Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Virðisauka- skattur og menning í umræðum um virðisaukaskatt hafa menn að vonum haft miklar áhyggjur af því hver áhrif hann muni hafa á lífsskilyrði íslenskrar menningarstarfsemi. Þau tíðindi bárust að vísu mönnum til hressingar, að samkomulag hefði náðst um það að menningarstarfsemi á sviði leiklistar og tónleikahalds skyldi undanþegin virðis- aukaskatti. Þetta er reyndar í framhaldi af því, að þegar í ráðherratíð Ragnars Arnalds hafði þessi starfsemi verið undanþegin söluskatti af menningarpólitískri nauðsyn. Hinsvegar hefur nú um skeið verið tekist, leynt og Ijóst, á um virðisaukaskatt á bækur. Sú umræða er reyndar ekki ný: rithöfundar og aðrir hafa lengi beitt sér fyrir því að niður væri felldur söluskattur á bækur - í anda þess sem gerst hefur jafnvel í miklu stærri málsamfélögum en hinu íslenska. Þeim hugmyndum var svarað með því, að það væri skynsamlegra að taka upp einskonar endurgreiðslu söluskatts með því að efla þá sjóði sem rithöfundar gætu sótt í til að geta sinnt sínu starfi meir og betur. Fyrir slíkri lausn voru færð rök sem ekki ber að vanmeta - en þau eru á þá leið, að með eflingu Launasjóðs rithöfunda sé unnt að styðja beint íslenska bók- menntasköpun meðan afnám söluskatts geri ekki annað en greiða fyrir bókum sem vöru, hverjar sem þær annars eru. Sá hængur er þó á slíku ráði, að það fékkst aldrei fram viðurkenning á samhengi milli þeirrar upphæðar sem ríkið tók í söluskatt af bókum og þeirra peninga sem gengu til rithöfundasjóða. Og það er meðal annars þess vegna sem rithöfundar og útgefendur og fleiri hafa litið hornauga hug- myndir um að fullur virðisaukaskattur kæmi á bækur, en síðan yrði meö sérstökum ráðum reynt að greiða fyrir þeirri bókagerð og útgáfu sem mestur menningarbragur væri að. Nú er komið að ákvörðunum í þessu máli. Menn verða varir við það m.a. af áskorun frá stórum hópi rithöfunda um þetta mál. Málið kom og á dagskrá landsfundar Alþýðu- bandalagsins á dögunum þar sem samþykkt var tillaga frá starfshópi um menningarmál þess efnis, að nú þyrfti að nota það menningarpólitíska tækifæri sem menn fávið skattkerf- isbreytingu til að taka þá ákvörðun að virðisaukaskatt skuli ekki leggja á íslenskt prentmál. Eins og fram kemur í þessari ályktun er hér einkum um að ræða bætta stöðu bókarinnar frá því sem verið hefur, því dagblöð og flest tímarit hafa verið undanþegin söluskatti: „ Við slíka ákvörðun lækkaði verð íslenskra bóka og staða þeirra í samkeppni við erlendan menningariðnað styrktist. Um leið fylgdu íslendingar góðu fordæmi flestra Evrópu- þjóða í baráttu fyrir viðgangi þjóðlegrar menningar." í þessum orðum er lögð áhersla á þann þátt þessa máls sem mestu varðar. Að sjálfsögðu geta menn haldið því fram að það sé verulegt hagsmunamál bæði rithöfunda og útgef- enda að fá niður felldan virðisaukaskatt af bókum. En það væri skammsýni að skoða þetta mál fyrst og fremst sem einskonar kjaramál þessara hópa tveggja. Það sem mestu varðar er sá möguleiki að lækka verð á íslenskum bókum og efla þar með möguleika á því, að þær haldi sínu vægi í lífsmynstri þjóðarinnar. Það er mikil nauðsyn vegna stöðu lítils málsamfélags sem á dynur í sífellu „holskefla engil- saxneskra áhrifa" - ekki síst um þær greiðu fjölmiðlaleiðir sem alþjóðlegur skemmtanaiðnaður hefur. Auk þess sem bókin er einkar virkur og mikilvægur fjölmiðill einmitt í litlu samfélagi, ekki einungis í þá veru að bækur styrki sérstöðu þessa samfélags heldur gera þær það bæði ríkara, starf- hæfara og mennskara. KLIPPT OG SKORIÐ iDannvattí. k*®* \ át W ® Ibr alte stoe vafalUe tete v,M'Sww*towW* m- Strygefri sengesæt - krepp sengesæt ~ flomHsengesæt Vætg rtwftem «t hav &f ■rtonstrí- og farver - og i aík- kvatitetef; 8föcJ og fun fconei ~ f<nkken kropp {kitek oy bo:ge) eiim sttygofrf gfa? bomufd. Aft i 100% bkxs cg hútfvsniig bomuio Vi kan íkke yarantete dig öe víste monsíre ~ men kum ind og vrag -dsrer pararteref et monsfer, du kan bruyn, Dynebölræa r»t r 140x200 cm. Pudebetraek str. 60x63 cm. Denneav's er fylot. „ > medfantast®K| mmjiHsæcmG Æ Jósk innrás sængurfata Það er víst della að íslending- um hafi einhvern tíma verið ætlað að flytjast í heilu lagi á Jótlands- heiðar, ein af þessum falsfréttum sem haldast á floti endalaust. Hitt er deginum sannara, þótt jafn lygilegt sé, að Jótar ávarpa nú fs- lendinga á dönsku í auglýsinga- blöðungi frá „Jysk sengetöjs- lager“ og virðist ekki kunnugt um Guðbrandsbiblíu. Jótar taka ekkert mark á þeim fregnum að Guðbrandur hafi með biblíuút- gáfu á íslensku komið í veg fyrir að íslenska þjóðin tali nú dönsku. Jón Helgason prófessor og skáld sagði reyndar Guðbrands- biblíu fremur orsök þess að fs- lendingar væru trúlausir, því guðsorðabækur þyrftu að vera á erlendu máli, til að trúarhiti gæti magnast með þjóðum og vitnaði þá til Færeyinga og Norðmanna sem höfðu um aldur danska biblíu. En jóska innrásin núna felst í 4 bls. litskrúðugu auglýs- ingablaði sem fyrirtæki með hálf- dönsku nafni, „Rúmfatalager- inn“, dreifir í hús á vegum „Jysk sengetöjslager". Þar eru íslenskir viðskiptavinir ávarpaðir á þenn- an hátt: „Vi har valgt ikke kun at vise Islands billigste priser...men og- saa Islands bedste kvaliteter til Islands billigste priser“. „Alle vi i Rúmfatalagerinn siger tak til alle vore trofaste kunder for Jer- es maade at være paa gennem aarene. Vi glæder os til at byde jer velkommen fra i morgen kl. 9:30 til et jubilæum I sent vil glemrne." Um verðskráningu segja Jót- arnir: „Alle priser i dette katalog er i islandske kroner“. Sennilega finnst fólki þetta varla nema smáfyndið, en það er tímanna tákn. Dytti einhverjum í hug að ávarpa íslendinga á ensku með þessum hætti yrðu viðbrögð- in eflaust snörp. Viðbrögð við landsfundi Fjölmiðlar hafa sýnt 9. lands- fundi Alþýðubandalagsins mik- inn áhuga. Ekki hefur þeim fallið allt nógu vel í geð. Þannig álykt- aði fréttamaður Stöðvar 2: „Það er því ljóst að Alþýðubandalagið hefur enn um sinn frestað upp- gjöri sínu við sósíalismann. Tónninn í þessum ummælum er athyglisverður. Hann er í sam- ræmi við það sem margir á hægri kantinum halda fram: Sósíalism- inn er dauður, það er aðeins tímaspursmál hvenær fólk viður- kennir það. Fjölmiðlar hamast margir hverjir á að endurtaka, að þjóðir Austur-Evrópu hafi nú hafnað sósíalismanum. En hafa þær gert það? Ekki kemur það fram með skýrum hætti, þótt krafist sé umbóta og leiðréttinga, frelsis og réttinda af mörgu tagi. Sosíalistajafnari og rothögg Spaugarar landsins hafa jafnvel gert sér enn meiri mat úr landsfundi Alþýðubandalagsins en fréttaskýrendur. Spaugstofan sjálf matreiddi þáttinn „89 af stöðinni" sl. laugardagskvöld og þar hermdi einn leikaranna eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gervi kokks úr alþekktri auglýsingu um sósujafnara. Hér hét efnið hins vegar „Ó-Marx sósíalistajafnar- inn“ og dugði vel til að sía hvers kyns „sósíalisma" úr pottagums- inu. Að vísu brenndi kokkurinn sig lítillega við verkið en sagði það engu skipta, „þetta væri svo þunnt“. Alþýðublaðið segir í gær: „Eins og oftast lyktaði landsfund- inum með uppgjöri flokksarm- anna beggja. í þetta sinn sigruðu Svavarsmenn, þegar Svanfríður varaformaður lá í gólfinu eftir tæknilegt rothögg frá Steingrími J. Sigfússyni loðdýraráðherra." Dagfari DV skrifar svo í gær: „Hingað til hefur enginn þekkt haus né sporð á varaformönnum í aðskiljanlegum flokkum og fé- lögum, en nú eru allt í einu þessir sömu varaformenn, sem engum hafa gert mein og eiga sér einskis ills von, orðnir að skotspónum reiðra félagsmanna sem vilja ná sér niðri á formönnunum.“ Dagfari bendir á 3 dæmi: Kar- vel Pálmasyni var bolað úr vara- formannsembætti í Verkamanna- sambandinu, Friðrik Sophussyni hjá Sjálfstæðisflokknum og Svan- fríði Jónasdóttur hjá Alþýðu- bandalaginu. „Niðurstaðan er því sú,“ segir Dagfari, „að flokk- ar og hagsmunasamtök hér á landi hafa formenn sem eru til vandræða, en halda völdum, vegna þess að varaformennirnir eru felldir í þeirra stað.“ Fréttaskýringar Talsvert er líka um alvarlegar fréttaskýringatilraunir varðandi landsfundinn. Jón Daníelsson rit- ar í Alþýðublaðið í gær: „Því má ekki gleyma, þegar rætt er um skiptingu stjórnmálaflokka í hina eða þessa arma, að stór hluti full- trúa á landsfundum tilheyra ekki neinum sérstökum armi. Þannig var það líka á landsfundi Alþýðu- bandalagsins. Eitthvað af slíku fólki kaus Steingrím J. Sigfússon í varaformannsembætti til þess að knýja arma flokksins til að vinna saman. Þetta sama fólk kaus fleiri miðstjórnarfulltrúa úr armi flokksformannsins, eftir að í ljós kom að að sá armur hafði orðið undir í kjöri til framkvæmda- stjórnar. Skilaboð þessa hluta landsfundarfulltrúa eru mjög ótvíræð: „Haldið flokknum sam- an“ var þetta fólk að segja.“ GuðmundurSv. Hermannsson ritar í fréttaskýringu í Morgun- blaðinu í gær: „...það má einnig færa rök fyrir því að Ólafur Ragn- ar hafi að ýmsu leyti styrkt stöðu sína á landsfundinum. Ekki var reynt að hrófla við honum í form- annsstólnum, hann náði í gegn ýmsum mikilvægum málum, svo sem því að flokkurinn félli frá kröfu um meirihlutaeign íslend- inga í stóriðjufyrirtækjum. - Ólafur Ragnar hefur einnig túlk- að það sem stuðning við sig og ráðherra flokksins að andstaða við ríkisstjórnina var í raun lítil á fundinum miðað við þá andstöðu sem var við inngöngu flokksins í hana sl. haust og þau vonbrigði sem margir Alþýðubandalags- menn hafa orðið fyrir með verk ríkisstjórnarinnar. Síðan segir fréttaskýrandi Morgunblaðsins: „Það má einnig færa að því sterk rök að að kjör Steingríms Sigfússonar í varafor- mannssætið hafi styrkt flokkinn. Mikil óánægja mun hafa verið ríkjandi með flokksstarfið og sagt er að margir hafi haft í hyggju að segja sig úr flokknum yrði ekki breyting á forystunni." ÓHT pJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími:681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjórl:HallurPállJónsson. Rltstjórar: Árni Bergmann, ólafur H. Torfason. Frétta8tjórl: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÖmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgrelðslustjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:90kr. NýttHelgarblað: 140kr. Áskr iftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 22. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.