Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 23
Nýjasta sköpunarverk Bubba Morthens, „Nóttin langa", er töluvert skrítin skepna. Platan byrjar hálfpartinn á því að villa á sér heimildir. Fyrsta lag plötunn- ar, „Háflóð", er engan veginn samnefnari þess sem seinna kem- ur. Enda skilst mér að það hafi verið tekið upp nokkrum mánuð- um seinna en bróðurpartur lag- anna. „Háflóð" er krækja, lagið sem kemur til með að húkka fólk fyrst. Sjálfsagt hefur það líka ver- ið meiningin með því að setja lagið á plötuna. Það er ekki hægt að segja neitt neikvætt um þetta lag en það er á vissan hátt eins og út úr kú á „Nóttin langa". Það stendur svolítið eitt og poppað við hliðina á öðrum lögum „Næt- urinnar", sem hafa yfir sér allt annan og flóknari blæ. í öðru lagi plötunnar kveður nefnilega strax við annan tón. Þar kemur til sögunnar fjölþjóðleg takthræran sem Bubbi hefur blandað í samvinnu við Christian Bubbi Morthens hélt upp á útkomu „Næturinnar löngu" í hálfkúlu Davíðs Oddssonar ígær. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Mynd: Jim Smart. eruð" líka eða meira. Þannig hefði skapast betri heildarmynd og samræmi. Þetta gengur betur upp í „Sex- tíu og átta". Það er jafnvel „Plág- ulegasta" lag plötunnar. Bubbi skýst snöggvast aftur til ársins 1968 og rifjar upp eigið gelgju- skeið og gefur um leið annað sjónarhorn á þessi margþvældu tímamót. Hann minnir á að ekki voru allir á réttum aldri árið 1968 til að vera „hippar", en áttu samt ágæta og spennandi daga. Á eftir þessu lagi kemur það lag sem helst gæti farið fyrir sum brjóst í landinu, textans vegna. En hann fjallar um líkamlegar gælur manns og konu í miðjum klíðum, þar sem upprisa holdsins og blautir barmar eru í stóru hlut- verki. „Tíu fingur ferðast". Við skulum vona að landinn sé farinn að geta meðtekið líkamlega hlið ástarinnar í dagsljósi og feimnin verði sem fæstum að fjörtjóni. Þetta lag er í Ferry-stílnum og Margir og mislitir þræðir Falk, Imperiet-mann, Johann Söderberg, Hilmar Örn og Ken Thomas. I „Sagan endurtekur sig", syngur Bubbi um þorpið sem gæfan hefur snúið við bakinu og vinnan er horfin, sveiflur sög- unnar og hverfulleika tilverunn- ar. Það er komin kreppa í samfé- lagi ísbjarnarblúsarans en á viss- um stöðum f textanum verður dramatíkin full mikil. Þótt boð- skapur hans eigi fullkomlega rétt á sér. Ef líkja ætti „Nóttinni löngu" við einhverja af fyrri plötum Bubba, væri það helst „Plágan" sem kæmi til greina. Andi „Plág- unnar" svífur víða yfir vötnum. Mér heyrast „effektar" hafa verið settir á allt undirspil og bakraddir í lögum eins og „Friðargarður- inn", „Stríðsmenn morgundags- ins", „Þau vita það" og „Skrifað í snjóinn". Hins vegar heldur rödd Bubba sér nokkurn veginn „óbjöguð" í fremstu röð. Ég held að útkoman hefði orðið betri ef rödd Bubba hefði verið „effekt- Hús ástarinnar á • • leið „Hús ástarinnar" kemur til landsins 16. nóvember og er þar ekki um að ræða þriðju útgáfuna af leikritinu um konuna sem ým- ist heitir Bernarða eða Vern- harða Alba, eftir því hvort hún er á Akureyri eða í Reykjavík. Ho- use of Love er nafn á hljómsveit sem býður upp á tónleika í Menntaskólanum í Hamrahlíð næst komandi fimmtudag og verða það að teljast nokkur tíð- indi. Þótt House of Love hafi ein- ungis sent frá sér eina breiðskífu, hefur hún notið töluverðrar og vaxandi athygli og útgáfufyrir- tæki hfjómsveitarinnar gerir sér vonir um að selja næstu plötu Ho- use of Love í miljónum eintaka. Guy Chadwick stofnaði House of Love árið 1986. En áður hafði Chadwick tekið þátt í misheppn- uðum tónlistarævintýrum og samningi RCA við hann var rift þar sem kostnaður við upptöku á einu lagi hjá honum fór upp úr öllu valdi. Á tímabili kom hann ekkert nálægt tónlist og var reyndar ákveðinn í að skipta sér ekki meira af henni. Upphaflega voru meðlimir House of Love fimm: Chadwick sem leikur á gít- ar og syngur, Terry Bickers á gít- ar, Pete Evans á trommur, Chris Groothuizen á bassa og Andrea Heukamp lék á gítar og söng bakraddir. Hún hætti fljótlega vegna þess hve langt var í vinn- una frá Þýskalandi til Englands. Hljómsveitin vakti starx at- hygli með fyrstu smáskífu sinni „Shine On", sem var valin smá- skífa vikunnar hjá NME árið 1987. Næsta smáskífa House of Love, „Real Animal", olli nokkr- um vonbrigðum og þótti mun slakari en „Shine On". Það var síðan árið 1988 sem hljómsveitin gaf frá sér lagið „Christine" en það lag kom hljómsveitinni í goðatölu hjá gagnrýnendum sem töldu það með betri lögum þess árs. Skúli poppfræðingur Helga- son valdi tíl að mynda „Chri- stine" besta lag ársins 1988. Stuttu síðar kom fyrsta breið- skífan út en hún var skírð í höfuð- ið á hljómsveitinni. Tónlist House of Love sker sig nokkuð úr annarri tónlist. Hún er koma út í byrjun næsta áratugar en ekki enda þessa, þar sem ní- undi áratugurinn sé svo hrotta- lega leiðinlegur en hann bindi miklar vonir við þann næsta. Chadwick segir næsta áratug verða áratug bjartsýninnar og þar ætli House of Love sér að vera framarlega í flokki. House of Love er hljómsveit sem eftir flestum sólarmerkjum að dæma er á hraðri leið upp á stjörnuhimininn. Hún er ekki komin á efstu hæðir enn og þess vegna geta menntskælingar í MH ef til vill flutt þá hingað nú. Nú er því kærkomið tækifæri fyrir ís- lenska rokkunnendur að sjá Ho- use of Love á tónleikum, áður en þeir verða of merkilegir til að láta sjá sig á þessu útskeri. -hmp gæti gert Iukku hjá fjörefnaríku fólki sem stundar fótmenntir í danshúsum. Hópvinnan sem hvílir á bakvið „Nóttina löngu" hefur í heildina skilað góðri niðurstöðu. Hljóð- færaleikur, hljóðfæraskipan, blöndun og taktar eru ólíkir því sem Bubbi hefur yfirleitt fengist við. Þrátt fyrir um 20 plötur sem margar hafa gengið mjög vel, er Bubbi enn að leita og er gott til þess að vita. Helsti galli plötunn- ar er sá að það er fálmað í allt of margar áttir, að mínum dómi. Mér heyrast vera þarna afbrigði sem þróa megi í að minnsta kosti þrjár ólíkar áttir og setja mætti á þrjár heilsteyptar plötur. Svo má alltaf deila um hvað er heilsteypt og hvort það er eftirsóknarvert að gera slíka plötu. Það hefur líka sitt gildi að fá tækifæri til að líta í svo fjölbreytta smiðju Bubba. Ef þess hefði verið betur gætt að rödd Bubba væri í meira sam- ræmi við bakgrunninn í þeim lögum sem ég nefndi áðan, hefði platan fengið skýrari heildar- mynd. En hvað sem því líður, verður „Nóttin langa" sennilega að teljast með forvitnilegri til- raunum Bubba, sem sækir á við frekari hlustun. -hmp TheHouseof Love, Chadwick situráklöppinni. draumkennd með flæðandi gítar í forgrunni og opnir textar Cha- dwicks þykja mjög forvitnilegir. Sjálfur segist Chadwick eiga í miklu sálarstríði og textar og tón- list House of Love séu í raun til- ræði við það sem hann reyni að segja. Þegar hann líti yfir þá eftir á, sjái hann að undirmeðvitund hans ráði mestu í textagerðinni. Hann segir texta sína alltaf koma til með að vera mjög persónu- legir. Chadwick er hálf undrandi á bresku popppressunni. Hljóm- sveitin hefði verið til í rúmt ár án þess að nokkur tæki eftir henni en skyndilega hefðu skríbentar bar- DyfGURMÁL ist um það hver hefði „uppgötv- að" House of Love. Hljomsveitin hætti hjá plötuútgáfunni Creati- on og stóru fyrirtækin komu ask- vaðandi með tékkheftið á lofti, bjóðandi gull og græna skóga. Phonogram hafði vinninginn og segir Chadwick að það verði mikil niðurlæging fyrir fyrirtækið og hljómsveitina ef næsta breið- skífa, sem er væntanleg fljótlega upp úr áramótunum, slær ekki í gegn. Svo mikið sé búið að leggja í hana. Það er til að mynda búið að fresta útgáfu hennar tvisvar. Hún átti fyrst að koma út í vor, síðan í september en nú hefur stefnan verið sett á janúar. Þessu fagnar Chadwick, sem á sökina á öllum töfunum af því hann gat ekki gert það upp við sig hvernig platan átti að vera. Hann er samt ánægður að platan skuli HEIMIR MÁR PÉTURSSON Föstudagur 10. nóvember 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SIÐA 23 Kjamorka í kjallara í síðustu viku, nánar til tekið á fimmtudagskvöld, héldu tvær af kjarnorkusveitum landsins tón- leika í kjallara Keisarans. Þetta voru hljómsveitirnar Bootlegs og Ham. Meiningin var að Ham byrjaði tónleikana en þar sem híuti hljómsveitarinnar varð eftir í London daginn áður, þegar ferð hennar um Bretlandseyjar með Sykurmolum lauk, varð Bootlegs að láta sig hafa það að byrja. Bootlegs flytur rokk í al- þyngsta kanti og hafa sumir kall- að tónlist þeirra „speed metal". Ég er ekki alls kostar sáttur við þessa skilgreiningu, þar sem þessi nafngift spyrðir Bootlegs við heldur hvimleiða tónlist. Mér finnst tónlist þeirra minna miklu meira á gamla sýrurokkið, með öllum þeim látum sem því gátu fylgt. Á tónleikunum í Keisaran- um sýndi hljómsveitin að hún er vís til margra góðra hluta. Kraft- urinn var geysilegur en aldrei yfirkeyrður og samspil þeirra fjórmenninga Nonna, Ella, Hannesar og Stjúna er nokkuð gott. Ég veit ekki hvor gítarl- eikarinn það var, Nonni eða Hannes, sem vakti athygli mína en hvor þeirra sem það er þá kann pilturinn sannarlega að handleika gítarinn. Aðrar eins gítarstrokur hef ég ekki heyrt í háa herrans tíð á íslenskum tón- leikum. Bootlegs lék nokkuð lengi þar sem flugvél Flugleiða frá London þetta kvöld seinkaði og helming- ur Ham var í Leifsstöð á meðan leikur stóð sem hæst í Keisaran- um. Þeir Hamdrengir birtust þó loksins allir með tölu í Keisaran- um og hófu djöfullegan leik sinn. Ég hef að vísu heyrt og séð Ham hamslausari en þetta kvöld. Þeir hafa sjálfsagt verið slæptir eftir þvælinginn í útlöndum. Engu að síður var gaman að heyra í þeim. Þeir renndu í gegnum pró- grammið svo gott sem viðstöðu- laust, enda klukkan orðin margt en það er ástæða til að gagnrýna þann helv.. hávaða sem hafður var á þeim. Það er alger óþarfi að sprengja hljóðhimnurnar í áheyrendum. Það er ekkert sjálf- sagt samasemmerki á milli kröftugrar tónlistar og þess að allt rafmagn Blönduvirkjunar þurfi til að koma henni til áheyrenda. Þegar hávaðinn fer yfir mörkin glatast líka margt í tónlistinni. Þetta er gamall og hálf hallærislegur sjúkdómur ís- lenskra hljóðblöndunarmanna. Ham dró áheyrendur á Abba- laginu „Voulez Vous" en þegar þeir tóku það í lokin gátu tón- leikagestir ekki leynt ánægju sinni. Þessi skemmtilega útsetn- ing á sænsku froðupoppi er sér- staklega vel heppnuð og verður að teljast hápunktur tónleik- anna. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.