Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 3
LANDSFUNDURINN Alþýðubandalagið mótar framtíöina Ólafur Ragnar Grímssonformaður Alþýðubandalagsins í viðtali að nýloknum landsfundi stórt og mikið hlutverk í þessum landsfundi með töluverðum ár- angri. Það er þess vegna mikill mis- skilningur hjá íhaldsblöðunum að þessi landsfundur endurspegli einhvern flokk fortíðar. Þvert á móti var þessi landsfundur fyrst og fremst fundur flokks sem ætlar sér að móta framtíðina en gerir það auðvitað á mjög opinn og af- dráttarlausan hátt í umræðum, þar sem víðsfjarri var að allir væru á sama máli. Það sýnir lýð- ræðislegan styrk og það fékkst niðurstaða sem endurspeglar þau viðhorf sem snúa að framtíðinni. Það er litið fram á við en ekki til baka. Skiptist flokkurinn nú skýrar í tvær fylkingar en áður? Ég held að menn hafi allt of miklar tilhneigingar til þess að setja þetta upp í annað hvort svo kallaða flokkseigendur og hins vegar svo kallaða lýðræðiskyn- slóð. Flokkurinn er sem betur fer orðinn mjög margslungin hreyf- ing og innan hans er orðið til mjög sterkt pólitískt nýsköpunar- afl sem birtist afdráttarlaust á þessum landsfundi. Afl sem er óhrætt við að setja fram ítarlegar tillögur, nýstárlegar hugmyndir, láta fjalla um þær, en hefur líka pólitískt raunsæi til að gera mál- amiðlanir, fella sínar skoðanir að ályktunum annarra og búa til sameiginlega niðurstöðu en ætlar sér síðan að halda áfram sínu sköpunarverki. Þess vegna markar þessi lands- fundur Alþýðubandalaginu að mörgu leyti alveg nýja stöðu í ís- lenskum stjórnmálum. Flokkur- inn skipar sér á bekk með evr- ópskum jafnaðarmannaflokkum, hann tekur upp merki lýðræðis- legs sósíalisma, róttækrar jafnað- arstefnu, túlkar hvernig hann vill beita þeim grunnhugmyndum á þjóðfélag framtíðarinnar. Ætlar sér mikið hlutverk á nýrri öld og dregur lærdóm af nýrri heims- mynd á sama tíma og hann er al- veg óhræddur við að ræða liðna tíma og taka hvað sem er til um- ræðu. Og flokkur þar sem ekkert er tabú lengur er auðvitað miklu sterkari en flokkur þar sem hlut- irnir hafa verið tabú. Á fundinum fór einnig fram mjög ítarleg umræða um Evrópu, Evrópubandalagið og samskipti fslands við það. Sú umræða var að mörgu leyti einn af merkustu köflum landsfundarins og sýnir getu flokksins til að taka á nýjum viðfangsefnum með mjög kraftmiklum hætti og ná ákveð- inni niðurstöðu þó skoðanir og áherslur kynnu að vera mismun- andi. Auðvitað verða áfram mis- munandi skoðanir innan Alþýðu- bandalagsins, þannig á það líka að vera vegna þess að þetta er lýðræðislegur flokkur þar sem menn eiga að geta komið fram með hugmyndir sínar, þó grunnkjarninn, stefna jafnrétt- lætis og lýðræðis, sé sú sama. Ég held þess vegna að þeir stjórnmálaflokkar eða frétta- skýrendur sem vilja merkja þennan fund fortíðinni eigi eftir að vakna illþyrmilega upp við það, að þessi fundur fól í sér mikl- ar jarðhræringar sem eru sam- ferða þeirri pólitískri nýsköpun, þegar nýr veruleiki er að verða til. Önnur miðja Innan flokksins hafa verið öfl sem tala urn hraðferð inn að miðju. Erþá hægt að skoða kosn- ingu Steingríms þannig að hann sé settur þér við hlið sem bremsa svo þú farir hægar í þessar sakir. Það er ekki hægt að tala um neina bremsu í þessum efnum því stefna landsfundar er alveg skýr. Menn geta kallað það ferð inn að miðju ef þeir vilja velja því ein- hverja merkimiða. Ég kýs hins vegar að kalla þetta ferð inn í framtíðina, vegna þess að miðjan í fortíðinni er aldrei neinn leiðar- vísir gagnvart framtíðinni. Því að það sem var miðja fyrir fimm árum er kannski orðið úrelt í dag, hvað þá eftir fimm ár. Próf- steinninn vegna hinnar breyttu heimsmyndar felst ekki í ein- hverjum miðjum dagsins í gær, heldur því hvernig menn skapa nýjar hugmyndir og nýjar áhersl- ur út frá sömu grunnhugmyndun- um og kjarnanum í stefnunni sjálfri en halda sig ekki við út- færslur sem tilheyra liðinni tíð og það er að mínum dómi sterkari prófsteinn á pólitískan sköpunar- mátt flokksins en einhverjir ein- staklingar. Þessi landsfundur sýndi mikinn pólitísan sköpunarmátt og sýndi líka lifandi lýðræðislegan vett- vang þar sem allt var látið fjúka, þar sem hlutirnir voru teknir með myndarlegum og opnum hætti og engu leynt fyrir þjóðinni. Þar sem allt var fullkomlega opið og fyrir opnum tjöldum. Þetta er auðvit- að styrkur flokksins og menn munu sjá það þegar þeir lesa ályktanir fundarins að áherslan á nýjan grundvöll, nýja heims- mynd, á árið 2001, að það er nið- urstaðan. Það er líka mjög mikil- vægt, þrátt fyrir ýmsa gagnrýni sem eðlilega kom fram á störf ríkisstjórnarinnar, að fundurinn staðfestir með afdráttarlausum hætti að það var rétt ákvörðun hjá Alþýðubandalaginu að ganga inn í ríkisstjórn fyrir rúmu ári síð- an, að sú tillaga sem ég lagði þá fyrir flokkinn og var samþykkt en var töluverður ágreiningur um, hefur reynst rétt. Flokkurinn stendur núna sterkari á bakvið ríkisstjórnarþátttökuna en hann hefur gert fyrr. Það er auðvitað mikilvæg traustyfirlýsing fyrir okkur sem störfum á þeim vett- vangi og fyrir þingflokkinn sjálf- an. -hmp Varaformaður Vægi starfsins Olafur Ragnar Grímsson, var endurkjörinn formaður Al- þýðubandalagsins án mótfram- boðs. Hann lýsir landsfundinum með þeim hætti á forsíðu blaðsins í dag, að þar hafi átt sér stað opin- ská og lýðræðisleg umræða, þar sem rætt hafi verið um ýmis mál sem ekki hafi verið rædd í flokkn- um til langs tíma. Olafur lýsir þeim átökum sem áttu sér stað á milli fjölmargara sjónarmiða á landsfundi sem jákvæðum hlut, sem ekki er kannski óeðlilegt í sambandi við stjórnmálaflokk sem byggir á þeim grundvallar- sjónarmiðum að drifkraftur sam- félagsins séu átök. Sú áherslubreyting sem vakti einna mesta athygli vakti á lands- fundinum, var sú afstaða sem hann tók í stjórnmálaályktun sinni til erlendrar stóriðju. Ólafur túlkar niðurstöðuna á þann veg að það sé ekki sett sem skilyrði að íslendingar eigi meiri- hluta í slíkum fyrirtækjum. En Hjörleifur Guttormsson, alþing- ismaður, segir niðurstöðu lands- fundar í þessum efnum ómerkar vegna þess að hún stangist á við gildandi stefnuskrá flokksins. Þjóðviljinn ræddi landsfundinn við formanninn og spurði hann út í þessa skoðun Hjörleifs. Þrjár leiðir Ég tel þetta algeran misskilnig hjá Hjörleifi, vegna þess að stefn- uskráin er auðvitað ein út af fyrir sig og í henni eru margvíslegir textar. Síðan er það hlutvek landsfundar í gegnum árin sem æðsta vald flokksins, að útfæra þá stefnu í einstökum atriðum og lýsa nánar hvernig henni skuli framfylgt. Og það er alveg ljóst hvað snertir eignarhaldið að landsfundurinn bendir á þrjár leiðir: í fyrsta lagi verulegan eignarhluta íslendinga, sem get- ur verið minni en meirihluti, í öðru lagi meirihlutaeign eða í þriðja lagi að þetta geti verið með öðrum sambærilegum hætti sem tryggir að við höfum forræðið yfir fyrirtækinu í reynd, hvað sem líð- ur formlegum eignarhaldsákvæð- um. Það er mikill misskilningur að flokkar geti ekki útfært stefnu sína nema með formlegum breytingum á stefnuskrárdrögun- um sjálfum, því þau eru almenn og á hverjum tíma mótar lands- fundur sem æðsta vald í málefn- um flokksins útfærsluna og það hefur hann gert í þessum efnum. Lítur þú þannig á varafor- mannskjörið, að þú hafir nú feng- ið við hliðina á þér varaformann sem verði erfiðara að vinna með en Svanfríði? Samvinna okkar Svanfríðar var einstaklega góð. Svanfríður er einn af fremstu stjórnmála- mönnum Alþýðubandalagsins. Hún hefur gegnt forystustörfum í flokknum með margvíslegum hætti og skapað sér víðtæka virð- ingu langt út fyrir raðir Alþýðu- bandalagsins. Á landsfundinum kom það í ljós að hluti landsfund- arfulltrúa vildi velja ráðherra í varaformannsembættið. Það höf- um við aldrei gert fyrr í Alþýðu- bandalaginu. Varaformannsem- bættið í Alþýðubandalaginu hef- ur yfirleitt verið skipað manni utan þingflokksins. Aðeins einu sinni hefur það verið í höndum manns sem sat í þingflokknum, þegar Kjartan Ölafsson varð varaformaður, og reyndar var hann ekki í þirigflokknum þegar hann var kosinn. En nú er valin önnur formúla. Það getur haft margvíslegar af- leiðingar til að breyta hlutverki varaformannsins. ÍCenningin á undanförnum árum hefur verið sú að hann eigi fyrst og fremst að sinna innra flokksstarfi. Ráð- herra sem hefur verið valinn til að sinna varaformannsembættinu gerir það auðvitað ekki vegna þess að hann er of upptekinn við önnur mál. Landsfundurinn kaus þess vegna að breyta formúlunni. Ég kvíði engu nema síður sé í samstarfi við Steingrím J. Sigfús- son, vegna þess að við höfum unnið saman daglega frá því ríkis- stjórnin var mynduð og æri mikið áður á undanförnum árum. Það sem leggur grundvöllinn að okk- ar samstarfi er sú stefna sem landsfundurinn afgreiðir. Þvíþað er stefna nútíma jafnaðarmanna- flokks, stefna flokks lýðræðis- legra sósíalista, sem horfir til framtíðar og vill hafa forystu um að móta íslenskt þjóðfélag inn á nýja öld. Opinn vettvangur Við kusum að gera árið 2001 að táknári fyrir stefnu Alþýðu- bandalagsins og landsfundurinn staðfesti þá ákvörðun okkar með því að samþykkja ekki bara stjórnmálaályktun heldur mjög ítarlega ályktun í utanrikismálum þar sem tekið er á mörgum nýjum atriðum. Þá fjallaði fundurinn um að ýmsu leyti mjög ferska stefnu í landbúnaðarmálum, þar sem eru sagðir hlutir sem ekki hafa verið sagðir áður. Um víð- feðmustu tillögur í mennta-, fjölskyldu- og uppeldismálum sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur afgreitt og það er opnað á samskipti Alþýðubandalagsins við erlenda flokka jafnaðar- manna og lýðræðislega sósíalista. Landsfundurinn sýnir einnig að flokkurinn getur verið opinn vettvangur fyrir nýja einstaklinga og ný samtök. Ég tel til dæmis að Birting hafi átt mjög stóran hlut í þessum fundi. Hún mótaði mjög um- ræður á fundinum með afdráttar- lausum og nýstárlegum tillögu- flutningi og margar af hugmynd- um Birtingar komu síðan inn í ályktanir fundarins og félagar hennar hlutu mikið traust í kjöri til miðstjórnar flokksins. Ég nefni Birtingu sérstaklega vegna þess að það er nýtt flokksfélag, að hluta til stofnað af fólki sem ekki hafði áður starfað mikið innan Alþýðubandalagsins og var að koma inn á sinn fyrsta lands- fund. Það er auðvitað mikill vitn- isburður um möguleika nýrra afla innan flokksins hvað Birting lék Eg get út af fyrir sig tekið undir það að þetta mynstur sem nú er haft á, líkist því þegar Kjartan Olafsson gegndi varaformennsku í flokknum, sagði Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og landbún- aðarráðherra, þegar hann var spurður út í þá breytingu að nú gegni þingmaður og ráðherra flokksins varaformennsku í hon- um. Þá hefði staða varaformanns vegið þyngra í pólitískum skiln- ingi. Varaformaðurinn væri þá meira í eiginlegri pólitík, en und- anfarið hefði verið litið á þessa stöðu þannig að varaformaður væri verkamaður í innra starfi flokksins. Steingrímur sagði varafor- mannsstarfið annað veigamesta embætti innan flokksins og því fylgdi meðal annars formennska í miðstjórn og varaformaður væri staðgengill formanns. Það væri varla hægt að vinna nánar með manni en eins og samvinna hans og Ólafs Ragnars hefði verið í ríkisstjórn, þannig að hann kviði því ekki að vinna með honum sem varaformaður. Að sögn Steingríms mun hann kappkosta að ná góðu samstarfi við formann flokksins og aðra flokksmenn. Árangur þessara breytinga í flokksforystunni stæði og félli með því. Það væri síðan alveg rétt að hann og Ólafur annað hefðu staðið fyrir ólíkar áherslur og að vissu marki ólík sjónarmið sem þó rúmuðust öll innan Al- þýðubandalagsins. Landsfundur- inn hefði sýnt með skemmti- legum hætti þegar kom að al- mennum afgreiðslum mála, að línur hefðu skarast hyer um aðra þvera í þeim efnum. Hann drægi niðurstöðu landsfundarins þann- ig saman að flokkurirrp hefði skýra kjölfestu í róttækri sósíalí- skri jafnaðarstefnu og að flökk- urinn byggði á lýðræðislegum sósíalisma og hann væri opinn fyrir nýjum tímum og brigðist hispurslaust við nýjum aðstæð- um. -hmp Þrlðjudagur 21. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.