Þjóðviljinn - 22.11.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Side 1
Miðvikudagur 22. nóvember 1989 199. tölublað 54. órgangur Bolungarvík Pukrast með mengunarslys Átján þúsund lítraraf gasolíu runnu ísjóinn frá Ratsjárstöðinni á Bolafjalli. Haldið leyndu í nokkra daga fyrir Siglingamálastofnun og yfirvöldum íBolungarvík. íslensk lög og reglugerðir sniðgengnar af Ratsjárstofnun og Varnarmáladeild. Heyrir undir heilbrigðisfulltrúa Suðurnesja Mánudaginn 13. nóvember uppgötvaði Ratsjárstofnun að um 18 þúsund lítrar af gasoliu höfðu lekið úr ratsjárstöðinni á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík og í gegnum niðurfallsrör sem opnast í þverhnýptri fjallshlíðinni um 600 metra fyrir ofan sjávar- mál. Málinu er hins vegar haldið leyndu fyrir Siglingamálastofn- un, bæjaryfirvöldum í Bolungar- vík og heilbrigðisyfirvöldum I nokkra daga á meðan starfsmenn Bandaríkjahers og Ratsjárstofn- unar reyna að hylja verksum- merki. Pegar starfsmenn Siglinga- málastofnunar koma á staðinn fjórum dögum seinna er búið að þrífa olíuna upp í ratsjárstöðinni. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík fær að vita um málið á föstudag, en heldur því leyndu fyrir öðrum bæjarfulltrúum fram á þriðjudag að sögn Kristinns H. Gunnarssonar bæjarfulltrúa. Ratsjárstofnun, sem rekur hinar nýju ratsjárstöðvar heyrir undir Varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins. Ekki reyndist unnt að ná í yfirmenn þessara stofnana, þá Porstein Ingólfsson og Jón Böðvarsson í gær, en Gunnar Á- gústsson deildarstjóri mengunar- varna hjá Siglingamálastofnun hafði þetta um málið að segja: Pótt lög og reglugerðir um mengunarvarnir í sjó kveði skýrt á um að Siglingamálastofnun eigi að hafa eftirlit með öllum mannvirkjum er geta valdið slíkri mengun og þótt við höfum farið fram á það við Varnarmáladeild að farið sé að lögum, þá höfum við aldrei fengið að yfirfara mannvirki Bandaríkjahers hér á landi nema í Helguvíkurhöfn. Þá segir ótvírætt í lögunum að eiganda mannvirkja sem valda mengun beri skylt að tilkynna okkur umsvifalaust ef slys verð- ur. Mér skilst að slysið í Bolafjalli hafi uppgötvast mánudaginn 13. Við fáum ekki að vita af því fyrr en seint um kvöldið fimmtudaginn 16. nóvember. Maður frá okkur kom á staðinn föstudaginn 17. og þá var búið að þrífa olíuna upp. Það er því ljóst að hér hefur ekki verið farið að íslenskum lögum. Það samræmist ekki reglugerðum að setja olíu þarna án þess að búið sé að taka mannvirkin út og það er óforsvar- anlegt að skilja oiíu eftir þarna á meðan stöðin er mannlaus og eft- irlitslaus. Við munum að sjálf- sögðu gera kröfur til þess að olían verði flutt af staðnum, og sömu- leiðis viljum við fá að sjá teikningar af þessum mannvirkjum og fá að fylgjast með byggingu þeirra til þess að tryggja að þessar olíugeymslur séu ekki lélegri en þær sem tíðk- ast hér á landi. Þetta á við um allar ratsjárstöðvarnar fjórar. Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi í Bolungavík segir það greinilegt að hér hafi átt að fela orðinn hlut. Þá segir hann rangt að vatnsbóli Bolvíkinga stafi ekki hætta af slysinu, þar sem Bolvíkingar noti yfirborðs- vatn og olían hafi fokið yfir fjailið úr rörbútnum sem sé í 600 metra hæð. Þrátt fyrir þetta var málinu haldið leyndu fyrir heilbrigðis- fulltrúa í Bolungarvík í nokkra daga, en heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja var kallaður á staðinn föstudaginn 16. til þess að líta á aðstæður. Sú mun vera reglan að heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja fari með slíkt eftirlit á s.k. „varn- arsvæðum“. Snorri Snorrason hjá heilbrigðiseftirliti Suðurnesja sagði í samtali við blaðið að þeir hefðu ekkert eftirlit haft með framkvæmdum eða flutningum olíu upp á Bolafjall, en þeir hefðu komið á staðinn s.í. föstudag. Siglingamálastofnun átti í gær fund með Varnarmálanefnd, þar Skautaft á Tjöminni. Þessi ungi maður lætur ekki sitt eftir liggja á ísilagðri Tjörninni þegar tækifæri gefst til að leika ísknattleik enda bera stellingar hans það með sér að allur sé varinn góður. Mynd: Jim Smart. Brunamál Allt í kalda koli Vantar skýrari reglur áýmsum sviðum aukþess sem gildandi lög eru víða brotin. Eldvarnareftirlit lélegt og rannsókn á mörgum stórbrunum ábótavant Víða eru veilur í skipulagi brunarnála, sérstaklega hvað varðar eldvarnareftirlit. Skýlaus- um fyrirmælum laga og reglu- gerða er oft ekki hlýtt og athuga- semdum og kröfum um úrbætur er ekki fylgt eftir. Upplýsingar um helstu brunatjón eru ófull- nægjandi. Varðandi 10 stærstu brunatjónum á árunum 1981 til 1988, þar sem samanlagt tjón nemur tæplega 45% af öllum greiddum brunabótum á tímabil- inu, virðist eldvarnareftirlitið gersamlega hafa brugðist. - Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu sem nefnd á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins hefur unn- ið og Jóhanna Sigurðardóttir kynnti á ríkisstjómarfundi í gær. 1 Jóhanna sagði að skýrslan yrði send ýmsum aðilum til umsagnar og að því loknu yrði hafist handa við úrbætur. Hún sagðist myndi beita sér fyrir því að brunavarna- gjald rynni óskert til Brunamál- astofnunar en samkvæmt fjár- lögum fyrir næsta ár vantar 24 miljónir upp á að svo sé. Nefnd þessi var skipuð í kjölfar stórbranans á Réttarhálsi í janú- ar á þessu ári. Henni var falið að gera heildarúttekt á stöðu bruna- mála í landinu og koma með til- lögur til úrbóta. I skýrslunni kemur einnig fram að brunatjón hefur farið stórvax- andi hérlendis á undanförnum árum og eru síðustu tvö árin ásamt yfirstandandi ári sínu verst. Frá árinu 1981 til ársins 1988 hefur heildartjón samfélags- ins vegna bruna meira en tvöfald- ast, og tjónabætur vátryggingafé- laganna fóru úr 285 milljónum króna í rúmlega 650 milljónir króna á sama tímabili, miðað við sem skýra átti hvort íslensk lög giltu um þessar framkvæmdir og hver væri ábyrgðaraðili í tjóni sem þessu. -ólg verðlag í júni 1989. Flest bruna- tjón eru í stórum atvinnufyrir- tækjum en tjón á heimilum eru hins vegar fátíð og lítil. Athygli vekur að í 49% tilvika á umræddu tímabili eru eldsupptök ókunn. Nefndin gerir ítarlegar tillögur til úrbóta í brunamálum og leggur einkum áherslu á þrennt; aukið forvarnarstarf á byggingartíma, hertu eldvarnareftirliti og áfram- haldandi heildarúttekt á mannvirkjum þar sem ætla má að brunahætta sé mest. >Þ Kölskavers Söngvar Satans á íslensku * * Arni Oskarsson: Bók- in hefur verið þýdd víða án þess að það hafi komið til ofbeldis- verka Söngvar Satans, ein frægasta bók okkar tíma er nú komin út á íslensku. Sem kunnugt er reiddist Kómeini erkiklerkur írans bók- inni svo mjög að hann lýsti höfund hennar, Salman Rushdie, réttdræpan hvar sem til hans næðist. Hefur útgáfa bókarinnar valdið glímuskjálfta víða um lönd og ekki að ástæðulausu, því heittrúaðir hafa víða reynt að koma i veg fyrir að bókin kæmi fyrir almenningssjónir. Þar að auki hefur bókin valdið klofningi í Sænsku akademíunni; tveir meðlimir hennar neituðu að sitja þar lengur eftir að Akademían neitaði að fordæma dauðadóm- inn yfir Rushdie. Sögusvið þessarar umdeildu bókar eru aðallega Lundúnir nú- tímans. Aðalpersónunum, sem eru tveir Indverjar, skolar í land á Englandsströndu, öðrum með geislabaug en hinum með horn og klaufir eftir að hafa lent í flugslysi yfir Ermasundi og er það upphaf- ið á ótrúlegum ævintýrum þeirra félaga. Mál og menning gefur bókina út á íslensku en þýðendur eru þeir Sverrir Hólmarsson og Árni Óskarsson. Að sögn Árna fengu þeir félagar enga áhættuþóknun fyrir að taka að sér þýðinguna, en hinsvegar hafi hann reynt að fara huldu höfði erlendis á meðan hann vann að henni. - Ég hef engar verulegar áhyggjur af þessu, segir hann, - við erum hér langt utan við miðpunkt isl- amskrar trúar og bókin hefur þar að auki verið þýdd víða erlendis án þess að það hafi komið til of- beldisverka. Ámi segir bókina mjög fyndna, skrifaða af mikilli frá- sagnargleði og vera fulla af skemmtilegum sögum og hnytt- num mannlýsingum. Þar sé fjall- að um knýjandi og áleitin efni svo sem trúmálaumræðu og tengsl kreddufestu og valds, hvernig allt umburðarlyndi hverfí þegar vald- ið hengir sig í bókstafstrú. Þar að auki sé hún full af háði f garð þeirra sem þykjast hafa höndlað hinn endanlega sannleika og ætla sér að predika hann yfir öðrum. LG \

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.