Þjóðviljinn - 15.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.11.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 15. nóvember 1989 194. tölublað 54. árgangur Húsnœðislán Húsbréfin stimpluð í dag Fyrstiflokkur húsbréfa gefinn út. Biðtímimun minnka, lánstími verður skemmri, lánsupphœðyfirleitt hœrri og vextirýmist hœrri eða lœgri. Jóhanna Sigurðardóttir: Kaupendurþurfa að tileinka sér nýja grundvallarhugsunarhœtti í dag verður tekið í notkun nýtt húsnæðiskerfi þegar lög um hús- bréfaviðskipti taka gildi. Hús- bréfakerfinu er ætlað að leysa af hólmi núverandi kerfí og er reiknað með að biðtími eftir lán- um muni allt að því hverfa. Það mun laga sig mun meira að mark- aðinum en fyrra kerfi og því er í raun mörgum spurningum um kosti og galla þess enn ósvarað. Fyrsta hálfa árið munu aðeins þeir sem sóttu um húsnæðislán fyrir 15. mars eiga aðgang að húsbréfum og gilda þau aðeins um notaðar íbúðir fyrsta árið. „Það er verið að koma af stað nýjum grundvallar hugsunar- hætti varðandi húsnæðiskaup. Kaupendur verða að haga fjár- festingum sínum eftir greiðs- lugetu og því ættu greiðsluerfið- leikar fólks að minnka verulega," sagði Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra á kynningar- fundi í gær. Með þessum orðum vísaði Jóhanna í þá ráðgjafaþjón- ustu sem Húsnæðisstofnun mun veita umsækjendum og væntan- legt mat hennar á greiðslugetu einstaklinga. Stærsti kostur húsbréfakerfis- ins, þe. stytting biðtíma, hefur mikil áhrif á ráðgjafaþjónustuna þar sem hægt verður að meta ná- kvæmlega hvert tilfelli fyrir sig. Húsnæðisstofnun mun síðan beina fólki frá því að fjárfesta um efni fram og lenda þannig í of miklum greiðsluerfiðleikum. At- hygli vekur að mat á greiðslugetu er bundið við að greiðslubyrði verði ekki hærri en 30% brúttó- tekna lántakanda. Hér er átt við allar skuldir viðkomandi og því ljóst að margir geta átt erfitt með að hljóta náð fyrir augum Hús- næðisstofnunar. Með húsbréfakerfinu verða ýmsar grundvallarbreytingar á húsnæðiskerfinu, ss. stytting af- borgana úr 40 árum í 25, hækkun vaxta úr 3,5% í 5,75 og einsog áður sagði styttri biðtími og ná- kvæm athugun greiðslugetu kaupenda. Einnig verða lánin talsvert hærri en í núverandi kerfi þótt lánshlutfall lækki úr 70% í 65% af kaupverði (aldrei hærra en brunabótamat). Hægt verður að fá allt að 8 miljónir til íbúða- kaupa með þessum hætti en að öðru leyti er fjárhæðin aðeins bundin við fyrrnefnt hlutfall. Nú- verandi kerfi veitir hinsvegar aldrei meira en 2,8 miljónir til kaupa á eldri íbúðum. Þannig munu þeir sem kaupa íbúðir dýr- ari en 4,3 miljónir fá hærra lang- tímalán en í fyrra kerfi og þörf fyrir dýrkeyptu skammtímaláni verður minni. Þeir sem kaupa ódýrustu íbúðirnar fá hinsvegar 5% lægra langtímalán en áður. Ein stórbreyting til víðbótar er að eftir 15. maí fellur úr gildi skilyrði um lífeyrissjóðsgjald og kerfið verður öllum opið. Það kann að þykja mikill ó- kostur fyrir íbúðakaupendur að vextir hækki úr 3,5% í 5,75%. Sá munur á að jafnast út með greiðslu vaxtabóta til þeirra sem lægri hafa launin, en bæturnar eru háðar vaxtagjöldum, tekjum og eignum íbúðareiganda. Það verður því mjög breytilegt hvað fólk greiðir í raun mikil vaxta- gjöld og þarf að reikna hvert til- felli fyrir sig . -þóm Reykjavík Umsátur í Vogunum Lögreglan í Reykjavík hafði mikinn viðbúnað í gær þegar grunur lék á að góðkunningi hennar hefði skotvopn undir höndum í íbúðarhúsi við Karfa- vog í gær. Víkingasveitin var kölluð út og eftir smá tíma féllst hinn grunaði á að koma út og reyndist þá vera vopnlaus. Að sögn lögreglu voru mála- vextir í upphafi þeir að RLR hafði húsleitarheimild til að leita að ólöglegu skotvopni sem hinn grunaði hafði ekki leyfi fyrir. Af látbragði hans og orðfæri að dæma mátti álíta að hann væri vopnaður og því þótti ástæða til að gæta fyllsta öryggis og því var kallað á Víkingasveitina og göt- unni lokað fyrir allri umferð. -grh Betur fór en á horfðist í fyrstu í gær þegar grunur lék á að góðkunningi lögreglunnar hefði skotvopn undir höndum í húsi í Karfavogi. Svo reyndist ekki vera og gaf hann sig á vald lögreglu sem færði hann á brott í lögreglubíl. Mynd: Jim Smart. Virðisaukaskattur Hringurinn að lokast Fjórar nýjar reglugerðir komu ígœr. 12 af 14 nauðsynlegum reglugerðum komnar um nœstu mánaðamót TiJ þess að lög um virðis- aukaskatt geti tekið að fullu gildi um næstu áramót, þarf að setja 14 reglugerðir. Fjármálaráð- herra gaf út í gær fjórar og eru þá sex reglugerðir komnar fram. í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu er boðað að ráðherra muni gefa út þrjár reglugerðir í næstu viku og aðrar þrjár um næstu mánaðamót. Þá verða 12 af 14 nauðsynlegum reglugerðum komnar fram. En Alþingi þarf að ræða þær tvær sem eftir eru í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á upprunalegu frumvarpi um virðisaukaskatt. f gær gaf Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra út reglugerð um framtal og skil á virðisaukaskatti. í henni eru ákvæði um hvar eigi að greiða virðisaukaskatt og hvernig. í til- kynningu ráðuneytisins segir að verið sé að ganga frá samkomu- lagi við banka, sparisjóði og póst- hús um að greiðendur geti notað gírókerfið til greiðslu. Með þessu muni þjónusta batna verulega frá því sem nú tíðkist og móttökuað- ilum fjölgi úr 32 í 200. Þá er sér- staklega fjallað um aukauppgjör bænda í þessari reglugerð. Önnur reglugerðin fjallar um frádrátt svo kallaðs innskatts. Þar er kveðið á um hvað teljist inn- skattur hjá þeim sem hafi bæði með höndum skattskylda starf- semi og starfsemi sem ekki verði skattskyld. Þriðja reglugerðin er um endurgreiðslu virðisauka- skatts til sendimanna erlendra ríkja og er hún ekki mjög frá- brugðin reglugerð um endur- greiðslu söluskatts til sömu aðila. Fjórða og síðasta reglugerðin er síðan um sjóðvélar og í henni eru reglur um lágmarksútbúnað sjóð- véla og meðferð þeirra. -hmp Skátar Miður ef morðtól hrífa GunnarEyjólfsson skátahöfðingi: Skátahreyf- ingin er friðarhreyfing „Þarna hefðu átt að vera með vitrir menn sem hefðu lýst til- gangi þessara véla betur fyrir skátunum þannig að þeir hefðu þá frekar fleygt þeim frá sér en að handijatla þau. Mér þykir það mjög miður ef það eru morðtól sem hrífa íslenska skáta mest,“ sagði Gunnar Eyjólfsson skáta- höfðingi. Um síðustu helgi fóru 75 skátar á aldrinum 9 - 15 ára úr skátafé- laginu Ægisbúum sem starfar í Vesturbæ Reykjavíkur, í skoðunarferð uppá Keflavíkur- flugvöll. í frétt í DV í fyrradag kom fram að þeim voru ma. sýnd- ar vélbyssur landgönguliða, þyrl- ur og flugvélar hersins og önnur hertól auk slökkvistöðvarinnar á Vellinum og svo virðist sem ís- lensku skátarnir hafi orðið hrifn- astir yfir vélbyssum landgöngul- iðanna. „Ég get varla ímyndað mér að i dag séu menn að halda uppi áróðri fyrir vélbyssum og öðrum drápstólum. Skátahreyf- ingin er fyrst og fremst friðar- hreyfing þó að innra skipulag hennar sé eins og hjá her sem er mjög gott skipulag," sagði Gunn- ar Eyjólfsson skátahöfðingi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.