Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 9
NÝR GRUNDVÖLLUR FYRIR NÝJA TÍMA Auðlindir og umhverfi á nýrri öld Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og landbúnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon sagði að kjarninn í erindi sínu um það umhverfi sem íslensku þjóðinni gæti staðið til boða í upphafí ný- rrar aldar væri sá að mögu- leikarnir væru miklir bæði á grundvelli þeirra auðlinda sem við búum að og nýtum í dag og vegna ýmissa gæða sem við getum notið og nýtt í framtíðinni, hreint loft, land, vatn og haf, sívirkar orkulindir, dýrmætar lífrænar orkulindir, olnbogarými, land- fræðileg lega o.fl. o.fl. „En ekkert kemur þó af sjálfu sér. Kostum landsins er auðvelt að spilla og það er ekkert sjálfgef- ið fyrir litla þjóð, síst alls það, að við náum að nýta okkur sem skyldi möguleikana sjálfum okk- ur til hagsbóta.“ f*á fjallaði Steingrímur um samgöngumálin og sagði að í ráðuneytinu væri nú unnið að því að gera framtíðarspá um líklega og æskilega þróun samgangna og fjarskipta á næstu árum. „Sú hugmynd hefur komið fram að næsta áratug eigi að helga samgöngubótum. Tíundi og síðasti áratugur 20. aldarinnar eigi að verða áratugur stórátaka, stórsóknar á sviði samgöngumála og fjarskipta þannig að við alda- mót búi íslendingar, hvar sem er á landinu, við þær fullkomnustu samgöngur sem tæknilega og efnahagslega er framast mögu- legt. Tæplega er nokkurt eitt mál- asvið stærra hagsmunamál hinna dreifðu byggða. Jöfnun lífskjara og allrar lífsaðstöðu landsmanna án tillits til búsetu er byggðast- efnan í hnotskurn og um leið sós- íalisminn í hnotskurn.“ Steingrímur spyr svo hvernig geti orðið umhorfs að loknum áratug samgangna á íslandi. Slit- lag komið á allan hringveginn, jarðgöng tengja Ólafsfjörð við innri hluta Eyjafjarðar og á norðanverðum Vestfjörðum byggðir við ísafjarðardjúp, Súg- andafjörð og Önundarfjörð og brú yfír Dýrafjörð styttir leiðina suður um. Brú yfir Gilsfjörð myndar eitt atvinnu- og þjónust- usvæði í Dölum og á Barða- strönd. Norðan- og vestanvert landið tengist höfuðborgarsvæð- inu með vegasambandi um (undir) utanverðan Hvalfjörð. Á Austurlandi eru jarðgangafram- kvæmdir sem óðast að tengja saman og mynda þriðja öflugasta byggðakjarna landsins. Vega- samgöngur yfir hálendið verða í framför. Flugsamgöngur byggja á fullkomnum flugvöllum. Beinir vöru- og farþegaflutningar á milli landa eru mögulegir frá að minnsta kosti 6-8 mikilvægustu héraðs- og landshlutaflugvöllum. Landið er hringtengt með ljósl- eiðurum og hverskyns fjarskipti og gagnaflutningar eru jafn auðveldir frá hálendisbyggða- kjarnanum á Hólsfjöllum og frá Hótel Sögu eða Rockefeller Center. Síðan snéri Steingrímur sér að auðlindunum og landbúnaðin- um. „Hinn hátæknivæddi land- búnaður iðnríkjanna hefur með gríðarlegri framleiðniaukningu undanfarna áratugi skapað stór- lækkað verð á matvælum í hinum vestræna heimi sem offramleiðsla og tilheyrandi niðurgreiðslur hafa síðan enn lækkað. Nú er víða að koma að skuldadögum. Ræktunarland er illa farið vegna rányrkju, verið er að setja ým- iskonar takmarkanir á notkun til- búins áburðar, skordýraeiturs og á aðra efnanotkun, svo sem hormóna og hvers konar íblönd- unarefni í fóður. í þessu ljósi stendur íslenskur landbúnaður og öll íslensk matvælaframleiðsla vel að vígi og getur átt ómælda mögulæeika f framtíðinni. Þeir eru ekki sjálfgefnir hér frekar en annarsstaðar og mikillar endur- skipulagningar er þörf í íslensk- um landbúnaði og íslenskum matvælaiðnaði, þar sem boðorð- ið er minni tilkostnaður án þess að tapa niður gæðum framleiðsl- unnar eða spilla landkostum." Steingrímur varaði við fljót- ræðisútsölu á hagkvæmustu virkjanakostum okkar vegna tímabundinna erfiðleika í efnahags- og atvinnumálum og sagði ao orkufrek starfsemi eða orkusala til útlanda kynni að verða raunhæfur möguleiki innan fárra ára. „Stefna Alþýðubandalagsins í þessum málum hefur reynst rétt og nú þykir sjálfsagt að taka undir margt af því sem við höfum sett fram í þessum efnum, svo sem um raforkuverð og ýtrustu kröfur um mengunarvarnir. Ein- mitt í þessu ljósi eru engin tilefni til undansláttar. Flokkurinn á að halda fast við kröfur sínar, ekki síst um ótvírætt forræði okkar sjálfra í öllum atvinnurekstri af þessu tagi og það forræði verður best tryggt með fullnægjandi eignaraðild einsog dæmin sanna.“ Þá fjallaði Steingrímur um ferðamannaþjónustuna sem velt- ir nú nærri 10 miljörðum króna á ári „...og vaxtamöguleikarnir virðast miklir. Hitt er meira vafa- atriði nú um stundir hvort okkur sjálfum sé treystandi fyrir þessum möguleikum.“ Nýr grundvöllur í atvinnumálum Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins Svanfríður Jónasdóttir fjallaði um nýjan grundvölli í atvinnu- málum þjóðarinnar í erindi sínu en bcindi þó einkum sjónum að sjávarútveginum. Hún sagði að staðan núna einkenndist af þeim miklu og fjölþættu erfíðleikum sem verið hafa í þjóðarbú- skapnum og að það væri Ijóst að okkur tækist ekki að bæta lífs- kjörin og tryggja þau til frambúð- ar nema við vinnum okkur fram úr skipulagsvanda atvinnulífsins. „Vegna mikilvægis sjávarú- tvegs í utanríkisviðskiptum og þjóðartekjum er sérstaklega ár- íðandi að þar verði allra leiða leitað til að auka arðsemi. Sam- keppnin um kvótann hefur leitt til þess að sífellt meira fjármagn er bundið í fískiskipum. Fyrirtæki og byggðarlög verja gífurlegum fjármunum til kaupa á skipum á háu yfirverði, í raun kaup á kvóta. Miðað við þær hugmyndir sem fyrir liggja virðist ekki um breytingu á því að ræða í næstu framtfð þar sem áfram virðist stefnt að því að binda kvóta við skip og að þeir sem áttu skip á tilteknu tímabili geti sjálfir selt þau verðmæti sem veiðirétturinn í raun er orðinn. Hornsteinn fiskveiðistefnunn- ar á að vera sá að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Það getur ekki samrýmst þeirri stefnu að út- hlutun ókeypis veiðikvóta skapi verðmæti fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem síðan gangi kaupum og sölum. Það er því tímabært að við tökum upp kvótaleigu og afskrifum ókeypis veiðirétt á tilteknu árabili.“ Jafnframt þessu telur Svanf- ríður að það þurfi að úrelda mar- kvisst stóran hluta fiskveiðiflot- ans en undanfarin 3 ár hafa bæst við flotann um 5000 brúttólestir á ári að andvirði um 15 miljarðar króna. Með því að minnka flot- ann um 10% er hægt að bæta af- komu útgerðarinnar um allt að 7%. „En hvernig tryggjum við það að fiskvinnslan hafi aðgang að hráefni ef skipum á að fækka og það að eiga skip tryggir ekki lengur kvóta? Fyrsta gagnspurn- ingin er auðvitað sú hvort það fyrirkomulag sem við höfum búið við tryggi yfir höfuð að fisk- vinnslan eigi aðgang að hráefni til vinnslu? Nei svo hefur ekki verið. Það má fullyrða að fiskvinnslan á Humbersvæðinu í Bretlandi og í Norður-Þýskalandi hafí búið við mun öruggara hráefnisframboð af íslandsmiðum þar sem íslensk- ir útvegsmenn hafa séð þeirri fiskvinnslu fyrir jöfnu og öruggu framboði með siglingum sem eru skipulagðar af þeim sjálfum 3-6 mánuði fram í tímann. Það er til að tryggja íslenskri fiskvinnslu aðgang að þessu hrá- efni og þar með möguleika á að sérhæfa sig að við ættum að skylda öll skip sem fá að veiða á íslandsmiðum til að selja aflann á íslenskum fiskmörkuðum. Erlendir fiskkaupendur gætu komið hingað til að kaupa fisk, sá fiskur yrði fluttur út með flugi eða flutningaskipum eftir því hver tilgangur kaupanna væri. Hugsanlega gæti þróunin orðið sú að þeir semdum við íslensk fyr- irtæki um tiltekna vinnslu. Það að við sjálf tækjum að okk- ur að selja hér á mörkuðum allan fisk veiddan á íslandsmiðum myndi fjölga störfum og færa inn í landið mikilvæga þekkingu á markaðssetningu fisks. Þjónusta ýmiskonar mundi einnig blóm- stra. Markaði þyrftum við að starfrækja um allt land og vinna að samgöngubótum með tilliti til þess að stækka bæði atvinnu- og félagsheildir.“ Svanfríður sagði að við værum að stórum hluta hráefnisútflytj- endur í dag og til þess að fá meira fyrir fiskinn þurfum við að kom- ast nær neytandanum, en það gerist ekki nema framboð af fjöl- breyttum sjávarafurðum sé nægi- legt. Þá sagði hún á að við ættum mikið ólært bæði á sviði markaðs- mála og meðhöndlunar hráefnis- ins. Þótt stærsti hluti ræðunnar fjallaði um sjávarútveg ræddi Svanfríður einnig um iðnað og landbúnað. Hún sagði að nýta yrði betur þær auðlindir sem við eigum í orkunni til iðnaðarupp- byggingar en að þar einsog í öðru yrðum við fyrst að spyrja um þjóðhagslega hagkvæmni fram- kvæmdanna. Hún sagði að það þyrfti að taka á skipulagsmálum landbúnaðarins og stýra fram- leiðslunni með tilliti til markaðs- aðstæðna. „Forsenda þess að við getum á hverjum tíma aðlagað atvinnulíf okkar breyttum aðstæðum án þess að byggðin í landinu taki stórfelldum breytingum er því sú að við vinnum markvisst að því að styrkja hið félagslega öryggis- net fólksins - í gegnum húsnæðis- kerfið, skóla og dagvistir, at- vinnuleysisbætur og tilboð um endurmenntun. Þeirri aðferð hefur of lengi verið beitt að tryggja öryggi fólksins með því að streitast við að halda fyrirtækjum í óbreyttum rekstri, sem ættu, ef til þeirra væru gerðar eðlilegar arðsemiskröfur, engan rétt á sér. Við skulum gera kröfur til at- vinnurekstrarins en tryggja ör- yggi fólksins," sagði Svanfríður að lokum. Islensk menning - alþjóðleg þróun Svavar Gestsson menntamálaráðherra s „Þegar texti ber yfírskriftina íslensk menning - alþjóðleg þró- un kemur fólki kannski fyrst í hug að ætlunin sé að fjalla um vanda islenskrar menningar andspænis erlendum áhrifum almennt. Það er ekki ætlun mín að fara þannig í málið, heldur ætla ég að skoða þróun íslenskrar menningar út frá forsendum hennar sjálfrar og innviðum íslenska þjóðfélagsins og ytri áhrifum og örlítið í Ijósi sögunnar síðustu 100 árin“ sagði Svavar Gestsson menntamála- ráðherra í upphafi framsöguer- indis síns. Svavar sagði að þegar litið væri 'ir síðustu 100 árin blasi við að slendingar hafi náð ótrúlegum árangri í menningarlegum efnum þrátt fyrir að í upphafi þessarar aldar hafi danskan verið mikils ráðandi og íslensk listsköpun tak- mörkuð, rithöfundar og Ijóð- skáld bjuggu fjarri heimaslóðum, menn einsog Gunnar Gunnars- son, Jóhann Sigurjónsson og Guðmundur Kamban sem freistuðu gæfunnar erlendis en einnig myndlistarmenn sem urðu að nema sína listgrein erlendis. Niðurstaða Svavars er því sú að við getum leyft okkur að vera bjartsýn fyrir hönd íslenskrar menningar til næstu aldar. Það er þrennt sem mestu ræður um menningarlegt umhverfi, skólinn, heimilin og fjölmiðlarn- ir, auk þess má nefna vinnutím- ann og Iaunin. Svavar fjallaði svo um hvern þessara þátta fyrir sig, fyrst skólana. „Staðreyndin er sú að á einu ári frá því að við komum til starfa í menntamálaráðuneytinu hafa verið teknar ákvarðanir sem í veigamiklum atriðum geta ráðið úrslitum um menningarlegt um- hverfi á komandi áratugum. Þar skiptir langmestu að mótuð hefur verið stefna í málefnum flestra skólastiga og í málefnum skólans í heild. Það á við um leikskóla- stigið, grunnskólann, framhalds- skólann, fullorðinsfræðslu og að hluta til um háskólastigið. í öllum þessum þáttum er einmitt lögð áhersla á jöfnunarhlutverk skólans, á lýðræðislegar skyldur hans og ábyrgð hvers skóla og hverrar stofnunar á sínum eigin högum og meginforsendum. í þessu starfi hefur verið lögð áhersla á það meginatriði að með lengdum skóladegi sem verður veruleiki á næstu 10 árum sam- kvæmt grunnskólafrumvarpi okkar, að þá munu listgreinar af margvíslegu tagi skipa meginsess í þessu aukna starfi skólans. Þar með erum við að búa bömin undir þátttöku í menningarlegu lífi, skapandi starfi og túlkun. Þetta kemur alls staðar fram í stefnumótun okkar, ekki síst í þeirri ákvörðun að gera barna- menningu að meginviðfangsefni í menntamálaráðuneytinu á næsta ári.“ Næst sneri Svavar sér að fjöl- miðlunum og taldi þar víða pott brotinn. „Þar er ruslið á dag- skránum daginn út og inn einsog sakir standa. Fjölmiðlarnir hafa ekki rækt menningarlegt hlut- verk sitt einsog þeir eiga að gera samkvæmt gildandi Iögum. Þess vegna hef ég skrifað öllum hand- höfum útvarpsleyfa og sjónvarps og óskað eftir skýrum svörum frá þeim um menningarlega stefnu þessara stofnana með tilliti til ís- lensks máls og íslenskrar menn- ingar í heild.“ Þá rifjaði Svavar upp um- ræðuna um að loka eigi íslenskri menningarlandhelgi fyrir er- lendum aðilum einsog gervi- hnattastöðvum, „...eina nothæfa vörnin er sú að okkar fjölmiðlar verði betri og íslenskari en hinir; að okkar fjölmiðlar endurspegli íslenskan veruleika úr íslensku umhverfi. Þá er þeim borgið. Þá skipta erlendar ruslstöðvar engu máli jafnvel þó að þær komi utan úr geimnum." Hvað heimilin varðar þá er vandi þeirra margfalt vinnuálag og þrældómur undir vaxtaokri og því eru þau varla til sem menn- ingarstöðvar á sama hátt og áður. Svavar rifjaði upp það sem gert hefur verið í ráðuneytinu frá því að hann kom til starfa þar. Sem dæmi má nefna málræktarátakið, í annan stað átak í þágu íslenskrar leiklistar, í þriðja lagi opnun Evr- ópusamfélagsins fyrir íslenskum kvikmyndagerðarmönnum og stóraukið norrænt samstarf í kvikmyndamálum, samstarf við bókaforlög og átak til kynningar á íslenskri myndlist og tónlist er- lendis. „Við þurfum að setja okkur verkefnaáætlun í málefnum ís- lenskrar menningar til áratugar eða svo í senn. Þar þurfum við að taka allar listgreinar með og þar þurfum við að taka inn hlut skóla og menningarstofnana og fjöl- miðlanna eftir því sem kostur er. Þar þarf fyrst að skoða hinn fjár- hagslega aðbúnað og af því að okkur er öllum ofarlega í hug virðisaukaskattur um þessar mundir tel ég rétt að skýra frá því að í tillögum um virðisaukaskatt er gert ráð fyrir að undanþiggja tónlist og myndlist og leiklist virðisaukaskatti, en umræður um bækur og kvikmyndir eru enn í gangi. Ljóst er að besta leiðin í þessum efnum til þess að tryggja lágt bókaverð væri að hafa virðis- aukaskattinn í tveimur þrepum þannig að brýnustu matvæli og bókin fengju sömu meðferð enda Sveitastjómir - vettvangur lýö- ræðis og félagslegra réttinda Margrét Frímannsdóttir formaður þingflokks Alþýðubandalagsins er það eðlilegt og í samræmi við stefnu flokks okkar. Úrslit í þeim málum eru ekki ráðin og ráðast næstu daga. En fyrir utan hið almenna fjár- hagslega umhverfi tel ég að mestu skipti að menningarstofn- anirnar séu sjálfstæðar bæði fjár- hagslega og menningarlega og að ríkisvaldið sinni þeirri skyldu sinni fyrst að leggja fram fjár- muni eftir föstum samningum, en það á ekki að hlutast til um ein- staka þætti í rekstri eða starfsemi þessara menningarstofnana. Það er stefna sem við munum væntan- lega marka um Þjóðleikhúsið samkvæmt nýjum Þjóðleikhús- lögum og það er stefna sem ég vildi marka um Ríkisútvarpið. Það verður hins vegar að játa að stefnumótun af þessu tagi á erfitt uppdráttar bæði innan stofnan- anna sjálfra og á alþingi." Margrét Frímannsdóttir sagði að það skipti ekki síður miklu máli að fólk sem hefði tekið að sér pólitísk störf á öðrum stöðum en Alþingi og í ráðuneytunum skilaði sínu starfí vel. „Þar er fyrst til að nefna þá sem vinna að sveitarstjórnarmálum, því hvað sem líður lagasetning- um, reglugerðum og góðum á- setningi landsmálapólitíkusa um að skapa hér þjóðfélag jafnaðar, lýðræðis og raunveruleg skilyrði til handa fólkinu til að nýta frelsi sitt, þá ræðst það í mörgum tilvik- um af því hvernig hinum smærri samfélögum, það er sveitarfélög- unum, er stjórnað. Það fer eftir því hversu mikiðs vigrúm þau fá frá ríkisvaldinu til að stjórna hvernig það þjóðfélag, sem við búum í, þróast." Margrét sagði að fulltrúi í sveitarstjórn væri í návígi við fólkið og vissi því ævinlega hver staða atvinnumála væri í sveitarfélaginu. Hann heyrir oft frá fyrstu hendi hvar helst þarf að taka á varðandi félagslegar úr- bætur og verður að setja sig inn í flest þau mál sem varða samfé- lagið. „Fulltrúi í sveitarstjórn tekur oft þátt í gleði, sorg, velgengni eða áföllum íbúa þess samfélags’ sem hann býr í. Fulltrúi í sveitar- stjórn er kannski ekki með hag- tölur á hreinu. Hann er kannski ekki með afkomu heimilanna í prósentutölum á hreinu né held- ur kjarabætur eða prósentukjara- skerðingu eða þá hugtök hag- kerfisins. Allt þetta kann að vefj- ast fyrir honum. Sé hins vegar um að ræða raun- verulega afkomu heimilanna, raunverulega afkomu atvinnu- fyrirtækjanna, raunverulegar þarfir á félagsíegum úrbótum, þá þekkir hann þær. Og það eru þær uppiýsingar sem við eigum að byggja á og treysta í allri umræðu um bætt þjóðfélag en ekki ein- hverjar tölur og meðaltöl búin til á skrifstofum kerfisins, oft af fólki sem er allsendis ókunnugt landinu okkar og þörfum þess fólks sem byggir það. Návígið við fólkið og atvinnu- lífið gerir sveitarstjórnarmann- inn hæfari en þann sem ekki hef- ur þessi daglegu tengsl við það sem raunverulega er að gerast, til þess að taka réttar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þar horfa menn á mistökin eiga sér stað. Þar horfa menn á sigrana vinnast en heyra ekki bara um þá. Sjón er alltaf sögu ríkari.“ Margrét fjallaði sérstaklega um hlut Alþýðubandalagsmanna í sveitarstjórnum og sagði að þeir hefðu látið sig mannlífið mikið varða og verið á verði og fylgt stefnu flokksins um aukið félags- legt jafnrétti og lýðræði. „En hvað er það þá sem hefur valdið því að við erum ekki kom- in lengra en raun ber vitni, þrátt fyrir það að við eigum og höfum átt svo marga góða fulltrúa í sveitarstjórnum? Því er einfalt að svara. í fyrsta lagi bitnar ástandið í efna- hagsmálum þjóðarinnar hart á af- komu sveitarfélaganna. í öðru lagi hafa sveitarfélögin mjög tak- markaða tekjustofna og hafa ver- ið og eru enn háð pólitískum ákvörðunum ríkisvaldsins í Samfelld menntun - forsenda framfara Arthúr Morthens sérkennslufulltrúi Arthúr Morthens sagði í upp- hafí erindis síns að þó margt hefði áunnist í málefnum barna ættum við samt enn langt í land með að búa þannig að börnum að okkur væri sómi að. „Öll skoðanaskipti um uppeld- ishugsjónir og markmið eru hald- lítil ef ekki er reistur sá hyrning- arsteinn í upphafi, að grundvall- armarkmið uppeldis og kennslu er að viðhalda gangverki lífsins. Hlutverk uppeldisins er því að koma í veg fýrir kaldrifjaða fram- komu við frávikshópa. Slíkt er auðvitað erfitt í samfé- lagi hinnar miskunnarlausu sam- keppni og kaldrifjaðra fjölmiðla - myndbanda, þar sem ofbeldið ræður miklu. Ef við lokum augunum fyrir hinu kaldranalega uppeldisumhverfi barna verðum við gangverk í feigðarflani næstu kynslóðar. Afskipaleysi gagnvart ofbeldinu sem viðgengst vítt og breitt í samfélaginu, kann að verða uppvakning nýrra banna valdboðs og ofbeldis. Markvissa andstöðu gegn hinu kaldrifjaða samfélagi samkeppninnar, þar sem börn hafa í mörgum tilvikum verið skilin eftir á vergangi, verð- ur að heyja á mörgum vígstöðv- um. Slíka andstöðu verður að byggja á markvissu upplýsinga- streymi og uppeldisaðferðum. Hugsanlega tekst okkur þann- ig að hindra að hinir miskunnar- lausu þættir í fari mannsins nái yfirhöndinni í samfélaginu. Ég segi hugsanlega. Hættan er sú að við ölum upp kynslóðir sem ein- kennast af framkvæmdagleði án tillits til innihalds og siðferðis- krafna. Hættan felst í því að við ölum upp teknókrata sem setja tækni og framkvæmdagleði í há- sæti á kostnað siðferðis og afleið- ingar fyrir aðra. Afneitun mann- legra gilda ber kuldann í brjósti sér.“ Arthúr spyr hvort fjölskyldan sé hinn trausti uppeldisgrunnur barnsins einsog ætla mætti. Langur vinnudagur, erfiðleikar við húsnæðiskaup og slæm staða barnafjölskyldunnar hefur veikt uppeldisstöðuna mjög að hans mati. Og hvað með skólann? Hann er risavaxin samfélagsstofnun, vinnustaður nálægt 80 þúsund þj óðfélagsþegna eða þriðjungs landsmanna. Samkvæmt lögum um grunn- og framhaldsskóla er hlutverk skólans þrískipt; að búa nemendur undir líf og starf í lýðr- æðisþjóðfélagi, að miðla menn- ingararfinu, að hjálpa nemend- um í vexti þeirra og þroska. „Sú barátta sem nú er í uppsigl- ingu fyrir bættu skólakerfi er öðru fremur barátta við fordóma og hefðir og fjármagn. Uppeldis- og kennslufræði sem ætlað er að styrkja andlegan og líkamlegan þroska barna verður að hafa tök á því að framkvæma markmiðs- setningu og lagasetningar. Til þess þarf fjármagn. Það gengur auðvitað ekki að grunnskólinn er hafður í fjársvelti þegar á hann eru sett jafn mikilvæg mál sem uppeldis- og menntamál. Öll vitum við að þorskurinn er okkur mikilvægur. Öll vitum við að sfidin er mikilvæg. Öll vitum við að sauðkindin er mikilvæg. mörgum mikilvægum málaflokk- um. Það er því að nokkru leyti háð því hverjir sitja í ríkisstjórn hverju sinni, hvernig til tekst með mörg mikilvæg verkefni hvers sveitarfélags. Pólitísk forgang- sefni hverrar ríkisstjórnar, sem aftur ræðst svo af því hver situr í ríkisstjórn." Þá fjallaði Margrét um ríkis- stjórnina: „Ég tel að við höfum að stórum hluta - ég segi ekki að öllu leyti - brugðist þessum von- um sem bundnar voru við ríkis- stjórnarskiptin. Vissulega eru þær björgunaraðgerðir sem ríkis- stjórnin hefur staðið í, í þágu allra íbúa landsins og þá um leið sveitarstjórnanna, mikils virði. En breyttar áherslur eða breytt forgangsröð verkefna, t.d. í fjár- lögum, er ekki áberandi.“ En er ekki kominn tími til að við áttum okkur á þvf að menntun er mikilvæg." Varanlegar lífs- kjarabætur Björn Grétar Sveinsson, ritari stjórnar Alþýðubandalagsins Björn Grétar Svcinsson sagði að framundan væru erfiðir samn- ingar þar sem mikilvægt væri að rétt væri á þeim haldið. „Við eigum að nota allar leiðir sem við sjáum til að jafna lífskjör með sköttum hvort sem um er að ræða beina eða óbeina skatta, skatta á fjármagnstekjur, fast- eignir, vörur og hvað eina, þetta er e.t.v. sú leið sem er greiðfær- ust og skilar árangri á sem skemmstum tíma. Húsnæðismál fólks setja mikið mark á iífsstfi þess alltof löngan hluta af starfs- ævinni, þar er mjög öflugt að beita lánakerfum sem jafna að- stöðu, gera mönnum kleift að hafa ákveðið val sem þó er stýrt af tekjum og eignum. Jöfnun í gegnum húsnæðiskerfin á að beita t.d. með niðurgreiddum vöxtum, leigu, styrkjum og s.frv. Við eigum að stórefla félags- lega húsnæðiskerfið t.d. með samræmingu eða samruna þeirra kerfá sem nú eru til staðar. Þessi þáttur lífsbaráttunnar vegur að öllum líkindum þyngst í því að stytta vinnutíma og hafa áhrif og aðgang að öðrum gæðum sem lífið hefur upp á að bjóða, en verður ekki mælt á mælistiku aura eða króna, frekar í betra fjölskyldulífi, auknum skilningi á umhverfinu, með öðrum orðum, annað verðmætamat. Það verður ekki séð að raun- verulegri jöfnun í launum verði náð í þeirri þjóðfélagsgerð sem er og verður í náinni framtíð í svo- kölluðum frjálsum kjarasamn- ingum, til þess eru samsetningar og tengslaleysi starfshópa orðnar of margar og miklar með tilliti til t.d. verksviðs og menntunar. Þetta þurfum við að viðurkenna að fenginni reynslu hvort sem okkur líkar betur eða ver. Hin raunverulega og varanlega lífskjarajöfnun hlýtur að byggja á réttlátri millifærslu þess auðs sem vinnan skapar. Það er og verður hlutverk Alþýðubandalagsins að framfylgja því grundvallarsjónar- miði.“ Björn Grétar sagði afkomu okkar ráðast af mörgum þáttum en þar vegur þó þyngst sjávar- útvegurinn og eru atvinnu- greinarnar í honum grunnurinn að því velferðar þjóðfélagi sem við viljum standa fyrir. „Það táknar ekki að þessi atvinnugrein sé hafin yfir gagnrýni, ábendingar eða af- skipti frekar en aðrar greinar. Fyrsta stiginu í sjávarútvegi þ.e.a.s. veiðunum er stjórnað með lögum, það eitt kallar á markvissa stjórnun og eða sam- ræmingu í vinnslu, ef ná á há- marks arðsemi á hverjum tíma úr takmarkaðri auðlind. Nú þegar allt stefnir áfram í minnkandi veiðiheimildir þá er þetta raun- veruleg spurning um efnahags- legt sjálfstæði, búsetu og velferð- arkerfið í heild. Fiskvinnslan verður að koma sér saman um leiðir, skipta með sér verkum í sérhæfingu á teg- undum, pakkningum, útflutn- ingi, markaðssetningu, hver þró- unin á að vera í raunverulegri fullvinnslu, aflamiðlun o.s.frv. Tími „sædýrasafnsvinnslunnar“ er liðinn. Ef til vill er orðið tímabært að útfæra hlutaskiptakerfi í fisk- vinnslu. Launakerfi sem miðast við útflutningsverðmæti, laun þá í raun gengistryggð, áhrif verka- fólks mundu sjálfkrafa aukast. Þessari hugmynd er kastað hér fram til umhugsunar.“ 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. nóvember 1989 Laugardagur 18. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.