Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 6
___________ERLENDAR FRETTIR_____________ A ustur-Pýskaland Flóttamenn heim Binda vonir við umbœtur nýrra ráðamanna. Vonbrigði vegna húsnœðisskorts og atvinnuleysis í Vestur-Pýskalandi Kröfuganga í Austur-Berlín - breytingar sem þrýstingur almennings hefur knúið fram bera þann árangur að tvær grímur renna á þá vesturfluttu. Frá því að austurþýsk stjórnvöld luku upp landamærum sínum að Vestur-Þýskalandi á fimmtudagskvöld hefur farið fjölgandi þeim þegnum þeirra fyrir skömmu komnum vestur, sem snúa aftur til Austur- Þýskalands. Einnig fer dagfækk- andi þeim Austur-Þjóðverjum, sem flytjast vestur eða gefa til kynna að þeir hafi það í hyggju. Að sögn vesturþýska Rauða krossins hafa nú mörg þúsund Austur-Þjóðverjar í Vestur- Þýskalandi til athugunar að snúa heim. Uppgefnar ástæður eru einkum vaxandi vonbrigði með kringumstæður í Vestur- Þýskalandi, sem margt þessa fólks hafði gert sér nokkuð háar hugmyndir um. Sérstaklega eru margir óánægðir með húsnæðis- skortinn, sem er mikill í þýska vesturríkinu, og atvinnuleysið. En þar að auki eru tvær grímur farnar að renna á marga, sem áður höfðu gefið alþýðulýðveldið upp á bátinn, með hliðsjón af ráðstöfunum og umbótum gerð- um þarlendis undanfarið. Eink- Nyrstu námur heims Enn verkfall Vorkuta er okkur ólíkt meiri höfuðverkur en Berlín, segirsovéskur ráðherra Koianámumenn í Vorkuta, norðaustast í Rússiandi, sem hófu verkfall 26. okt. s.l., láta enn eng- an bilbug á sér finna og lýstu því yfir í gær að þeir myndu að engu hafa úrskurð hæstaréttar rússneska sovétlýðveldisins, þess efnis að verkfallið væri brot á ný- lega settum lögum, sem banna verkföll í vissum þýðingarmikl- um atvinnugreinum. Verkfalls- menn telja aðgerðir sínar lög- legar og segjast ekki snúa aftur til vinnu fyrr en gengið hafi verið að kröfum þeirra. Helstar af kröfunum eru að staðið sé við fyrirheit, er námu- mönnum voru gefin í verkföll- unum í júlí, og að verkfallsnefnd námumanna í Vorkuta hljóti viðurkenningu stjórnvalda. Um 26.000 manns vinna í Vorkutaná- munum, sem að sögn eru þær nyrstu í heimi, og segir Tass að verkfallið hafi í þessum mánuði kostað framleiðslutap upp á 435.000 smálestir kola. „Við höf- um ólíkt meiri áhyggjur af Vor- kuta en Berlín,“ sagði Leoníd Abalkín, hagfræðingur og vara- forsætisráðherra, við fréttamenn í Moskvu í gær. Sovátstjórn vill upplausn herbandalaga í viðtali við sovéska marskálk- inn Sergej Akhromejev, sem birtist í gær í vesturþýska vikurit- inu Stern, er haft eftir marskálk- inum að sovéska stjórnin sé fyrir sitt leyti reiðubúin að samþykkja að varnarbandalög vestur- og austurblakkar, Atlantshafs- bandalagið og Varsjárbanda- lagið, yrðu leyst upp. Akhrome- jev er helsti ráðunautur Gorbat- sjovs Sovétríkjaforseta um hermálefni. um finnst fólki opnun vestur- landamæranna og loforðið um frjálsar kosningar lofa góðu. Ofan á það eiga þeir, sem flust hafa eða flúið vestur, ekki að þurfa að óttast refsingar lengur, þótt þeir snúi heim. Rauðu krossar þýsku ríkjanna beggja komust um s.l. helgi að samkomulagi um að hjálpast að við að aðstoða þá vesturfluttu Þann 25. þ.m. hefst á vegum skandinavíska flugfélagsins SAS farþegaflug milli Stokkhólms og Tallinn, höfuðborgar Eistlands, og verður flogið á þessari leið tvisvar í viku. Er SAS fyrsta vest- ræna flugfélagið, sem tekur upp flugsamgöngur við Eystrasalts- sovétlýðveldin þrjú. Horfureru á því að SAS hefji á næsta ári áætl- unarflug til Riga, höfuðborgar Lettlands. Þetta er í samræmi við þá við- leitni Svía, sem fram hefur komið undanfarið, að taka upp bein sambönd við Eistland og Lett- land, sem þeir hafa haft mikil skipti við frá ævafornu fari og eru þeim nákomin í menningarefn- um. Ákveðið hefur verið að opna sænskar ræðismannsskrifstofur í Tallinn og Riga og til stendur að auka viðskipti og menningarleg samskipti. Þegar Sten Anders- son, utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, fór í opinbera heimsókn til Barist var af mikilli hörku í gær í San Salvador, höfuðborg Mið- Ameríkuríkisins Salvador, Ijórða daginn í röð og var mannfall mikið. Talsmaður Farabundo Martí-hreyfingarinnar í Havana sagði í gær að skæruliðar hcnnar hefðu frá því að bardagar þessir hófust fellt og sært af stjórnar- hernum um 760 manns. Stjórnar- herinn segir yfir 400 hafa fallið til Af um 365.000 erlendum stúd- entum í bandarískum háskólum þetta skólaár er rúmur helming- ur, eða 52 af hundraði, frá Austur- og Suður-Asíulöndum. Þar af eru flestir frá Kína, liðlega 29.000, næstum eins margir frá Austur-Þjóðverja, sem vinda vilja sínu kvæði í kross og halda heim. Samkvæmt samkomu- laginu verður þeim séð fyrir ráð- gjöf og hjálpað til að koma sér fyrir í „gamla landinu“ á ný. Vesturþýsk yfirvöld eru fegin þessari nýju þróun mála, þar eð fólksstaumurinn vestur var farinn að valda þeim ærnum áhyggjum, einkum vegna skorts á húsnæði Sovétríkjanna nýverið, fór hann fyrst til Tallinn, þ.e.a.s. áður en hann fór til Moskvu. SAS telur að mikil farþegaum- ferð muni verða á nýju leiðunum til Eistlands og Lettlands, en hingað til hafi vestrænum ferða- þessa, þar af um 300 skæruliða. Talsmaður Rauða krossins sagði að á sjúkrahúsum í höfuðborg- inni væru um 700 særðir menn. Enn virðist ekki mega á milli sjá, hvorir betur hafi. Stjórnar- herinn hefur sett útgöngubann allan sólarhringinn á verkamann- ahverfin í jöðrum höfuðborgar- innar, sem skæruliðar hafa að Taívan og um 24.000 frá Japan. 12 af hundraði námsmanna þess- ara eru frá Rómönsku Ameríku, álíka margir frá Evrópu, 11 af hundraði frá Austurlöndum nær og sjö af hundraði frá Afríku. fyrir fólkið að austan. Þetta er einnig mikil uppörvun fyrir stjórn Krenz. Þrátt fyrir þetta, sem og það að verulega hefur dregið úr fólks- straumnum vestur s.l. viku, eru þeir Austur-Þjóðverjar sam þangað halda ennþá miklu fleiri en hinir sem flytja aftur heim. mönnum, sem heimsækja vilja lönd þessi, þótt bagi að því að geta ekki komist þangað frá Norðurlöndum nema með því móti að fara til Leníngrad fyrst eða með ferju frá Helsinki til Tallinn. dþ. nokkru á valdi sínu, og sagt er að margt fólk þar sé nú matarlaust. Hætt er við að margir óbreyttir borgarar séu meðal þeirra, sem drepnir hafa verið og særðir. Tal- ið er að í hverfunum, þar sem barist er, sé margt sært fólk án teljandi læknishjálpar og hefur alþjóðanefnd Rauða krossins hvatt stríðsaðila til að sættast á vopnahlé, svo að hægt sé að koma þessum nauðstöddu mann- eskjum til bjargar. Skæruliðar höfðu áður boðið vopnahlé til að óbreyttir borgarar gætu forðað sér þaðan sem barist er, en ekki hefur frést af undirtektum stjórn- arhersins við því. Barist er einnig víðsvegar í landinu utan höfuð- borgarinnar, en af þeim átökum fara færri sögur. Reuter/-dþ. Hörð keppni Ortega og Chamorro Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar á vegum banda- rískrar stofnunar nýtur Daniel Ortega, forseti Níkaragva, fylgis um 40 af hundraði þess fólks á kosningaaldri, sem látið hefur skrá sig fyrir kosningarnar, er fram eiga að fara þarlendis í febr. n.k. 39 af hundraði aðspurðra sögðust ætla að kjósa Violetu Chamorro, frambjóðanda helstu stjórnarandstöðusamtakanna til forsetaembættis. Aðrir frambjóðendur til þess embættis njóta lítils fylgis, sam- kvæmt niðurstöðunum. 65 af hundraði aðspurðra sögðust hafa illan bifur á kontrum. 59 af hundraði kváðust líta á Banda- ríkin sem óvin Níkaragva en að- eins fjórir af hundraði sögðust álíta stórveldi þetta vin lands síns. 16 af hundraði aðspurðra höfðu ekki enn gert upp hug sinn til frambjóðenda til forsetaemb- ættis. Vændis- verslun í Kína í Alþýðudagblaðinu í Peking stóð í gær að vændi, fjárhættuspil og klám færi vaxandi í Kína og kennir blaðið þetta „borgaralegri frjálshyggju," þ.e.a.s. vestræn- um áhrifum. Segir blaðið að síð- ustu árin hafi yfir 14.000 manns verið handteknir í fylkinu Shand- ong fyrir verslun með konur og ungar stúlkur og hefðu um 3100 þeirra handteknu verið dæmdir. Árin 1981-88 hefðu yfirvöld fylk- isins bjargað um 16.000 konum og um 900 börnum, sem gerð hefðu verið að söluvöru. Konur og ungar stúlkur hefðu verið seld- ar með það fyrir augum að þær stunduðu vændi, en sumar til hjú- skapar eða vinnu. Walesa vill Marshall- áætlun Hinn kunni pólski verkalýðs- leiðtogi Lech Walesa, sem nú er í heimsókn í Bandaríkjunum, sagði í gær í ávarpi, sem hann flutti á sameinuðu þingi, að full þörf væri nýrrar Marshalláætlun- ar til endurreisnar efnahag Austur-Evrópuríkja. Walesa hefur verið fagnað ákaflega í Bandaríkjunum og er hann annar útlendingurinn í röðinni, sem öðlast þann heiður að vera boðið að ávarpa sameinað þing þar- lendis, án þess að vera í opinberri heimsókn á vegum erlends ríkis. Hinn var de Lafayette markgreifi hinn franski, sem veitti Banda- ríkjamönnum drjúgan stuðning í sjálfstæðisstríði þeirra gegn Bret- um. Hann ávarpaði þingið 10. des. 1824. Öldungadeild þingsins samþykkti í fyrradag 738 miljón dollara hjálp til handa Póllandi og Ungverjalandi, og er það næstum 300 miljónum dollara meira en Bush forseti hafði beðið þingið um handa ríkjum þessum. Miljón manns undir útgöngu- banni ísraelsher fyrirskipaði í gær út- göngubann a alla íbúa mikils hluta Vesturbakkahéraða og Gazaspildu, en þá var ár liðið frá því að þing Palestínumanna í út- legð lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra. Mun herstjórnin hafa óttast vaxandi róstur í tilefni afmælisins. Að sögn ísraelska út- varpsins náði útgöngubannið til rúmlega miljónar manna. dþ. Svíþjóð-Eystrasaltslönd SAS-flug til Tallinn Sten Andersson (t.v.) og starfsbróðir hans Shevardnadze í opinberri heimsókn þess fyrrnefnda til Sovétríkjanna nýverið - ævaforn sambönd Svíþjóðar við Eistland og Lettland tekin upp á ný. Salvador Mikið mannfall Asíumenn fjölmenna í USA-háskóla 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 16. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.