta nr. 69 Setjið rétta stafi í reitina hérfyrir neðan. Þeir mynda þá örnefni. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Beykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 69". Skilafrestur er þrjár vikur. Verð- laun verða send til vinningshafa. 1 26 7- 22 11 J7- 23 S W Lausnarorðið á krossgátu nr. 66 var Reykholt. Dregið var úr réttum Verðlaun fyrir krossgátu nr. 69 lausnum, og upp kom nafn Þórdísar Sigurðardóttur, Svínhaga, 851 eru Grískar þjóðsögur og ævin - Hellu. Hún fær senda bókina Snorri skáld í Reykholti eftir Gunnar týri í þýðingu Friðriks Þórðar- Benediktsson. Bókin var gefin út af Heimskringlu 1952. sonar, gefnar út af Máli og menn- ingu 1962. FJOLSKYLDAN Þótt soðinn saltfiskur með hamsatólg og kartöflum sé fyrir- taksmatur, þá höfum við íslend- ingar þurft að leita til suðlægari slóða til þess að láta okkur detta í hug að matreiða hann á annan hátt. í rauninni er saltfiskur slíkt öndvegishráefni, að því eru fá takmörk sett, hvernig hægt er að matreiða hann. Það eina sem þarf er svolítið suðurevrópskt hugar- flug. Til dæmis að láta sér detta í hug að setja hann í súpu. Það mætti gera með eftirfar- andi hætti: Hitið tæplega hálft vatnsglas af olíu í potti. Sneiðið niður 2-3 lauka og glóðið þá í olíunni ásamt með 2-3 rifjum úr hvítlauk og smávegis af rauðum pipar. Ef vill má bæta í þetta svolitlu af söxuð- um gulrótum og sellerístilkum. Bætið síðan útí 2 dósum af niður- soðnum tómötum og 1-2 súpu- teningum með fiskkrafti. Látið sjóða í ca. 45 mín. Súpuna má einnig krydda með nokkrum an- ísfræjum eða basilíkum. Á meðan þessi grænmetissúpa er að sjóða er saltfiskurinn soð- inn í öðrum potti. Ef vill má líka sjóða svolítið af kartöflum í þriðja pottinum. Þegar saltfisk- urinn er orðinn næstum soðinn (eftir ca. 10 mínútur) er hann tek- inn úr pottinum og roðflettur ef vill (ekki nauðsynlegt, það má líka borða roðið). Saltfiskurinn er síðan settur út í súpuna og látinn malla þar smástund. Ekki sakar að láta svolítið af soðinu fljóta með. Ef vill má afhýða kartöflur og brytja þær út í súp- una áður en hún er borin fram. Þá væri ekki úr vegi að strá saxaðri steinselju yfir súpuna í lokin til bragðbætis. Verði ykkur að góðu! SIGTRYGGUR JÓNSSON Þeir sem haffa áhuga á að f ræðast um eitthvert ákveðið effni varðandi ffjölskylduna geta skriffað. Merkið umslagið: Fjölsky Idan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. Ofbeldi Nú stendur yfir átakið „Ung- Ungar gegn ofbeldi" og er því ekki úr vegi að ræða um ofbeldi í þessum þætti, enda tengist það vel þeirri umræðu um einelti, sem ég hef verið með hér undanfarna föstudaga. Það vill brenna við í umræðu um ofbeldi, eins og reyndar í margri annarri umræðu um neikvæða þætti mannlífsins, að reynt sé að finna sökudólga, sem auðvelt er að skella skuldinni á. Undanfarna daga hef ég mest heyrt rætt um einfalda sökudólga eins og kvik- og vídeómyndir. Vissulega má til sanns vegar færa, að slíkar myndir, sem fela í sér mikið ofbeldi, og það gera þær ansi margar í dag, hafi áhrif á of- beldið, en þær hafa engin úrslita- áhrif. Ofbeldi þrífst fyrst og fremst á öryggisleysi. Einstaklingur, sem er í jafnvægi, líður vel og er ör- uggur um stöðu sína, hefur ekki þörf fyrir að grípa til ofbeldis. Við þekkjum þetta vel við allar þjóðfélagsaðstæður. Afbrýði- semi leiðir ekki sjaldan til ofbeld- is, óöryggi í kynlífi leiðir til nauðgunar, óöryggi í fjármálum leiðir til auðgunarbrota, félags- legt óoryggi leiðir til líkamlegs of- beldis, kvíði getur leitt til ofbeldis o.s.frv. Áfengi og önnur vímu- efni geta losað svo um hömlur, sem við annars höfum gegn því að beita ofbeldi, að samfara neyslu þess aukast líkurnar á að þessir óöryggisþættir leiði til ofbeldis í einhverri mynd. Ég hef áður rætt um valdapýra- mída og áhrif þeirra á einstakl- inginn. I því sambandi hef ég rætt um misbratta pýramída. Ég hef rætt um að í hópum, sem hafa tiltölulega flatan pýramída, ríki vellíðan og jafnvægi og þar er ekki þörf fyrir að finna stöðu sína. Eg hef jafnframt rætt um að í hópum, sem hafa brattan pýr- amída sé mikið óöryggi og mikil þörf fyrir einstaklingana að finna stað fyrir sjálfan sig innan hóps- ins. í slíkum hópum er bærilegast efst í pýramídanum og því er mikil barátta innan hópsins tiJ þess að komast sem efst í píramí- danum. Hvort heldur stjórn slíks hóps er einræðisleg eða í hópnum ríkir stjórnleysi, felur slfkur hóp- ur í sér þörf fyrir baráttu og af því getur leitt ofbeldi. Stjórnleysi er að því leyti erfiðara, að þar eru allir gegn öllum. Lögmál frum- skógarins ríkir á meðan allir eru að finna stöðu sína. í hópi, sem stjórnað er með einræði, hafa menn þó stöðu sína á hreinu, en vilja hins vegar klifra ofar tií að hafa það betra. Þess vegna leiðir bæði einræði og stjórnleysi til of- beldis á meðan jafnrétti og jafnvægi leiðir til vellíðunar og öryggis. Eg held því þess vegna fram, að það séu hópbundnar aðstæður, sem segja til um hvort þörf er fyrir ofbeldi og baráttu, en ekki kvikmyndir eða aðrir slfkir þættir. Kvikmyndir geta hins veg- ar kennt aðferðir til ofbeldis og vissulega brenglað siðferðis- kennd, réttlætiskennd og raun- veruleikaskyn þeirra sem á horfa. Þær geta „kennt" að ofbeldi sé í lagi eða jafnvel eðlilegur hluti af mannlífinu og þær geta „kennt" að ofbeldi leiði ekki til líkamlegra eða andlegra meiðinga. En ef þeir sem á horfa eru í jafnvægi og líður vel, fá þeir enga þörf fyrir að sýna ofbeldi bara af því að horfa á ofbeldiskvikmynd. Fyrir allnokkrum árum las ég frétt í dagblaði þar sem sagði frá 6 eða 7 ára gömlu barni í Banda- ríkjunum, sem hafði banað báð- um foreldrum sínum með byssu. Það fylgdi fréttinni, að barnið hefði sagt eftirá að það hefði að- eins verið að „leika" sér. Það hefði haldið að foreldrarnir myndu standa á fætur aftur eftir „leikinn", eins og gerist í kvik- myndunum! Vissulega var hér ekki um ofbeldisverk að ræða, en þetta barn hafði horft mikið á kvikmyndir og dómgreind þess hafði ruglast, bæði af ofbeldinu í þeim, en ekki síður gagnvart byssum, sem bæði er mikið af í kvikmyndunum, en ekki síður sem leikföng handa öllum aldurs- hópum. Nú hafa hnífar e.t.v. tekið við. Börn og unglingar hafa alist upp við að byssur og hnífar eru „eðlilegur" hluti af mannlífinu og þegar þörf er fyrir ofbeldi er því hægt að grípa til þeirra. Ég minnist þess að ung- lingur, sem ég ræddi við í tengsl- um við vinnu mína, sagði eitt sinn við mig: „Ég skil hnífinn eftir heima nú, því ef maður lendir í slagsmálum, grípur maður ósjálf- rátt til hans og ég er hræddur við það". Aðrir segja eflaust: „Það ganga allir með hnífa og ekki ætla ég að láta stinga mig án þess að geta varið mig". Sé vanlíðanin og óöryggið það mikið, að þörf sé fyrir ofbeldi, hafa þessir hlutir mikil áhrif á hvernig ofbeldið er framkvæmt, en leiða í sjálfu sér ekki til þess. Þar er óöryggið versti óvinurinn. Hafi ofbeldi far- ið í vöxt hér á landi undanfarið, almennt eða í ákveðnum hópum, stafar það af því að óöryggi á ein- hverjum sviðum hefur aukist. Það er því full ástæða til þess að leita fyrir sér á því sviði, ef við viljum stemma stigu við áfram- haldandi ofbeldi. Átakið „Unglingar gegn of- beldi" er að því leytinu mikilvægt og gott, að það ætti að auka með- vitund unglinganna fyrir því hverjar afleiðingar ofbeldis eru og að ofbeldi er ekki „eðlilegur" þáttur í mannlífinu, en orsakirnar er að finna í þeim aðstæðum, sem við búum okkur í þjóðfélaginu og fjölskyldunni. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.