Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Sjónvarpið Sykurmolamir útilokaðir Skúli Helgason dagskrárgerðarmaður hœtti við að taka að sérkynn- ingu á jólaplötunum ísjónvarpi þarsem hann mátti ekki sýna nýjasta myndband Sykurmolanna Skúli Helgason dagskrárgerð- armaður á Rás 2 hætti við að taka að sér kynningu á nýjustu ís- lensku hUómplötunum fyrir jólin vegna þess að Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri, lagði bann við að hann sýndi nýjasta myndband Sykurmolanna þar sem hljóm- sveitin flytti texta lagsins á ensku. Sveinn Einarsson sagði Þjóð- viljanum að það hefði verið ákveðið að í þeim tveimur þátt- um sem ættu að vera í Iok nóvem- ber og byrjun desember um nýj- ustu íslensku plöturnar, að allt efni yrði íslenskt og með íslensk- um textum. Sjónvarpið hefði fyrst haldið að það fengi mynd- band á íslensku en svo hefði ekki verið. Myndbandið myndi eiga greiðan aðgang í aðra þætti um popptónlist, Sjónvarpið hefði ekkert á móti því sem slíku. Skoða mætti þessa ákvörðun sem ágætt innlegg í málræktarátak. Sveinn gagnrýndi Skúla fyrir að hætta við kynninguna nokkrum klukkustundum fyrir upptöku. „Þegar maður tekur að sér svona þætti fær maður lista yfir þau myndbönd sem eru í boði og það fór ekki á milli mála að þátt- urinn átti að fjalla um plötuútgáf- una fyrir jólin, aðallega frá útgáf- unum þremur," sagði Skúli. Hann hefði strax tekið eftir því að Sykurmoiarnir og ýmsir þeir sem gæfu út á eigin vegum væru ekki þarna á lista. Þegar hann hefði grennslast fyrir um þetta hefði hann komist að því að Sykurmol- arnir voru nýbúnir að ljúka við nýtt myndband við lagið „Pla- net“, sem væri þeirra dýrasta myndband. Skúli sagðist sjálfur vera ís- lenskumaður og hlynntur því að enska eða önnur erlend tungumál væru ekki látin vaða hindrunar- laust yfir landið. Sykurmolarnir hefðu hins vegar gefið plötur sínar út bæði á ensku og íslensku og kynnt íslenska tónlist erlendis, meðal annars leikið tónlist Hauks Morthens fyrir tónleika og fengið íslenskar hljómsveitir til að hita upp fyrir sig. Það væri fráleitt að hafna þessu myndbandi í þennan þátt, sem væri á miklu betri sýn- Sykurmolamir ekki nógu íslenskir? ingartíma en Poppkorn td. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Sykurmolarnir eru alþjóð- legt nafn,“ sagði Skúli. Þeir gætu ekki búið til tvær útgáfur af ránd- ýrum myndböndum. Prinsippum íslenska texta gengi því ekki upp í þeirra tilfelli, að hans mati. Syk- urmolarnir væru heldur ekki að fela getuleysi sitt til íslenskrar textagerðar með því að hafa text- ana á ensku. Að sögn Skúla vildi hann ekki vera bendlaður við þennan þátt ef hann mætti ekki nota það besta sem í boði væri. -hmp Félagsmálaráð Oldninaimál skipta aldraða ekki máli Sjálfstæðismeirihlutinn vill ekki aðfulltrúi Félags eldri borgara sitji sem áheyrnarfulltrúiþegar málefni aldraðra erutilumrœðu. Guðrún Ágústsdóttir: Sumum finnst lýðræðið þungt í vöfum Sjálfstæðismeirihlutinn í fé- lagsmálaráði Reykjavíkurborgar felldi í gær tillögu frá Guðrúnu Agústsdóttur fulltrúa Alþýðu- bandalagsins í ráðinu, um að Fé- lagi eldri borgara væri boðið að tilnefna áheyrnarfulltrúa í félags- málaráð þegar ráðið fjallaði um stefnumarkandi mál sem varða aldraða. „Ég tel eðiiiegt að aldraðir taki virkan þátt í að móta stefnuna í þessum málaflokki og Félag eldri borgara, en í því eru um 7.000 manns, hefur sýnt mikið frum- kvæði og hugmyndaflug sem gæti nýst fólki I félagsmálaráði vel auk þess sem fulltrúinn kæmi með sínar ábendingar í þeim rnalum sem væru til umfjöllunar hverju sinni,“ sagði Guðrún við Þjóð- viljann í gær. Guðrún sagði að það væru fordæmi fyrir þessu í nefndum borgarinnar. í dagvist barna á sæti áheyrnarfulltrúi frá For- eldrafélagi barna á dagvistar- stofnunum og eins eru bæði í um- ferðarnefnd og skipulagsnefnd fulltrúar hagsmunaaðila. „Rök sjálfstæðismeirihlutans fólust m.a. í því að þetta skapaði fordæmi og að aðrir hópar myndu þá vilja fá áheyrnarfulltrúa f fé- lagsmálaráði þegar þeirra mál kæmu fyrir. Að mínu mati væri það bara jákvætt því það er stefna okkar Alþýðubandalagsmanna að það eigi að opna þetta kerfi þannig að fólkið sjálft geti tekið þátt í að móta stefnuna. Öðrum finnst kannski lýðræðið þungt í vöfum og hér í Reykjavík hefur þótt hentugast að einn maður taki ákvarðanir." -Sáf FRÉTTAKORN Bankar brugðust Össur Skarphéðinsson í Þjóðlífsviðtali: Þjónusta peningastofnana gagnvartfiskeldi hefur verið fyrir neðan Fiskeldið hefur lent utan allrar eðlilegrar bankastarfsemi í landinu. Það er enginn sjóður eða banki sem hefur það hlutverk að lána sérstaklega til fiskeldis, nema með skammtímafyrir- greiðslum. Þær eru hins vegar of- boðslega dýrar og rekstur fyrir- tækjanna stendur ekki undir slík- um fjármagnskostnaði. Þjónusta peningastofnana gagnvart fisk- eldinu hefur sannast sagna verið fyrir neðan allar hellur, segir Ossur Skarphéðinsson í ýtarlegu viðtali um stöðu fískeldisins í ný- útkomnu Þjóðllfi. Össur nefnir m.a. dæmi um fiskeldisstöð sem hefur verið allar hellur mergsogin með því að viðskipta- banki stöðvarinnar hefur látið hana framfleyta sér með því að framlengja tíu miljónum á eins mánaðar víxlum. Annað dæmi sem hann tiltekur eru Laxal- ónsfeðgarnir sem settu á stofn stærstu kvíaeldisstöðina í landinu. „Hlutafé var 20 milljónir, allt innborgað, rekstur- inn hefur gengið ótrúlega vel og fyrirtækið er nú byrjað að selja. En í heilt ár hefur Faxalax ekki komist í bankaviðskipti! Er furða þótt mönnum finnist stundum sem bankakerfið sé bókstaflega að ganga frá einstökum stöðv- um,“ segir Össur í viðtalinu.Sáf 75 ára Loftur Ámundason Loftur Ámundason eldsmiður frá Sandlæk í Grúpverjahreppi, til heimilis að Hlíðarvegi 23 í Kópavogi, verður 75 ára n.k. mánudag 13. nóvember. Loftur vann mest af sinni starfsævi við eldsmíði í Land- smiðjunni. Hann var virkur baráttumaður í sínu stéttarfélagi og lengi gjaldkeri í stjórn Félags" j árniðnaðarmanna. Á afmælisdaginn dvelur hann ásamt eiginkonu sinni ÁgústU Björnsdóttur á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Álfta- nesi í Aðaldal Suður-Þingeyjar- sýslu. Þjóðviljinn óskar Lofti Á- mundasyni og Ágústu allra heilla, í tilefni af afmælinu. (Ljósmynd: Gunnar Andrésson) Leiklestur æfður í Skeifunni 3 C: Karl Guðmundsson, Ellert A. Ingimundarson, Sigurður Skúlason, Theodór Júlíusson, Rúrik Haraldsson og Stefán Sturla Sigurjónsson. Mynd - Jim Smart. Frú Emilía Haust með Gorkí Leikhúsið Frú Emilía stendur nú í nóvember fyrir leiklestrum á þremur leikritum Maxíms Gorkís (1868-1936). Er þetta í fyrsta sinn sem Emilía er með tvö verkefni í gangi í einu, því enn eru eftir nokkrar sýningar á Djöflum eftir Nigel Williams. Leiklestrarnir fara fram í leikhúsi Frúarinnar í Skeifunni 3 C, sá fyrsti nú um helgina, en þá verður lesið leikritið í djúpinu eða Náttbólið, í íslenskri þýðingu Halldórs Stefánssonar og leik- stjórn Eyvindar Erlendssonar. í djúpinu verður lesið í dag og á morgun kl. 15, og verður sami háttur hafður á með Sumargesti og Börn sólarinnar, sem lesin verða helgarnar 18.-19. og 25,- 26. nóvember. Frú Emilía byrjaði á leiklestr- um síðastliðinn vetur, en þá voru fjögur af leikritum Tsjekhovs leiklesin á hennar vegum í Listas- afni íslands. Ætlunin er að leiklestrarnir verði árviss við- burður í verkefnavali leikhússins til þess að, eins og segir í tilkynn- ingu Emilíu, að gefa mönnum færi á að hlusta á dýrlegan skáld- skap í friði og ró frá skarkala, hávaða og síbylju. - Við lesum leikritin óstytt eða eins og þau eru frá hendi höfund- ar, að vísu í gegnum þennan milli- lið, sem heitir þýðandi, segir Guðjón Pedersen leikstjóri. - Eitt þessara verka, Börn sólar- innar, hefur aldrei áður verið flutt opinberlega hér á landi, og við erum mjög ánægðir með að fá tækifæri til að verða fyrstir til þess. - Við gefum öll leikritin út jafnóðum og þau eru lesin, því okkur finnst kominn tími til að fólki gefist kostur á að eignast þessi verk í íslenskri þýðingu. Við erum enn ekki nógu efnaðir til að gefa út leikrit án sérstaks tilefnis, en við höfum, frá því að við stofn- uðum leikhúsið fyrir þremur árum, haft þann háttinn á að gefa út þau verk sem við sýnum, eða leiklesum. Við byrjuðum á því að gefa út Mercedes eftir Thomas Brass, sem var okkar fyrsta verk- efni og höfum nú, að þessum þremur leikritum meðtöldum, gefið út 11 leikrit. Eini munurinn á útgáfu verka sem við sviðsetj- um og verka sem við leiklesum er að þau fyrrnefndu eru hluti af leikskrá. Eyvindur Erlendsson leikstýrir í djúpinu og Börnum sólarinnar og Guðjón Pedersen Sumargest- um. Þeir sem lesa í djúpinu eru Rúrík Haraldsson, Helga Þ. Stephensen, Rósa Þórsdóttir, Theodór Júlíusson, Ellert A. Ingimundarson, Jón Júlíusson, Bryndís Petra Bragadóttir, Vil- borg Halldórsdóttir, Margrét Helga Jóhannesdóttir, Kjartan Ragnarsson, Sigurður Skúlason, Sigurður Karlsson, Hallmar Sig- urðsson, Karl Guðmundsson, Valgeir Skagfjörð, Árni Tryggvason og Stefán Sturla Sig- urjónsson. -LG 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.