Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Fiskifélagið Samdráttur í afla Heildarþorskaflinn 17þúsund tonnum minni en ífyrra. Aukning í grálúðu um 11.300 tonn. Mestum afla landað í Eyjum Heildar botnfiskaflinn í októ- ber var 41.100 tonn á móti 43.500 tonnum í fyrra. Þorskaflinn var um 1000 tonnum minni nú og síld- araflinn er um 4.600 tonnum minni. Hins vegar er rækjuaflinn rúmlega 400 tonnum meiri og hörpuskel 500 tonnum meiri sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags Islands. Þar kemur fram að heildarafli landsmanna í október var 66.800 tonn en í fyrra 114.500 tonn. Munar þar mestu að loðnuaflinn nú er talinn 300 tonn en var í fyrra 45.500 tonn. Þá var heildaraflinn á árinu orðinn 1.218.400 tonn á móti 1.298.700 tonnum í fyrra. Botnfiskaflinn nú er 561.300 tonn en var í fyrra 578.700 tonn. Þorskaflinn nú er rúmlega 298 þúsund tonn en var í fyrra 315.100tonn eða 17þúsund tonn- um meiri. Karfaaflinn er 8.300 tonnum minni og skarkolaaflinn um 1.800 tonnum minni. Hins vegar er ýsuaflinn 2.500 tonnum meiri, ufsaaflinn 1.500 tonnum meiri og það sem mestu munar er að grálúðuaflinn er 11.300 tonn- um meiri. Þá er síldaraflinn 7.700 tonn- um minni, loðnuaflinn 50.200 tonnum minni, humaraflinn 540 tonnum minni og rækjuaflinn nú er 4.400 tonnum minni. Hörpu- diskur er aftur á móti 1.200 tonn- um meiri. Af einstökum verstöðvum var mestum afla landað í Vestmannaeyjum eða 10.140 tonnum. Þar af var botnfiskur 5.340 tonn og er það um 1.200 tonnum meira en botnfiskaflinn var á Austfjörðum og 300 tonn- um minna en á Vestfjörðum. -grh Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra skoðarframleiðslu Brúnáss þegar hún var kynnt í gær í verslun fyrirtækisins að Ármúla 17. Mynd - Kristinn. Iðnaður Góður árangur vöm- þróunar Próun innréttinga hjá Brúnási hf. í samstarfi við Iðntæknistofnun. Framleiðsla gœða- könnuð aflðntœkni- stofnun í fyrsta sinn Brúnás hf. á Egilsstöðum kynnti í gær árangur af vöruþró- unarverkefni sem fyrirtækið hef- ur unnið að í 2 ár í náinni sam- vinnu við Iðntæknistofnun og fleiri aðila. Um er að ræða innréttingar í eldhús, svefniher- bergi og baðherbergi. Ný efni, frumleg hönnun og hagkvæmni í framleiðslu gera fyrirtækinu kleift að bjóða vörur sem standast fyllilega samanburð í verði og gæðum við innfluttar innrétt- ingar en sem kunnugt er, er sam- keppnin við innfluttar vörur mikil á þessu sviði. Fyrirtækið hefur hlotið viður- kenningu Iðntæknistofnunar með svokallaðri vöruvottun, fyrst íslenskra framleiðenda. Húsgagnahönnuðirnir Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hönnuðu innréttingar. Brúnás hf. var stofnað á Egils- stöðum 1958 og er í dag meðal elstu byggingarfyrirtækja lands- ins. Trésmiðja hefur verið rekin frá 1962 en árið 1984 var hafin bygging á nýju 1200 m2 verkstæð- ishúsi á Egilsstöðum. Fyrirtækið festi kaup á framleiðslurétti og vélum verksmiðjunnar Haga á Akureyri og hóf framleiðslu á innréttingum 1986. íþ Netahnýting Sæmundur Kristjánsson mun handhnýta net að gömlum sið í Sjóminjasafni íslands á sunnu- dag. Sýnikennslan hefst kl. 14 og stendur til kl. 16. Auk þess geta gestir skoðað sjóminjar í safninu og fræðst um sögu undirstöðuat- vinnugreinar landans af munum, minjum, myndum og mynd- bandi. Ritgerðasamkeppni „Hvað eiga íslendingar sameigin- legt með öðrum Norðurlanda- þjóðum?“ nefnist ritgerðasam- keppni sem Norræna félagið á ís- landi beitir sér fyrir í framhalds- skólum iandsins. í boði eru glæsi- leg verðlaun fyrir fimm bestu rit- gerðirnar, flugfar til einhverrar höfuðborgar Norðurlandanna að vali vinningshafa og 50 þúsund krónur í farareyri fyrir hvern og einn. Þetta var samþykkt á þingi félagsins að Flúðum í lok októ- ber. Einnig var samþykkt að stofna Sjóð um Norræna sam- vinnu með einnar miljónar króna fjárframlagi. Hlutverk sjóðsins er að styrkja félagsdeildir Nor- ræna félagsins til norræns sam- starfs og þátttöku í samnorræn- um viðfangsefnum og til norræns kynningarstarfs. Hjónin Jóhanna Guðmundsdóttir og Guðjón Pétursson. Gjöf til Styrktarfélags vangefinna Nýlega tók Styrktarfélag vange- finna formlega við arfi eftir hjón- in Jóhönnu Guðmundsdóttur og Guðjón Pétursson. Jóhanna fæddist árið 1897 að Þjóðólfshaga í Holtum en lést árið 1970. Guðj- ón fæddist árið 1902 á Stóru- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd en lést 20. júlí í ár. Þau hjónin áttu enga skylduerfingja og höfðu með arfleiðsluskrá er gerð var árið 1970 ákveðið að allar eigur þeirra gengju til Styrktarfé- lags vangefinna, er notaði þær eða andvirði þeirra í þágu starf- semi sinnar einsog segir £ arf- leiðsluskránni. Meðal þess sem féll í hlut félagsins er einbýlishús að Þykkvabæ 1 í Reykjavík auk tæplega 800 þúsund króna í bank- abókum. Namsstyrkir Iðnaðarmannafélagið í Reykja- vík ákvað á stjórnarfundi 6. nóv- ember að hefja aftur úthlutanir úr Styrktarsjóði ísleifs Jakobs- sonar. í skipulagsskrá sjóðsins segir að tilgangur sjóðsins sé að styrkja efnalitla iðnaðarmenn til að fullnuma sig erlendis í iðn sinni. Sjóðurinn var stofnaður með gjafabréfi ísleifs Jakobs- sonar málarameistara frá Auðsholti dagsettu 10. nóvember 1929. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur tók við rekstri sjóðsins árið 1962 og var stofnfé sjóðsins á verðlagi þess árs um 2,2 miljónir króna. Fyrsta úthlut- un fór fram árið 1964 og var veitt úr honum árlega til 1986, þegar ákveðið var að úthluta ekki úr sjónum í nokkur ár vegna þess hve fé sjóðsins hafði rýrnað. Um- sóknir um styrki skulu sendar til Iðnaðarmannafélagsins í Reykja- vík, Hallveigarstíg 1. Með um- sókninni skal fylgja prófvottorð frá iðnskóla, ljósrit af sveinsbréfi og staðfesting á námi við er- lendan skóla. Umsóknir þurfa að hafa borist eigi síðar en 30. nóv- ember. Framfærslan Vísitala framfærslukostnaðar reyndist 1,5% hærri í nóvember en í október. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,6% sem samsvarar 24,4% verðbólgu á heilu ári. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala fram- færslukostnaðar hækkað um 22,8%. í hækkun vísitölunnar nú vegur þyngst 2,6% hækkun hús- næðiskostnaðar sem hafði í för með sér 0,8% vísitöluhækkun, 2,7% verðhækkun fatnaðar hafði í för með sér 0,2% hækkun og 3,1% hækkun á verði nýrra bíla olli einnig 0,2% hækkun vísitöl- unnar. Verðhækkun ýmissa ann- arra vöru- og þjónustuliða olli alls um 0,8% hækkun vísitölu framfærslukostnaðar. Röskva „Fraukur í fræðistörfum“ er yfir- skrift ráðstefnu sem Röskva, samtök félagshyggjufólks í Há- skóla íslands, stendur fyrir nk. lagardag, 18. nóvember, í Odda, stofu 101. Á ráðstefnunni verður fjallað um málefni háskóla- kvenna í nútíð og framtíð. Frum- mælendur verða Auður Styrkárs- dóttir þjóðfélagsfræðingur, dr. Landbúnaður Attfalt verð fyrir ullina? „UHarhópurinn“ gengstfyrir átaki um að bæta meðferð ullar Bóndi á vísitölubúi, sem nú hirðir ekki um ullargæði, gæti áttfaldað tekjur sínar af ullinni, ef hann færi að ráðleggingum „Ullarhópsins“ sem nú hefur gengist fyrir kynningum víða um landið. Ullin mundi þá gefa hon- um um 320 þús. kr. í stað rúmlega 40 þús. kr. Þetta kemur fram í 20. tbl. Búnaðarblaðsins Freys, sem er nýkomið út. Á vísitölubúinu eru 400 vetrarfóðraðar kindur og fyrra dæmið miðast við að bónd- inn láti féð ganga í reyfinu yfir sumarið, klippi eftir réttir, fái 1,8 kg af ull eftir kind, missi helming ullarinnar í 3. flokk og afganginn í flóka. Blaðið Freyr birtir útreikninga yfir 4 möguleika, og sá bóndi sem fær hagstæðustu útkomuna haustklippir allt fé í nóvember og hreinsar snoðið af fénu í mars eða eftir sauðburð, fær 2 kg af ull af hverri kind og 600 gr af snoði. AIls gefur snoðið tæp 60 þús. kr., eða 50% meira en það sem bónd- inn í óhagstæðasta dæminu fær í heild. 15% ullarinnar fara í úrval, 60% í 1. flokk, 15% í 3. flokk og 10% í mislitt. Þetta eru ekki óraunhæf dæmi, því blaðið Freyr telur að finna megi bæði lakari og betri dæmi en þessi. Til að ýta undir bætta með- ferð ullar hefur nú verið ákveðið að greiða sérstakan 22% bónus á hreina og óskemmda haustull, auk þess sem um nokkurt skeið hefur verið aukinn verðmunur á ull eftir flokkum. Formaður „Ullarhópsins“ er Þórarinn Þor- valdsson, bóndi á Þóroddsstöð- um, V-Hún. ÓHT Guðný Guðbjörnsdóttir, dósent í uppeldisfræði, Bryndís Bjarna- dóttir, jarðeðlisfræðingur, Guð- rún Ólafsdóttir, dósent í landa- fræði, og dr. Þórir Kr. Þórðar- son, prófessor í guðfræði. Að framsöguerindum loknum verða pallborðsumræður og umræður í hópum. Ráðstefnan er öllum opin og hefst kl. 10 árdegis og lýkur kl. 16 síðdegis. Barnagæsla verður á staðnum. Tónleikar Bjartmar Guðlaugsson heldur tónleika í Félagsstofnun stúdenta í kvöld kl. 22. Föstudags- og laugardagskvöld skemmtir hann í Hallarlundi, Vestmannaeyjum. Á þessum tónleikum mun hann flytja lög af hljómplötunni „Það er puð að vera strákur“ sem er væntanleg innan fárra daga. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.