Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 4
FRETTIR Jöjmmarsjóður Nýtt og breytt hlutverk Um áramótin taka gildi ný lög um tekjustofna sveitarfélaga sem munu gjörbreyta hlutverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í þá veru að hér eftir verður hlutverk hans að mestu bundið við tekju- og gjaldasöfnun smærri sveitarfé- laga. Tekjur sjóðsins verða þá 1,4% af beinum og óbeinum tekj- um ríkissjóðs, landsútsvör og vaxtatekjur. Helstu nýmælin eru að nú mun Jöfnunarsjóðurinn ekki aðeins bæta tekjuvöntun sveitarfélaga er hafa lægri tekjur en sambæri- leg miðað við meðalnýtingu tekjustofna, heldur mun og sjóð- urinn taka þátt í kostnaði sveitarfélaga frá 200 - 3000 íbúa vegna þjónustu sem talist getur eðlilegt að sveitarfélög af þessari stærð veiti. Þá mun Jöfnunarsjóður sveitarfélaga taka við mikilvægu hlutverki varðandi grunnskóla- kostnað og rekstur tónlistarskóla í minni sveitarfélögum svo og að bæta aukinn kostnað sem sveitarfélög verða fyrir vegna breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga og ekki er bætt sér- staklega. Von bráðar er að vænta útgáfu nýrrar reglugerðar frá félags- málaráðuneytinu um ráðstöfun fjár úr jöfnunarsjóði þar sem gerð verður grein fyrir með jónustukjarni og dagdvöl fyrir aldraða í Kópavogi var formlega tekin í notkun í gær á 10 ára afmæli Sunnuhlíðarsamtak- anna. Þetta er fyrri áfangi bygg- ingarinnar en í honum eru m.a. borðsalur fyrir 70 - 80 manns, lítil verslun, hárgreiðslustofa, fót- snyrtistofa, aðstaða fyrir heima- þjónustu aldraðra og skrifstofur Sunnuhlíðar. í dagdvölinni verður lögð áhersla á félagslega þjónustu við þá aldraða sem búa í heimahús- um en fyrirmyndin að rekstrinum er sótt í Múlabæ. Boðið verður upp á fjölbreytta tómstunda- vinnu og félagslíf og fólk sótt á morgnana og ekið heim síðdegis. Reiknað er með að um 20 ein- staklingar geti nýtt sér þessa þjónustu í einu en þar sem reynslan sýnir að fæstir kjósa að koma alla daga vikunnar verður hægt að veita mun fleiri þjónustu. Nýja byggingin er fjármögnuð með gjöfum og styrkjum frá að- ildarfélögum og einstaklingum, með framlagi úr framkvæmda- hvaða hætti jöfnun verður fram- kvæmd. sjóði aldraðra og framlagi frá Kópabogsbæ, auk skammtíma- lána frá Húsnæðisstofnun. Sunnuhlíðarsamtökin voru stofnuð af ýmsum félagasam- tökum í Kópavogi árið 1979, með það fyrir augum að vinna að úrbótum á aðstöðu eldri borgara í bænum. Nú 10 árum síðar hafa samtökin byggt fyrir 400 miljónir króna. Fyrsta verkefnið sem ráð- ist var í var hjúkrunarheimili sem tekið var í notkun fyrir rúmum 7 árum. Síðar var hafist handa við byggingu þjónustuíbúða og hafa nú verið byggðar 40 slíkar íbúðir. í fréttabréfi Sunnuhlíðar kemur fram að um 200 manns hafa haft samband við samtökin og óskað eftir slíkri fbúð. í tilefni af afmæli Sunnuhlíð- arsamtakanna verður opið hús fyrir alla bæjarbúa í dag milli klukkan 15 og 17. Kaffi og með- læti verður á boðstólum og eru bæjarbúar hvattir til að fjöl- menna og líta árangur samstöðu sinnar augum. iþ Vífilsstaðir Golfvöllur r I Garðabæ Kostar um 80 miljón- ir. Hefur engin áhrifá Vífilsstaðaspítala „Við sóttum fyrst um leigu á lóðinni 1986 en það hefur tekið tíma að vinna málinu fylgi. Við höfum nú undirritað samning við Ríkisspítala um að koma á fót golfvelli á lóð Vífilsstaðaspítala,“ sagði Björn Ólsen hjá Golfklúbbi Garðabæjar en Garðbæingar munu eignast 18 holu golfvöll á þessum stað á næstu árum. Björn sagði vel við hæfi að nota þetta land undir golfvöll því svæðið væri geysilega fallegt. Golfvellir væru einhver mest not- uðu útivistarsvæði sem til eru og því hægt að skipuleggja góðan og fallegan völl við Vífilsstaði. Samningurinn sem um ræðir er til 20 ára en með hugsanlegri fram- lengingu 20 ár til viðbótar. Björn sagði slíkan golfvöll ekki kosta undir 80 miljónum króna þegar allt væri tínt til. Að sögn Péturs Jónssonar framkvæmdastjóra Ríkisspítal- anna hefur golfvöllurinn engin áhrif á starfsemi Vífilsstaðaspít- ala. „Við viljum miklu frekar leigja landið undir þess háttar starfsemi en að byggja þar íbúð- arhverfi. Spítalinn og öll húsin í kring munu standa óhreyfð í eigu Ríkisspítala þótt golfvöllur verði byggður á svæðinu,“ sagði Pétur. -þóm Boðið var upp á kaffi og með því við opnun þjónustukjarnans við Sunnuhlíð í gær. Mynd - Kristinn. -grh Sunnuhlíð Stöðug uppbygging Pjónustukjarni og dagdvölfyrir aldraða tekin ínotkun í Kópavogi álOára afmœli Sunnu- hlíðarsamtakanna FRÉTTAKORN Gallerí List Upplagseftirlitið stærst Tímaritið Þjóðlíf er útbreiddast af þeim tímaritum sem taka þátt í upplagseftirliti tímarita og fréttablaða hjá Verslunarráði. Samkvæmt upplagseftirlitinu var prentað upplag hvers tölublaðs Þjóðlífs í maí til september 13.600. Þar af var 10.833 dreift í áskrift og 2.741 dreift í lausasölu að meðaltali. Heilsurækt og næring var prentaðí 10.000 eintökum, þaraf var 1.250 dreift í áskrift og 6.400 í lausasölu. Þá kemur Heimsmynd en prentað upplag hvers tölu- blaðs er frá maí til september 9.760. Heimsmynd dreifir mest í lausasölu eða 8.333 eintökum en 1.372 eintök fara í áskrift. Heilbrigðismál og Æskan eru svo prentuð í um 8.500 eintökum og dreift í áskrift um 7.300 eintök. Önnur tímarit eru ekki með í upplagseftirlitinu. Fjögur frétta- blöð eru hinsvegar með. Hafnfirska fréttablaðið og Víkur- fréttir eru bæði prentuð í 5.500 eintökum en Bæjarins besta og Vestfirska fréttablaðið í 3.600 eintökum. Mest allt upplag allra þessara blaða er stofnanir. -Sáf Neytendur Bylting í smjörlíkisgerð Hluti söluandvirðis til styrktar geðsjúkum Fyrirtækið Kjarnavörur hf. hefur nýlega hafið sölu á Kjarna-smjörlíki sem eingöngu er unnið úr jurtaolíum. Bakarar landsins hafa notað smjörlíkið um árabil en nú er það í fyrsta skipti boðið til sölu á almennum neytendamarkaði. Fram að ára- mótum rennur hluti af söluand- virði þess til styrktar geðsjúkum. Að sögn Óttars Haukssonar framkvæmdastjóra Kjarnavara hf. er framleiðslan mikil bylting í gerð smjörlíkis því það er fram- leitt úr allt öðrum efnum en þeim sem notuð eru við hefðbundna smjörlíkisgerð með mun fjöt- breyttari eiginleikum. í þessu smjörlíki eru eingöngu jurta- olíur, soya, sólblóma- og kókoso- líur. í því er hátt hlutfall fjöl- ómettaðra fitusýra um 20% inni- haldsins og kólestermagn því í al- gjöru lágmarki. -grh Margbreytileikinn heillar Ella Magg: Sé alltaf nýjar og nýjar týpur, ný og ný form r Eg hef aðallega tekið manneskjuna fyrir í mínum myndum því margbreytilciki hennar heillar mig. Ég sé alltaf nýjar og nýjar týpur, ný og ný form, scgir Ella Magg, sem í dag opnar sýningu í Gallerí List, Skipholti 50 B. Ella lærði myndlist í Reykjavík og Amsterdam, lauk prófi frá Rietveldt Akademíunni vorið 1987 og hefur starfað svo til eingöngu við myndlist síð- an. Hún hélt einkasýningu í Amsterdam í aprfl í vor og sú sýning fór síðan til Antwerpen í Belgíu í sumar. - Ég sýni verk unnin á þessu ári, - segir hún, - valdi úr það besta og verð með 2 stórar myndir, 6 minni og svo töluvert af litlum, allar unnar með blandaðri tækni. Auk þess sel ég póstkort sem ég lét gera eftir myndum á sýningunni. - Ég hef ekki tekið mér neina ákveðna stefnu sem fyrirmynd, heldur þróað minn eigin stfl, þó ég hafi að sjálfsögðu kynnt mér margt í sambandi við listasöguna. Og auðvitað verður maður fyrir ein- hverjum áhrifum, það hefur til dæmis mikil áhrif á mig að fara á góðar sýningar. En undanfarið hef ég tekið stefnuna sjálf. Ég er stöðugt að uppgötva nýja litatóna, það er óendanlegt verkefni að stúd- era litina. - Myndlistin hefur verið mitt aðalstarf og áhugamál síðan ég kom frá námi. Fyrir mér er lífið mjög innantómt ef ég mála ekki en hinsvegar er þetta endalaus leit að hinu fullkomna verki. Það krefst mikillar vinnu að ná góðum árangri í mynd- list og þetta er ekki eins og venjuleg vinna, því ef einhver hugmynd er að fæðast verð ég að hrinda henni í framkvæmd hvort sem það er á nóttu eða degi - Ég kann vel því frelsi sem fylgir því að vera minn eigin herra þó auðvitað krefjist það mikils sjálfsaga að vinna á þennan hátt. Ég sveiflast á milli þess að hafa ágætis tekjur og engar svo stund- um verð ég að beita fyrir mig hörkunni. Það mikil- vægasta er að halda áfram að æfa sig og missa ekki móðinn, fyrir mér er þetta eins og að spila á hljóð- færi, maður verður stöðugt að æfa sig til að halda sér í þjálfun og geta gert betur. - Sýningin er fyrir mér eins og kaflaskil. Stund- um er nauðsynlegt að staldra við og meta það sem maður hefur gert og með sýningunni finnst mér ég Ella Magg: Mikilvægt að missa ekki móðinn. Mynd - Kristinn. ljúka vissum áfanga. Héldi ég stöðugt áfram væri ég eins og asninn sem eltir gulrótina án þess að ná henni nokkurn tímann. - Á þessari sýningu eru að koma fram hjá mér litir, sem ég hef ekki notað áður, meiri birta, svo hún er í rauninni þáttaskil. Mér finnst ég hafa lokið kafla í bók, sem enn er ekki séð fyrir endann á. LG 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. nóvember 1969

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.