Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 12
■SPURNINGIN_ Hvað óskar þú að framtíðin beri í skauti sér fyrir komandi kyn- slóð? (spurt á Fæðingarheimilinu) Guðrún Lára Magnúsdóttir og 4 daga gamall sonur: Ég óska eftir betrí heimi og meiri gæsku manna í milli, ásamt ýmsu ööru sem ég man ekki eftir í augna- blikinu. Bára Ketilsdóttir og 4 daga gamall frumburöur: Ég vil gjarnan aö meira réttlæti ríki í heiminum í framtíðinni, sérstaklega gagnvart börnum. Ester Unnsteinsdóttir ásamt 6 daga gamalli dóttur: Ég vona að dóttir mín og aðrar konur standi frammi fyrir meira vali þegar að því kemur að þær eignast börn og samfélagið búi uppalendum betri að^ stæður. Jóhanna Erlingsdóttir ásamt sólarhringsgamalli dóttur: Það er nú svo margt sem ég vildi aö breyttist til betri vegar en í augnablik- inu kemur mór ekkert eitt í hug. Guðrún Þórsdóttir ásamt 4 daga gamalli dóttur: Ég óska þess fyrst og fremst að friður ríki í heiminum og þessa dagana er ég ákaflega bjartsýn á að sú ósk mfn rætist. þJÓÐVILIINN Þriðjudagur 21. nóvember 1989 198. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Fœðingarheimilið Lokun skapar neyðamstand Borgarráð hefur samþykkt að leigja út hluta afhúsnœðifæðingarheimilisins. Sólveig Þórðardóttir, yfirljósmóðir: Grundvelli kippt undan áframhaldandi rekstri og uppbyggingu Eg trúi ekki öðru en að þetta séu mistök stjórnmálamanna sem þeir leiðrétti þegar þeir hafa kynnt sér staðreyndir málsins. Á sama tíma og Fæðingarheimilið og fæðingardeild Landspítalans, eru að vinna að því að treysta grundvöll heimilisins og skipu- leggja samstarf milli stofnananna heyrum við í fréttunum að leigja eigi út stóran hluta af húsnæði Fæðingarheimilisins. Með þess- ari ákvörðun sýnist mér sem for- sendur fyrir rekstri Fæðingar- heimilisins og áframhaldandi samstarfi þess við fæðingardeild Landspítalans sé stefnt í hættu, sagði Sólveig Þórðardóttir, yfir- Ijósmóðir á Fæðingarheimilinu í Reykjavík Eins og fram hefur komið í fréttum, samþykkti meirihluti Borgarráðs að leigja 11 læknum tvær af þremur hæðum Fæðingar- heimilisins. í samningnum felst að skurðstofa heimilisins, nýupp- gerð og búin góðum tækjum, ásamt 10 rúmum af 18 á 2. hæð hússins verða leigð út. Borgarráð samþykkti fyrir sitt leyti leiguna án þess að leita álits stjórnar borgarspítalanna eða aðra sem málið varðar. - Það er yfirlýstur vilji yfir- stjórnar Fæðingarheimilisins og Landspítalans að þessar tvær stofnanir vinni saman að því að búa fæðandi konum á höfuðborg- arsvæðinu góða aðstöðu til að eiga sín börn. Eins og ástandið er núna getur Landspítalinn ekki Ég trúi ekki öðru en að þetta séu mistök stjórnmálamanna sem þeir leiðrétta þegar þeir hafa kynnt sér málið betur, segir Sólveig Þórðardóttir, yfirljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Á myndinni eru Sólveig og Benedikt Ó. Sveinsson læknir. Mynd -Kristinn. Fæðingarheimilið í Reykjvík hefur löngum boðið upp á aðstæður sem eru talsvert frábrugðnar fæðingardeildum sjúkrahúsa og lögð hefur verið á það áhersla að konur eigi val um það í hvernig umhverfi þær fæði börnin. Mynd - Kristinn. sinnt öllum fæðingum á svæðinu og hlutverk Fæðingarheimilisins er því að taka við þeim konum sem Landspítalinn getur ekki annað. Það er líka brýn þörf á því að konur eigi um það val í hvernig umhverfi þær fæða sín börn og sem kunnugt er, er starfsemi þessa heimilis og Landspítalans frábrugðin á ýmsan hátt, sagði Sólveig. Ef af leigusamningi verður eru 10 rúm eftir til umræða fyrir Fæð- ingarheimilið, en Sólveig sagði að vegna þrengsla væri í raun ekki hægt að taka á móti fleiri en 7 konum, með góðu móti. - Með þetta fáum sjúkrarúm- um getum við ekki annað nægi- lega mörgum fæðingum þannig að álagið bæði hér og á Landspít- alanum verður allt of mikið, svo ekki sé minnst á það neyðará- stand sem skapast þegar Fæðing- arheimilinu og skurðstofu sjúkra- húss Suðurnesja er lokað yfir sumartímann, sem er mesti ann- atími fæðingardeilda. Þannig er ekki bara verið að draga úr þjón- ustunni hér heldur einnig gera starfsfólki Landspítalans ill- mögulegt að sinna starfi sínu á þann hátt sem það óskar. Auk þess er það illa verjandi að reka 7 rúma fæðingardeild, sem er mjög dýr í rekstri þannig að næsta skref hlýtur því að vera að leggja Fæð- ingarheimilið niður, sagði Sól- veig. Fæðingarheimilið í Reykjavík hefur verið starfrækt í rúm 30 ár og fyrrverandi forstöðukona þess, Hulda Jensdóttir beitti sér fyrir ýmsum nýjungum á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að hún hafði frumkvæði að því að gera feðrum kleift að vera viðstaddir fæðinguna og skipulagði foreldr- afræðslu. - Eg vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að Fæðingar- heimilið verði áfram í broddi fylkingar varðandi nýjungar í fæðingarmálum þar sem mann- legi þátturinn er hafður í fyrir- rúmi. Ég trúi því að ná megi sátt- um milli hinna ólíku þátta sem snerta fæðinguna með því að taka jöfnum höndum tillit til mann- lega þáttarins og þess sem lýtur að sýklavörnum og öryggi. Þetta eru ekki tveir andstæðir pólar heldur samtvinnaðir þættir sem fagleg þekking gerir okkur kleift að sætta. Hins vegar hefur nei- kvæð umræða háð starfsemi Fæð- ingarheimilisins lengi og þær raddir sem sífellt endurtaka kröfuna um að leggja heimilið niður. Ég trúi ekki öðru en að það ágæta fólk sem vill fæðandi konum vel endurskoði ákvörðun sína þegar það hefur kynnt sér málið betur og sjái að tímabært er að umræðu um takmarkaða starf- semi eða niðurlagningu heimilis- ins linni, sagði Sólveig. 'Þ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.