Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRETTIR Salvador Gagnárás skæniliða Skæruliðar Farabundo Martí- þjóðfrelsishreyfingarinnar gerðu í gær gagnárás inn í Escal- on, hverfi í höfuðborginni San Salvador þar sem efnaðra fólk býr, og tóku á vald sitt nokkrar byggingar, þar á meðal hótel sem áður var í eigu Sheraton- keðjunnar bandarísku. Segjast skæruliðar hafa handtekið fjóra bandaríska hernaðarráðgjafa í starfi hjá Salvadorsher, sem staddir voru á hótelinu. Um 20 gestir, sumir þeirra er- lendir, voru í gær í þeim hluta hótelsins sem skæruliðar hafa á valdi sínu. Stjórnarherinn sagði skæruliða halda þeim í gíslingu, en talsmaður skæruliða sagði svo ekki vera og kvað sína menn hafa í hyggju að koma gestunum úr hótelinu á öruggan stað. Barist var í hótelinu, enda voru stjórn- arhermenn enn í því og á þaki þess. Á hótelinu var staddur Joao Baena Soares, brasilískur aðalrit- ari Bandalags Ameríkuríkja (OAS), sem kominn mun hafa verið til landsins þeirra erinda að reyna að stilla til friðar, en ekki var vitað til þess að hann hefði sakað. Bandaríkjastjórn hefur sent frá sér harðorð ummæli um hót- eltökuna og það með að Bush forseti taki mjög alvarlega ábyrgð sína á öryggi þarverandi Bandaríkjamanna. Báðar deildir Bandaríkjaþings felldu á mánu- dag frumvarp um að draga úr hernaðaraðstoð við Salvadors- stjórn uns morðingjar jesúíta- prestanna, sem myrtir voru í San Salvador á fimmtudag, hefðu verið leiddir fyrir rétt. Líklegt er að morðsveit tengd stjórnarhern- um hafi myrt prestana. Talið er nú að um 1300 stjórnarhermenn og skæruliðar hafi fallið í yfir- standandi bardögum í Salvador, sem hófust fyrir 11 dögum, en auk þess er talið að fjöldi óbreyttra borgara hafi látið lífið, einkum í loftárásum stjórnarhers á þéttbýl hverfi höfuðborgarinn- ar. Einnig munu morðsveitir hafa ráðið marga af dögum. Reuter/-dþ. Gandhi, Sonia kona hans (t.h.) og Prijanka dóttir hans - Boforsfallbyssurnar ætla að verða honum dýrar. Indland Gandhi spáð kosningaósigri Trúardeilur og mútuákærur líklegar til að verða flokki hans að falli Tékkóslóvakía Adamec lofar við- ræðum við Carta-77 Vfir 100,000 manns, að sögn sjónarvotta, voru síðdegis í gær á Venseslásstorgi í Prag og á götum þar um kring og kröfðust afsagnar Milos Jakes, aðalritara kommúnistaflokksins í Tékkó- slóvakíu. í gær voru yfir 200,000 manns á fjöldafundum í Prag og fleiri borgum þarlendis, þegar flest var, og kröfðust afsagnar forustu kommúnistaflokksins og frjálsra kosninga. Af þessu virðist mega marka að tékkneska andófshreyfingin, sem án efa sækir fyrirmyndir og hvatningu til þeirrar austur- þýsku, sé farin að slaga hátt upp í hana að styrk. Ladislav Adamec forsætisráðherra, sem talinn er hlynntur umbótum, tók í gær á móti nefnd stúdenta og lista- manna, lofaði opinberri rann- sókn á hrottaframferði lögreglu við andófsmenn á föstudag, er 38 menn slösuðust, kvað stjórnvöld vilja viðræður við mannréttinda- hreyfinguna Carta-77 og sagði koma til greina að menn sem ekki væru kommúnistar yrðu teknir í ríkisstjórnina. Hann lofaði við- mælendum sínum einnig að at- burðirnir á föstudaginn myndu ekki endurtaka sig og sagði að herlögum yrði ekki lýst yfir. Reuter/-dþ. Kosningar til Lok Sabha, neðri deildar indverska þingsins, hefjast í dag og standa yfir til sunnudagskvölds. Kosningabar- áttan hefur verið hörð og sums- staðar mikil manndráp henni samfara. Samkvæmt spá ind- versks tímarits vofir mikill ósigur yfir Þjóðþingsflokki Rajivs Gandhi, forsætisráðherra, en ó- líklegt er að nokkur annar flokk- ur nái meirihluta á þingi. í fylkjunum Uttar Pradesh og Bihar hefur í sambandi við kosn- ingabaráttuna verið mikið um ill- indi með hindúum og múslímum og hafa mörg hundruð manna verið drepin í átökum þeirra á milli. Snýst þetta um mosku í Ay- odhya, fornfrægri borg í Uttar Pradesh. Moskan var byggð á 16. öld, en hindúar fullyrða að þar hafi áður staðið hof helgað Rama, sagnahetju og goði sem er í miklum metum meðal hindúa, og herma sagnir að hann hafi fæðst í Ayodhya. Vilja hindúar nú reisa Ramahof þar á ný, en það mega múslímar ekki heyra nefnt. Ætlan sumra er að múslím- ar, sem hingað til hafa flestir kos- ið Þjóðþingsflokkinn, muni nú Bandaríkin Fækkun í hemum í vændum A prjónunumfyrirætlanir um að leggja niður tugi herstöðva, kalla heim nokkurn hluta hersins í Evrópu og að draga úr vopnaframleiðslu Til stendur á næstu árum að fækka í Bandaríkjaher um allt að 300,000 manns, leggja niður tugi herstöðva og hætta við eða draga úr framleiðslu ýmissa vopnategunda. Ástæður eru batnandi samskipti við Sovétrík- in, áhugi á sparnaði til að draga úr fjárlagahalla, sem er mikill höfuðverkur fyrir stjórn Bush, og breytingar í stjórnmálum austantj aldslanda. Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði á sunnudag að Iíkur á stríði milli Atlantshafsbandalags og Var- sjárbandalags væru nú minni en nokkru sinni fyrr. Nokkrum dögum áður hafði ráðherrann sagt að stjórnin myndi leggja tií að fjárveitingar til hersins yrðu lækkaðar um miljarða dollara næsta ár. En sparnaðarfyrirætl- anir stjórnarinnar viðvíkjandi hernum ná lengur, eða allt fram á miðjan næsta áratug. Hernum hefur verið fyrirskipað að leggja fyrir varnarmálaráðherra lista yfir þá liði fjárveitinga til sín, sem honum sé ósárast um að lækki, með það fyrir augum að hægt sé að lækka herútgjöld um fimm af Cheney - vill leggja niður tugi herstöðva. hundraði árin 1992,1993 og 1994. Flugherinn er þegar sagður hafa lagt til að 15 herstöðvar verði lagðar niður, sem og fimm sveitir (wings) orrustuflugvéla. Einnig kvað flugherinn leggja til að hætt verði að hafa til taks kjarnaflaug- ar af gerðinni Minuteman-2, að fækkað Verði sprengjuflugvélum af gerðinni B-52, að færri orrust- uflugvélar af gerðinni F-16 verði framleiddar en hingað til hefur verið fyrirhugað og að frestað verði pöntun á sprengjuflugvél- um af gerðinni B-2 Steaith. Sjó- margir snúa við honum baki af því að þeir telji hann hafa haldið um of með hindúum í deilu þess- ari. Klögumál um spillingu hafa og gengið á víxl og á flokkur Gand- his einkum í vök að verjast ásök- unum um að hann hafi þegið mútur af sænska vopnafram- leiðslufyrirtækinu Bofors, sem Indlandsstjórn keypti af fallbyss- ur í hundraðatali 1986. Ekki horf- ir gæfulega um framtíðarstjórn landsins, ef stjórn Gandhis fellur, því að samlyndi andstæðinga hans er takmarkað. Á kjörskrá eru um 500 miljónir manna. Reuter/-dþ. herinn hefur gefið til kynna að til greina komi af hans hálfu að leggja a.m.k. sumum fjögurra orrustuskipa úr heimsstyrjöld- inni síðari, sem endurnýjuð voru á stjórnarárum Reagans. Cheney er sagður vilja leggja niður tugi herstöðva í Bandaríkjunum sjálf- um. Fyrirhugað er að áðurnefnd fækkun í hernum komi til fram- kvæmda á tímabilinu til ársins 1995. Cheney er sagður vilja verulega fækkun í herjum Banda- ríkjanna í Evrópu, en þar hafa þau nú um 300,000 manna lið. Sparnaður þessi, er hann kemur til framkvæmda, verður að öllum líkindum alvarlegt áfall fyrir stór- fyrirtæki þau, er framleiða fyrir herinn, og líklegt er að þúsundir manna, sem hjá þeim vinna, muni á næstu árum missa at- vinnuna. Bandaríska blaðið Washington Post telur að þessar fyrirætlanir vitni um viðhorfsbreytingu nokkra hjá Cheney, sem hingað til hefur látið sér heldur fátt finn- ast um breytingarnar í austan- tjaldslöndum. Reuter/-IHT/-dþ. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. nóvember 1989 Grísk þjóðstjórn Þrír helstu stjórnmálaflokkar Grikklands, ílialdsmenn, sósíalistar og kommúnistar, komust í gær að samkomulagi um að mynda þjóðar- einingarstjórn með þátttöku þessara flokka allra þriggja. Enginn leið- toga flokkanna verður í stjórninni og forsætisráðherra verður Xenófón Zolotas, hálfníræður fyrrverandi bankastjóri gríska seðlabankans. Enginn flokkurfékk meirihlutaíþingkosningunum5. þ.m. ogtilraunir flokksleiðtoganna síðan til að mynda meirihlutastjórn hafa farið út um þúfur. Fyrirhugað er að þjóðstjórnin, sem hefur á bakvið sig298 af 300 þingmönnum, sitji þangað til í apríl n.k. en þá eiga enn að fara fram þingkosningar. Zaíkov vikið frá Tilkynnt var í gær af hálfu deildar sovéska kommúnistaflokksins í Moskvu að Lev Zaíkov, sem verið hefur leiðtogi flokksins þar í borg frá því í nóv. 1987, er hann tók við af Borís Jeltsín, hafi verið vikið úr þeirri stöðu. Zaíkov, sem sagður er einn íhaldssamari forustumanna kommúnistaflokksins, hefur átt sæti í stjórnmálaráði hans síðan í mars 1986. Leipzigbúar krefjast sameiningar Á fjöldafundi í Leipzig í fyrrakvöld var meðal annars krafist endur- sameiningar Þýskalands, en ekki hefur hingað til teljandi farið fyrir kröfum í þá átt á fundum þarlendis. Að sögn austurþýsku fréttastof- unnar ADN voru yfir 200,000 manns á fundi þessum. Tugþúsundir voru það kvöld á kröfufundum í Dresden, Karl-Marx-Stadt, Neu- brandenburg, Halle, Schwerin og Cottbus, að sögn ADN. Baskaleiðtogi myrtur José Muguruza, 31 árs gamall nýkjörinn þingmaður baskneska stjórnmálaflokksins Herri Batasuna, var á mánudagskvöld skotinn til bana á veitingahúsi í Madrid. Annar þingmaður flokksins, Ignacio Esnaola, er lífshættulega særður eftir árásina. Herri Batasuna beitir sér fyrir því að Baskaland verði sjálfstætt og er talinn nátengdur leynihreyfingunni ETA. Flokkurinn hafði fyrr um daginn tilkynnt þá ákvörðun sína að hætta að hundsa spænska þingið, eins og hann hefur gert hingað til, og senda þingmenn sína á það er það kæmi saman á næstunni. Árásin á þingmennina, sem ekki er enn vitað hverjir gerðu, hefur vakið mikla reiði í Baskalandi. Milosevic fékk 80 af hundraði Slobodan Milosevic, geysivinsæll leiðtogi serbneskra kommúnista, var kjörinn forseti Serbíu með um 80 af hundraði atkvæða í kosning- um, sem fóru fram í s.l. viku. í kjöri voru fjórir frambjóðendur, allir í kommúnistaflokki lýðveldisins, en atkvæðagreiðsla var leynileg í fyrsta sinn frá því að kommúnistar komu til valda þarlendis í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Aftur kosið í Brasilíu Úrslit forsetakosninganna í Brasilíu, er fram fóru þann 15. þ.m., urðu þau að atkvæðahæstur varð hægrimaðurinn Fernando Collor de Mello og fékk yfir 20 miljónir atkvæða. Annar varð Luiz Inacio da Silva, kallaður Lula, vinstrisinnaður, með tæplega 12 miljónir atkvæða og um 250,000 fleiri en þriðji maður, Leonel Brizola, sem einnig er vinstrisinnaður. Á kjörskrá voru alls um 82 miljónir manna. Þar sem enginn frambjóðenda náði yfir helmingi greiddra atkvæða, verður samkvæmt stjórnarskrá að kjósa aftur milli þeirra tveggja atkvæða- flestu og verður það gert 17. n.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.