Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 7
LANDSFUNDXJRINN sem ekki hefur tekist aö leysa sem skyldi. í efnahagsmálum ber það hæst að vextir eru enn háir, einkum hjá viðskiptabönkunum. Fjöldi fyrirtækja í framleiðslu- greinum á enn við erfiðleika að stríða eftir vaxtaokur liðinna ára, fjöldi heimila á um sárt að binda af sömu ástæðum, enn gengur yfir hrina gjaldþrota og nauðung- aruppboða og afleiðingar frjáls- hyggjunnar eru nú að koma fram í vaxandi atvinnuleysi sem verður að bregðast við tafarlaust með beinum og óbeinum aðgerðum. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins áréttar þá staðreynd að starf í ríkisstjórn getur auðvitað ekki eitt sér ráðið úrslitum um betri afkomu þjóðarinnar, vinn- andi fólks og heimila. Samhliða þurfa að koma til virk samtök launafólks og sterkur róttækur stjórnmálaflokkur. Þetta allt í senn, þátttaka í landsstjórn, öfl- ugur stjórnmálaflokkur og bar- áttuglöð verkalýðshreyfing, geta skapað forsendur til þess að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu launamönnum í hag til frambúðar. Þannig er unnt að skapa nýjan grundvöll sem verð- ur undirstaða þess þjóðfélags jafnréttis, lýðræðis og sósíalisma sem Alþýðubandalagið stefnir að. Nýr grundvöllur Sá árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum felst í því að þjóðarútgjöld hafa verið löguð að rýrnandi þjóðartekjum um leið og lagður hefur verið grund- völlur að varanlegu jafnvægi í efnahagsmálum. Þessir erfið- leikar í efnahagsmálum hafa með margvíslegum hætti bitnað á lífs- kjörunum, þó nauðsynlegt sé að minna á ráðstafanir til að verja kjör láglaunafólks með auknum niðurgreiðslum á landbúnaðaraf- urðum og þeirri stefnu sem fylgt var í kjarasamningum síðastliðið vor þegar kjör lágtekjufólks bötnuðu nokkuð miðað við aðra hópa. Nú er brýnt að sett verði fram umbótaáætlun sem ræðst af þeim vandamálum sem við er að glíma í íslenskum atvinnu- og efna- hagsmálum og skapar þannig grundvöll fyrir varanlegar lífs- kjarabætur. Við mótun slíkrar umbótastefnu þarf áræði ogkjark til að leggja að veigamiklu leyti nýjan grundvöll að efnahags- og atvinnulífi í landinu, nýjan grundvöll að íslenskum sjávarútvegi, landbúnaði og iðn- aði, nýjan grundvöll að velferðar- skipan okkar, nýjan grundvöll að jafnvægi landsbyggðar- og höfuðborgar- svæðis, og þar með nýjan grundvöll að bættum og jafnari lífskjörum á ís- landi. Þau öfl sem kenna sig við fé- lagshyggju og vinstri stefnu hafa nú sögulegt tækifæri til framtíðar- áhrifa á íslenskt samfélag. Ríkis- stjórnin hefur þegar sýnt að hún getur staðið af sér stórsjó og stýrt fleytunni framhjá hættulegum boðum og skerjum. Nokkrir mikilvægir hornstein- ar nýs grundvallar í efnahags- og atvinnumálum: - Vegna mikilvægis sjávarút- vegs í viðskiptum og þjóðartekj- um er brýnt að tekið verði upp nýtt kerfi sem eykur arðsemi í greininni og tryggir um leið að- gang fiskvinnslunnar um land allt að hráefni. Það er ein meginfor- senda bættra lífskjara í landinu. Núverandi fiskveiðistjórnun hef- ur ekki skilað þeim árangri í upp- byggingu fiskstofna sem vænst var, auk þess sem hún stuðlar ekki að fækkun fiskiskipa. í þessu sambandi ítrekar lands- fundurinn stefnu flokksins í fisk- veiðimálum og leggur áherslu á að byggðakvóti verði ákveðinn í tengslum við breytingar á fisk- veiðistjórninni. Þá vísar lands- fundurinn til ítarlegrar ályktunar um sjávarútvegsmál þar sem Þórður Skúlason á Hvammstanga og Unnur G. Kristjánsdóttir á Blönduósi greiða atkvæði i varaformannskjörinu. - Mynd: Kristinn. lagður er nýr grundvöllur að stefnumótun í sjávarútvegsmál- um til framtíðar. - Nýr grundvöllur í íslenskum landbúnaði felur í sér að fram- leiðslunni er stýrt með tilliti til markaðsaðstæðna. Veigamikill þáttur í slíku fyrirkomulagi er að gera svæðisskipulag um landbún- aðarþróun. Þetta svæðisskipulag þarf að miðast við að nýta gæði landsins sem best á skipulegan hátt. Markmið Alþýðubanda- lagsins er að efla íslenskan land- búnað sem framleiði holla og ódýra búvöru og tryggi að þeir sem við hann starfa njóti afkomu til jafns við aðra landsmenn. Landbúnaður sem fullnægir þörf- um landsmanna fyrir búvörur er þjóðinni nauðsynlegur út frá öryggis-, atvinnu- og byggða- sjónarmiðum. Sá samdráttur sem á sér stað í landbúnaði hlýtur að verða mismunandi eftir svæðum. Lækka verður með öllum til- tækum ráðum framleiðslu- og milliliðakostnað og vöruverð til neytenda. Framleiðslusamdráttur til sveita hefur leitt til fækkunar bænda. Byggð í sveitum og bæj- um víðsvegar um land er samofin og fækkun bænda getur ýtt undir að bæir leggist niður á sama hátt og bæirnir eru undirstaða þess að sveitirnar lifi af. Vandamál hinna dreifðu byggða á íslandi verður því að líta á í samhengi og sem málefni samfélagsins alls. Nýr grundvöllur í iðnaðarmái- um felur m.a. í sér að þekking þjóðarinnar í sjávarútvegi verði hagnýtt til enn frekari sóknar í framleiðslu og sölu á búnaði og tækniþekkingu og að íslenskum samkeppnis- og útflutningsiðnaði verði búin viðunandi starfsskil- yrði við hlið sjávarútvegsins. Eitt mikilvægasta verkefni stjórn- valda í atvinnumálum er að tryggja hlutdeild íslensks iðnaðar í heimamarkaði og að verja heimamarkaðinn fyrir óheiðar- legri erlendri samkeppni. Nýr grundvöllur í byggðamálum felur í sér að til verði stærri atvinnu- og félagsheildir byggðar á sérstöðu hvers svæðis sem með vaxandi verkefnum fái aukinn sjálfákvörðunarrétt í þeim mál- um sem mestu varða um hag íbú- anna. Nauðsynlegt er að gerð verði framkvæmdaáætlun um það hvernig jafna megi aðstöðu- mun fólksins í landinu, m.a. með tilliti til húshitunarkostnaðar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, samgangna og símakostnaðar. í þessum efnum er skjótra úrbóta þörf. Nýr grundvöllur í samgöngum, versíun og þjónustu miðar að því að þessar greinar geti lagt sinn skerf til þeirrar umsköpunar sem framundan er. Markviss upp- bygging samgöngukerfis sem sniðið er að nútímakröfum um skjóta og örugga flutninga er eitt brýnasta verkefni sem við blasir. Á því byggir þróun atvinnulífsins víða um land og það er líka for- senda þess að stærri félagsheildir geti tekið sameiginlega á verk- efnum sem einu sveitarfélagi væru ofviða. Brýnustu verkefnin á næstu árum í samgöngumálum er framhald stórverkefna í jarð- gangagerð, uppbygging flug- valla, samræming samgöngukerf- is og aukin samkeppni og hag- kvæmni í vöru- og fólksflutning- um. Finna verður leiðir til að stuðla að hagkvæmni í verslun um leið og tryggt er að allir lands- menn njóti þjónustu þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Þjón- ustustarfsemi ýmiskonar mun halda áfram að gegna mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu, bæðí al- menn þjónusta ,og opinber þjón- usta. í því sambandi er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að efla þjónustustarfsemina á lands- byggðinni. - Nýr grundvöllur vísar til nýt- ingar íslenskra orkulinda til iðn- aðaruppbyggingar. Þar verði ævinlega fyrst hugað að þeim kostum sem landsmenn sjálfir Birtingarfélagarnir á myndinni segja allir já. Frá vinstri: Rúnar Hannesson, Haukur Helgason, Kjartan Valgarðsson, formaður Birtingar, Gísli Gunnarsson, Mörður Árnason, Jóhannes Gunnarsson, Hrafn Jökulsson, Kristján Ari Arason og Hrannar B. Arnarson. - Mynd: Jim Smart. geta nýtt á eigin forsendum með eigin fjármagni og tækniþekk- ingu. I undantekningartilvikum getur komið til greina að efna til samvinnu við útlendinga um upp- byggingu íslenskra stóriðjufyrir- tækja, enda sé tryggt - að fyrirtækið lúti í einu og öllu íslenskum skattalögum, - að fyrirtækið sé í einu og öllu sett undir íslenska dómstóla - að fylgt sé í hvívetna ströng- ustu kröfum um mengunarvarn- ir, - að forræði íslendinga sé tryggt að öðru leyti, m.a. með verulegum eignarhluta, meiri- hluta eða með öðrum sambæri- legum hætti, - að byggðaröskun fylgi ekki stofnun og uppbyggingu slíkra fyrirtækja; þvert á móti verði uppbygging þeirra að öðru jöfnu utan þéttbýlisins, - að raforkuverð tryggi íslend- ingum ríflegan framleiðslukostn- að raforkunnar, - að fyrirtækið tryggi öruggan aðbúnað á vinnustöðum, - að fyrirtækið, ef það er með verulegri erlendri eignaraðild, verði aldrei notað til að hafa áhrif á íslenska vinnumarkaðinn þegar um er að ræða kjaradeilur. Setja verður almenna lögggjöf um eignarhald útlendinga í fyrir- tækjum hér á landi þar sem kveð- ið verður á um skilyrði fyrir því. Jöfnuður og bætt lífskjör Nýr grundvöllur í efnahags- og atvinnulífi á að skila þjóðinni betri lífskjörum og betri hagsæld á komandi árum, bæði að því er varðar laun, vinnutíma og félags- lega þjónustu, uppeldis- og menntunarskilyrði. í skattamálum ber að leggja áherslu á eftirfarandi jöfnunar- aðgerðir: - Barnabætur verði hækkaðar og tekjutengdar. - Teknar verði upp tekju- tengdar húsaleigubætur. - Tekjuskatti verði beitt mark- vissar til tekjujöfnunar með sér- stöku skattþrepi á háar tekjur eða hækkun persónuafsláttar og tekj uskattshlutf alls. - Fjármagnstekjur verði skatt- lagðar til jafns við launatekjur. Landsfundurinn ítrekar þá stefnu flokksins að virðisauka- skattur á brýnustu matvæli og menningu verði lægri en almennt - Tekjuskatti verði beitt mark- vissar til tekjujöfnunar með sér- stöku skattþrepi á háar tekjur eða hækkun persónuafsláttar og tekjuskattshlutfalls. Þá samþykkir landsfundurinn að flokkurinn beiti sér fyrir grundvallarbreytingum á hlut- föllum skattkerfisins að loknum þeim meginbreytingum á skatt- kerfinu sem nú standa yfir. Mark- mið breytinganna verði að skatt- kerfinu verði beitt til tekjujöfnu- nar á skilvirkari hátt en nú er mögulegt með lækkun óbeinna skatta og hækkun beinna skatta þar á móti. Alþýðubandalagið ítrekar þá stefnu sína að dagvinnutekjur dugi til að framfleyta fjölskyldu. Sérstakt átak þarf að gera í málum hinna lægst launuðu og til að jafna þann mun sem er á launum karla og kvenna. Fund- urinn ítrekar kröfu Alþýðu- bandalagsins að sömu laun séu ávallt greidd fyrir sömu vinnu. í launamálum þarf því að leggja megnáherslu á: - Að auka kaupmátt lægstu launa og jafna þannig launamun- inn. - Að taka sérstaklega á launamun karla og kvenna, en í þeim efnum virðist hafa rekið illi- lega af leið. - Að tryggja kaupmátt launa með víðtækum samningum sem m.a. miða að því að halda niðri verðlagi. Öflun húsnæðis skipar óeðli- lega mikið rúm í lífsbaráttu launafólks á íslandi. Knýjandi er að aðrir kostir en séreignakerfið verði styrktir og að fólk eigi raun- verulegt val í húsnæðismálum. Koma þarf á samfelldu húsnæðis- kerfi þar sem bankar og opinberir aðilar í samvinnu við lífeyrissjóði tryggi lánsfjármagn til íbúða- bygginga með greiðari hætti en nú er. Jafnframt verði lögð áhersla á byggingu leiguhúsnæð- is, forgangsrétt byggingarsam- vinnufélaga og endurbætur og eflingu verkamannabústaðakerf- isins. íslendingar hafa ekki þurft að þola atvinnuleysi langtímum saman eins og grannþjóðir okkar hafa reynslu af. Ein niðurstaða frjálshyggjunnar er sú að fyrir- tæki hafa stöðvast eða eru að stöðvast vegna mikils fjármagns- kostnaðar eða samdráttar í þjón- ustugreinum. Landsfundur Al- þýðubandalagsins telur að stjórnvöld og samtök launafólks þurfi að herða róðurinn gegn vax- andi atvinnuleysi. Við þeim vanda sem skapast hjá einstakl- ingunum og heimilunum þarf að bregðast strax með margvís- legum aðgerðum: Koma í veg fyrir stöðvun atvinnugreina sem eiga framtíð fyrir sér; aðstoða fólk til sj álfshjálpar; taka upp skipulega endurmenntun og þjálfun verkafólks; efla Atvinnu- leysistryggingasjóð og bæta fé- lagslegt þjónustukerfi þannig að réttur launafólks sem hefur misst atvinnuleysisbætur verði tryggð- ur áfram með samfélagslegum aðgerðum. Til þess að ná árangri í jöfnun lífskjara þurfa samtök launafólks og framsækin pólitísk öfl að taka höndum saman svo unnt sé að tryggja varanlega jöfnun lífskjara og kjarabætur. Tímamot íslendingar standa nú á tíma- mótum í ýmsum skilningi. Ný heimsmynd blasir við. Samdrátt- ur í efnahagslífinu og skipulags- kreppa í undirstöðuatvinnugrein- um hvetur til róttæks endurmats á öllum þáttum atvinnu- og efna- hagsmála. Þau öfl sem hafa mestra hagsmuna að gæta af því að framlengja óbreytt ástand í atvinnuskipan, tekjuskiptingu og valdahlutföllum, eru ekki líkleg til að móta leiðir að bættum lífs- kjörum þjóðarinnar á næstu árum eða ryðja brautina fyrir ís- lenskt samfélag nýrra tíma. Með róttæka jafnaðarstefnusósíal- isma - að leiðarljósi hefur Al- þýðubandalagið bæði forsendur og tækifæri til að hafa frumkvæði að samfélagsbreytingum sem mótað gætu mannlíf á íslandi fram á nýja öld. Miðvikudagur 22. nóvember 1989 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.