Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 14. nóvember 1989 193. tölublað 54. árgangur Virðisaukaskattur Engin ástæða til frestunar Jón Baldvin Hannibalsson: Mun koma sjónarmiðumflokksstjórnar á framfœri'en þingflokkurAlþýðuflokks stendur við samkomulag íríkis- stjórn. Ólafur Ragnar Grímsson: Undirbúningur samkvœmt áœtlun. Mikil hagsbótfyrir útflutnings- og samkeppnisgreinar r Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði í utan- dagskrárumræðum á Alþingi í gær að undirbúningur gildistöku virðisaukaskatts gengi sam- kvæmt áætlun og ekki væri ástæða tU að fresta gildistökunni, þrátt fyrir ályktun floksstjórnar Alþýðuflokksins þar að lútandi. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, segist skilja sjónarmið flokksstjórnar- innar og hann muni koma þeim á framfæri í ríkisstjórninni. En þingflokkur Alþýðuflokksins muni að sjálfsögðu standa við það samkomulag sem stjórnarflokk- Tryggingar Sölu- skattur endur- greiddur Þeir sem greitt hafa tryggingaiðgjöld fram á nœsta árfá endurgreiddan of- greiddan söluskatt Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra upplýsti í utandag- skrárumræðum á Alþingi í gær, að hann hefði koinist að samkomulagi við tryggingafé- lögin og ríkisskattstjóra, um að tryggingafélögin endurgreiddu þeim, sem greitt hefðu trygginga- iðgjöld fram á næsta ár, söluskatt af gjöldunum frá og með ára- mótum. Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum á sínum tíma, hefur fjöldi fólks greitt söluskatt af tryggingum langt fram á næsta ár, þótt virðisaukaskattur eigi ekki að leggjast á tryggingaið- gjöld eftir áramót. Það var Jóhann Einvarðsson, Alþýðuflokki, sem hóf umræðu utan dagskrár og bað fjármála- ráðherra um svör í þessu máli. Umræðan stóð stutt yfir þar sem Ólafur Ragnar sagðist þegar hafa gert samkomulag við tryg- gingafélögin. Hann sagði að við- ræður fjármálaráðuneytis, trygg- ingafélaga og ríkisskattstjóra hefðu leitt til þess samkomulags, að tryggingafélögin sæju um að endurgreiða þeim sem ofgreitt hefðu söluskatt, en fjármálar- áðuneytið myndi síðan gera upp við tryggingafélögin. -hmp arnir hafi gert varðandi virðis- aukaskattinn. Það var Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sem hóf um- ræðuna. Hann sagði ályktun Al- þýðuflokksmanna staðfesta klofning í ríkisstjórninni og að sá klofningur staðfesti að ríkis- stjórninni væri ekki treystandi til að framkvæma svo stóra skatt- kerfisbreytingu sem upptaka virðisaukaskatts væri. Jón Bald- vin sagði ályktun flokksstjórnar- innar ekki gefa tilefni til yfirlýs- inga að þessu tagi. I samtali við Þjóðviljann sagði Jón Baldvin, að af fenginni reynslu sem fjármálaráðherra sem tekið hefði þátt í stórfelldri skattkerfisbreytingu þegar veigamiklar breytingar hefðu verið gerðar á tollalögum og stað- greiðslukerfi skatta tekið upp, gæti hann ekki samvisku sinnar vegna beitt sér gegn ályktun flokksstjórnar. Hún styddist við nokkur rök og um þau ætti að fjalla yfirvegað, en ekki hafna þeim út frá td. metnaði um að standa við upprunalegar áætlan- ir. Hann myndi koma þessum sjónarmiðum áleiðis í ríkisstjórn en hann hefði líka sagt flokks- stjórninni að Alþýðuflokkurinn myndi ekki ganga á bak orða sinna varðandi samkomulag við stjórnarflokkana. Næðist ekki samkomulag um frestun í ríkis- stjórninni, yrðu menn einfald- lega að leggja sig alla fram við að bjarga því sem bjargað yrði og tryggja að aukin áhersla verði lögð í kynningu á virðisaukanum. Ólafur Ragnar sagði að margir þeirra Alþýðuflokksmanna sem tekið hefðu þátt í undirbúningi virðisaukaskatts, og þekktu best til hans, hefðu ekki verið á flokksstjórnarfundinum þegar umræðan um virðisaukann fór fram. Ályktunin hlyti því að byg- gjast á skorti á upplýsingum. í dag yrðu gefnar út 5 reglugerðir til viðbótar við þær tvær sem þeg- ar hefðu verið gefnar út. Meðal þeirra væru nokkrar reglugerðir sem ekki hefðu átt að koma fyrr en mun seinna, ma. ein sem ekki hefði verið ráðgert að kæmi fyrr en í lok desember.Undirbúning- urinn væri því á undan áætlun hvað varðaði suma þætti. í næstu viku kæmu síðan 3 reglugerðir og væru þá 10 nauðsynlegar reglu- gerðir komnar fram. Kynningarstarf fyrir virðis- aukann hefur gengið mjög vel að sögn Ólafs Ragnars. Mjög gott samstarf hefði verið við forsvars- menn atvinnulífsins í því sam- bandi. Kjarni málsins væri að virðisaukinn væri mikil bót fyrir útflutnings- og samkeppnisgrein- ar í landinu og styrkur fyrir þær, sem væri nauðsynlegur einmitt nú þegar atvinnulífið væri að rétta úr kútnum. Það væri athygl- isvert að Sjálfstæðisflokkurinn daðraði nú við seinkun virðis- aukans í ljósi þessa. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði framsókn- armenn treysta því að fjármála- ráðuneytið gæti leyst öll þau mál sem leysa þyrfti fyrir gildistöku virðisaukans, þannig að hann tæki gildi á þeim tíma sem lög gerðu ráð fyrir. Samstaða væri um málið í ríkisstjórn og menn myndu koma sér saman um þau mál sem eftir væri að afgreiða. -hmp Reykjavík Tapað 100 þúsund tonna kvóta Frá þeim tíma að kvótakerfið var sett á í upphafí árs 1984 hafa fjöldamörg fiskiskip verið seld frá Reykjavík og með þeim farið um 100 þúsund tonna afla- kvóti. Þetta kom fram á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur fyrir skömmu. Því ályktaði aðal- fundurinn um nauðsyn þess að takmörk verði sett á flutning og sölu aflakvóta úr einstökum byggðarlögum sem dæmi eru um og alvarlegar afleiðingar hafa haft í för með sér. -grh Frá frumsýningu á Körlum í álverinu í dag. Það ber ekki á öðru enkörlunum líki vel hvernig Hlín og félagar taka á jafnróttismálunum. Mynd - Jim Smart. Karlmenn og jafnretti Nýr leikþáttur œtlaður vinnustöðum frumsýndur í álverinu í gœr Karlar óskast f kór, leikþáttur eftir IIUn Agnarsdóttur, var í gær frumsýndur f álverinu í Straumsvík. Hlín skrifaði þáttinn fyrir MFA og Jafnréttisráð og er hann ætlaður til flutnings á vinnustöðum og víðar. Höfundur leikstýrir sjálfur verkinu, sem fjallar um jafnréttismál og er sjónum einkum beint að stöðu karlmannsins f því sambandi. Leikendur eru þau Bessi Bjarnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigurður Skúlason. Þátturinn tekur um 25 mínútur í flutningi og sagður henta vel til sýninga í tengslum við matar- eða kaffitíma á vinnustöð- um. Um sölu og dreifingu á leikþættinum sér skrifstofa MFA, Grens- ásvegi 16 A, Reykjavík. LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.