Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 9
Þróun mannkyns og Irf forfeðranna Vaka-Helgafell hefur nýlega byrjað útgáfu á fjölfræðibóka- flokki, Heimi í hnotskurn, sem byggir á fræðandi myndum með samþjöppuðum texta. í bókinni Mannkyn í mótun, sem er önnur bókin í flokknum, er fjallað um forfeður og formæð- ur okkar á jörðinnni, allt frá fyrstu hellabúunum til járnaldar- fólks. Lýst er mannvistarleifum sem eru allt að fjögurra milljón ára gamlar og síðan er þroskaskeiði mannsins fylgt frá fyrsta „mann- apanum” uns nútímamaðurinn, sem við köllum homo sapiens, stígur fram á sjónarsviðið. í Mannkyni í mótun er einnig fjall- að um hvernig menn gerðu tinnu- áhöld, veiddu sér til matar, kveiktu eld og matreiddu, verk- uðu skinn og gerðu sér klæði og smíðuðu margslungna hluti úr bronsi og járni. Haraldur Ólafsson mannfræð- ingur þýddi bókina. Prenttækni hf. í Kópavogi ann- aðist setningu og filmuvinnslu bókarinnar en A. Mondadori í Veróna á Ítalíu annaðist prentun og bókband. Mim'mgar Tove Engilberts Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina Eins manns kona - minningar Tove Engilberts eftir Jónínu Michaelsdóttur. Tove Engilberts var ung kona þegar hún yfirgaf heimaland sitt og fluttist til íslands ásamt manni sínum, listmálaranum Jóni Engil- berts. í bókinni segir hún frá uppvaxtarárum sínum á auð- mannaheimili í Kaupmannahöfn og lífinu þar í borg á árunum milli stríða. Hún lýsir fyrstu kynnum þeirra Jóns er þau kynntust fyrst er þau voru bæði við myndlistar- nám.- Síðan lýsir Tove langri sambúð við stórbrotinn lista- mann og lífi þeirra á íslandi. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Minningar Tove Engil- berts eru ógleymanlegur aldar- spegill þar sem fjöldi þjóðfrægra manna og kvenna kemur við sögu. Hún lýsir á eftirminilegan hátt samskiptum listamanna fyrr á árum, baráttu þeirra, vonbrigð- um og sigrum. Þar skiptast á skin og skúrir, en umfram allt er saga Tove áhrifamikil lýsing á tilfinningaríku samlífi tveggja el- skenda og vina sem aldrei varð hversdagsleika og vana að bráð. Eins manns kona er 251 bls. Bókin er prýdd miklum fjölda mynda, þar á meðal teikningum eftir Jón Engilberts sem ekki hafa áður birst. ____________NYJAR BÆKUR Bamabók Sþ. Barnabókin - Bók Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins er túlkun tíu heimsfrægra barna- bókateiknara á yfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barna. Bókin er gefin út um allan heim í tilefni þess að 20. nóvem- ber eru 30 ár liðin frá því að yfir- lýsingin um jafnan rétt barna hvar sem er í heiminum var sam- þykkt með ályktun Allsherjar- þingsins. Myndirnar vekja at- hygli á misjöfnum kjörum barna og gefa tilefni til samræða barna og uppalenda um mikilvæg mál- efni. Hverri mynd fylgir texti við hæfi ungra lesenda, einföldun á liinum tíu greinum yfirlýsingar- inar. Aftast í bókinni er yfir- lýsingin prentuð í heild. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á ísafirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á ísafirði verður haldinn á Hót- el ísafirði sunnudaginn 26. nóvember klukkan 16. Gestur fundar- ins verður Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Fréttir af landsfundi. 3. Önnur mál. Allt Alþýðubandalagsfólk og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akranesi í Rein mánudaginn 27. nóvember kl. 20,30. Dagskrá: 1. Á að gera SR að hlutafélagi? 2. Dagskrá bæjarstjórnarfundar. 3. Önnur mál. Á fundinn mæta Inga Harðardóttir fulltrúi AB i stjórn SR og Skúli Alexandersson alþingismaður. Stiórnin Bamabókin Bók Sameímiðu jbjóðanna Mál og menning stóð að ís- lensku útgáfunni en bókin er prentuð í Hollandi. AHt að 16% verðlækkurt á lambakjöti ef þú kaupir -m / Þar sem óvenju lítið er til af lambakjöti frá haustinu ’88 bjóðum við það allt á sér- stöku tilboðsverði til mánaðamóta. Hvort sem þú kaupir það ferskt eða frosið, úr frystiborði eða kjötborði, fkrðu það á mjög góðu verði. Sparaðu núna - verðlækkunin stend- ur aðeins til mánaðamóta ef birgðir endast. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS / frystiborðinu fœrðu innpakkaðar kótilettur, lœri, lærissneiðar, „rnjóa hryggi", framhryggi, frambryggjarsneiðar, súpukjöt o.fl á góðu verði. í kjötborðinu fœrðu tn.a snyrt lceri, lœrissneiðar, súpukjöt o.fl. á tilboðs- i>erði. Frambryggir eru á sérstaklega góðu verði og einnig bjóðum við „mjóa hryggi“ sem er nýjung á markaðnum. Lambakjöt á lágmarksverði - úrvalsflokkur: Súpukjöt, hálfur hryggur, grillrif og lœri í heilu. Einstakir hlutar sem nýtast illa eru fjarlœgöir. Þú fœrð allt þetta kjöt(6,0 kg) fyrir aðeins 2.568 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.