Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 9
AFMÆLI Ásgerður Ingimarsdóttir framkvœmdastjóri - sextug Ljúft er mér að senda litla kveðju í tilefni þessara tímamóta, þegar hún Ásgerður er ákveðin í að færa sig yfir á annan áratug eins og ekkert sé. Af þessari sæmdarkonu hefi ég lengi haft kynni afar góð og nú um tveggja ára skeið hefur hún ráðið húsum, þar sem ég starfa og ánægjulegra samstarf er erfitt að hugsa sér. Má vera að einhverju ráði sameiginleg áhugamál mörg og góð, en mestu held ég að ráði ljúflyndi hennar samfara á- kveðni, glaðlyndi þar sem alvar- an á sinn sess, lagni hennar og lipurð við hvaðeina sem hún tekur sér fyrir hendur, áhugi hennar leiftrandi og ljós og mannkostir, sem koma því betur í ljós sem kynni verða margþættari og meiri. Ég veit ég má ekki segja það, en kona sem er málsnjöll vel, ágæta hagmælt, á sér hugsjónir og berst ótrautt fyrir þeim, leggur hvarvetna góðum málum lið og þeim afræktu alveg sérstaklega, slík afbragðskona er Ásgerður einmitt. Það er þá enda sjálfgefið1 að sæmilega innrættu fólki þyki hún hinn mætasti liðsmaður og félagi og meti þessa eiginleika svo sem vert er. Það eru þó tvenn félaga- samtök, sem eiga hug hennar öðrum fremur og njóta starfs- krafta hennar. Þetta eru Öryrkja- bandalagið þar sem hún er nú framkvæmdastjóri og svo Góð- templarareglan, en hún er nú ein- mitt æðstitemplar stúkunnar Ein- ingar, sem heldur uppi fágætu fé- lagsstarfi miðað við þann ágæta félagsskap almennt. Ég held að erfitt væri fyrir öryrkja og aðra sem til Öryrkjabandalagsins leita að fá viðræðubetri framkvæmda- stjóra sem allt vill leysa ævinlega á allra bezta veg. Með úthlutun öryrkjabifreiða fór fram í gegnum Öryrkjabanda- lagið höfðu óhemju margir sam- band við Ásgerði og var ég einn þeirra, sem oftlega átti þannig við hana erindi. Ég trúi því að einstakt sé í jafnviðkvæmum og vandmeð- förnum málum, hversu viðmæl- endur Ásgerðar báru henni ein- staklega ágæta sögu, en á óvart kemur það ekki þeim sem til þekkja. Svona er þetta einnig í hennar aðalstarfi í dag, sem er miklu víð- feðmara og persónulegra en ger- ist og gengur hjá framkvæmda- stjórum félagasamtaka, svo margvísleg aðstoð og úrlausn er veitt svo ótalmörgum. f>að er einkar ljúft að hafa hana sem æð- sta ráð einnig og um það munu fleiri fúsir bera vitni hér á bæ. Annars átti þessi litla afmælis- kveðja aðeins að sýna afmælis- barninu örlítinn þakkarvott. Ég get þó ekki látið hjá líða að geta þess að Ásgerður gegnir mörgum, mætum trúnaðarstörf- um fyrir Öryrkjabandalagið m.a. á erlendum vettvangi. Hún hefur lengi setið í Stjórnarnefnd um málefni fatl- aðra ýmist sem aðal- eða vara- maður. Hún sat einnig um skeið í Áfengisráði og var það vel skipað. Er þá á fátt eitt minnzt. Hins ber svo að sjálfstögðu að geta að Ásgerður á hinn vænsta eiginmann, þann glaða og góða dreng Victor Ágústsson deildar- stjóra hjá Pósti og síma og saman eiga þau 4 börn sem öll bera for- eldrum ágætt vitni. Það er alltof lítið af fólki í þess- um kalda harða heimi sem hugsar eins og Ásgerður að leysa vanda sem flestra sem fyrst og spyrja síðast alls um verkalaun. Gefandi gleði hennar og fórnfýsi í öllum störfum utan hins skylduga er líka næsta óvenjuleg í þessum ys og asa fólks út af engu, en þar sem alit snýst um eigin persónu, eigin hag. Megi Ásgerður lengi enn ylja huga okkar með geislandi gjafmildi sinni á það góða, með vel ortum vísum og kvæðum, með græzkulausu gamninu og síðast en ekki sízt sínu varma, vinhlýja viðmóti. Við þökkum henni í dag fyrir að vera það sem hún er, heil og sönn í hverri gerð og árnum henni alls góðs á ævibrautinni áfram um ókomin ár. Njóttu svo gjöfulla gæfustunda og gleðina eigðu að förunaut. Helgi Seljan FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu Nýtt lítið ferðasjónvarp. Upplýsingar í síma 83823. íbúð til leigu í Kaupmannahöfn frá 6. des. 1989 til 16. jan. 1990. Upp- lýsingar í síma 10235. Jólasveinabúningar til sölu Upplýsingar í síma 32497 eftir kl. 20.00 Sjóminjar Áttu sjóminjar eða veistu um miniar sem tengjast sögu sjávarútvegs á Is- landi? Sjóminjasafn íslands tekur á móti öllum slíkum munum, gömlum og nýjum til varðveislu. Hafið sam- band í síma 91-52502 kl. 14-18 alla daga. - Sjóminjasafn íslands. Hreingerningar Við erum tvær skólastelpur og tökum að okkur að þrifa í heimahúsum. Erum vanar og vandvirkar. Uppl. í síma 36718, Sara eða 35206, Hrafn- hildur. Múrverk/flísaiagnir - Flísa/marmara /skífulagnir - Grófhúðun/fínhúðun/viðgerðir. - Ráðgjöf, tímavinna, tilboö, góð vinna, greiðsluskilmálar. - Fagmaður í fimmtán ár. Eiríkur Rauði Björgvinsson, sími 653087. Rafmagnsþjónustan og dyrasimaþjónustan Þarftu að láta laga raflögnina eða dyrasímann? Við höfum sérhæft okk- ur í lagfæringum og breytingum á gömlum raflögnum. Þú færð vandaða vinnu á sanngjörnu verði. Gerum kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krist- ján Sveinbjörnsson rafvirkjameistari, sími 44430. Til sölu baðborð, stóll, skrifborð og hillusam- stæða. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 45755 eftir hádegi í dag og í kvöld. ísskápur til sölu einn metri á hæð. Selst fyrir kr. 2.000.- Uppl. í síma 76586 á kvöldin. Skodi óskast Óska eftir að kaupa notaðan Skoda 2ja til 3ja ára. Má þarfnast lagfæring- ar. Uppl. í síma 44465. Leðurjakki Til sölu svartur leðurjakki, lítið notað- ur, stærð small (13-14 ára). Uppl. í síma 75990. Schneider hljómflutningstæki til sölu á góðu verði. „Team 342“ de Luxe, 2 ára, vel með farin með einni tengingu fyrir c.d. (geislaspilara). Skipti koma til greina. Sirra, sími 675862. Óska eftir að kaupa sambyggða trésmíðavél (sög, afrétt- ari, og þykktarhefill). Uppl. í síma 25716 eftir kl. 17.00. Til sölu ódýrt handlaug og tvö blöndunartæki. Einnig sjónvarpsloftnet. Uppl.í síma 29402 eftir kl. 18.00. Til sölu svefnbekkur með tveimur skúffum, 105x96 cm. Verð kr. 4.500.- Ferða- og svefnbúr fyrir kött. Verð kr. 2.500.- Þvottavél sem þarfnast viðgerðar. Selst ódýrt, tilboð. Ryksuga í ágætu lagi. Verð kr. 2.000,- Uppl. í síma 19848 eftir kl. 17.00. Til sölu BMX reiðhjól Upplýsingar í síma 45996. Hestakerra til Sölu. Uppl. í síma 98-21689 á kvöldin. Lítið borðstofuborð óskast Guðrún, sími 19439 eftir kl. 18.00. Nýleg barnakerra til sölu á kr. 5.000.- Uppl. í síma 41373. Aukadrif við Machintoshtölvu til sölu. Er sem nýtt. Uppl. í síma 623605. Fjórhjól og ísskápur 42ja hestafla Suzuki fjórhjól til sölu. Á sama stað óskast ísskápur til kaups. Uppl. í síma 25825. Antik skápur Stór, antik fataskápur til sölu. Fal- legur gripur. Uppl. í síma 32113. Karlmannsreiðhjól Óska eftir notuðu karlmannsreiðhjóli. Uppl. í síma 15089. Óska eftir ísskáp fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 622943. Óska eftir að kaupa gömul húsgögn. Allt kemur til greina. Helga, sími 21154. Til sölu sófasett, hjónarúm, hillusamstæða, hlaðrúm, svefnbekkir, svefnsófar, eldhúsborð o.fl. Uppl. í síma 688116, Langholtsvegur 126, kjallari kl. 17- 19. Vídeóupptökuvél Til sölu Panasonic M3 upptökuvél ásamt áltösku. Uppl. í síma 628984. Húsnæði óskast Tvo námsmenn vantar 3ja herbergja íbúð frá áramótum, helst miðsvæðis og á góðu verði. Uppl. í síma 22825. Ungbarnanudd Kenni foreldrum ungbarna á aldrin- um fjögurra vikna til 10 mánaða nudd fyrir ungbörn. Ragnheiður í síma 41734. Húsnæði óskast 1 2-3ja herbergja íbúð óskast á leigu. Einhver fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 622278. Laus staða Staða sérfræðings við jarðfræðistofu Raun- vísindastofnunar Háskólans er laus til um- sóknar. Æskilegt er að sérfræðingurinn starfi á sviði aldursgreininga og tímatalsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsækjendir skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsókna- starfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raunvísinda- deildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Há- skólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfs- manns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skil- ríkjum um menntun og vísindaleg störf, auk ítar- legrar lýsingar á fyrirhuguðum rannsóknum skulu hafa borist mennamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. desemb- er n.k. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækj- anda um menntun hans og vísindaleg störf. Um- sagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til mennta- málaráðuneytisins. Menntaskólinn á Egilsstöðum Kennara vant- ar á vorönn til að kenna eftirtaldar greinar: við- skipta- og tölvugreinar og íþróttir og félagsstörf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. desember n.k. Menntamálaráðuneytið Rannsóknaaðstaða við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) Við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NOR- DITA) í Kaupmannahöfn kann að verða völ á rannsóknaaðstöðu fyrir íslenskan eðlisfræðing á næsta hausti. Rannsóknaaðstöðu fylgir styrk- ur til eins árs dvalar við stofnunina. Auk fræði- legra atómvísinda er við stofnunina unnt að leggja stund á stjarneðlisfræði og eðlisfræði fastra efna. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í fræðilegri eðlisfræði og skal staðfest afrit próf- skírteina fylgja umsókn ásamt ítarlegri greinar- gerð um menntun, vísindaleg störf og ritsmíðar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu sendar í tvíriti til NORDITA, Blegdamsvej 17, DK-2100 Köben- havn Ö, Danmark, fyrir 1. desember n.k. Auk þess skulu 2-3 meðmælabréf send beinttil Nor- dita. Menntamálaráöuneytið, 14. nóvember 1989 BR0SUMÍ í umferðinni ^ - og allt gengur betur! • yUMFEROAR RÁÐ Aukavinna Þjóðviljinn óskar eftir fólki til starfa við áskriftar- söfnun. Nánari upplýsingar veitir afgreiðslu- stjóri blaðsins, í síma 68 1333 eða 68 1663. þJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.