Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 5
Umhverfismál Hótel Jörð hækkar taxtana „Fjölmiðlamengun*‘ og froðusnakkstjórnmálamanna um umhverfismál eru að verða stórt vandamál. Fulltrúarþróunarlandanna heimta að örbirgðin verði viðurkennd sem vistfrœðilegt vandamál heimsbyggðarinnar Umhverfismálin hafa þróast að mörgu leyti á ógæfulegan hátt í opinberu umræðunni, að mati Tarzie Vittachi, sem var gestafyr- irlesari hjá samtökunum Líf og land fyrir skemmstu. Vittachi byrjaði á að vitna í þetta fleyga, afríska spakmæli: „Við höfum ekki fengið jörðina í arf frá forfeðrum okkar, heldur að láni hjá börnum okkar.“ Síðan rakti hann hve erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegu eðli og umfangi umhverfismálanna. Þetta kemur sér illa fyrir gesti á Hótel Jörð, því þeir átta sig ekki nægilega á breyttum aðstæðum, þrátt fyrir ýmiss konar froðu- snakk fjölmiðla og stjórnmála- skúma, sem nota umhverfismálin til að ná skyndiathygli á ódýran hátt. Hótel Jörð Samtökin Líf og land efndu til fjölsóttrar ráðstefnu með 11 fyrirlesurum í Norræna húsinu 22.okt. sl. undir heitinu „Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“ Ráðstefnuhaldarar vildu með þessu undirstrika að vistkerfi jarðar væri ein heild. Um leið var spurt í undirfyrir- sögn: „Ný lífssýn. Hvar stöndum við? Hvert stefnum við?“ Svörin við svona spurningum eru að hluta jafn niðurdrepandi og vissir hópar umhverfissinna vilja hafa hana: Hótel Jörð er að fara til helvítis, rányrkja og mengun hins illa mannkyns ganga svo nærri auðlindum og umhverfi að fátt er til bjargar. Um er að kenna fávisku, græðgi og kæruleysi gesta. Þetta er á sinn hátt fallgryfja margra umhverfisverndarsam- taka og áhugafólks um heim all- an. Offorsið og bölsýnin er svo mikil, að gengur fram af hinum almenna manni og hann flokkar fyrirbærin með ofsatrúarsöfnuð- um. Sú slæma ímynd sem Green- peace fékk á íslandi meðan sam- tökin börðust gegn hvalveiðist- efnu stjórnvalda er dæmi um þess háttar viðbrögð fólks. Þegar Tómas Guðmundsson orti ljóðið um „Hótel Jörð“ var hann raunar að ýta undir allt ann- að framferði og siðferði en Líf og land undir forystu Herdísar Þor- valdsdóttur boðar nú. Tómas var í hundakæti að ýta undir það mátulega kæruleysi sem eykur náttúruna og gleðina í fólkinu. Hann bað fólk að gera sér ekki of mikla rellu út af morgundegin- um, lífið gengi sinn gang, næsta kynslóð tæki við og allt héldist svo sem í svipuðum skorðum öld eftir öld. Tröllið og geiturnar þrjár Auður Sveinsdóttir, formaður Landverndar, líkti þessu fyrir- bæri við ævintýrið um tröllið og geitumar þrjár, í fyrirlestri sínum á ráðstefnu samtakanna um um- hverfisráðuneyti í Félagsheimili Kópavogs í gær: „Ég spyr, er umhverfisvernd- arfólk ekki eins og tröllið? Það reynir að verja umhverfið en er alltaf til vandræða, sínöldrandi, frekt, ósanngjamt og aldrei hægt að gera því tií hæfis. Er ekki ein- hver hér inni sem kannast við slík orð og hugsanir?“ Auður Sveinsdóttir hefur að vísu alla samúð með tröllinu (eins og við flest), en hún telur að held- ur hafi miðað aftur á bak í um- hverfisverndarmálum upp á síð- kastið og segir: „Þau lög, reglu- gerðir og stofnanir sem eiga að starfa að umhverfismálum í dag eru nánast eins og slökkvilið sem kemur á staðinn þegar eldurinn logar glatt - og oft er þá slökkvi- tæLið tómt.“ Ráðuneytisstjóri norska um- hverfisvemdarráðuneytisins, Oddmund Graham, tók í sama streng í fyrirlestri sínum á fundi ráðstefnu Landverndar í gær og sagði að megnið af starfstíma ráðuneytisins undanfarin 17 ár hefði það með réttu átt að kallast „Viðgerðaráðuneytið". Það væri sífellt að grípa inn í og bregðast við því sem farið hefði úrskeiðis, en gæti nú betur einbeitt sér að forvarnastarfi og fræðslu, sem væru mikilvægustu vopnin í bar- áttunni. Fjölmiðlamengunin Ráðstefna Landvemdar í gær, aðdragandi að aðalfundi samtak- anna í dag, var fjölsótt og færri gátu lagt orð í belg en vildu. Júlí- us Sólnes, verðandi umhverfis- málaráðherra lýsti því yfir, að eitt mesta mengunarmálið í dag væri það sem ágætur Framsóknar- bóndi hefði lýst svo vel á fundi á Selfossi í fyrradag með nýyrðinu „fjölmiðlamengun“. Ráðherrann átti þar með við moldviðri ýmiss konar sem fjöl- miðlar þyrla upp um aukaatriði mála og slíta úr samhengi, en gera ekki stórmálunum skil eða rangsnúa þeim. A ráðstefnu samtakanna „Líf og land“ í Norræna húsinu fyrir skemmstu var þetta atriði einmitt kjarninn í málflutningi Tarzie Vittachi, blaðamannsins heims- kunna frá Sri Lanka. Erindi Vittachi bar heitið „Fjölmiðlar og umhverfi“. Þar fordæmdi hann þær aðferðir fjöl- miðlanna að grípa bara atburði, spennandi fréttapunkta, en gera síður grein fyrir þróun. Hann vitnaði í dr. Samuel Johnson: „Ekkert fær mann til að einbeita huga sínum betur en snara böð- ulsins“. Vittachi bendir á þá hættulegu afleiðingu af hinni yfirborðslegu umfjöllun fjölmiðla, að fólk trúi því að umhverfismálin séu bara tæknilegt vandamál, sem verði leyst á rannsóknastofum og teikniborðum verkfræðinga. Umhverfisvandi heims er örbirgðin Ýmsum hrýs hugur við þeim ofvexti sem hlaupið hefur í um- hverfisráðuneyti nágrannaland- anna og segja þar rekna stífa at- vinnubótavinnu fyrir líffræðinga, landfræðinga, skipulagsfræðinga og ýmiss konar félagsvísindafólk. Umhverfisráðuneytið danska þekur 19 bls. í símaskránni og norska umhverfisverndarráðu- neytið hefur 1600 manns í vinnu. Þrátt fyrir allan þennan liðsafla og stjómun halda sumir fram, að umhverfisverndaráhuginn í iðn- ríkjunum sé hrein naflaskoðun sem beinist að smáatriðum heima fyrir. Heildarsýn vanti, ábyrgð- artilfinningu fyrir ástandinu í lofthjúpi jarðar, í hafinu og nær- ingarskorti, þrekleysi og vonleysi hjá þriðjungi heimsbyggðarinn- ar. Tarzie Vittachi sagði íslend- ingum að nú þyki jafnvel Thatc- her, Bush, Gorbachov og Mitter- rand fínt að daðra mátulega við umhverfisverndarmál, vegna þess að þau viti að fólk hefur áhuga á þeim. Stjórnmálamenn glamri á hátíðastundum um óson- lagið og gróðurhúsaáhrifin. Hins vegar bjóði þau ekki aðra fram- tíðarsýn en tæknilegar lausnir á sýnilegum vanda. „Þetta er hrikalega einhliða nálgun gagnvart marghliða og flóknu viðfangsefni,“ sagði Vitt- achi á ráðstefnu Lífs og lands, „hér er einungis fengist við hina ytri hlið umhverfisins, mengun vistkerfisins og rányrkju á auð- lindum náttúmnnar." Tarzie Vittachi lagði margsinn- is áherslu á að hin „örvæntingar- fulla vídd“ umhverfismálanna kæmi sjaldan fram í fjölmiðlum: „Umfangið á þeirri ofboðslegu fátækt og ofboðslegu vanþróun sem er hlutskipti þriðjungs jarð- arbúa.“ Sama var uppi á teningnum hjá Oddmund Graham, ráðuneytis- stjóra, á landverndarfundinum í gær: „Baráttuna gegn fátæktinni í heiminum og umhverfisverndar- baráttuna verður að skoða í sam- hengi,“ sagði hann. Dr. Jón Gunnar Ottósson, gestur á landverndarráðstefn- unni, tók í sama streng í einkavið- tali í kaffihléinu. Hann er nýkom- inn úr 3 vikna dvöl í New York, þar sem hann hafði góða aðstöðu til að fylgjast með umræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. „Þróunarríkin heimta að iðn- ríkin viðurkenni fátæktina sem umhverfisvandamál," segir Jón Gunnar, „þau segja sem svo: Þið hafið látið gott heita að ofnýta auðlindir okkar og menga svæði meðan við fengum ekki rönd við reist, og meðal annars með því móti viðhaldið fátæktinni.“ Áldósir iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra var einn frummælenda á ráðstefnu Lífs og lands 22.okt sl. Erindi hans hét „Umhverfismál eru stjórnmál“. Jón hefur talsvert reynt að sinna umhverfismálum og gerst postuli í gróðurvernd. Dæmin sem hann tók á ráðstefn- unni virðast þó í stíl við það sem Tarzie Vittachi varaði við í lýs- ingu sinni á aðferðum stjórnmálamanna og fjölmiðla: Tæknilausnir leysa vandann, um- hverfisverndarmál eru leyst með málamiðlunum eftir að hin verkf- ræðilega forsenda hefur verið skilgreind. Iðnaðarráðherra tók aðeins tvö dæmi máli sínu til stuðnings, auk hefðbundinna áminninga um „stöðvun á lausagöngu búfjár“: Endurvinnslu áldósa og mengun- arvarnir vegna „áforma“ um „tvöföldun álframleiðslu í Straumsvík". Jón Sigurðsson reyndi ekki að skilgreina um- hverfismál í víðum skilningi og sneri hlutunum á haus, saman- borið við það sem blaðamaður- inn Tarzie Vittachi og norski ráð- uneytisstjórinn Oddmund Gra- ham hafa frætt okkur á. Hinir erlendu gestir benda á það sem æ fleirum er að verða ljóst, að hugarfar græðginnar, hagvaxtaraukningarinnar og kæruleysins orsakar bæði meng- unina, rányrkjuna og meðferðina á íbúum þróunarríkjanna. Fors- enda allra framfara og breytinga í þessum efnum er uppræting þessa hugarfars, jafnari og rétt- látari skipting heimsins gæða. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra boðaði að því er virtist öf- uga áhersluröð: „...lausnir á um- hverfisvanda munu ráða miklu um skiptingu lífsgæðanna milli jarðarbúa.“ Greenpeace og íslendingar Varla er hægt að meta að verð- leikum hlutverk og frumkvæði samtaka á borð við Líf og land og Landvernd. Áhugamanna- samtök af þessu tagi hafa þegar lyft grettistökum og öðlast viður- kenningu og ást fjöldans. Auður Sveinsdóttir, formaður Land- verndar, vék að þessu í erindi sínu á ráðstefnu samtakanna í Kópavogi í gær og nefndi erindið: „Stjórnun umhverfismála og mikilvægi áhugasamtaka“. Það er fróðlegt viðfangsefni félagsvísinda hvernig stóð á því að Greenpeace, sem eru mjög virt samtök í veröldinni, skyldu fá hroðalegan stimpil hérlendis, jafnvel þótt þau væru okkur andsnúin í einu máli. Að nokkru leyti má um kenna yfirborðslegri umfjöllun fjölmiðla og stjórnmálamanna, líkt og Tarzie Vittachi nefndi í öðru samhengi. En ekki verður litið hjá því að Greenpeace kunni ekki að tala við íslendinga. Umhverfisverndarsamtök sem tala niður til fólks, þykjast vitið hafa í öllum efnum og vilja ráðsk- ast með innlend málefni, hljóta að uppskera vonbrigði, hversu góður og göfugur sem málstaður- inn er. Ráðstefna Lífs og lands Gaman hefði hér verið að rekja atriði úr ræðum allra fram- sögumanna á ráðstefnu Lífs og lands í Norræna húsinu í október sl., „Við erum gestir og hótel okkar er jörðirí'. Hér skal þó látið duga að benda á að sam- kvæmt venju gáfu samtökin er- indin út á bók og er áhugafólk um þessi málefni eindregið hvatt til þess að verða sér úti um hana. Formaður Lífs og lands er Herdís Þorvaldsdóttir leikkona en vara- formaður Hilmar Þór Bjömsson, arkitekt. Aðrir fyrirlesarar en Jón Sig- urðsson og Tarzie Vittachi á þess- ari ráðstefnu vom Ingjaldur Hannibalsson, sem fjallaði um „Iðnað og umhverfi“, Bjami Reynarsson skipulagsfræðingur, sem nefndi ræðu sína: „Forsjár- hyggja eða frelsi í skipulagi byggðar", Inga Þórsdóttir nær- ingarfræðingur ræddi um „Nær- ingu frá sjónarmiði heilsu manns“, Gunnar Helgi Kristjáns- son stjórnmálafræðingur talaði um „Umhverfisvemd sem stjórnmál" og Margrét Pála Ól- afsdóttir fóstra um „Uppeldi og mannrækt". Mikael Karlsson heimspekingur nefndi erindi sitt „Um íslenskan veruleika", Páll Skúlason heimspekingur ræddi um „Afstöðu mannsins til náttúr- unnar", Guðbergur Bergsson rit- höfundur um „Listina og samfé- lagið“, en Matthías Johannessen skáld og ritstjóri flutti lokaorð. Ráðstefnustjóri var fyrsti for- maður Landverndar, Jón Óttar Ragnarsson, næringarfræðingur og sjónvarpsstjóri. ÓHT Greinarhöfundur kýs að kalla þessa Ijósmynd sína: „(slenski umhverfisvandinn í hnotskum?" Með því er háðslega vísað til þess að margir álíta sauðkindina aðal-umhverfisspillinn, en það telur höfundur fráleita skoðun. Mynd:ÓHT. Laugardagur 11. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.