Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Fólk í vinnu „Hvar er Alþýðubandalagið núna?“ spyrja bæði fjölmiðlar og hinn almenni borgari. „Hver er stefna þess, hver framtíð þess? Er það tveir flokkar?" Þetta eru eðlilegar spurningar í framhaldi af þeim fréttum sem hæst hefur borið í fjölmiðlum af 9. lands- fundi flokksins, en þó spanna slíkar spurningar engan veginn fundinn. Svarið við spurningunni „Hvar er Alþýðubandalagið?" er þetta: „Alþýðubandalagið er í vinnunni". Svarið við hinum spurningunum felst í orðum formannsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, í fréttaþætti Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Ágreiningur getur verið sköpunarmáttur. Ágreiningur er forsenda lífsmarksins." Formaðurinn hefur einnig bent á, hver styrkur það sé Alþýðubandalaginu að geta haldið landsfund sinn fyrir opnum tjöldum og þurfa ekki að skipuleggja hann sem skrautsýningu, til að forðast „kynngikraftinn" og „sköpunar- máttinn" í lýðræðislegri umræðu um mikilvægustu málefni samfélagsins. I Alþýðubandalaginu er ekki bannað að velta upp valkostum. Þar flæða hugmyndir. Þeim er stundum hafnað. En „lýðræðið á ekki að vera harðræði meirihlutans" eins og Ólafur Ragnar segir. Varaformannskjör og ágreiningur um stóriðjumál hafa ber- gmálað hátt. Staða kvenna í flokknum lendir undir smásjánni. Mismunandi armar eða skoðanahópar eru sagðirfulltrúar mis- munandi tíma. Jafnvel tilheyra öðrum stjórnmálaflokkum. öflug fréttaþjónusta nútímans getur gefið þá röngu ímynd, að landsfundarfulltrúar geri ekki annað en skattyrðast um per- sónur, skylmast um stóriðju og makka í afkimum. Frétta- haukarnir gera nánast þá kröfu, að fólk í stjórnmálum hegði sér eins og skylmingaþrælar, sjái um pólitísk skemmtiatriði. Alþýðubandalagsfólk var hins vegar í stífr/vinnu fyrir lands- fundinn og á honum öllum. Það vill týnast í púðurreyk frétta - skotanna, að fyrir landsfund vinna flokksmenn markvisst að mál- efnaundirbúningi. Á 9. landsfundinum voru lögð fram fjölda mörg óvenju vel undirbúin mál. Umfjöllun um þau var megin- verkefni vinnufólksins. Niðurstöður í þeim eiga trúlega eftir að marka meiri þáttaskil en úrlausnir í innanflokksmálum. Andstæðingar Alþýðubandalagsins hafa löngum vikið sér undan málefnalegum skoðanaskiptum við það með því að gera því upp aðrar skoðanir og §téfnu en það hefur. Á sama hátt er reynt að afgreiða landsfuiid þess sem átakafund milli tveggja fylkinga, milli kynja, milli persóna. Vitaskuld tekst fólk á. En ef til vill kveður nú að nokkru við nýjan tón þegar tveir reyndir fulltrúar spyrja efnislega í ræðu - stóli: Á hvaða fundi er ég? Hvaða flokkur er hér að þinga? Fráfarandi varaformaður lýsti því síðan yfir í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að „þáðir armar“ flokksins hefðu orðið fyrir „pólitísku áfalli" á fundinum. ( Ijósi orða á borð við þessi verður það verkefni flokksins á næstu misserum að móta nýja stefnuskrá eitt mikilvægasta umboð sem flokksmönnum hefur verið falið frá upphafi. Stjórnmálaályktun fundarins verður birt í heild hér í blaðinu á morgun og öðrum samþykktum hans gerð skil síðar. í þessum niðurstöðum fundarins eru veigamiklar áherslur í þjóðmálum. Stjórnmálaályktuninni lýkur á þessum orðum: „Með róttæka jafnaðarstefnu, sósíalisma, að leiðarljósi, hefur Álþýðubanda- lagið bæði forsendur og tækifæri til að hafa frumkvæði að /samfélagsbreytingum sem mótað gætu mannlíf á íslandi fram á nýja öld. Þetta hlutverk flokksins og þessi hugsjón sameinar vinnufólk hans. Mikilvægi hennar yfirskyggir ágreining um persónur og dægurmál. hversu „skapandi" sem þær deilur geta nú orðið. Sjálft nafn Alþýðubandalagsins ætti að gera öllum Ijóst, að innan þess hittist fólk með mismunandi skoðanir. Bandalag þetta er vettvangur pólitískrar sköpunar, sameiginleg stefnu - mál eru mikilvægari en ágreiningur um smærri efni. Alþýðubandalagið er ekki eitt um þessa málamiðlun ólíkra sjónarmiða. Stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, Sjálfstæð- isflokkurinn, er breiðfylking og starfar ekki í samræmi við stefnuskrá. Landsfundarsamþykktir hverju sinni marka stefnu hans. Alþýðubandalagið hefur raunar valið svipaða leið, því í lögum þess stendur: „Landsfundur er æðsta vald í málefnum Alþýðubandalagsins, markar stefnu þess og setur því lög.“ ( Ijósi þessa verður að skoða samþykktir fundarins. ÓHT Þjóðrembumenn og einangrunarsinnar Hér í blaðinu var minnst á sér- stæða kveðju til Alþýðubanda- lagsins sem fyrrum félagi í því, Birgir Árnason, nú aðstoðar- maður iðnaðarráðherra og for- maður Sambands ungra jafnað- armanna, sendi gömlum félögum í Pressunni. Hér verður sá steinn klappaður ögn meir. Einkum sá kafli greinar Birgis sem fjallar um sjálfstæðismál. Birgir Árnason segist hafa slegist í lið með Alþýðubandalag- inu á sínum tíma vegna þess að „mér þótti meiri reisn yfir afstöðu hans en annarra flokka í sjálfs- tæðismálunum". Og átti þá við herstöðvamál og annað þesslegt. Síðan, segir Birgir Arnason, breyttist þetta á þessa leið hér: „Nú viðurkenni ég að þar sem ég áður sá kosti sé ég nú lesti. Neikvæð afstaða ýmissa forystu- manna Alþýðubandalagsins til mikilvægra landsmála á iíðandi stund - atvinnumálanna, Evróp- umálanna - er í beinni andstöðu við sjálfstæðisbaráttu íslendinga á ofanverðri tuttugustu öld. Markmiðið er ekki að viðhalda einangrun fslendinga hér norður í hafi heldur að gera okkur kleift að koma fram sem jafnokar í samskiptum við aðrar þjóðir. Til þess hrekkur forneskjulegur þjóðrembingur skammt.“ Öllu öfugt snúið Það er margt skrýtið við þessa klausu - en þó fyrst og fremst það, hvað þar er talið „löstur" í sjálfstæðismálum íslendinga. í fyrsta lagi er þeirri afstöðu Al- þýðubandalagsins til hernaðar- umsvifa Bandaríkjanna hér sem ungum námsmanni, Birgi Árna- syni, var eitt sinn góður „kostur", eins og kippt burt úr heiminum rétt eins og þau sjálfstæðismál séu ekki til lengur. Þess í stað er bersýnilega kominn upp sá „löstur“ að það er í Alþýðu- bandalaginu sem menn hafa fleiri fyrirvara um samstarf við erlenda stóriðjuhölda en í öðrum plássum - þar er og einna síst að finna þá bláeygu bjartsýni á samruna Evr- ópu sem hefur mjög gripið um sig á síðustu misserum. Með slíkum og þvílíkum mál- flutningi er beinlínis verið að snúa sögunni við. íslensk sjálfs- tæðisbarátta snerist í meir en hundrað ár um það, eins og allir vita, að flytja vald inn í landið - bæði vald til pólitískra ákvarðana og til efnahagslegs sjálfsforræðis og svo vald yfir auðlindum okkar (sem fram yfir 1950 var skert af gömlu samkomulagi Dana við Breta um þriggja mflna land- helgi). Afstaða Alþýðubanda- lagsins til hersins, í landhelgis- málum, stóriðjumálum og nú síð- ast Evrópumálum, er fyrst og síð- ast mótuð af þessari íslensku sjálfstæðishefð. Sem nú er allt í einu orðinn höfuðlöstur flokks- ins, að dómi Birgis Árnasonar, sem lætur að því liggja að það sé einskonar „markmið" flokksins að „viðhalda einangrun íslend- inga“. Mikill er andskotinn. Látum nú vera að Birgir Árna- son segði, að tími þjóðríkja væri liðinn undir lok og eina leiðin til að tryggja blessaðan hagvöxt væri að laga sig í einu og öllu að leikreglum þeirra sem ráða lögum og lofum í efnahagslífi Evrópu. Það er sjónarmið út af fyrir sig. En hitt er svo langt fyrir neðan allar hellur að láta sem slík afstaða sé hin eina sanna sjálf- stæðisstefna tímans. Líklega þá í anda hinna frægu þversagnar- orða að „eina leiðin til að varð- veita sjálfstæðið er að farga því“. Lífskjör og sjálfstæði Birgir Árnason er bersýnilega í hópi þeira manna sem telja að ef við höldum ekki einhverjum bestu lífskjörum í heimi, þá muni fólk flykkjast héðan og sjálfstæð- ið verða nafnið tómt. Síðan setja menn upp óttasvip og segja: ef við missum af Evrópustrætó þá færumst við áreiðanlega eitthvað niður í kjarasamanburðinum við aðrar ríkar þjóðir. Það er margskonar fals í þess- ari kenningu. í fyrsta lagi getur aðlögun að Evrópuþróun alveg eins leitt til landflótta og þær lægðir í kjaraþróun sem við lcönnumst vel við - eins þótt þeir menn hefðu gott kaup sem eftir sætu við þau tiltölulega fáu fyrir- tæki sem markaðslögmál teldu mögulegt að starfrækja á íslandi. f annan stað hlýtur það að vera falskenning að sjálfstæði sé markleysa nema menn búi við bestu lífskjör: ætla menn að halda því fram að öll þau hundrað og fjörtíu ríki (eða fleiri?) heimsins, sem búa við lakari kjör en íslendingar, eigi sér ekkert traust og hald í sínu sjálfstæði? í þriðja lagi getur ekki verið neitt sjálfvirkt samband milli eflingar sjálfstæðis og efnahagslegs ávinn- ings: sá sem til dæmis tekur fé fyrir að leyfa hernaðarfram- kvæmdir hjá sér eða fyrir að leigja pláss undir eitraðan úrgang eins og nú fer að tíðkast - hann bætir efnahaginn í bili, en hann grefur undan sínu sjálfstæði um leið. í fjórða lagi er það nú svo, að þótt við getum færst upp eða niður um tvö eða þrjú sæti í hópi hinna ríkustu þjóða heims, þá eigum við ekki á hættu að hrapa langt niður „lífskjarastigann“ nema fiskstofnar okkar hrynji. Þá erum við í skelfilegum málum, hvar svo sem við erum stödd að öðru leyti. Og það er einmitt þess vegna fyrst og síðast sem við „þjóðrembumenn" erum ugg- andi um okkar hag gagnvart þeirri sameinuðu Evrópu sem vill ekki, samkvæmt sínum stefnu- skrám, leyfa okkur að sitja einir að auðlindum hafsins - nema þá í formi undanþágu á „aðlögunar- tíma“. Hér mætti mörgu við bæta - m.a. um lífskjarasamanburð sem getur aldrei verið fólginn í því einu að bera saman verðlag á bjór og Kentucky Fried Chicken hér og þar í heiminum. Hitt ætti að vera ljóst af nýrri reynslu og gam- alli að þjóð verður ekki sjálfstæð nema hún sé reiðubúin að leggja nokkuð á sig til þess. Ef þjóð er ekki annað en samsafn einstak- linga, sem hver um sig er með hugann við það eitt að leita að ögn hærra kaupi, ódýrara bensíni og fleiri ostum en hann fær á fs- landi, þá líður sú þjóð náttúrlega undir lok fyrr en síðar. Eins þótt hún geti verið lifandi dauð alllengi, meira að segja talandi eigin tungu og með eitthvað sem heitir ríkisstjórn. ÁB þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltatjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson. Aðrir blaöamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.).Guömundur RúnarHeiöarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Sm^rt (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Augiýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Svanheiöur Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiöslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33 &68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverö á mánuöi: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.