Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. nóvember 1989 192. tölublað 54. órgangur. Borgarljósin Mynd: Jim Smart. A ustur-Þýskaland Hlið opnuð á Berlínarmúr Litið áþetta sem tákn " þess aö Berlínarmúrinn sem hindrun sé úr sögunni. Flestirþeirra sem fara vestur um hliðin snúa aftur eftir skamma dvöl Mikill fögnuður ríkir í þýsku ríkjunum báðum eftir að stjórnvöld Austur-Þýskalands til- kynntu á fimmtudagskvöld að þau hefðu ákveðið að opna land- amæri sín að Vestur-Þýskalandi þegar í stað. Fréttaskýrendur kalla ráðstöfun þessa þá djörf- ustu, sem austurþýskir ráðamenn hafi hingað til gert til að lægja óánægjuöldurnar heimafyrir og telja jafnframt að tilslökun þessi muni borga sig fyrir þá. Opnuð voru hlið bæði í Berlín- armúrnum og gaddavírsgirð- ingunni sem aðskilur ríkin og síð- an á fimmtudagskvöld hafa tug- þúsundir fagnandi Austur- Þjóðverja streymt í gegnum þau. Litið er á þessa ráðstöfun sem tákn þess, að Berlínarmúrinn sé úr sögunni sem hindrun. Raunar var þýðing hans sem hindrunar orðin næsta takmörkuð áður, eða frá því fyrir nokkru er Austur- Þjóðverjum voru leyfðar frjálsar ferðir suður í Tékkóslóvakíu. Síðan hafa þeir, sem flytja vilja vestur, einfaldlega farið suður í Tékkóslóvakíu og þaðan til Vestur-Þýskalands. Að sögn fréttamanns Reuters láta flestir þeirra, sem vestur fara um nýopnuðu hliðin, duga að skreppa í verslanir og skoða sig um, en snúa síðan heim aftur. Sumir bera lof á ríkisflokkinn fyrir ráðstöfun þessa. Er þetta breyting frá því sem verið hefur hingað til, er ráðstöfunum austurþýskra ráðamanna til að draga úr óánægjunni hefur verið tekið tómlega af almenningi. í Berlín er hátíðarstemmningin sérstaklega áberandi, enda fagna menn þar endalokum þess óeðli- lega ástands er varað hefur í 28 ár, er borg þeirra hefur verið klofin í tvennt og borgarbúum óheimilt að skiptast á heimsókn- um yfir múrinn. Þar liggur straumurinn ekki einungis vesturyfir, heldur og bregða nú margir Vestur-Berlínarbúar við til að skoða sig um í austurborg- inni og heimsækja ættingja og kunningja þar. Svo á að heita að þeim sem fara vestur um hliðin sé skylt að fá vegabréfsáritun fyrst, en austurþýsk yfirvöld hættu fjótt að framfylgja því ákvæði, enda óhægt um vik sökum þess hve margir notfærðu sér leyfið til að fara um hlið, sem þeim hafa verið lokuð uppundir þrjá áratugi. Opnun múrsins og þýska hlut- ans af járntjaldinu hefur vakið feikna athygli víða um heim. Á vesturþýska þinginu lá hátíðleiki í loftinu er fjallað var um málið og sungu menn þýska þjóðsöng- inn að umræðu iokinni. Vestræn- ir stjórnmálaleiðtogar lýsa yfir- leitt yfir fögnuði af þessu tilefni, þannig sagði Michel Rocard, for- sætisráðherra Frakklands, að sameinað Þýskaland yrði friði f Evrópu til tryggingar. Grunnt er þó að líkindum á áhyggjum undirniðri, einnig hjá vestur- þýskum ráðamönnum. Kohl sambandskanslari, sem staddur var í Póllandi í opinberri heim- sókn, hraðaði sér heimleiðis er honum bárust fréttirnar og kvaðst vilja ræða hið allra fýrsta við Egon Krenz, hinn nýja leið- toga ríkisflokks og ríkis í Austur- Þýskalandi. Talsmaður tékkósló- vakískra stjórnvalda fagnaði opnuninni og kvað þau hafa hvatt til hennar, sennilega vegna þess að þau vilja losna við þýska fólks- strauminn í gegn hjá sér. í öðrum austantjaldsríkjum hafa ráða- menn látið heldur fátt eftir sér hafa um þetta. Gennadíj Gera- símov, talsmaður sovéska utan- ríkisráðuneytisins, lýsti að vísu yfir ánægju stjórnar sinnar með opnunina, en fram kom hjá hon- um að Sovétmönnum litist ekki á blikuna ef hún leiddi til endur- sameiningar Þýskalands. Reuter/dþ Loðna Sjórinn of heitur Loðnunefnd: 4.500 tonn komin á land. Af47 loðnuskipum eru 20 - 25 ýmist komin á miðin eða að leggja úr höfn Það sem af er loðnuvertíðinni hafa borist á land um 4.500 tonn. í fyrradag landaði Sunnubergið aðeins 40 tonnum og í gær kom Höfrungur með 380 tonn til Sigl- ufjarðar af miðunum suður af Kolbeinsey. Ástráður Ingvarsson hjá Loðnunefnd sagði að loðnan væri dreifð sökum þess hversu sjórinn væri heitur miðað við árstíma og þessvegna er hún meira við botn- inn en ella. Það skýrir að hluta hversu mögur loðnan er, en hún er uppsjávarfiskur; að öðru leyti er hún sæmilega stór. Það er helst á nóttinni sem loðnan er veiðan- leg en þá leitar hún upp frá botn- inum. Af þeim 47 loðnuskipum sem leyfi hafa til veiðanna eru um 20- 25 skip ýmist komin á miðinn eða í þann veginn að leggja úr höfn. í sumar náðist þríhliða samkomu- lag milli íslands, Noregs og Grænlands um skiptingu loðnu- stofnsins og þá var úthlutað 662 þúsund lestum til íslenskra loðnuskipa af 900 þúsund lesta heildarkvóta landanna þriggja sem aðild eiga að samningnum um skiptingu loðnustofnsins. ^grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.