Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. nóvember 1989 197. tölubíað 54. órgangur. Þaðersamahvortkötturinnerhvítureðasvartur, baraefhannveiðirmýs.varhaft eftir austrænum stjórnmálaleiðtoga. Mynd: Jim Smart. Landsfundurinn Steingrímur gegn Svanfríði SteingrímurJ. Sigfússon: Liðskönnunígangi. Svanfríður Jónasdóttir: Kemurmérekkiáóvart. Björn Grétar Sveinsson gefur ekki kost á sér sem ritari ef Steingrímur J. fer gegn Svanfríði. 45 manns hafa tekið til máls íalmennum stjórnmálaumrœðum Igærkvöldi benti allt til þess að Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og landbúnaðarráð- herra gæfi kost á sér til varafor- manns Alþýðubandalagsins gegn Svanfríði Jónasdóttur sem lýsti því yfir í gær að hún væri reiðu- búin að gegna starfinu áfram. Steingrímur J. vildi ekki gefa afdráttarlaust svar í gær þegar Þjóðviljinn bar þetta undir hann. Hann sagöi að mikið hefði verið við sig rætt og að menn hefðu hist og segja mætti að óformleg liðs- könnun væri í gangi. „Mér eru efst í huga málefna- áherslur og það hefur ekki farið fram hjá neinum að hörð gagnrýni hefur beinst að foryst- unni fyrir bæði hugmyndir og verklag í ríkisstjórn og ínnan flokks." Svanfríður sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart, að það hefði alltaf nætt um forystu Alþýðu- bandalagsins. Hún sagði því að skoðanaskiptin á landsfundinum væru mjög eðlileg. Hinsvegar sagði hún að fundurinn hefði bor- ið meiri svip naflaskoðunar en hún hefði átt von á og að kannski væri hann að breytast í þá hug- myndafræðiráðstefnu, sem ætlun hefði verið að halda innan skamms. Svanfríður Jónasdóttir lagði áherslu á að flokkurinn hefði fjallað rækilega um byggðamál á kjördæmisþingum og ráðstefnum frá síðasta landsfundi, sem hún telur eitt mesta jafnréttismál þjóðarinnar um þessar mundir. Menn sem vel til þekkja full- yrða að Björn Grétar Sveinsson ritari flokksins muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs ef Steingrímur J. fer fram gegn Svanfríði. Það er svo ljóst að Bjargey Einarsdóttir gjaldkeri flokksins gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Kosningar til stjórnar og fram- kvæmdastjórnar flokksins fara fram kl. 16 í dag. Búast má við mikilli spennu, ekki bara í kjöri varaformanns flokksins heldur einnig í kjóri til framkvæmda- stjórnar og er ljóst að átökin verða mikil þar. Á sunnudag fer svo fram kjör til miðstjórnar flokksins. Mikil umræða var á landsfund- inum í gær. Alls hafa 45 manns tekið þátt í almennum stjórnmálaumræðum frá því að landsfundur hófst á fimmtudags- kvöld. Umræðum sem átti að ljúka um fjögurleytið lauk ekki fyrr en um áttaleytið. Fundar- menn tjáðu sig um allt milli him- ins og jarðar en mest þó um stór- iðju, fiskveiðistefnuna og Evr- ópubandalagið. Þá eyddu margir ræðumenn drjúgum tíma í að fjalla um hvort Alþýðubandalag- ið ætti að sækja um aðild að Al- þjóðasambandi jafnaðarmanna og skipti þar mjög í tvö horn. Þá bar töluvert á gagnrýni á ríkis- stjórnina og á stjórn flokksins en sumir ræðumenn vörðu þó gerðir forystunnar. Kristín Á. Ólafsdóttir borgar- fulltrúi talaði um huglæga Berlín- armúra í ræðum ýmissa lands- fundarfulltrúa utan um fortíð, klisjur og einangrun. Skúli Alexandersson þingmað- ur sagði að tillöguflóðið inn á þingið frá vissum aðilum, og átti þá við félögum í Birtingu, væri ætlað til þess að draga athyglina frá mistökum ríkisstjórnarinnar og brýnustu verkefnum. „Hér virðist eiga að tala um og skil- greina allt annað en framtíðina." Skúli taldi stöðu flokksins mjög slæma og að á meðan ættu menn ekki að hæla sér. Bæði Benedikt Davíðsson for- maður Sambands byggingar- manna og Asmundur Stefánsson forseti ASÍ kvörtuðu yfir sam- bandsleysi flokksins við verka- lýðshreyfinguna og þá kaupmátt- arskerðingu sem orðið hefur og Páll Halldórsson formaður BHMR tók í sama streng. OHT/Sáf Alheimurinn Landsfundurinn og Jímahvörf in£ 9Iandsfundur Alþýðubanda- ¦ lagsins er haldinn á ein- hverjum merkilegustu tímahvörf- um sem sögur fara af, tilkynna nú stjörnuspekingar og ýmsir áhuga- menn um dulfræði. Látið hefur verið boð út ganga um að 17., 18. og 19. gangi yfir jörðina „Tíma- hvörf' (Time Warp) og nái há- marki kl 23.23 á laugardags- kvöldið. „Okkur er gefinn aðgangur að mjög svo magnaðari alheims- orku" þessa daga, nú hafa „austrið og vestrið nálgast" og „ótrúlegir jarðskjálftar gengið yfir, bæði í eiginlegri og óeigin- íegri merkingu". Allir hópar sem mynda sterka samkennd þessa „tímahvarfa- daga" geta framkallað feikna orku til góðra hluta. „Tímahvörf- in" hófust skv. nákvæmum út- reikningum kl. 21:05 að íslensk- um tíma á föstudagskvöldið. ÓHT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.