Þjóðviljinn - 10.11.1989, Page 26

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Page 26
gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í feb.1990. Slunkaríki, fsafirði, Guðbjartur Gunnarsson, grafískar myndir. Til 19.11. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/eftir samkomulagi. Hvað á að gera um helgina? Friðrik Sophusson alþingismaður „Það er nú það, ég er ekki alveg viss. Jú, á föstudagskvöldið ætla ég í leikhús og síðan fer ég á sjávarútvegsráðstefnu og í eitt afmæli", sagði Friðrik. Að öðru leyti ætlaði hann að taka það rólega og svo ætlaði hann auðvitað að lesa Moggann sinn. Ásmundarsalur v/ Freyjugötu, Aðal- heiður Valgeirsdóttir, grafík- og þurrkrítarmyndir. Til 12.11.14-20 daglega. FÍM-salurlnn, Bautasteinar, málverk eftir Ingibjörgu Eyþórsdóttur, opn. í kvöld kl. 20. Til 28.11.13-18 virka daga, 14-18 helgar. Gallerí Borg, Þórður Hall, teikningar. Til 14.11.10-18 virkadaga, 14-18 helgar. Gallerí 11, SigríðurÁsgeirsdóttir, málverk. Til 16.11.14-18 daglega. Gallerí Madeira, Evrópuferðum, Klapparstíg 25, Björgvin Pálsson, Ijósmyndastækkanir. Til 24.11. virka daga 8:30-18. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, Árni Páll, myndlist. Til 24.11.9-18 virka daga. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, 14-19 alla daga nema þri. verk í eigu safnsins. Helgl Jónsson sýnir vatnslitamyndir á göngum Landspítalans til 11.11. Hestsháls 2-4, kynning FlM-salarins og húsg.versl. KristjánsSiggeirs- sonar á verrkum Bjargar Örvar. Til nóvemberloka. Korpúlfsstaðlr, myndhöggvarafé- lagið sýnir. Opið 13-18 lau og su. Kjarvalsstaðir, opið daglega 11 -22. Til 12.11. Syeinn Björnsson, mál- verk, verkeftir An/id Pettersen, Kristín fsleifsdóttir, verk unnin í leir. Llstasaf n ASÍ, Veturliði Gunnars- son, krítarmyndir. Til 19.11.16-20 virka daga, 14-20 helgar. Llstasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- innalladaga 11-17. Llstasafn Slgurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, pri 20-22. Norræna húsið, kjallari: fslensk graf ík 89,20 ára afmælissýning fé- lagsins.Til 19.11.14-19daglega. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Valgerður Bergsdóttir, blýteikningar. Til 15.11. 10-18virkadaga, 14-18helgar. Rlddarlnn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti, ÞingvallamyndirÁs- Þjóðmlnjasafnlð, opið þri, fi, lau og su 11 -16. Bogasalur: Ljósmyndin 150 ára- Saga Ijósmyndunar á fs- landi. Til nóvemberloka, aðgangur ókeypis. TÓNLISTIN Ljóðatónlelkar, Sigríður Ella Magn- úsdóttir messosópran og Geoffrey Parsons píanóleikari halda tónleika í fslensku óperunni su kl. 15. Á efn- isskránni íslensk og erlend Ijóð, m.a. eftir Haydn, Schubert, Delius, Sibe- lius, Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson. Aðgöngumiðar seldir ÍÓperunni. Geoffrey Parsons píanóleikari verð- ur með „Master class" fyrir nokkra söngvara og undirleikara þeirra í sal Tónlistarskólans í Reykiavík, Skip- holti 33, mán kl. 20:30. öllum frjáls aðgangur til áheyrnar á meðan hús- rúm leyfir, vægur aðgangseyrir. Tónlistardagar Dómkirkjunnar Tónl. íDómk. lau. kl. 17; á efnissk- ránni verk e/J.S. Bach, HjálmarH. Ragnarsson, Jón Nordal, Wolf o.fl. Sunnud. kl. 17 2 ný verk e/Jónas Tómasson, auk tónsm. e/Buxtehude, Wolf, Corelli og Bach. Flytjendur Dómkórinn, stjórn Marteinn H. Frið- riksson, su. einsöngur Margrét Bóas- dóttir, einleikur á horn Joseph Ogni- bene, á orgel Árni Arinbjarnarson. Barnakór Kársnesskóla flytur nýtt verk e/Guðmund Hafsteinsson við messu su.kl. 11. LEIKLISTIN Alþýðuleikhúsið, Iðnó, fsaðargell- ur, aukasýn. su kl. 16. Frú Emllfa, Skeifunni 3 c, Djöflar, mán. 20:30, sýningum ferfækkandi. Haust með Gorkí: Idjúpinu (Náttból- iðjlauogsukl. 15. Leikfélag Akureyrar, Hús Bernörðu Alba,íkvöldoglau 20:30. Leikfélagið Allt milli himins og jarðar, Verslunarskólanum, Ofanleiti 1, Láttu ekki deigan síga Guðmundur, su og mán kl. 20:30. Leikfélag Hafnarfjarðar, Leitin að týnda brandaranum, í kvöld og su kl. 20:30. Leikfélag Keflavíkur, Félagsbíói, Grettir, frums. í kvöld kl. 21, lau og su kl. 21. Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld, lau og su kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra sviðinu i kvöld lau og su kl. 20. Lltli Leikklúbburinn, ísafirði, Fé- lagsheimilinu í Hnífsdal, þrír ærsla- leikir: 15 mínútna Hamlet, Krimmi og Hórkarlinn, frums. lau kl. 21, su kl. 21. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ, Grímuleikur, í kvöld, lau og su 20:30. Pars prototo, Iðnó, Fjögurdans- verk, í kvöld og lau 20:30. Þjóðlelkhúslð, Lítið fjölskyldufyrir- tæki, frums. í kvöld kl. 20, lau og su kl. 20. ÍÞRÓTTIR Handbolti. 1 .d.ka. KA-lBVfös. kl. 20.30, Stjarnan-FH, fR-KR, Grótta- HKIau.kl. 16.30.1 .d.kv. FH-Víkingur fös. kl. 19.00, Stjarnan-Haukar, Grótta-Valurlau. kl. 15.00.2.d.ka. UMFN-UBK fös. kl. 18.00, Valur b- FH b sun. kl. 14.00.2.d.kv. ÍBK-Þór fös. kl. 20.00, UMFA-ÍBV kl. 20.15, ÍR-fBV lau. kl. 13.30, Selfoss-Þór kl. 14.00.3.d.ka. Pílukast. Forkeppni karla og kvenna fyrir úrslitakeppni ísl. móts sem fram fer 18. nóv. Forkeppni bæði lau. og sun. í Sportklúbbnum, Borgartúni. HITT OG ÞETTA Kvikmyndasýning MÍR, Vatnsstíg 10 su kl. 16: Lifi Mexíkó, mynd byggð á hugmyndum og myndefni sem Eisenstein, Edvard Tisse og Grígorí Alexandrov söf nuðu á ferð sinni til Mexíkó árið 1932. Myndin sækir efni í sögu Mexíkó. Skýringaráensku, að- gangur ókeypis og öllum heimill. Kvikmy ndasýningar fyrir börn í Nor- ræna húsinu su kl. 15. Tvær danskar myndir: Ævintýrið um kartöfluna stór- kostlegu, teiknimynd. Næturriddari eftir Svend Johansen, mynd um 12 ára telpu, sem dreymir um hesta í vöku og svefni, hauslausan reið- mann o.fl. Aðgangur ókeypis fyrir börn og fullorðna. Félag íslenskra fræða boðar til mál- þings í Norræna húsinu á morgun. Fjallað verður um hlutverk nokkurra rannsóknarstofnana á sviði íslenskra fræða. Gísli Sigurðsson setur þingið 9:15,9:30 Sagnfræðistofnun: Ingi Sigurðsson og Eggert Þór Bern- harðsson. 10:15Bókm.fr.stofn:Da- víð Erlingsson og Páll Valsson. 11 Þjóðm.safn: ÞórMagnússon, Inga Lára Baldvinsdóttir. 13:15Stofn. Árna Magn. Jónas Kristjánsson, Örn- ólfurThorsson, 14 Þjóðskjalasafn: Ólafur Ásgeirsson og Magnús Guð- mundsson, 14:45 Orðabók H.í. Jón Aðalsteinn Jónsson, Sigurður Jóns- son. 16 pallborðsumræður undir stjórn Árna Sigurjónssonar. Þingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Trésmiðafélag Reykjavíkur boðar til málþings að Suðurlandsbraut 30 lau kl. 12:30-18, undiryfirskriftinni Verkalýðshreyfing á nýrri öld. Erindi flytjaÁsmundurStefánsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Sigurður Líndal, Svanhildur Kaaber, Víglundur Þorsteinsson, Vilborg Þorsteinsdóttir og ögmundur Jónasson. Stefán Jón Hafstein stýrir pallborði. Þingið er opið öllu áhugafólki um málefni launafólks og stéttarsamtakanna meðan húsrúm leyfir. Ráðstefna um kvótamálin á vegum Sjávarstofn. H.í. verður í Norræna húsir.u mán kl. 13-18. Nesklrkja, dr. Hjalti Hugason lektor flytur erindi um trúarlíf (slendinga áður fyrr í saf naðarheimili Neskirkju su kl. 15:15. Guðsþjónustuhald í kirkjum. Veitingar, öllum heimill að- gangur. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Göngu Hrólfur hittist á morgun kl. 11 að Nóatúni 17, opið hús I Goðheimum, Sigtúni 3 su kl. 14. Frjálst, spil og tafl, dansað frá kl. 20. Ferðafélag íslands, dagsferð kl. 13 su, Mosfell, létt gönguferð. Brottför fráBSÍ. Hana nú leggur upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Útlvist, dagsferð su kl. 13: Reykja- borg - Æsustaðafjall. Kvöldferð mán kl. 20: Tunglskinsganga og fjörubál á Álftanesi. Brottförfrá BS(. Hljómsveitln Loðin rotta leikur á efri hæð Hollywood um helgina. íþróttafélag fatlaðra, Boccíanefndin heldur kökubasar í Blómavali v/ Síg- tún su kl. 14.Tekiðámótikökumfrá kl. 11. Verkakvennafélagið Framsókn heldur árlegan basar lau kl. 14 að Skipholti 50 a. Allir munir vel þegnir, kökur alltaf vinsælar. FJÖLMIÐLAR ÞROSTUR HARALDSSON Enn um ríkisstyrki til dagblaða Eins og ég lofaði síðasta föstu- dag ætla ég að fjalla nokkuð um ríkisstyrki til íslenskra dagblaða. Jón Daníelsson hefur í Alþýðu- blaðinu gert fróðlega úttekt á þessum styrkjum og leitt þar í ljós að þeir eru fleiri og margvíslegri en þessi beini sem rennur um hendur þingflokka og hefur haft tilhneigingu til að staðnæmast þar. Niðurstaða Jóns var sú að stærstu þiggjendur ríkisstyrkja væru risamir tveir, Morgunblað- ið og DV, og næmu sporslurnar til þeirra hundruðum miljóna, einkum f formi niðurfellingar á söluskatti, aðflutningsgjöldum og fleiri gjöldum sem venjuleg at- vinnufyrirtæki þurfa að greiða. Það er óneitanlega broslegt að þegar helsti fjandmaður ríkis- styrkja til dagblaða, Guðmundur Magnússon, svarar þessum skrif- um Jóns þá þegir hann vel og vandlega um þessa óbeinu styrki. Er maður þó vanur að heyra þá röksemd frá þeim bræðrum í Hayek-söfnuðinum að ekkert sé ókeypis í þessari tilveru og að ef ég borga ekki skattinn þá geri það bara einhver annar. Samkvæmt þeirri trúarsetningu hefur ríkið um langan aldur greitt Morgun- blaðinu og DV styrki sem gera miklu meira en að nægja fyrir arðinum sem hluthafar fá útborg- aðan. í Noregi og Svíþjóð hafa menn langa reynslu af ríkisstyrkjum til dagblaða en með allt öðrum hætti en hér. Þar dettur engum í hug að nota þingmenn sem milliliði, styrkjum til þingflokka er haldið vendilega aðskiidum frá blaða- styrkjunum. Enda allsendis óskylt mál. í Svíþjóð námu styrkir hins op- inbera til dagblaða hvorki meira né minna en liðlega 4,4 miljörð- um íslenskra króna á núvirði fjárlagaárið 1986-7. Það samsvar- aði um 5% af heildarkostnaði við útgáfu sænskra dagblaða. Styrk- urinn var þó alls ekki látinn ganga jafnt yfir alla eins og hér er gert heldur nutu hans eingöngu þau blöð sem áttu í rekstrarerfið- leikum eða stóðu í fjárfrekum breytingum á tæknibúnaði eða byggingum. Nam styrkurinn 20- 30% af útgáfukostnaði þeirra blaða sem nutu hans. Styrkurinn í Svíþjóð er þrenns konar. Blöð sem eiga í erfið- leikum geta fengið svonefndan framleiðslustyrk, útgefendur geta fengið styrk til að stofna ný blöð og loks er veittur svonefnd- ur þróunarstyrkur til fyrirtækja sem standa í fjárfestingum. Slík- an styrk ættum við hér á Þjóðvilj- anum að geta fengið til að borga nýju tölvurnar sem við erum að fá. Til viðbótar styrkjunum er rekinn sérstakur lánasjóður fyrir blöðin sem virkar eins og hver annar iðnlánasjóður. Það er hins vegar meginregla í Svíþjóð að þar fá engir ríkisstyrki til atvinnurekstrar nema þeir geti sýnt fram á að fýrirtæki þeirra þurfi raunverulega á honum að halda. Einnig þurfa eigendur að sýna hvemig þeir ætla að beita styrknum til eflingar fyrirtækis- ins. Þar gæti það seint orðið að blað fengi miljónasummur úr rík- issjóði til að greiða hluthöfum arð eins og gerist hér á landi. í Noregi er svipaður háttur hafður á nema hvað þar virðist eftirlitið með rekstrarstöðu blaðanna eitthvað hafa farið úr böndunum í ár. Þar vakti það mikla athygli að af 1.350 miljón- um íslenskra króna sem veittar eru í styrki til blaðanna á þessu ári þáði blaðið Dagens Næringsliv sem er dagblað fyrir viðskiptalífið liðlega 100 miljónir þrátt fyrir að blaðið hefði greitt hluthöfum arð í fyrra. Er nú rætt um að breyta úthlutunarreglum og herða eftirlitið með bókhaldi þeirra blaða sem sækja um styrk- inn. Rétt eins og hér halda norskir hægrimenn þeirri röksemd á lofti að styrkir af þessu tagi eigi engan rétt á sér, blöð eigi að standa sig á markaðnum eins og önnur fyrir- tæki og ekki rétt að styrkja skuss- ana frekar en þá sem bjarga sér. í Noregi og Svíþjóð eru menn hins vegar almennt sammála um að ríkisstyrkir til dagblaða (raunar fá tímarit í Svíþjóð einnig styrki en það er önnur saga) séu ein af forsendum þess að hægt sé að tala um raunverulegt tjáningar- og prentfrelsi. Markaðsöflin hafa aldrei þótt sérstaklega hliðholl þeim sem boða nýjar hugmyndir eða vilja veita þeim sem ráða að- hald. Þess vegna þarf að leiðrétta þau. Flatur ríkisstyrkur eins og hér er veittur í formi niðurfellingar viðheldur hins vegar ranglæti markaðarins. Og þegar ríkið hag- ar auglýsingapólitík sinni þannig að þeir stóru hagnast á henni á kostnað hinna smærri er það beinlínis að auka ranglætið, skerða tjáningarfrelsið í landinu. Það er nefnilega þannig, hvað svo sem þeir Hayek-bræður segja, að markaðsöflunum er skítsama um tjáningarfrelsið eða frelsið yfirleitt. Oftar en ekki er það heldur til trafala og ruglar hagkvæmnisútreikningana. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.