Þjóðviljinn - 15.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.11.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Oþarfur umbúðakostnaður un virðisaukaskatt Hörður Bergmann skrifar Hæpin heilsíðu- auglýsing Ósköp er leiðinlegt að sjá hvernig fjármálaráðuneytið fleygir peningum til einskis í þarf- lausar, óskiljanlegar og villandi auglýsingar um virðisaukaskatt. Það birtir um þessar mundir dag eftir dag heilsíðuauglýsingu í dag- blöðum þar sem aðalfyrirsögnin fræðir þjóðina um það að með virðisaukaskatti verði sam- keppnisaðstaða íslenskra at- vinnugreina jafnari. Og í undir- fyrirsögn er tekið fram: „Hann eyðir uppsöfnunaráhrifum sölu- skatts og jafnar þannig sam- keppnisaðsstöðu atvinnu- greinanna hér á landi.” Ef ein- hver skilur þennan fagnaðar- boðskap þá er hann vinsamlegast beðinn að stíga fram og útleggja textann. Ekki vissi ég að söluskattur hefði einhver voðaleg „upp- söfnunaráhrif’ og ekki skýrir tex- tinn, sem á eftir kemur, hvað við er átt. Sama tuggan um þennan góða skatt er endurtekin með breyttu orðalagi en engin skýring gefin. „Hann hefur ekki í för með sér uppsöfnun skatts í vöruverði eins og gerist í söluskatts- kerfinu... Með því að eyða upp- söfnunaráhrifunum jafnar virðis- aukaskattur samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja og atvinnu- greina innbyrðis og myndar traustan grundvöll fyrir ný- sköpun í atvinnulífinu. Virðis- aukaskatturinn jafnar því stöðu atvinnugreinanna og leiðir af sér aukið réttlæti í íslensku atvinnu- lífi.” Ég vona að enginn reyni að lesa þennan tyrfna texta upphátt því honum gæfi vafist tunga um tönn. sem á að fara að innleiða með virðisaukaskatti, felst í því að byrja að innheimta skatt af vinnu bænda og verkamanna í byggingariðnaði. Fréttir herma að stefnt sé í 26% skatt. Frá sjón- armiði jafnaðarstefnu hefði ég haldið að svo hár neysluskattur, því að hann leggst jafnt á alla, hverjar sem tekjurnar eru. Jafnaðarmannaflokkum þjóðar- innar væri meiri sæmd að annars konar skattlagningu. f þjóðfélagi þar sem launamunur bæði hjá því opinbera og í einkarekstri er orð- inn meira en tífaldur er réttlátara „Er œtlunin aðfá alþýðu manna til að taka óréttlætifagnandi með órökstuddum fullyrðingum sem hvíla á óskiljanlegumforsendum? “ Eða farið úr kjálkaliðnum. Þar sem þetta með uppsöfnunina er óskiljanlegt, alla vega fyrir venjulegt fólk eins og mig, þá verður „aukið réttlæti” sömu- leiðis óskiljanlegt í þessu sam- bandi. Vont er þeirra réttlæti Eitthvað af því nýja réttlæti, sem leggst á svo til allar vörur og hvers konar athafnir manna innan hins formlega hagfkerfis, þ.á m. vinnu verkamanna og bænda, ætti fremur að flokka með vaxandi óréttlæti í þjóðfé- laginu heldur en réttlæti. Síhækk- andi neysluskattur, sem leggst á hvert viðvik og stóreykur skrif- finnsku (14000 nýir skattheimtu- menn bætast við um áramótin!), eykur ekki jöfnuð í þjóðfélaginu að bæta við nýju tekjuskattsþrepi en að þyngja sífellt neysluskatt sem leggst á hvers konar nauðsynjar. Þar á meðal bóklest- ur eins og frægt er orðið að end- emum. Auglýsingin gefur eigin- lega tilefni til að spurt sé: Er orð- ið léttlæti notað þarna í háðungarskyni? Er ætlunin að fá alþýðu manna til að taka óréttlæti fagnandi með því að slengja fram órökstuddum fullyrðingum sem hvíla á óskiljanlegum forsend- um? Athugaðu málið Ólafur Ég ætla hér með að skora á Ólaf Ragnar að stöðva þetta spil- verk þegar í stað. Umrædd aug- lýsing þjónar engum tilgangi ef að er gáð. Hún eykur einungis umbúðakostnað um mannlíf og rekstur í landinu, þyngir skatt-, byrðar fólks að óþörfu. Það kost- ar 211.200 kr. að birta svona heii- síðu litaauglýsingu í Mogganum. Það er eitthvað ódýrara að fá hana birta í hinum blöðunum. En augljóslega þarf ekki margar birt- ingar svo búið sé að kosta milljónum til. Og tugir milljóna eru áreiðanlega roknir í auglýs- ingagerð og birtingar sé sjónvarpsbirting tekin með í reikninginn. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að japla sömu tugguna og hér hefur verið gerð að umræðuefni í sjón- varpsauglýsingum líka! Því ætla ég að lokum að leyfa mér að spyrja og vænta svars úr fjármálaráðuneytinu: Hvað er ætlunin að nota mikið fé til að auglýsa virðisaukaskatt í fjöl- miðlum? Hvaða tilgangi þjónar birting auglýsingar af því tagi sem ég hef gert hér að umræðuefni? Hver ber ábyrgð á því sem stend- ur í henni? Hörður er kennari og rithöfundur Hvað verður tekist á um Ragnar Stefánsson skrifar Hvað verður tekist á um? í dag, 9. nóvember, kynnti Þjóðviljinn dagskrá landsfundar Ab., undir fyrirsögninni „Birting orðin næststærsta deild flokks- ins”. Sé kynning Þjóðviljans rétt er það tvennt sem einkennir undirbúning flokksforystunnar að þessum landsfundi. í fyrsta lagi ótti flokksforystunnar við að gagnrýni á störf hennar nái eyrum landsmanna. í öðru lagi er megin baráttumiðum flokksins svo sem þeim að efla verkalýðs- hreyfinguna, að efla baráttuna gegn hernum o.fl. ýtt til hliðar. Flokksforystan boðar mikla sningu fyrir fjölmiðlana á stefnu núverandi ríkisstjórnar í fram- sögum í upphafi þingsins. Hún raðar sér þannig á mælendask- rána að sem minnst heyrist frá annarri stefnu innan flokksins en hennar. Þar er í fyrirrúmi að verja stefnu ríkisstjórnarinnar. Hvað varð um bar- áttumál flokksins? Þeir verða fyrir vonbrigðum, sem héldu að hið mikla þingmál verkalýðsflokksins yrði baráttu- staða verkalýðshreyfingarinnar frammi fyrir lækkandi kaup- mætti, frammi fyrir vaxandi atvinnuleysi, frammi fyrir innri sundrungu. Þetta efni sem e.t.v. hefði átt að vera fyrsta málið er ekki þarna að finna. Þeir sem héldu að barátta flokksins gegn hernum og NATO yrði hið mikla mál verða einnig fyrir vonbrigðum. Hefði ekki verið ástæða til að ræða það nú á tíma vaxandi hernaðarupp- byggingar á íslandi, nú á tímum vaxandi andstöðu víða um heim gegn hernaði og hernaðarbanda- lögum? Nei, flokksforystan stefnir greinilega ekki að því að efla baráttu í þessu máli. Og Evrópubandalagið sem er að hvelfast yfir okkur undir for- ystu Alþýðuflokksins og frjáls- hyggjuaflanna meðal íslenskra atvinnurekenda. Ætlar flokkur- inn ekki alla vega að móta bar- áttu til að efla andstöðu íslend- inga gegn þessari þróun? Ekki benda framsögur forystunnar til þess. Nei, nei, en það verður hins vegar haldin hliðarráðstefna, með völdum þátttakendum uppi á palli í einum matartímanum, um Evrópu í breyttum heimi. Og skyldi landsfundurinn ekki eiga að skera upp herör gegn þeirri aðför sem nú stendur yfir að byggðinni í landinu? Ekki sér þess merki í framsögum foryst- unnar. Ekki virðist ætlunin að fylgja eftir stefnu flokksins um byggðakvótann, þ.e.a.s. að fisk- veiðikvótinn verði eign hinna dreifðu byggða í stað þess að vera eign útgerðarfustanna, sem selja hann eftir eigin geðþótta. Ekki virðist okkar forysta heldur stefna að því að fjárfestingum til Miðvikudagur 15. nóvember 1989 sem mest virðist koma niður á þeim sem helst þyrftu á aðstoð að halda. Þessum málum sem áður áttu veglegan sess í málflutningi flokksins, virðist forystan nú gleyma. Mörgum finnst að misrétti aukist í þióðfélaginu um þessar mundir. Ymsar undanþágur til þeirra sem illa standa að vígi eru lagðar niður. Nú er stjórnin að hækka vexti á húsnæðislánum, sem fara fyrst og fremst til þeirra sem eru að koma sér upp íbúð í fyrsta sinn. Um leið virðist fólki gert erfiðara fyrir að komast inn í félagslega íbúðakerfið, verka- mannabústaði o.fl. stórframkvæmda verði beint í einhverjum mæli út á lands- byggðina á næsta áratug. Ekki heldur almennt þeirri stefnu flokksins að þjóðinni skuli gert kleift fjárhagslega að búa f sinni heimabyggð. Nei, ekki ef marka má þessar framsögur. Ekki er það heldur ætlunin að landsfundurinn fjalli um stór- felldan niðurskurð sem nú á sér stað í heilbrigðis- og mennta- málum. Niðurskurð í heilbrigðis- geiranum, sem nú kemur hvað harðast niður á þeim sem síst sky ldi, gömlu fólki, eða fólki með langvarandi sjúkdóma eða fötl- un. Niðurskurð í menntakerfinu Stefna ríkisstjórnar- innar í stað stefnu flokksins Þessi landsfundur er haldinn við aðstæður þar sem Alþýðu- bandalagið hefur glatað tiltrú þeirra sem fyrrum veittu því gagnlegastan stuðning. Forysta Ab. viðist vilja allt til vinna að sitja áfram í ríkisstjórninni. Hún telur sig vinna tvennt með því. Hún festar kosningum sem hún óttast eins og aðrir þeir flokkar sem í ríkisstjórninni eru. En henni tekst líka að halda helstu foringjum sínum í sviðsljósinu, sem virðist mjög mikið atriði á þessum fjölmiðlatímum. Til þess svo að treysta veru sína í ríkis- stjórninni eins lengi og mögulegt er hefur flokksforystan sett stefnu ríkisstjórnarinnar í staðinn fyrir stefnu flokksins. Þetta endurspeglast svo skýrt í því pró- grammi sem forystan hefur sett upp fyrir landsfundinn. En það er líka önnur stefna Aðrir félagar í Ab. munu að sjálfsögðu taka upp þau mál á landsfundinum sem að ofan eru nefnd. Þeir munu gera kröfu um að flokkurinn setji baráttu fyrir stefnu sinni á oddinn hvarvetna í þjóðfélaginu, jafnvel þótt það kosti ófrið á ríkisstjórnar- heimilinu. Það verða átök á þessum lands- fundi milli þeirra, sem vilja fram- fylgja stefnu flokksins og hinna sem vilja fórna henni fyrir ríkis- stjórnarsetu. 9. nóvember, 1989 Ragnar Stefánsson ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 „Ogskyldi landsfundurinn ekki eiga að skera upp herörgegn þeirri aðförsem nú stenduryfir að byggðinni ílandinu? Ekki sér þess merki íframsögum forystunnar. “ isnialJ^:u>nmále}^ rádstefrmum Evrópi'- FormannsV 0. siöasW - onar (afln* vet6a þaf) svarfa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.