Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 16. nóvember 1989 195. tölublað 54. órgangur Síld Ekkert svar frá Moskvu Enn beðið staðfestingar sovéskra stjórnvalda á samkomulagi um kaup á 150þús. tunnum af saltsíld. íslendingar kaupa olíuvörur frá Sovétríkjunum á nœsta árifyrir3,5 -3,8 miljarða kr. Sovéski sjávarútvegsráðherrann gaf sendiherra íslands engin svör í gœr Enn er beðið staðfestingar sové- skra stjónvalda á því samkomulagi sem samninga- nefndarmenn Síldarútvegsnefnd- ar náðu við innkaupafyrirtækið Sovrybflot í Moskvu 4. nóvember um sölu á 150 þúsund tunnum af saltsfld. í gær gekk Tómas Á. Tómasson sendihérra íslands í Sovétríkjun- um á fund sovéska sjávarútvegs- ráðherrans og bar honum þau skilaboð að ríkisstjórn íslands legði áherslu á að íslensk stjórnvöld hefðu lagt sitt af mörk- um til að greiða fyrir viðskiptum landanna, ma. með því að undir- rita í fyrradag samning um kaup á olíu og bensíni frá Sovétríkjunum og að íslensk stjórnvöld væntu þess að sovésk stjórnvöld stuðl- uðu fyrir sitt leyti að eðlilegri framkvæmd viðskiptasamnings- ins frá 1985. Þessi skilaboð verða jafnframt afhent sovéska utan- ríkisviðskiptaráðuneytinu í dag. Seinni partinn í gær komu svo þær fréttir frá fundi sendiherrans og sovéska sjávarútvegsráðherr- ans að sá síðarnefndi hefði ekki gefið neitt svar við skilaboðum íslensku ríkisstjórnarinnar. Olíusamningur sá sem gengið var frá í fyrradag á milli landanna samkvæmt viðskiptasamningi þeirra gerir ráð fyrir að íslending- ar kaupi um 60 þúsund tonn af blýlausu bensíni, 180 þúsund tonn af gasolíu og 80-120 þúsund tonn af svartolíu. Samningsfjár- hæðin er 55 - 60 miljónir dollara miðað við núverandi verðlag eftir því mikið verður keypt af svartol- íu eða sem jafngildir 3,5 - 3,8 miljörðum króna. Þetta er í 36. skipti sem slíkur samningur er gerður við Sojuznefteexport en fyrsti samningurinn var gerður árið 1953. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði í gær að hann vonað- ist til að oiíusamningurinn mundi liðka fyrir staðfestingu Sovét- manna á samkomulagi Síldarút- vegsnefndar og Sovrybflot en sagði jafnframt að Sovétmenn ættu við að glíma viðskiptahal'.a og skort á gjaldeyri. -grh Bylgjcm Konurí tnínaðarstörf Háhyrningar Fangar eða vinir? Mikil leynd hvíliryfir sölunni á háhyrningunum og skiptar skoðanir um meðferð dýranna. Magnús Skarphéðinsson: Þrœlar sýningarþjóðfélagsins. Helgi Jónasson: Aldrei séð betri meðferð á dýrum áhyrningprnir sem veiddir voru við Islandsstrendur fyrir skömmu eru enn í lauginni í Sæ- dýrasafninu en eins og komið hef- ur fram í fréttum hefur verið gengið frá sölusamningi á dýrun- um við erlenda aðila. Mjög fáar þjóðir leyfa enn innflutning á slík- um hvölum en líklegt er talið að þessir fjórir kálfar fari fyrst til Japans og verði þaðan seld til annarra landa. „Ég get ekki greint frá því hvert háhyrningarnir fara né hvert kaupverðið er. Það eru skýr fyrirmæli um það í samningnum en verðið er miklu lægra en hald- ið hefur verið fram í fjölmiðlum. Dýrin eru ekki á förum héðan næstu vikur því við þurfum að ná úr þeim öllum sníkjudýrum og venja þau við manninn áður en þau verða flutt úr landi,“ sagði Helgi Jónasson forráðamaður Sædýrasafnsins í Hafnarfirði um söluna. Það er sjálfseignarstofn- un sem stendur á bak við söluna á háhyrningunum og er ætlunin að endurreisa gamla Sædýrasafnið. Hvalavinir hafa mótmælt þess- ari meðferð á háhyrningunum og sagði Magnús Skarphéðinsson talsmaður Hvalavinafélagsins dýrin vera þræla sýningarþjóðfé- lagsins. „Meðalaldur háhyrninga í dýragörðum er 5-7 ár en þeir lifa í 60-80 ár í sjónum sem er sönnun þess að þeim líður illa í þessum fangelsum. Þá er mjög sjaldgæft að kálfar sem fæðast í dýragörð- um nái að lifa og þess eru dæmi að háhyrningar í dýragörðum fremji sjálfsmorð,“ sagði Magnús. Erfitt er að gera sér nákvæma grein fyrir kaupverði dýranna en að sögn Magnúsar er verð há- hyrninga erlendis allt að 600 þús- und pund fyrir hvert dýr, eða um 60 miljónir króna. Breska blaðið Daily Express greindi frá þessari sölu fyrir skömmu og sagði hval- ina fara til Japans fyrir þessa sömu upphæð. Fréttinni var slegið upp undir fyrirsögninni „War of the whales" og var blað- amanni mikið niðri fyrir um illa meðferð á dýrunum. Sagði hann m.a. kálfana vera of unga til að yfirgefa mæður sínar og 20 klukkustunda ferð frá norð- austurhorni landsins hafa verið grimmilega. „Þessi dýr lifa allt í kringum landið en voru veidd við Suð- austurland þar sem þess var sér- staklega gætt að þau hlytu ekki minnsta skaða af. Við höfum á okkar snærum dýraatferlissér- fræðing sem segir aðbúnaðinn hjá dýrunum vera með því besta sem þekkist í heiminum. Hann hefur náð ótrúlegum framförum með dýrin á aðeins hálfum mán- uði og þeim virðist líða vel undir hans stjórn. Mér finnst gagnrýnin á þetta með öllu fráleit og eiga fremur við veiðar sem voru stundaðar fyrir 20 árum. Sjálfur ólst ég upp í sveit og hef aldrei séð jafn vel farið með dýr og þessi. Þá verður mun betur farið með þau í flutningum en t.d. tíðkast um hross,“ sagði Helgi Jónasson um þessa gagnrýni. -þóm Bandaríkjamaðurinn Jetf Foster hefur séð um að ala dýrin i Sædýrasafninu. Hér gæða þau sér á síld og notar Foster tvenns konar flautur til að kenna þeim viðeigandi hegðun. Mynd: Jim Smart Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Bylgjan á ísafírði hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kosið þrjár konur til trúnaðarstarfa. Verkefni þeirra er að gera könn- un á högum sjómannskonunnar þar vestra. Að sögn einnar þeirra Ragn- heiðar Hákonardóttur er stefnt að því að ljúka þessari könnun fyrir jólin en meðal þess sem hún tekur til eru trygginga- og líf- eyrismál, vinna kvennanna og barna þeirra. Þá verður einnig könnuð sú breyting sem orðið hefur á heimilsháttum sjómanns- kvenna síðustu árin með tilkomu kvótans en áhrifa hans gætir í tekjumöguleikum heimilisins og fjarvistum sjómannsins að heiman sem getur verið frá ' nokkrum dögum og allt uppí nokkrar vikur eftir því hvernig skipi hann er á, ss. línubát, ísfisk- togara eða frystitogara. -grh Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Gunnlaðar saga og Daguraf degi Bækurnar Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur og Dag- ur af degi eftir Matthías Johann- essen hafa verið tilnefndar fyrir íslands hönd til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 1990. Dómnefndina skipuðu þeir Sveinn Einarsson og Jóhann Hjálmarsson. Verðlaunin eru 150 þúsund krónur danskar og verða úrslit til- kynnt í Helsinki þann 23. janúar næstkomandi. Afhending verð- launanna fer síðan fram á þingi Norðurlandaáðs í Reykjavík í fe- brúar 1990. LG A Iþýðubandalagið 9. Landsfundur settur í dag Um 300fulltrúar áfundinum. Búist við átakafundi. Efnahags- og atvinnumál í brennidepli landsfundur Alþýðubanda- lagsins verður settur síðdeg- is í dag í Borgartúni 6. Setningar- athöfnin hefst kl. 17.30 með tón- listarflutningi en síðan mun Ólafur Ragnar Grímsson for- maður flokksins setja fundinn með ræðu. Jasssveit undir forystu Tómas- ar R. Einarssonar mun bjóða gesti velkomna. Þá leika þeir Kolbeinn Bjarnason og Páll Eyjólfsson verk fyrir flautu og gítar. Síðan syngur Jóhanna Þór- hallsdóttir. Að lokinni setningarræðu Ólafs Ragnars Grtmssonar verð- ur gert kvöldverðarhlé, en um kvöldið verða framsöguræður um helstu málaflokka sem til um- ræðu verða á fundinum undir yfirskriftinni „Nýr grundvöllur fyrir nýja tíma“. Þar flytja þau Svanfríður Jónasdóttir, Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfús- son, Arthúr Mortens, Margrét Frímannsdóttir og Björn Grétar Sveinsson framsöguerindi. Að þeim loknum verða almennar stjórnmálaumræður. Fulltrúar á landsfundi eru um 300 talsins frá um 50 grunneining- um Alþýðubandalagsins. Rétt er að taka fram að landsfundurinn er opinn fyrir aðra en kjörna full- trúa. Má búast við töluverðum átökum á fundinum einsog fram kemur í stuttum viðtölum við fulltrúa á fundinum í Þjóðviljan- um í dag. Einkum munu atvinnu- og efnahagsmál verða í brenni- depli. Landsfundinum lýkur síðdegis á sunnudag. _sýf Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.