Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 2
ERLENDAR FRETTIR Salvador Um 800 sagðir fallnir Bardagar héldu áfram í norðurhverfum San Salvador, höfuðborgar Mið-Ameríkuríkis- ins Salvador, í gær og var það sjötti dagurinn í röð, sem barist var þar í borg. Samkvæmt einni frétt hafa nærri 800 stjórnarher- menn og skæruliðar fallið í bar- íslamskur útvarpsstióri Dæmdur fyrir róg gegn gyðingum Ahmed Rami, ábyrgðarmaður íslamskrar stuttbylgjuút- varpsstöðvar, Radio Islam, á Stokkhólmssvæðinu, hefur verið dæmdur af þingrétti Stokkhólms til sex mánaða fangelsisvistar fyrir hatursáróður gegn gyðing- Prjár miljónir vesturyfir Um þrjár miljónir Austur- Þjóðverja ferðuðust til Vestur- Þýskalands í gær og eru þá ekki með taldir þeir, sem til Vestur- Berlínar fóru. Gífurlegar um- ferðarteppur mynduðust á sam- gönguleiðum og sagði talsmaður vesturþýsku landamæragæslunn- ar að ösin væri slík að við ekkert yrði ráðið. Austurþýsk yfirvöld hafa nú veitt um 9,5 miljónum manna vegabréfsáritun, en alls eru íbúar Austur-Þýskalands um 16,5 miljónir. í pósthúsum og bönkum vestan landamæra fær ennþá hver Austur-Þjóðverji sem vill 100 mörk að gjöf frá vest- urþýska ríkinu. um. Rami hafði í útvarpinu m.a. haldið því fram að gyðingar væru kynferðislegir öfuguggar og að uppspuni væri að þeir hefðu verið hrannmyrtir í heimsstyrjöldinni síðari. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að Rami hefði í út- varpið flutt illmæli um gyðinga, tekin upp úr Mein Kampf Hitlers og þýska nasistablaðinu Der Stúrmer, sem iðkaði einkar sóða- legan róg gegn gyðingum. Einnig hafði Rami í sínum áróðri gegn gyðingum notað sem „heimildar- rit“ Prótókoll síonsöldunga, fals- rit sem leyniþjónusta rússnesku keisarastjórnarinnar kom á fram- færi á sínum tíma. Var því ætlað að telja fólki trú um að til væri alþjóðlegt samsæri gyðinga um að ná yfirráðum í heiminum. í dómnum er Radio Islam svipt sendingarleyfi. Rami kveðst ætla að áfrýja dómnum, sem hann segir sanna ekkert annað en að sænska dómsmálakerfinu og raunar öllu sænska þjóðfélaginu sé stjórnað af síonistum. SvD/-Reuter/-dþ. dögum þessum, auk þess sem fjöl- di óbreyttra borgara hefur verið drepinn. Morðsveitir á snærum hers og lögreglu hafa haft sig allmjög í frammi síðan bardagar þessir hófust og á fimmtudag ruddist ein þeirra inn í Mið-Ameríku- háskólann í San Salvador, sem stjórnað er af jesúítum, og skaut til bana sex presta, þeirra á meðal rektor háskólans, og konu hú- svarðar og 15 ára dóttur hennar. Rektorinn og þrír aðrir hinna myrtu presta voru Spánverjar. Stjórnarhermenn óðu í gær inn í kirkjur og höfðu á brott með sér 12 erlenda hjálparstarfsmenn á vegum lútherskra kirkna, sem þar höfðu leitað hælis. Tugþúsundir óbreyttra borg- ara hafa flúið hverfin, þar sem barist er. Bandaríkin, sem veita Salvadorsstjórn stórfellda efna- hags- og hernaðaraðstoð, hafa hraðað vopnasendingum til stjórnarhersins. Reuter/-dþ. Collor á fundi í kosningabaráttunni, sem þótt hefur minna á karníval. Brasilíukosningar Forsetakosningar fóru fram í Brasilíu á miðvikudag og er haft fyrir satt þar í landi að með þeim hafi þar endanlega lokið tímabili einræðis og valdsmennsku herforingja. Eru þetta fyrstu beinu forsetakosning- arnar þarlendis í næstum þrjá áratugi. Pegar 66 af hundraði atkvæða höfðu verið talin hafði Fernando Collor de Mello, hægrisinnaður og lýðskrumari sagður, fengið flest, en ólíklegt var að hann næði helmingi greiddra atkvæða. Fái hann ekki hreinan meirihluta verður að kjósa aftur milli tveggja fylgismestu frambjóðenda 17. des. Helstu keppi- nautar Collors eru Luiz Inacio Lula da Silva og Leonel Brizola, báðir vinstrisinnaðir. A ustur-Þýskaland Ný efnahagsmálastefna boðuð H ans Modrow, nýorðinn for- sætisráðherra Austur- Þýskalands, tilkynnti í gær stefn- ubreytingu í efnahagsmálum. Segir hann meginatriði nýju stefnunnar vera að reynt verði að hafa það besta bæði frá kapítal- isma og sósíalisma. Aætlunarbú- skapur verði áfram -viðhafður en markaðskerfi jafnframt innleitt. Austurþýska þingið, Volks- kammer, samþykkti þessar boð- uðu aðgerðir í efnahagsmálum einróma. Modrow sagði að skattar yrðu lækkaðir, starfsliði þess opinbera fækkað og greitt fyrir utanríkis- verslun og einstaklingsframtaki. Þá verði ekki hjá því komist að draga úr niðurgreiðslum á nauðsynjavörum. Af hálfu vest- Sam Nujoma Lestarþjónn verður forseti Nærri fullvíst er talið að Sam Nujoma, leiðtogi Alþýðusamtaka Suðvestur-Afríku (South West Afrika People's Organisation, SWAPO), verði fyrsti forseti Namibíu (sem áður var nefnd Suðvestur-Afríka) er land þetta verður sjálfstætt á næsta ári. í kosningunum til stjórnlagaþings þarlendis í s.l. viku fékk SWAPO hreinan meirihluta, rúmlega 57 af hundraði atkvæða og 41 þingsæti af 72 alls. Shafiishuna Samuel Nujoma stendur á sextugu, fæddist 12. maí 1929 í sveitaþorpi í Ovambo- landi. Síðla á 6. áratug, ef ekki fyrr, var hann kominn til Suður- Afríku og vann þar sem þjónn við járnbrautirnar. Þá var apart- heidkerfið þegar komið og varð óánægja blökkumanna með það, bæði í Namibíu og Suður-Afríku, til þess að Nujoma hóf þátttöku í kjarabaráttu og stjórnmálum. Hann og fleiri Ovambomenn komu á laun saman á fundi í rak- arastofu í Höfðaborg til að skipu- leggja andstöðu við vinnulöggjöf Suður-Afríkustjórnar, er mjög þrengdi kosti svartra verka- manna. 1957 stofnuðu þeir fé- lagar Þjóðþingsflokk Ovamboal- þýðu (Ovamboland People's Congress). Sama ár var Nujoma rekinn úr vinnu við jámbrautirn- ar vegna afskipta af stjórn- og verkalýðsmálum. Hélt hann þá til Windhoek, höfuðborgar Nami- bíu. í samræmi við apartheid- lögin höfðu ráðamenn þar í borg þá á prjónunum áætiun um að láta alla blökkumenn borgarinn- ,.ar búsetja sig í borgarhluta að nafni Katutura, sem var í all- nokkurri fjarlægð frá íbúðar- hverfum hvítra landa þeirra. Nu- joma gerðist forustumaður blökkumanna, sem beittu sér gegn þessu. í des. 1959 kom til harðra átaka vegna þessa milli lögreglu og mótmælandi blökku- manna og voru 13 þeirra síðar- nefndu drepnir. Snjall í alþjóða- stjórnmálum Nujoma var handtekinn, en látinn laus gegn tryggingu og not- aði þá tækifærið til að flýja land. Eftir það dvaldi hann í útlegð þangað til hann sneri aftur til Namibíu í sept. s.l. við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Skömmu eftir landflóttann stóð hann fyrir stofnun SWAPO og var forseti samtakanna frá upp- hafi. Fyrstu árin var yfirlýst stefna þeirra að berjast fyrir rétt- indum blökkumanna með friðsamlegu móti en 1966, eftir að Suður-Afrika hafði neitað að hlýðnast boði Sameinuðu þjóð- anna og Alþjóðadómstólsins um að láta af yfírráðum í Namibíu, hófu þau skæruhernað. Þau átök héldu áfram þangað til s.l. ár, er Angóla, Kúba og Suður-Afríka komust að samkomulagi um að Namibía yrði sjálfstætt ríki. SWAPO var ekki aðili að því samkomulagi, en lét það gott heita. Á útlegðarárunum dvaldist Nujoma lengst af í Ghana, Sambíu, Tansaníu og Angólu en var sérstaklega seinni árin mikið í ferðalögum í Evrópu, einkum í Sovétrfkjunum og á Norður- Nujoma - vinamargur í Moskvu og á Norðurlöndum. PROFILL löndum, þar sem hann fékk sam- úð og stuðning valdhafa og vinstrimanna. Hann hefur þótt hrífandi stjórnmála- og áróðurs- maður, snjall við að kynna mál- stað samtaka sinna og hagnýta kringumstæður í aiþjóðastjórn- málum þeim í vil. Meðal stuðn- ingsmanna SWAPO, sem að miklum meirihluta til eru Ovambomenn eins og hann, nýt- ur hann nánast tilbeiðslukenndra vinsælda. Fyrrverandi liðsmenn samtakanna halda því hinsvegar fram, að þeim félögum þeirra, sem féllu í ónáð hjá forustunni, hafí verið refsað með fangelsun- um, illri meðferð og pyndingum. Umdeilt er hversu ábyrgur Nu- joma sjálfur sé fyrir því. Forustu- menn SWAPO segja ásakanir þessar tilhæfulausar. Umskipti hjá Ovambo Fyrir útlegðartímann ól Nu- joma allan aldur sinn undir suðurafrískum yfírráðum og var tæplega tvítugur er suðurafríski Þjóðernisflokkurinn kom til valda með apartheid sem megin- atriði á stefnuskránni. Fram til þess tíma hafði Ovamboþjóð- flokkurinn lítt haft sig í frammi gegn suðurafrískum ráða- mönnum, enda voru höfðingjar þjóðflokksins Suður-Afríku einkar undirdánugir. Það breyttist er Suður-Afríka fór að nýta námuauð Namibíu og leggja þar járnbrautir. Það kallaði á vinnuafl frá Ovambolandi, þar sem helmingur landsmanna býr, og nýjar aðstæður, sem þannig komu til, gerbreyttu viðhorfum þorra Ovambomanna. Sam Nu- joma var frumkvöðull þeirrar hugarfarsbyltingar frá upphafí. Kvæntur er Sam Nujoma og á fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. dþ. urþýsku stjórnarinnar hefur ver- ið gefið í skyn að þetta sýni að Modrow sé alvara með að koma á gagngerum breytingum. Modrow hefur myndað nýja ríkisstjórn með miklu færri ráð- herrum en voru í þeirri fráfar- andi. í nýju stjórninni er sérstak- ur ráðherra efnahagsmála, sem ekki var í gömlu stjórninni, og er bent á það sem merki þess hvílíka áherslu Modrow leggi á efna- hagsmálin. Smáflokkar þeir, sem til þessa hafa verið valdalitlir fylgifiskar ríkisflokksins, fá aukna hlutdeild í nýju stjórninni. Reuter/-dþ. Búlgaría Meðí glasnost og perestrojku Að mati fréttaskýrenda hefur Búlgaría bæst í hóp þeirra austantjaldsríkja, þar sem breytingar og umbætur eru á döf- inni, og hafði þó ekki endilega verið búist við því af Petar Mla- denov, hinum nýja aðalvaldhafa þarlendis. í gær sagði Todor gamli Zhivkov af sér embætti forseta landsins og er haft fyrir satt að hann hafi ekki sleppt því viljugur og ekki heldur stöðu að- alritara ríkisflokksins fyrir viku. í fyrradag viku einnig nokkrir aldraðir menn, sem lengi höfðu þjónað Zhivkov, úr háum stöð- um í flokknum og yngri menn og umbótasinnaðri taldir voru kjörnir í þeirra stað. Búlgarskir andófsmenn, sem hingað til hafa orðið að fara heldur lágt, telja að Mladenov sé alvara með að inn- leiða umbætur í anda glasnosts og perestrojku. En bæði þeir og er- lendir stjórnarerindrekar í Sofíu álíta að allt það muni fara fram hægar og með meiri rólegheitum en í öðrum austantjaldslöndum hingað til. Reuter/dþ. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.