Þjóðviljinn - 15.11.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.11.1989, Blaðsíða 12
hspurningin_ Hvernig líst þér á hús- bréfakerfið? Hreinn Frímannsson, verkfræöingur Ég er hræddur við það m.a. vegna þeirra affalla sem verða á bréfunum. Annars get ég ekki séð til hlýtar hvernig kerfið mun þróast. Emilía Blöndai, hárgreiðslusveinn Bara vel og ég býst við að það sé betra en núverandi kerfi. Eg þarf samt ekki á því að halda og hef því ekki kynnt mér það vel. Óskar Finnbjörnsson, nemi Mér finnst það hálf þreytt og illa skipulagt. Er ekki viss um að bið- röðin muni minnka. Guðbjörg Elíasdóttir, verslunarmaður Ég hef bara lítið spáð í það og ekki fylgst með umræðunni um kerfið. Hinrik Einarsson, húsasmiður Mér líst nokkuö vel á það. Það verður auðveldara fyrir fólk að kaupa eldri íbúðir með engum áhvílandi lánum og greiðslubyrð- in verður ekki erfið á meðan fólk fer í íbúðarkaup sem það ræður við. þJÓÐVILJINN Miðvikudaaur 15. nóvember 1989 194. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Isafjörður Bókasafniö 100 ára Stofnað 13. júlíl889 en tók til starfa 6. nóvember sama ár. Bókaeign safnsins telur í dag um 65 þúsund bindi Bæjar- og héraðsbókasafnið mun vonandi áður en langt um líður flytja í gamla sjúkrahúsið sem byggt var á árunum 1924 - 1925. Húsið er talið eitt af fegurstu verkum Guðjóns Samúelssonar, en einn helsti hvatamaður að byggingu þess var Vilmundur Jónsson. Þann 6. nóvember voru 100 ár liðin frá því Bæjar- og héraðs- bókasafnið á Isafirði tók til starfa og mun það því vera elsta menn- ingarstofnun bæjarins sem starf- að hefur samfleytt. Bókasafn ísafjarðarkaupstað- ar var stofnað 13. júlí árið 1889 en þann dag kusu bæjarfulltrúar fyrstu safnstjórnina sem átti sér nokkurn aðdraganda. En um miðja 19. öld var ísafjörður orð- inn annar stærsti kaupstaður landsins og því veruleg þörf á stofnun opinbers bókasafns en áður höfðu nokkur lestrarfélög verið starfandi í bænum um lengri eða skemmri tíma. Þyrstari í annað en and- lega fræðslu Árið 1886 sótti sr. Þorvaldur Jónsson um styrk úr landssjóði til að stofna bókasafn en fékk ekki. Tveimur árum seinna birtist grein í Þjóðviljanum eftir Skúla Thor- oddsen sýslumann þar sem hann lagði til að amtsbókasafnið í Stykkishólmi yrði flutt til ísa- fjarðar og er blaðagrein Skúla fyrsta prentaða heimildin um nauðsyn opinbers bókasafns á Vestfjörðum. Þar segir: „Þó að Stykkishólmur hafi eitt sinn verið Amtmannssetur, fáum vér eigi séð, að hann eigi heimtingu á op- inberu bókasafni fremur en hver annara hreppur. „Hólmarar“, að tveim eða þrem mönnum frá- skildum, hafa líka lengstum haft það orð á sér að vera öllu þyrstari í annað, en andlega fræðslu.“ Það var svo Iðnaðarmannafé- lag ísafjarðar sem fyrst hóf raun- verulegan undirbúning að stofn- un bókasafns með fjársöfnun, snemma árs 1989 og söfnuðust þá 115 krónur. Nokkru síðar veitti stjórn Sparisjóðs ísafjarðar 500 krónum til stofnunar bóka- safnsins og samdi einnig lög fyrir safnið sem síðan voru afhent bæj- arstjórn ásamt fjárframlögum. Reglugerð fyrir bókasafnið var sett þann 16. október 1889 og hóf það starfsemi 6. nóvember sama ár. Húsnæðið sprungið Ekki er vitað með vissu hvar bókasafnið var fyrst til húsa, en talið að það hafi verið í húsnæði barnaskólans sem þá var við Silf- urgötu 3. Nokkru síðar eða 1. júní 1891 keypti bæjarsjóður hús Góðtemplara og flutti safnið þangað. Það hús varð þinghús bæjarins, en er nú skátaheimili. Árið 1920 flutti safnið í það hús sem nú er pósthús ísfirðinga og var þar allt til ársins 1946. Þá var safnið flutt í núverandi húsakynni á annarri hæð í Sundhöll ísafjarð- ar. Það húsnæði var talið rúmgott í fyrstu, með góðri bókageymslu og lestrarsal en þó varð bóka- geymslan fljótlega alltof lítil. í þessum húsakynnum er einnig Héraðsskjalasafn ísafjarðar- kaupstaðar og ísafjarðarsýslu sem bókavörður hefur umsjón með. Starfsemi þess hefur verið lömuð um margra ára bil vegna þrengsla. Innan skamms munu þó bæði söfnin flytja í nýtt húsn- æði sem er gamla sjúkrahúsið. Bæjarstjórn Isafjarðar samþyk- kti þann 8. desember 1987 að söfnin skyldu fá þar inni ásamt Listasafni ísafjarðar. í fyrstunni var bókasafnið ein- göngu útlánasafn. Þá sóttist fólk einna mest eftir afþreyingarbók- um, léttum skáldsögum á dönsku enda lítið af slíkum bókmenntum á íslensku á þeim tíma. Árið 1906 var síðan opnaður lestrarsalur þar sem blöð og tímarit lágu frammi. Árið 1890 var bókaeign safnsins 396 bindi en 19 árum seinna var lögum um prentsmiðj- ur breytt þannig að bókasafn ís- afjarðarkaupstaðar fékk eintak af öllum bókum og blöðum út- gefnum á íslandi á sama hátt og Landsbókasafn og amtsbóka- söfnin. Við þetta efldist bóka- kostur þess mjög og um 1930 var bókaeign safnsins um 4 þúsund bindi og árið 1965 nam hún 30 þúsund bindum. í dag er bóka- eign safnsins um 65 þúsund bindi. Núna eru keyptar nánast allar bækur sem gefnar eru út á ís- lensku, um 500 titlar á ári, og þá er safnið einnig áskrifandi að flestum tímaritum sem út koma hér á landi eða um 300 talsins. Einnig er töluvert keypt inn af erlendum bókum og tímaritum auk hljóð- og myndbanda. Fjölbreytt þjónusta Sem fyrr er útlán bóka aðal- uppistaðan í þjónustu bóka- safnsins en miklu fjölbreyttari. Lán á afþreyingarbókmenntum hafa dregist saman á meðan útlán á ævisögum, tómstunda- og fræðibókum eykst. Snældur og myndbönd eru lánuð út auk hljóðbóka fyrir sjóndapra, jafn- framt því sem hvers kyns upplýs- ingaþjónusta er vaxandi hluti af þjónustu safnsins. Frá 1971 hefur bókasafnið starfrækt útibú í Hnífsdal þegar Lestrarfélag Hnífsdælinga var sameinað safn- inu. Þá sér bókasafnið um þjón- ustu við Fjórðungssjúkrahúsið, Elliheimilið og Hlíf, dvalarheim- ili aldraðra. Þjónusta safnsins við skóla héraðsins hefur alltaf verið nokk- ur og er því spáð að hún muni fara vaxandi með aukinni tölvuvæð- ingu. Þá aðstoða starfsmenn safnsins, sem eru þrír auk Jó- hanns Hinrikssonar bókavarðar og forstöðumanns, bókaverði í héraðinu og veita þeim faglega ráðgjöf, auk þess sem bókakassar eru lánaðir í sveitir Norður- og Vestur- ísafjarðarsýslur þegar þess er óskað. Barnadeild safnsins er mikið notuð, en þar er aðstaða fyrir börn sem vilja teikna, lita og hlusta á tónlist. Yfir vetrartímann eru þar sögu- stundir fyrir 3-5 ára börn viku- lega. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.