Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 21. nóvember 1989 198. tölublað 54. órgangur Landsfundur ^ Ovenjulega opnar umræður ÓlafurRagnarGrímsson:Alþýðubandalagið skilgreinir sig sem lýðrœðislegan sósíalista- ogjafnaðarflokk. Svanfríður Jónasdóttir:Flokkurínn annar eftir landsfund. Steingrímur J. Sigfússon: Auðveldara að sameinast að baki forystunni Formqður Alþýðubandalags- ins, Olafur Ragnar Grímsson, segir landsfund Alþýðubanda- lagsins hafa einkennst af óvenju- lega opinni umræðu þar sem fjöl- mörg atriði sem ekki hefðu verið rædd í flokknum í langan tíma, hefðu verið tekin til meðferðar og rædd af hreinskilni. Mikil lýð- ræðisleg ólga hefði verið á fund- inum, margir hópar og einstak- lingar hefu sett fram nýjar skoð- anir og hugmyndir og viljað ræða fortíð og framtíð með nýjum hætti. Formaðurinn sagði stjórnmálaályktun landsfundar- ins marka mjög eindregið hvernig Alþýðubandalagið hefði einsett sér að móta nýjan grundvöll í ís- lenskum þjóðmálum á næstu árum. Hann væri mjög ánægður með að stjórnmálaályktun lands- fundar staðfesti stefnu flokksins og öll þau meginatriði sem hann hefði lagt upp í setningaræðu sinni og að þau urðu niðurstaða fundarins. Ólafur sagði mikilvægt að um- ræða landsfundar leiddi til þeirar afdráttarlausu niðurstöðu að Al- þýðubandalgið skilgreindi sig sem lýðræðislegan sósíalista- flokk, jafnaðarmannaflokk í evr- ópskum skilningi, sem ætlaði sér að setja fram nýjar hugmyndir og nýjar áherslur um framtíð ís- lensks þjóðfélags. Fjölmargar ályktanir fundarins staðfestu þennan vilja. f>á sagði formaðurinn það sæta tíðindum að flokkurinn hefði ákveðið í fyrsta sinn í sögu sinni, að hefja samræður og eiga sam- skipti við flokka lýðræðislegra sósíalista og jafnaðarmanna ann- ars staðar í heiminum, með því að sækja fundi þeirra og ráðstefnur-N til að kynnast skoðunum þeifra og viðhorfum. Landsfundur hefði ákveðið að kjósa nefnd sem ætti að afla upplýsinga um eðli samtaka þessara flokka og gefa flokksfólki skýrslu um þau. „Landsfundurinn svaraði einn- ig mjög ítarlega spurningum um útfærslu stefnunnar í stóriðju- málum,“ sagði Ólafur. Það væri tekið skýrt fram að áhersla flokksins sé að erlend stórfyrir- tæki eigi að lúta íslenskum skatta- lögum, heyra undir íslenska dóm- stóla, uppfylla ströngustu ís- lenskar kröfur um mengunar- varnir og tryggt verði að lslend- ingar fái ríflega framleiðsluk- ostnað fyrir raforkuna. Að öðru leyti geti eignarhlutur íslendinga verið mismunandi. Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn varaformaður í stað Svanfríðar Jónasdóttur. Svan- fríður sagði alveg ljóst að Al- þýðubandalagið kæmi öðruvísi frá landsfundi en flokkurinn var fyrir hann. Ýmislegt gæfi sér þessa trú. Flokkurinn hefði veikt sig í sumu en styrkt sig í öðru. Svanfríður sagði að sér þætti sem sumir hlutir hefðu beðið skipsb- rot á landsfundinum og þar væri Steingrímur J. Sigfússon varaformaður Alþýðubandalagsins, Svanfríður Jónasdóttir fráfarandi formaður og Olafur Ragnar Grímsson formaður eftir að Svanfríður hélt tölu eftir að úrslit í varaformannskiörinu voru kunn. Mynd - Kristinn. Loðna Fundin við Kolbeinsey Um helgina fannst vænn loðnu- flekkur austan við Kolbeinseyjar- hrygg en vegna slæms veðurs og mikilla strauma gátu loðnuveiði- skipin ekkert aðhafst. Það sem af er vertíðinni hafa aðeins borist á land tæp 6 þúsund tonn af loðnu en á sama tíma í fyrra var heildaraflinn orðinn vel yfir 100 þúsund tonn. Til saman- burðar má geta þess að á einum sólarhring í fyrra þann 18. nóv- ember veiddust hvorki meira né minna en 26.700 tonn. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá Loðnunefnd eru um 30 loðnuveiðiskip af 47 sem leyfi hafa til veiðanna ýmist komin eða í þann veginn að leggja af stað úr höfn á miðin. -grh BSRB Vaxandi óþreyja Samningar BSRB við ríkið lausirum nœstu mánaðamót. Könnunarvið- Vaxandi óþreyju gætir meðal félaga innan Bandalags starfs- manna ríkis og bæja varðandi gerð nýs kjarasamnings en samn- ingar þess við ríkið verða lausir um næstu mánaðamót. í gær fundaði forusta BSRB með launanefnd ríksins, og að sögn Ögmundar Jónassonar for- mannns bandalagsins voru þetta fyrst og fremst könnunarvið- ræður aðila þar sem farið var yfir rœður hafnar ýmis mál sem ekki var gengið frá við gerð síðasta kjarasamnings auk þess sem forusta BSRB lýsti í grófum dráttum þeim vilja að- ildarfélaganna að við gerð næsta kjarasamnings verði samið um bættan kaupmátt sem jafnframt yrði rækilega tryggður. En áður þyrfti að ganga til þeirrar vinnu sem lýtur að innri málum BSRB ss. að framkvæma ýmsar leiðrétt- ingar á launakerfi þess í samræmi við þá kröfu sem fram kom á formannaráðstefnu þess í haust að greidd verði sömu laun fyrir sömu vinnu hjá sama aðila óháð því í hvaða stéttarfélagi viðkom- andi er. Hvert framhaldið verður í þessum viðræðum sagði Ög- mundur að það mundi skýrast á næstu dögum en sagði jafnframt að fólk ætlaðist til einhverra niðurstaðna mjög fljótlega. _grh um að ræða endurtekningu á hlutum sem hefðu gerst áður hjá Alþýðubandalaginu. Annað gerði flokkinn síðan sterkari. Áberandi hefði verið á fundinum að hann skiptist í skipulagðar fylkingar, hann væri ekki eins tvist og bast og stundum áður. Þetta gæti orðið grundvöllur til heilbrigðari skoðanaskipta í framtíðinni. Steingrímur J. Sigfússon sagð- ist telja að flokkurinn stæði sterk- ari eftir fundinn. Hann vonaði að ný forysta breikkaði flokkinn þannig að almennum flokks- mönnum, sama hvaðan þeir væru af landinu og hvaða hópum sem þeir tilheyrðu, gengi betur að sameina sig að baki forystunnar. Þessi staða gæfi mikla möguleika sem floksmenn hefðu á sínu valdi að færa sér í nyt. Steingrímur sagðist leggja ríka áherslu á að hann og Ólafur Ragnar væru ekki fulltrúar tveggja algerlega ólíkra hópa. Alþýðubandalagið væri samsafn ólíkra sjónarmiða og hópa sem sköruðust með ýmsum hætti. Það væri vitlaus og skaðleg einföldun að í flokknum væru tvær og ólíkar fylkingar. -hmp Sjá bls. 3-5 Bláfjöll Stólalyftan ígang Um 200 skíðamenn í Bláfjöllum á sunnu- dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opið á sunnudaginn, í fyrsta sinn á þessum vetri. Ein lyfta var í gangi, stólalyftan í Kóngsgili frá klukkan 11 til 5. Að sögn Guð- mundar Kjerúlf, umsjónarmanns á Bláfjallasvæðinu, er skíðafærið afbragðsgott þó snjórinn mætti að ósekju vera meiri. Þrátt fyrir að opnun skiðasvæðisins hafl ekki verið mikið auglýst mættu um 200 skíðamenn í Bláfjöll á sunnudaginn. - Þó færið sé mjög gott geta leynst ákveðnar hættur í brekk- unum þar sem sjórinn er ekki orðinn nægilega mikill. Þess vegna vörum við óvant fólk við að fara of geyst og höfum bent foreldrum á að leyfa börnum ekki að fara á skíði nema þau séu vön, sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að fyrirhug- að væri að opna stólalyftuna seinni partinn í dag ef hagstæðar veðurspár rættust og ef áfram verður viðunandi færi mætti bú- ast við að svæðið verði eitthvað opið um helgar og á kvöldin virka daga fram að áramótum. Snjórinn í Bláfjöllum er óvenj- usnemma á ferðinni í ár en það er þó ekkert einsdæmi að skíða- svæðið opni á þessum árstíma, til dæmis voru lyfturnar settar í gang 17. nóvember fyrir þremur árum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.