Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Sókn kvenna - sofandi samfélag Bylting í menntun kvenna Um þessar mundir er liðlega ein öld liðin frá því að fyrsta ís- lenska konan lauk stúdentsprófi. Það var Camilla Stefánsdóttir, síðarcand. phil. frá Kaupmanna- hafnarháskóla. Þar með var sókn íslenskra kvenna til æðri menntunar hafin. Sú sókn var reyndar mjög hæg langt fram eftir öldinni, en á síðustu tveimur ára- tugum hefur hins vegar orðið gjörbreyting á menntastöðu kvenna hér á landi. Helst mætti lýsa þróuninni á þessu stutta tímabili sem byltingu, svo ör hef- ur hún verið. Sem dæmi má nefna að á árinu 1970 voru konur ein- ungis 15,3% útskrifaðra úr Há- skóla íslands. í ár eru konur orðnar rúmlega 54% háskóla- nema. Vissulega var þetta ánægjuleg þróun, og flest okkar telja hana eflaust eðlilega og í fullu sam- ræmi við þá almennu þjóðfélags- þróun sem átt hefur sér stað hér á landi á undanförnum árum. Svo er þó ekki ef betur er að gáð. Staðreyndin er nefnilega sú að á meðan konur hafa í síauknum mæli aflað sér æðri menntunar, hefur félagsleg staða þeirra alls ekki breyst sem skyldi. í þessu sambandi eru það nokkrir þættir sem koma á óvart. í fyrsta lagi hefur menntakerfi okkar ekki lagað sig að aukinni þátttöku kvenna. I öðru lagi virðist aukin menntun kvenna ekki leiða til samsvarandi hækkunar launa og aukinna áhrifa þeirra á íslenskt þjóðlíf. I þriðja lagi hafa mennta- konurnar ekki skilað sér hlut- fallslega í ábyrgðarstöður, hvorki á sviðum rannsókna og fræði- starfa né heldur á almennum vinnumarkaði. Það sama er raun- ar einnig uppi á teningnum þegar litið er til þátttöku kvenna í Anna Kristín Ólafsdóttir skrifar stjórnmála- og félagasamtökum af ýmsu tagi. í þeim hafa háskóla- menntaðir karlmenn löngum ver- ið virkir og gjarnan áhrifamiklir, en hins vegar hefur konum ekki tekist að gera sig eins gildandi í samtökum af því tagi, þrátt fyrir aukna menntun. Stóraukna sókn íslenskra kvenna til æðri menntunar á und- „Það ersártað uppgötvaþað fyrren síðarað tilþess að við getum gertþað sem við viljum þurfum við enn að berjast ogfœrafórnir“ sinni. Sú hefur þó ekki orðið raunin. Gleymdum við okkur? í dag er frekar regla en unda- ntekning að fyrirvinnur heintilis séu tvær. Algengt er að fyrir- vinnurnar séu báðar vel menntaðar og í jafn krefjandi störfum. Engu að síður hefur lítið við eigum að gera allt sem við viljunt, og að við þurfum í þeirn efnum ekki að gefa karlmönnum neitt eftir. Það er því sárt að upp- götva það fyrr eða síðar, að til þess að við getum gert það sem við viljum þurfum við enn að berjast og færa fórnir. Veru- leikinn sýnir okkur að þrátt fyrir aukið jafnrétti kynjanna, og anförnum árum má vafalaust rekja til þeirrar hugarfars- breytingar sem varð á meðal vest- rænna kvenna á sjöunda og átt- unda áratugnum. Konur fóru þá að gera kröfu til jafnréttis á við karlmenn á öllum sviðum mann- legs samfélags. Jafnframt því urðu væntingar þeirra til þeirra sjálfra meiri. Þær fóru almennt að gera sér grein fyrir því að þær gætu og ættu að miða að sams konar markmiðum í lífinu og karlar. Konum varð ljóst að þær gætu og þær ættu að afla sér æðri menntunar, axla ábyrgðaströður í þjóðfélaginu og njóta hæfileika sinna sem mest þær mættu. Marg- ar þeirra gerðu líka einmitt þetta. Sem fyrr segir hafa konur á síð- ustu árum flykkst inn í æðri menntastofnanir og út á vinnu- markaðinn, þó enn hafi þær ekki náð þar jafn miklum metorðum og karlar. Maður skyldi ætla að slíkar grundvallarbreytingar á verkaskiptingu í þjóðfélaginu kölluðu á viðbrögð og viðeigandi breytingar á formgerð þess í heild verið gert til þess að bregðast við þeim afleiðingum sem svo rót- tækar þjóðfélagsbreytingar hljóta að hafa í för með sér. Ekki er hægt að ætlast til þess að slík bylting á eðli íslensks mannlífs gangi fyrir sig án viðbragða af hálfu stjórnvalda, atvinnulífs og félagskerfis. Því miður held ég að margur geri sér ekki grein fyrir því hve hægt hefur mjakast í þess- um efnum. Við íslendingar höfum löngum verið frægir fyrir bjartsýni og fyrir þá trú að hlutirnir „reddist” alltaf, enda hamingjusamasta þjóð í heimi. Þær konur sem gerðust frumkvöðlar hér á landi að því hvað varðar sókn í æðri menntun og ábyrgðarstöður hafa eflaust líka að mestu „reddað” sínum málum, bæði innan og utan heimilis. En þær þurftu að berjast og færa ýmsar fórnir ein- mitt vegna þess að þær voru frumkvöðlar. Ungar konur í dag eru vissu- lega bjartsýnar. Flestar okkar hafa verið aldar upp í þeirri trú að kröfur síðari ára um jafna þátt- töku þeirra í menntun, atvinnulífi og félagsstörfum, verða þær kröf- ur ekki uppfylltar án fórna. Eins og alþekkt er, er það fjölskyldan sem helst verður fyrir barðinu á tímaskorti nútímamannsins og kynslóðir lyklabarna eru nú að vaxa úr grasi og nýjar koma í staðinn. Forystumenn þjóðarinn- ar nefna umrædda fjölskyldu gjarnan hornstein þjóðfélagsins á hátíðis- og tyllidögum. Við verð- um að standa vörð um þennan hornstein og hlúa að honum, ella kann illa að fara. Slíkt þarf ekki að vera ósamræmanlegt jafnrétti kynjanna. Hins vegar er brýnt að við tökum strax höndum saman og gerum þær breytingar á þjóð- félagi okkar sent nauðsynlegar eru til þess að markntiðin fari saman. Hvað er til ráða? Gera þarf skólakerfið okkar þannig úr garði að það hafi jafnrétti kynja að leiðarljósi. Þetta á við um öll skólastig, allt frá leikskóla og upp í háskóla. Félagsmótun og menntun barna og unglinga verður að miða við að gera bæði kynin jafn vel úr garði sem virka þjóðfélagsþegna með jákvæða sjálfsímynd. Rann- sóknir sýna að í þeint efnum er hér ýmsu ábótavant. Auk þessa þarf að skipuleggja og samþætta skólastarf og félagslíf barna með það fyrir augum að tryggja öryggi barnanna á meðan foreldrar sinna vinnu. Af sömu ástæðu er' nauðsynlegt að treysta dag- vistunarkerfið í sessi og efla, svo að allir foreldrar sem þess óska geti haft aðgang að því. Einnig þarf að gera dagvistunar- stofnunum það mögulegt að sinna þeim uppeldis- og menntunarskyldum sem á þær eru lagðar. Nám á háskólastigi verður að laga að breyttum að- stæðum, á þann hátt að það sé aðgengilegt nemendum af báðum kynjum, þrátt fyrir að sumir nem- enda þurfi og vilji einnig ala önn fyrir fjölskyldu á námstímanum. Að lokum verður þjóðin öll að leggja sig fram um að gera launa- jafnrétti kynjanna að veruleika. Jafnvel á sviði jafnréttisbar- áttunnar eigum við enn mjög langt í land. í dag ríkir ósamrænti milli jafn- réttisþróunarinnar og viðbragða samfélagsins við henni. Hingað til hcfur að mestu verið brugðist við ósamræminu á einstaklings- grundvelli, þ.e.a.s. málum hefur verið „reddað” frá degi til dags. Það er kominn tími til að snúa blaðinu við og finna heildarlausn. Einn áfangi að henni er að vekja fólk til umhugsunar um vandann, ræða hann og ieita ráða við hon- um. Við háskólanentar viljunt leggja okkar af mörkum og höld- um því opna ráðstefnu um þessi mál laugardaginn 18. nóvember næstkomandi. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta. Höfundur cr nemi í stjórnmálafræði við Háskóla íslands og fulltrúi stúd- enta í Háskólaráði af lista Röskvu Sér Rambó um uppeldiö? Það er gömul saga og ný að full- orðna fólkið hefur áhyggjur af unglingunum. Þó kannski fyrst og fremst gömul saga, því nú eru allir svo hressir. Sjónvarp og víd- eó eins og hver vill og útvarps- stöðvar sem aldrei þagna. Annað skemmtanalíf á heimsmæli- kvarða svo útlendingarnir verða bara hissa. „Unglingar gegn ofbeldi" er sannarlega tímabært mál. Það væri „fullorðnir gegn ofbeldi“ ekki síður. Þrátt fyrir allan hressi- leikann vofir sú hætta yfir að of- beldi í samskiptum manna setji æ meiri mörk á samfélag okkar. Þeir sem starfa með unglingum á höfuðborgarsvæðinu verða varir við að gróft ofbeldi fer í vöxt. Fyrirvaralausar árásir án tilefnis og ruddafengnar hótanir. Ó- kunnugir krakkar eru teknir fyrir og æfð á þeim höggin og spörkin úrnýjustu vídeómyndinni. Raun- ar er vitað að hér á aðeins lítill hópur unglinga hlut að máli, en hættan og ógnirnar eru þáttur í lífi mun stærri hóps. Margir eru hræddir og sumir sjá ekki annan kost til að verjast en verða sjálfir fyrri til, ógna, vopnbúast. Rætur þessarar þróunar liggja víða og verður ekki reynt hér að grafast X • • Askell Orn Kárason skrifar fyrir um þær allar. Ég vil þó benda á nokkur augljós atriði sem vega þungt. Einstaklingar í mótun draga dám af fordæmi fullorðinna. Fátt um. Sjónvarpshetjur koma þeim í stað nauðsynlegra og hollra fyr- irmynda úr raunveruleikanum. Þau eiga erfitt með að „rétta af“ þá ýktu mynd af samskiptum einfaldan hátt er niðurstaðan ótvíræð: Minnkandi samneyti kynslóðanna á heimilunum og vaxandi áhorf barna og unglinga á óvandað - oft ofbeldiskennt - >> Rannsóknir á áhrifum sjónvarpsefnis á börn sýna svo ekki verður um villst að þau sem minnsteða ótryggast samband hafa við fullorðna verðafyrir mestum áhrifum“ er áhrifaríkara til mótunar en fordæmi hinna nánustu og sam- neyti við trygga fyrirmynd for- senda fyrir heilbrigðum þroska. Börn sem fara á mis við þetta verða ráðvillt og vansæl. Þau leita sinna fyrirmynda annarsstaðar. Rannsóknir á áhrifum sjónvarps- efnis á börn sýna svo ekki verður um villst að þau sem hafa minnst eða ótryggast samband við full- orðna verða fyrir mestum áhrif- manna sem ofbeldisefni - og á því er enginn hörgull - í sjónvarpi sýnir. Þar læra þau sín siðaboð- orð; í heimi þar sem slagsmál og meiðingar eru leikur. Hjá sumum heldur vídeóið áfram úti á götu og niðri í bæ. Þrátt fyrir beina þátttöku upplifa þau sig eins og áhorfendur, án ábyrgðar á því sem fram fer. Mál- ið er að sjá „flott högg“. Þótt hér sé þetta mál sett fram á sjónvarpsefni er ein af höfuðor- sökum þeirrar óheillaþróunar sem er tilefni umrædds átaks. Foreldrar og uppalendur, lítum í eigin barm! Ætlum við okkur að vera betri, raunveru- legri og heilbrigðari fyrirmyndir en Rocky og Rambó? Askell Örn Kárason er sálfræðingur hjá Unglingahcinúli ríkisins. Athugasemd vegna Nicaragua- greinar Síðastliðinn þriðjudag birti Þjóðviljinn grein eftir undirritað- an þar sem raktar eru ástæður þess að Nicaraguastjórn nam vopnahlé úr gildi. í kjölfar þess- arar ákvörðunar rak Bandaríkja- stjórn upp mikið ramakvein og kvaðst óttast að ekkert yrði af fyrirhuguðum kosningum í landinu. Þessi áróður hefur átt auðvelt uppdráttar í fjölmiðlum. Minna hefur farið fyrir upplýs- ingum um beina íhlutun Banda- ríkjastjórnar í málefni landsins, jafnt hernaðarlega sem pólitíska. Ástæðu þess að Nicaraguastjórn kaus að rifta vopnahléniu er eink- um að leita í vaxandi árásum kontranna. f grein minni féll nið- ur fjöldi fórnarlamba árásanna. Ég tel það bagalegt og geri því þessa athugasemd. Eftirfarandi setning féll niður: Nicaraguastjórn lýsti yfir ein- hliða vopnahléi í mars 1988. Síð- an þá hafa kontrarnir myrt 73(t manns, sœrt 1153 og numið 1481 á brott. Gylfi Páll Hersir Fimmtudagur 16. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.