Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 11
I VIKULOK I DAG Ólafur Þ. Jónsson vitavörður Samanburðurinn er austrinu hagstæður Miklar hræringar hafa og eiga sér stað í Austur-Evrópu síðustu mánuði og vikur og nú er svo komið að austur-þýsk stjórnvöld hafa gefið þegnum sínum fullt ferðafrelsi sem fáa hafði kannski órað fyrir. Af fréttum gærdagsins má ráða að hlutverki Berlínarm- úrsins sé lokið að sinni og þess skammt að bíða að hann verði jafnvel rifinn niður nema kannski á einstökum stöðum svona til að minna á tilgang hans og markmið á sínum tíma fyrir komandi kyn- slóðir. Norður á Hornbjargi nánar til. tekið í Látravík fjarri öllum mannabyggðum rekur ríkið vita og veðurathugunarstöð sjófar- endum til halds og trausts sem leið eiga fyrir Horn. Þar vinnur Ólafur Þ. Jónsson vitavörður sem gengur undir nafninu Óli kommi meðal vina og pólitískra andstæð- inga. Hann er þekktur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum og lítur hlutina oft öðrum augum en margur maðurinn gerir í dag. Til Austur-Þýskalands hef- ur hann margsinnis komið og því þótti það alveg tilvalið að heyra í honum hljóðið á þessum miklu breytingartímum sem nú eiga sér þar stað. Þeir koma flestir til baka „Ég vil nú meina það að þetta fólk sem er að fara frá Austur- Þýskalandi að það skili sér að mestu leyti aftur til baka, alla- vega það sem einhver slægur er í þegar glýjan er farin úr augunum. Austur-Þjóðverjar fara brátt að átta sig á því að þetta frelsi sem allir eru að kjafta um er minna þarna vestur frá en heima hjá því. Jú, jú menn hafa frelsi til að vera atvinnulausir í Vestur-Þýska- landi sem þeir hafa ekki í Austur- Þýskalandi. En það getur vel ver- ið að einhverju fólki þyki það ákjósanlegt. Ég er þó sannfærður um það að þegar þetta fólk fer að sjá og fær samanburð við vestrið miðað við það sem er fyrir austan og sem því stendur þar til boða, Ólafur Þ. Jónsson þá er hætt við að ansi margir Austur-Þjóðverjar snúi aftur til baka til síns heima. Enda hafa þeir gert það undanfarin ár því landið væri fyrir löngu orðið íbúalaust ef eitthvað væri að marka þessar tölur um þá sem þaðan hafa farið. Það er nú til marks um fréttafl- utningin sem við erum mataðir á hér á landi að á þessa staðreynd hefur ekkert verið minnst, eins og þetta hafi aldrei átt sér stað. Svona hindranir eins og þarna hafa verið, þá lá það nú alltaf ein- hverntíma fyrir að þær yrðu Iagðar niður, en ég er ekki frá því að það hefði mátt gera svolítið fyrr og þá að stjórnvöld hefðu betur haft frumkvæðið sjálf. Enginn Kommúnistaflokkur „Þá er það auðvitað víðsfjarri eins og klifað er sífellt á í fréttum að skipulagið þarna eystra sé kommúnískt og svo er einnig alltaf verið að tala um Kommún- istaflokkinn þarna sem aldrei hefur verið til þar í landi, heldur er þarna um að ræða sameining- arflokk krata og kommúnista sem meira að segja Jón Baldvin utanríkisráðherra og formaður íslenska krataflokksins virðist ekkert vita af. En þessu ríki hafa flokksbræður hans stjórnað að vissu leyti þó það skipti ekki öllu máli. Svo virðist sem aðalmálið sé þetta svokallaða ferðafrelsi sem er jú slæmt þegar það er ekki fyrir hendi. Gallinn er líka sá og það sem haldið hefur aftur af þeim er að þeir hafa ekki haft gjaldeyri til að láta menn hafa. Það er jú náttúrlega alveg gagns- laust að láta menn fá ferðaleyfi alveg peningalausa. Það segir sig sjálft. Að moka skít Hvort Þýska alþýðulýðveldið sé í þann veginn að líða undir lok finnst mér alveg fáránlegt og hef enga trú á að það verði að veru- leika. Eins og ég sagði áðan tel ég að margt af þessu fólki sem hefur verið að fara komi flest aftur til baka. Austur-Þjóðverjarnir sem koma yfir til Vestur-Þýskalands eiga vel flestir aðeins kost á þeirri vinnu sem Vestur-Þjóðverjar vilja ekki líta við. Þeir hafa á und- anförnum árum rekið þjóðfé- lagið sitt á útlendum farand- verkamönnum og nú verður þjarmað að þeim þegar þeir fá vinnusama Austur-Þjóðverja. Því þessar fornu dyggðir Þjóð- verja eru nefnilega löngu týndar þarna fyrir vestan. Flest af þessu fólki sem fer vestur er vel menntað og ég er ansi hræddur um að mesti frelsisglansinn fari af því þegar það þarf að fara að moka skítinn undan þeim hinum. Varðandi Berlínarmúrinn að þá hefur hann ekki þurft að vera svona lengi. Menn verða að átta sig á því að fólkið á heima þarna í Austur- Þýskalandi og fer ekki svo glatt í burtu. Hitt er svo ann- að mál að það hefði þurft fyrir löngu að fá samanburðinn á þess- um tveimur þjóðfélögum, því það er enginn spurning að sá sam- anburður er austrinu afar hag- stæður. Sjálfur hef ég komið þangað austur yfir í ein átta skipti og mér hefur alltaf fundist það betra og betra. Með sjálfum mér er ég fyrir löngu búin að slá því föstu að ég mundi flytja þangað ef ég nennti." _grh Ef kariar yrðu óléttir Af undarlegum draumförum mínum í vikunni er sá draumur áreiðanlega merkilegastur þegar mig dreymdi að maðurinn minn væri óléttur. Þarna stóð hann á baðgófinu, léttklæddur að bursta tennurnar og það var ekki um að villast: hann var áreiðan- lega kominn meira en 5 mánuði á leið. - Skelfing ber hann óléttuna illa, var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég horfði á hann frá hlið, hokinn í herðum, fölurog með bauga og húðin á maganum rauðsprengd og þrútin, virtist ekki ætla að þola þetta aukna álag. Ég tek það fram að ég er nýlega búin að taka slátur og átti í mesta basli með rifnar vambir. Það hefur líklega haft einhver áhrif á þennan hluta draumsins. Sem ég stend og horfi á manninn hellist yfir mig sektark- enndin; Guð minn góður, þetta er auðvitað mér að kenna, ég hlýt að hafa gleymt að taka inn pilluna. Við sem höfðum ekki gert ráð fyrir barneignum fyrr en eftir prófskírteinið, snotruíbúðina, fjölskyldubílinn og fallegu húsgögnin. Að ógleymdu tveggja ára tímabili frjálsræðis, ferðalaga og lífsins lystisemda. Og hann sem treysti mér fyrir því að sjá alfarið um þessi mál. Nú lítur maðurinn minn á mig rauðh- laupnum augum og ég les bæði ásökun og vonbrigði úr augnaráðinu. Ég hef gersamlega brugðist honum. Það er óbærilega kvalafullur hnútur í maganum á mér. Af hverju í andskotanum lét ég ekki verða af því að líma pilluspjaldið við tannburstann minn? Ég mátti vita að það er eina leiðin til að ég muni eftir að taka þessa fjandans pillu inn daglega. Ég reyni að finna einhverja afsökun fyrir gleymsku minni, leita að einhverju uppörvandi til að segja, eitthvað sem mildað getur þá ægilegu staðreynd sem við horfumst í augu við; framtíðaráformin eru hruninn, þó einkum og sér ílagi hans. Honum tekst áreiðanlega ekki að Ijúka náminu í vor eins og til stóð og gullnu atvinnutilboðin standa varla óléttum manni til boða. Hann verður meira og minna frá vinnu næstu árin vegna ungans og hver vill ráða mann í vinnu sem þannig er ástatt um? Eins og alltaf þegar mikið liggur við finn ég aldrei réttu orðin til að segja og það eina sem kemur upp úr mér er þctta: Já, en elskan, Þú færð nú sex mánaða fæðingarorlof. • Fyrst virtist honum brugðið en svo sauð í honum reiðin. Hann gekk að mér og hrópaði framan í mig: Ég tek sko alls ekkert fæðingarorlof. Hverslags karlmaður heldur þú að égsé. Það verður hlegið að mér. Auminginn, áekki bara ábyrgðarlausa konu, heldur er hún líka eigingjörn og æt- last til að hann beri einn ábyrgðina á barninu og fórni sínum starfsframa. Þú ætlar auðvitað að halda þínu striki, skokka upp metorðastiga atvinnulífsins á meðan ég sit heima og syng fyrir barnið? Þú getur sko sjálf tekið fæðin- garorlofið, góða mín enda er það þínum gíeymna haus að kenna hvernig komið er. Hér er kominn upp djúpstæður ágreiningur milli hjóna um verkaskiptingu og ábyrgð. Á meðan ég stend fyrir framan manninn minn og reyni að upphugsa einhverja málamiðlunartillögu vakna ég upp af draumnum og í þetta skiptið var veruleikinn þægilegra ástand en draumurinn, enda ólíklegt að ég eigi nokkurn tíma eftir að lenda í þessum aðstæðum. Mér vitanlega er Þórbergur Þórðarson eini maðurinn sem hefur orðið óléttur. Auk þess á ég engan mann í raunveruleikanum. Engu að síður vakti þessi draumur mig til umhugsunar um það hvernig umhorfs væri í samfélaginu ef náttúran hagaði því þannig til að karlar yrðu óléttir jafnt og konur. Að náttúran sæi bara um að deila þessari ábyrgð jafnt á konur sem karla, líkt oghún sér um að það fæðist nokkurn veginn jafnt hlutfall af drengjum ogstúlkum. Þá hefði líklega engum dottið í hug að líta svo á að barneignir og uppeldisstörf rýri hlutverk fólks sem virkra þátttakenda í atvinnulífinu. Þvert á móti yrði litið á fjarveru frá vinnu vegna barneigna sem sjálfsagðan og eðlilega hlut, svona svipað eins og nú þykir sjálfsagt að menn í mikilvægum stöðum þurfi stundum að fara á ráðstefnur og time manan- ger námskeið. Fólk fengi jafnvel launahækkun fyrir að hafa lagt sitt af mörkum til að endurnýja mannkynið og öðlast um leið merkilega reynslu. jþ þlÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Þýsk áras á Holland talin yfirvof- andi á næstunni. Tíðindalítiö á fransk-þýzku vígstöðvunum. Sill- anpaa fær bókmenntaverðlaun Nóbels. Sprengingin í Munchen gerð í sama tilgangi og Ríkisþing- húsbruninn. Stofnfundur Fags- ambandsins hefst í kvöld. 11. nóvember laugardagur. 315. dagurársins. Marteinsmessa. Sólarupprás í Reykjavík kl. 9.43-sólarlagkl. 16.40. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Angóla. Matt- hías Jochumsson skáld fæddur áriö 1835. Guðrún Oddsdóttir andast árið 1838 en hún var jarðsettt fyrst manna í Hólavalla- kirkjugarði. Vopnahléssamning- urinn 1918. Pöntunarfélag verka- manna í Reykjavík stofnað árið 1934. Sparisjóðurvélstjóra stofnaðurárið 1938. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vlkuna 10.-16. nóv. er í Reykjavíkur Apóteki ogBorgarApóteki. Fyrrnefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alia daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefnda apótekiö er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes 1 84 55 Hafnarfj 5 11 66 Garöabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabflar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes 1 11 00 Hafnarfj 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er I Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, símaráðleggingar og tima- pantanir I síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar I sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstig opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítall: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaoyjum: alla virkadaga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarl fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðiö hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21— 23. Símsvari á öðrum timum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 allavirkadaga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt I síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja viö smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 8. nóv, 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........... 62.39000 Sterlingspund.............. 99.07800 Kanadadollar............... 53.36400 Dönskkróna.................. 8.74730 Norskkróna.................. 9.05120 Sænskkróna.................. 9.75150 Finnsktmark................ 14.66620 Franskurfranki............. 10.00960 Belgískurfranki............. 1.61810 Svissneskurfranki.......... 38.65550 Hollenskt gyllini.......... 30.05230 Vesturþýskt mark........... 33.91960 Itölsklíra.................. 0.04640 Austurrlskur sch............ 4.81740 Portúg. Escudo.............. 0.39650 Spánskurpeseti.............. 0.53780 Japansktyen................. 0.43697 írsktpund.................. 90.07600 SDR-Serst DDR.............. 79.72820 ECU-Evrópumynt............. 69.68650 BelgískurFr.Fin............. 1.61460 KROSSGÁTA 7 =P fT " ■ zUdzfirM: Lárétt: 1 hræðsla4 heimsk 6 aftur 7 grind 9 vaða12frjálst14 hreyfast 15 rödd 16 tré 19missis 20 spil 21 muldra Lóðrétt:2vafi3 jbrún 5 hátið 7 lækkaði 8 lint 10 erfiða 11 vorkennir13 hár17hæðir18mælir Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 stfa4safn6 fót7basl9ófín12tafla 14nýr15rós16ábóti 19auka20æska21 skart Lóðrétt: 2 tía 3 afla 4 stói5frí7borgar8 stráks10farist11 nísk- ar13fró17bak18tær Laugardagur 11. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.