Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 4
• • Landsfundur Alþýðubandalagsins Heimurinn er að breytast Ólafur Ragnar Grímsson: Átökin ííslenskum stjórnmálum á nœstu árum snúast um viðbrögð við nýrri heimsmynd. Svavar Gestsson: Flokkurinn getur fylkt fleirum að baki sér. Björn Grétar Sveinsson: Flokkakerfið dautt efekki er gættjafnræðis landsbyggðarog höfuðborgarsvæðis Míundi landsfundur Alþýðu- bandalagsins var settur í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður flokksins, lagði meginá- herslu á það í setningarræðu sinni að nýjar forsendur væru að skapast í heiminum með þeim breytingum sem nú ættu sér stað í Evrópu á breiðum grundvelli. Átökin í íslenskum stjórnmálum á næstu árum muni fyrst og fremst snúast um viðbrögðin við breyttri heimsmynd, milli þeirra sem Mál Júlíusar Hafstein, borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, var tekið upp á fundi borgar- stjórnar í gær. I máli Alfreðs Þor- steinssonar, varafulltrúa Fram- sóknarflokksins, kom fram að hann telur ekkert það fram kom- ið í málinu sem breyti þeirri skoðun sinni að Júlíusi beri að skila lóðinni. Hann vék einnig að ógreiddum viðbótargatnagerðar- gjöldum, en Júlíus mun hafa greitt fyrir hádegi í gær, og sagði að almennir borgarar kæmust ekki upp með slíkt. Þeir ættu yfir höfði sér að framkvæmdir þeirra yrðu stöðvaðar ef greiðsla er ekki innt af hendi á tilskildum tíma. Vegna þessa hefur Alfreð sent borgarendurskoðanda bréf þar sem óskað er eftir rannsókn á því hvort viðskipti Júlíusar Hafstein við embætti borgarinnar hafi ver- ið með eðlilegum hætti. Eins og fram hefur komið í fréttum lagði Alfreð fram fyrir- spurn í borgarráði 14.nóvember s.l. þess efnis hvort borgaryfir- völd ætli að beita sér fyrir aftur- horfðu til framtíðaðar og hinna sem fjötraðir væru af fortíðinni, milli alþýðubandalagsfólks og þeirra sem vildu halda aftur til þess þjóðfélags sem fimm ára forræði Sjálfstæðisflokksins skapaði í anda gróðahyggju og blindrar drottnunar peningaafla. Að lokinni setningarræðu sagði Ólafur við Þjóðviljann, að á landsfundinum væri verið að setja fram áherslur gagnvart framtíðinni. Ný heimsmynd væri köllun lóðaúthlutunar til fyrir- tækis Júlíusar Hafstein, Snorra h.f. í Ijósi þeirrar staðreyndar að fyrirtækið hefur hætt mestum hluta af rekstri sínum. Júlíus Hafstein sagði á borg- arstjórnarfundinum að hér væri á ferðinni ófrægingarherferð gegn sér og sagði ekkert athugavert við lóðaúthlutunina til fyrirtækis síns, Snorra h.f. Hann sagði að þrátt fyrir að megnið af starfsemi fyrirtækisins hefði nú verið seltt, hyggðist hann stækka fyrirtækið síðar og þvt væri full þörf fyrir það húsnæði sem í smíðum væri. í þessu máli hefur gagnrýni einnig beinst að því að breytingar á skipulagi hafa verið gerðar á þann veg að umrædd bygging mun rísa á svæði sem samkvæmt skipulagi átti að vera „grænt svæði“. VilhjálmurÞ. Vilhjálms- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- manna, sagði að við það væri ekkert að athuga, enda hefði það oft verið gert áður að breyta land- notkun frá því sem skipulag gerði ráð fyrir. íþ að verða til og sérhver flokkur sem vildi vera skapandi þátttak- andi í samtíðinni, hlyti að setja fram nýjar áherslur á slíkum tímamótum. Margar þeirra væru hugmyndir sem hefðu verið lengi til umræðu, aðrar væru ferskar og nýjar en hann hefði reynt að draga þær í heilsteypta mynd sem alþýðubandalagsfólk hefði gagn- vart nýrri öld. í ræðu sinni vék formaðurinn að innri erfiðleikum flokksins og lagði áherslu á að menn slíðruðu sverðin. Ólafur sagðist vona að landsfundurinn næði að sameina flokksmenn. „Það er mjög brýnt verk ef flokkurinn á að geta risið undir því að hafa forystu fyrir sköpun nýs grundvallar í þjóðfé- laginu, að flokkurinn nái innri styrk og krafti til að fylgja fram þessum stefnumálum." Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður flokksins, sagði engan vafa leika á því að Alþýðubanda- laeið hefði haft og hefði framtíð- arsýn og framtíðarkraft sem ætti að geta verið sameinandi fyrir miklu stærri hluta þjóðarinnar en skilað hefði sér til þessa. Sér þætti mest ánðandi að menn skildu að þau tfðindi sem gerst hefðu í heiminum að undanförnu, hefðu opnuð algerlega nýja heimsmynd sem skapaði Islandi aðstæður og möguleika til að treysta lífskjör og efla íslenska menningu í þeim mæli sem væri óþekkt áður. Ef Alþýðubandalagið hefði kraft í sér til að skynj a þessa nýj u heims- mynd og benti fólki á möguleika hennar, væri hægt að safna marg- földu núverandi fylgi um flokk- inn. „Orð formannisins um að menn snúi nú bökum saman eru nákvæmlega þau sömu og ég hef sagt í mínum setningarræðum sem formaður Alþýðubandalags- ins um langt árabil,“ sagði Svav- ar. Hann vonaði sannarlega að mönnum auðnaðist að ná sam- stöðu á fundinum. Þar skipti mestu máli að menn horfðu á málefnin og reyndu að ná þar samstöðu, út frá þeim forsendum sem Ólafur nefndi að menn virtu sjónarmið hvers annars og áttuðu sig á að floksmenn væru saman komnir sem ætli sér að leiða flokkinn áleiðis á vit nýrrar heimssýnar. Einn af fjölmörgum fulltrúum landsbyggðarinnar á fundinum er Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði. Hann sagðist halda að Alþýðubandalagið eins og aðrir flokkar gerði sér grein fyrir því að flokkakerfið væri dautt ef kröfunni um jafnan rétt til búsetu og atvinnu úti á landi væri ekki sinnt. Þá myndu önnur öfl rísa upp og framkvæma sósíal- ismann eins og ætti að fram- kvæma hann. „En ég er mjög bjartsýnn eftir að hafa hlustað á orð formannsins," sagði Bjöm Grétar. Hann sagðist vona að lands- fundarfulltrúar færu heim af fundinum í sameinuðum flokki. Menn létu af þeim öldum sem verið hefðu uppi undanfarin ár. Þetta væri í raun krafa lands- byggðarinnar og hrein og bein skilaboð til landsfundarins frá Alþýðubandalaginu á Höfn. Innanflokksværingum yrði að linna. -hmp Borgarstjórn lóðaúthlutun gagnrýnd Alfreð Þorsteinssonferfram á rannsókn á viðskiptum Júlíusar Hafstein við embœtti borgarinnar. Júlíus Hafstein: Ekkert óeðlilegt við lóðaúthlutunina Á fundi borgarstjórnar í gær var lóðaúthlutun til Júlíusar Hafstein, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, eina málið sem tekið var til um- ræðu Mynd-Jim Smart Aðalfundur LÍÚ Afkoma bátaflotans er afleit Um 650 miljón króna tap varð á rekstri báta 1988 og stefnir í 1,2 miljarða í ár. Togarar reknirmeð hagnaði. Helmingurteknaþeirraaf ferskfisksölu erlendis Asíðasta ári var afkoma báta- flotans afleit en þá varð halli á rekstri þeirra um 8% af tekjum eða sem nemur um 650 miljónum króna. í ár bendir allt til þess að hallinn verði um 13% af tekjum eða sem samsvarar rúmum 1,2 mifjarði króna. Aftur á móti er togaraflotinn rekinn um þessar mundir með 4% hagnaði. Mismuninn á afkomunni segja útgerðarmenn vera aðallega út af því að launakostnaður báta sé 12% hærri en á togurum og að hann verði ekki leiðréttur nema í kjarasamningum en ekki af stjórnvöldum. Þetta kom fram á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegs- manna sem hófst í gær og lýkur seinnipartinn í dag. Aðalmál fundarins auk afkomu fiskiskipa- flotans eru drögin að frumvarpi til laga um fiskveiðistjórnun sem sjávarútvegsráðherra hyggst leggja fyrir þing í byrjunnæstaárs. í setningarræðu Kristjáns Ragnarssonar framkvæmda- stjóra LÍÚ í gær kom fram að ráðstöfun aflans skiptir einnig verulegu máli fyrir afkomu fiski- skipaflotans. Samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnunar er meðalverð fyrir afla sem landað er hér heima 33 - 35 krónur en fýrir hvert kíló fisks sem seldur er ferskur er- lendis frá 85 - 93 krónur. Kostn- aður við að senda fiskinn utan er hins vegar 25 krónur á hvert kíló. Bátar hafa þannig 29% af tekjum sínum af ferskfiskútflutningi, minni togarar 37% og stórir 53% af tekjum. Kristján sagði að ef flotinn seldi allan sinn afla innan- lands mundi afkoma hans versna um 2,3 miljarða króna. í ár er áætlað er að sjávarvöru- framleiðslan verði um 56 miljarð- ar króna í ár sem er lækkun um 2% frá fyrra ári þegar tekið er tillit til breytinga á innlendu verð- lagi á árinu. Að sama skapi þegar tillit hefur verið tekið til verð- breytinga í markaðslöndum ís- lendinga er söluverð á helstu út- flutningsafurðum nú mun lægra en verið hefur undanfarin ár. Frystur fiskur er á 12% lægra verði en meðalverð síðustu 3ja ára, saltfiskur er á 14% lægra verði, rækja á 23% lægra verði, hörpudiskur 7% lægra, loðnu- mjöl 3% og loðnulýsi á 20% lægra verði. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.