Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDI ÞORFINNUR ÓMARSSON Minniháttar skandall Hneyksli (Scandal), sýnd í Laugarás- bíói. Leikstjóri: Michael Caton- Jones. Handrit: Michael Thomas. Að- alhlutverk: Joliu Hurt, Joanne Whalley-Kilmer, Bridget Fonda, Ian McKellen, Jeroen Krabbe. Allir þekkja hneykslið sem gjarna er kennt viö John Prof- umo, þingmann íhaldsflokksins í Bretlandi og ráöherra í stjórn Macmillans í upphafi sjötta ára- tugarins. Hermálaráðherrann Profumo átti sér hjákonu og svo óheppilega vildi til að hún háttaði einnig hjá sovéskum sendimanni í Bretlandi. Upplýsingar hafa svo sem lekið við minna tilefni og þurfti Profumo vitanlega að segja af sér og stjórnin féll skömmu síð- ar við illan orðstír. í stórum dráttum er þetta saga og afleiðingar ástarsambands Johns Prufumos: við Christine Keeler. í sjálfu sér er þetta mjög áhugavert mál fyrir fréttaskýr- endur og stjórnmálaspekúlanta. Það þykja auðvitað ávallt tíðindi þegar ráðherra þarf að segja af sér og jafnvel ríkisstjórn í heild sinni og ekki minnkar forvitni manna í máli sem þessu. Sérhvert er nú hneykslið og þeim höfum við fengið að kynnast hér á landi að undanförnu, þótt frekar hafi þau verið í fljótandi formi en holdlegu. Af þessum sökum hefur kvik- myndarinnar Scandal verið beðið með sérstakri eftirvæntingu en hún byggir aðallega á frásögnum Amerísk ástarsaga þriðja hjólid undir vagni til að fullkomna þríhyrninginn og ófrum- leika myndarinnar. Það verður ekki af þeim tekið að öll fara þau vel með þessi amerísku hlutverk sem þeim er úthlutað, sérstaklega er Lange hríf- andi sem dæmigerð Suðurríkjakona. Myndin nær einnig nokkuð trúverð- ugri lýsingu á hetjudýrkun Kanans. Hackford segir okkur sögu þremenn- inganna í aldarfjórðung og sýnir okk- ur að hetja í dag er ekki endilega hetja á morgun. Þannig breytist Qua- id úr frískum og fjörlegum fþrótta- manni í þybbinn rum sem agnúast út í allt og alla. Hutton er hinsvegar gáfu- mennið, en hann var hálf hallæris- legur með hýjunginn öðru hvoru. Umfram allt, vönduð amerísk ástar- saga og aðeins of löng. Náin kynni (When I Fall in Love), sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: Taylor Hackford. Aðalhlutverk: Jessica Lange, Dennis Qua- id, Túnothy Hutton, John Goodman. Pað kemur ekki á óvart að nýjasta mynd Taylor Hackfords skuli vera hreinræktuð saga úr amerískum veru- leika. Hann hefur verið fremur þröngsýnn í verkefnavali og gert myndir sem eru amerískari en and- skotinn og nægir að nefna klisjur á borð við An Officier and a Gentlem- an og White Nights því til stuðnings. Nú segir Hackford okkur ástarsögu þarsem atburðarásin og söguhetjurn- ar eru heltekin af þjóðaríþrótt Kan- ans, ameríska fótboltanum. Dennis Quaid leikur þann besta og Jessica Lange kvinnu hans, sem umfram allt er bara kvinna hans. Hutton er síðan ungfrúar Keelers af þessum at- burðum. Þeir sem muna réttilega gang mála gætu þó orðið fyrir vonbrigðum með efnistök Mikj- álanna Caton-Jones og Thomas. Myndin segir sögu Christine Ke- eler og einblínir aðallega á sérk- ennilegt samband hennar við Stephen Ward lækni. Profumo verður nokkuð útundan og áhrif- um hneykslisins á stjórnmálasög- una eru varla gerð nokkur skil fyrr en í eftirmála myndarinnar. Látið er í veðri vaka að Ward læknir hafi komið öllu saman af stað, og mín vegna má það vera rétt skýring, en afdrif hans geta þó varla verið höfuð afleiðing skandalsins. Ekki er gott að greina ástæðu slíkra efnistaka. Myndin átti auðvitað að seljast vel og því nauðsynlegt að gera ekki lítið úr vafasömum kynórum úrkynjaðs aðalsins. Skilja má að Keeler vilji sjálf gera sem minnst úr bólförum sínum með mönnum sem máttu stöðu sinnar vegna ekki hafa nein samskipti sín á milli og taka þann- ig á sig hluta ábyrgðarinnar. En hún er ekki höfundur myndarinn- ar og má líta áþað sem metnaðar- leysi Caton-Jones að líta nánast framhjá aðalatriðum málsins. Keeler átti á sama tíma í sam- bandi við vafasaman undir- heimalýð en hvor skandallinn er stærri: afsögn hermálaráðherra Breta eða brjáluð afbrýðisemi tveggja ónefndra elskuhuga Kristínar með tilheyrandi vopn- atilburðum? Caton-Jones hefur Joanne Whalley-Kilmer og Bridget Fonda túlka persónur sínar vel einsog flestir leikarar í Skandalnum. vafalaust ætlað sér að sýna hversu fáránlegt samband Kristínar við aðalinn var með því að gera einkalífi hennar skil á þennan hátt. Því miður hefur hann druk- knað í smáatriðum en gleymt að gera aðalatriðum nógu góð skil. En Scandal er alls ekki alvond mynd og skal ég ekki ætla mönnum að sleppa henni. Caton- Jones nær á athyglisverðan hátt að endurlífga tíðaranda þessara ára og fer ágætlega með hið úr- kynjaða, ljúfa líf þeirra sem það stunduðu. Þá eru sumar persón- urnar vel skapaðar og flýtur per- sóna Wards lækni? mjög langt á túlkun Johns Hurts sem bregst ekki frekar en endranær.Stöllur- nar Christine Keeler og Mandy Rice-Davis fá ágæta meðhöndlun hjá Whalley-Kilmer og Fonda en mikið óskaplega leikur Roland Gift illa. Ég held að hann ætti að halda sig við sönginn með Fínu ungu mannætunum. Þess ber sérstaklega að geta að Scandal er alls enginn skandall í kvikmyndaheiminum þótt margt hafi farið miður. Hún heldur áhorfandanum nægilega vel vak- andi yfir þeirri sögu sem sögð er, en spurningin er fremur hvort rétt stefna hafi verið farin í upp- hafi. Eða einsog háðfuglinn sagði: Mér leiddist ekkert á með- an, bara soldið á undan og ennþá meira á eftir! Regnboginn Indiana Jones III *** (Sfðasta krossfer&in) Indiana hefur aftur náð sér á strik eftir misheppnaða mynd númer tvö. Þessi er ferskari fantasía en áður og ekki versnar myndin á því að hafa Connery sem Dr. Jones er. En sértu að leita að rólegri stund með möguleika á heimspekilegum vanga- veltum skaltu náttúrlega fara eitthvað ann- Pelle erobreren ** * * (Polle slgurvegari) Þá er hún loks komin til Islands og þvílík kvikmynd! Sannarlega meistarverk ársins og það albesta sem komið hef ur f rá Dönum og jafnframt Norðurlöndum í mörg ár. Bille August hefur tekist aö gæöa fjórðung skáldsögu Nexös einstöku lífi með yndis- legri epískri frásögn. Samleikur Hvenega- ard og Von Sydows er með ólíkindum og kvikmyndatakan gullfalleg. Upplifun sem enginn má láta fara framhjá sér. Húrra fyrir Dönum. The Bear *•• (Björnlnn) Annaud kemur vissulega nokkuð á óvart með þessum óði sfnum til náttúrunnar en það verður ekki frá honum tekið að myndin er listavel gerð. Falleg og rómantísk mynd og góð skemmtun fyrir alia fjölskylduna, sérstaklega þá sem unna óspilltu náttúru- lífi. Aðalleikararnir fara á kostuml The Last Starfighter • (Síðasti vigamaðurinn) Margt gamalt en fátt gott í þessari b- mynd. Við skulum vona að Sfðasti víga- maðurinn sé á meðal síðustu vfgamanna kvikmyndanna. Babette's gæstebud •••• (Gestaboð Babettu) Babetta býður enn til veislu sem enn stendur fyrir sínu þótt hún hafi staðið yfir í taept ár. Akaflega Ijóðræn og falleg mynd um allt sem viðkemur Iffi og dauða, bók- stafstrú og ólíkum menningarheimum. Laugarásbfó Scandal •• (Hneyksli) Þegar einblínt er á minniháttar skandala verðurstóri skandallinn útundan og mynd- in drukknar í smáatriðum. Samt er hún oft skemmtileg lýsing á tíðaranda síns tíma og stundum nær úrkynjuð hástéttin að hneyksla áhorfandann með kynórum sín- um. En miklar kröfur heimta betri sögu- skoðun en þessa. Criminal Law *•• (Refsiréttur) öllu vitrænni tryllir en gengur og gerist þótt vissulega bregði fyrir gamalkunnum senum. Sagan gengur að mestu upp en slikt vill gleymast i myndum af þessari teg- und nú á dögum. Oldman sýnir á ser nýja og áður óþekkta uppahlið með ágætum árangri og Bacon er sannfærandi sýkópati. Kvikmyndatakan er virkilega frumleg og smart. Halloween IV 0 Ekki heldur fyrir gallhörðustu Hallo- ween-aðdáendur. Bfóhöllin Cannonball Fever 0 (Á fleygiferð) Ég hélt að minnst áratugur væri liðinn frá því menn fengu leið á þessum húmor. Metnaðarleysi í sinni verstu mynd. Child's Play • (Leikfangið) Enn eitt hryllingsruglið frá Tom Holland og virðist sem honum séu engin takmörk sett. Þetta er mynd sem þú gleymir strax að sýningu lokinni sem ekki þykja góð með- mæli með hrollvekju. Sagan (ef einhver er) er ófrumleg og spennan byggist á því að segja Baaahl við áhorfendur. Road House • (Útkastarinn) Afskaplega þunnt og óaðlaðandi. Þetta er kannski eina rétta rullan fyrir Swayze en skydi einhver yfir 16 ára nenna að horfa á þetta? Batman •• Vinsældirnar eru greinilega djörfu auglýsingasukki Warner-bræðra að þakka fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á sínar fyndnu hliðar þegar Jókerinn spriklar og sprellar en annars nær Batman ekki uppí nefið á sér fyrir útjaskaðri klisju. Ba- singer er ekki einu sinni sexf og þá er nú mikið sagt. Licence to Kill ••• (Loyfið afturkallað) Ein besta Bond-myndin f langan tima. Dalton er 007 holdi klæddur og spannar allt frá hörkutóli til sjentilmanns. Broccoli hefur hrist, en ekki hrært, upp f Bond-lmyndinni með góðum árangri. Bfóborgin When I Fall in Love •• (Náln kynni) Hackford heldur sig enn við hetjur amer- íska draumsins, að þessu sinni án vemmi- legra stóráfalla nema ef vera skyldi of mikil nostalgía. Jessica Lange stendur uppúr ágætum leikarahóp og hrífur áhorfandann með sér. En þessi mynd er vitanlega ætluð engum öðrum en Kananum sjálfum. Dead Calm •• (Á sfðasta snúning) Þokkalegasti tryllir frá Ástralanum Philip Noyce og beitir hann öllu skemmtilegri vinnubrögðum en f lestir kollega hans í Am- eríkunni í svona myndum. Samt nær hann ekki að toga myndina nógu langt uppúr meðalmennskunni og ýmsar athafnir aðal kvenpersónunnar eru með öllu óskiljan- legar. Clean and Sober •• (Hreinn og edrú) Keaton virðist ætla að kæfa Leðurblöku- hlurverk sitt í fæðingu með hreint ágætum leik edrú eða fullur. Traun fátt nýtt en margt athyglisvert þó sett fram hvað viðkemur þessu mesta meini aldarinnar. The Fly II • (Flugan 2) Hér vantar í raun flest það sem gerði fyrri myndina vinsæla. Hér vantar altént Cron- enberg. Batman •• Vinsældimar eru greinilega djörfu auglýsingasukki Warner-bræöra að þakka fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á sfnar fyndnu hliðar þegar Jókerinn spriklar og sprellar en annars nær Batman ekki uppí nefið á sér fyrir útjaskaðri klisju. Ba- singer er ekki einu sinni sexí og þá er nú mikið sagt. Lothal Weapon II •• (Tveir á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miður er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum byssu- bardögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekk- ert er þó verra en steingeldur söguþráður- inn sem allir hafa séð áður. Háskólabíó The Vldiot • (Stöð sex 2) Nokkrir stórgóðir brandarar koma frá háðfuglinum Yankovic en þeir fara heldur halloka fyrir endemis vitleysu. Stjörnubíó The Karate Kid III • (Karatestrákurinn 3) Þetta ku víst vera hetjur ungra sveina f dag og veit það varla á gott nema þeir hlusti á spokina á bak við sportið. En mór leiðast framhaldsmyndir, sérstaklega þær sem gerðar eru eftir leiðinlegum myndum. Magnús ••• Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og jafnframt f hópi betri kvikmynda sem gerð- ar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náð auknum þroska sem listamaður og byggir mynd sína vel upp til að byrja með en ým- issa brotalama fer að gæta þegar leysa á úr vandamálum höfuðpersóna. Oft yndis- legur gálgahúmor og Magnús er sannkölluð skemmtimynd fyrir alla ald- urshópa. EDI framtíöin: Pappírslaus viðskipti í Evrópu Ráðstefna þriðjudaginn 14. nóvember kl. 9.30-16.30 á Hótel Loftleiðum, í salnum Höfða. Ertendir gestir ráðstefnunnar: HánsB. Thorosen frá Útflutrongsráði Noregs og Maurice Walker frá tollaráðuneyti Evrópubandategsins. Aðfír, semfrýtja erindí:- VBnjálmur-Egilsson, f ramfcvæmdastj. Verslunarráðs íalands, Karl F. GarðarsSon, Riktstpllstjóra, Jón H. Magnússon, Vfnnuveitendasambandi íslands, Gunhnildúr Wanfréðsdólt'ir, bókásafrtstyaaðirfgur,, Ampór'Þórðaraon, Féfagi.ísl. iðnrekenda, " %, Sigmar Þormar,.Versiunsrráðr íslands, " 'Þér Svendsen Björnsson, Reiknistofu bankahna. Föstudagur 10. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25 Þappírsíáus viðskiptt eru framtíðin, fslensk fyrirtæki verðá aðtileinka sér-þær nýjungar, sem nú.ryðja sér til rúms hvarvetna t' helstu viðskiptalöndum okkar. Með notkurt EDI, staðlaðra skjalaskipta milli tölva, munu þatt njóta verulegs hagræðis. Það er mikilvægt að stjómendur kynni sér þessi mál, því upptaka pappírslausra viðskipta er 80°/o stjórnunar- mál en 20% tæknilegt viðfangsefni. Opinberir aðilar, t.d. totlurinn, hafa sýnt þessum nýjungum.mikinn áhuga og Ijóst err að í framtíðinni munu upplýsingar vegna inn- og útflutnings berast til to.llsins fyrst og fremst í tofvutæku formi. Á ráðstefnu €DI félagsins þann 14. nóvember munu tveir erlendir gestir skýra frá vinnu innan Evróptibanda- lagsins varðandi notkun EDI við tollafgreiðslu og lága- legum atriðum, sem tengjast pappírslausum viðskiptum. Ewtfremur verður fjallað um þá frumvinnu, sem farin er af atað hér á landi og framtíðarmarkmið. Eg vil þvi eindregið hvetja þig til að mæta. *6**1U-f~i Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjðri Verslunarráðs Islands og formaður EDI fólagsins. Vinsamlegast tilkynnið þáttöku í síma 83088. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald kr. 6.000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.