Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23. nóvember 1989 200. tölublað 54. árgangur Virðisaukaskattur Bækur og útvaip undanþegin Starfsemi listasafna ogfleiri safna undanþegin virðisaukaskatti ásamt íslenskum bókum, tímaritum, blöðum ogleikhúsum. Eittskattþrepy en endurgreiðsla varðandi helstu matvœli. ÓlafurRagnarGrímsson: Stórt skreftil að styrkja stöðu bókarinnar Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra lagði fram á Al- þingi í gær frumvarp um breytingar á lögum um virðis- aukaskatt. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sala íslenskra bóka, tímarita, dagblaða og sambæri- legra landsmála- og héraðsfrétta- blaða, svo og afnotagjöld útvarps og sjónvarpsstöðva, verði undan- þegin virðisaukaskatti. Bækur beri þó virðisaukaskatt fram i nóvember á næsta ári. Þá verði sala á heitu vatni og rafmagni undanþegin ásamt starfsemi safna, svo sem bókasafna, listsafna, náttúrugripasafna og hliðstæðrar menningarstarfsemi. Fiskeldi Ljósí myrioi Ólafur Skúlason: Erum brattir og bjartsýnir. Hörmum aðfiskeldið í heild skuli vera dœmt út af óförum einstakrafyrir- tœkja „Útflutningsverðmæti þessa alls mun vera um 55 mUjónir króna og skilaverð til okkar frá 200-220 krónur á kflóið. Þessar tölur bera það með sér að það er aigjört lágmarks vcrð á laxi og sil- ungi um þessar mundir. En við erum brattir og bjartsýnir en hörmum það eitt að fískeldið skuli vera allt sett undir einn hatt þó illa gangi hjá einstaka fyrir- tækjum stórum sem smáum," sagði Ólafur Skúlason hjá fisk- eldisstöðinni Laxalóni. í Hafnarfirði hefur staðið yfir slátrun á um 60-70 tonnum af 1-2 kflóa silungi frá Faxalaxi auk þess sem slátrað hefur verið um 30-50 tonnum af laxi sem er rúm 2 kfló að stærð. í næstu viku verður svo slátrað 100 tonnum af 300 gramma seiðum frá Laxalóni en það er sú markaðsvara sem kölluð hefur verið Beint á disk- inn, þ.e. að eitt stykki seiði nægir á disk neytandans án þess að búta þurfi það niður sökum stærðar. Markaður er fyri silunginn í Jap- an en fyrir laxinn í Frakklandi og í Bandaríkjunum. Að sögn Ólafs hefur sá háttur verið hafður á að leigja norskt gær var unnið hörðum höndum við að slægja rúmlega tveggja kflóa lax i aðgerðastöð (Haf narflrði sem á að fara á markao (Frakklandi og (Bandaríkjun- um. Mynd: Jim Smart. skip sem nær í fiskinn út í kvíarn- ar og flytur hann síðan lifandi að bryggju þar sem hann er háfaður frá borði inn til aðgerðar. Hver farmur er frá 30 - 50 tonn. -grh Aðgangseyrir að tónleikum og menningarstarfsemi ýmis konar og iþróttastarfsemi og aðgangs- eyrir að íþróttamótum og íþrótt- asýningum eiga ekki að bera virð- isaukaskatt samkvæmt frum- varpinu. Aðeins eitt þrep verður á virð- isaukaskatti, 26%. Hins vegar er gert ráð fyrir því að hluti virðis- aukans af neyslumjólk, dilka- kjöti, neyslufiski og fersku inn- lendu grænmeti verði endur- greiddur, þannig að skatturinn samsvari 13% álgningu. Þá verð- ur heimilt að endurgreiða hús- byggjendum íbúðarhúsnæðis virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt vegna vinnu manna á bygg- ingarstað. Sama regla á að gilda ef eigendur íbúðarhúsnæðis hafa þurft að fara út í meiriháttar við- hald á íbúðum sínum. f frumvarpinu er einnig komið til móts við skipasmíðaiðnaðinn, þar sem vinna skipasmíðastöðva við smíði, viðgerðir og viðhald skipa og fastan útbúnað þeirra, svo og viðhaldsvinna við flugvél- ar og fastan búnað þeirra, verður undanþegin virðisaukaskatti. Þetta á þó ekki við um skemmtibáta og einkaflugvélar. Ólafur Ragnar sagði stærstu breytinguna frá gildandi lögum vera, að menningarstarfsemi og innlend útgáfustarfsemi af hvaða tagi sem væri, myndi ekki bera virðisaukaskatt. I heimi mikilla breytinga varðveittu þjóðir menningu sína og sérstöðu fyrst og fremst með því að tungumálið héldi áfram að vera aðalsmerki þeirra. Hann hefði byggt ákvörð- un sína á þessum forsendum og hún væri með stærstu skrefum sem stigin hefðu verið til styrktar bókarinnar og íslenskrar menn- ingar lengi. Þetta væri mikilvægt í heimi þar sem vaxandi sam- keppni og áhrifa erlendra fjöl- miðla gætti. Að sögn ráðherrans mun end- urgreiðsla virðisaukaskatts á helstu matvælum leiða til all verulegrar verðlækkunar á þeim. Það væri ljóst að margir innan bæði stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna vildu að fleiri þrep verði tekin upp á Sjávarútvegur Vilja beinar viðræður við EB Samstarfsnefndatvinnurekenda ísjávarútvegi telurþað vœnlegri leið tilárangurs en EFTA-leiðin sem gœtitekiðfjöldaára.ínúverandiviðrœðumEFTA við EB séu áherslurnar á röngum stað Samstarfsnefnd atvinnurek- enda í sjávarútvegi vill að fslensk stjórnvöld taki upp tvíhliða við- ræður við Efnahagsbandalagið þar sem talið er að sú leið sé væn- iegri til árangurs fyrir í slendinga en svonefnd EFTA-leið sem gæti tekið fjölda ára. Að sögn Kristjáns Ragnars- sonar formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna sem jafn- framt er varaformaður stjórnar SAS eru núverandi viðræður sem Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra leiðir fyrir hönd EFTA við EB, eru áherslurnar á röngum stað sem geti leitt til þess að fslendingar falli einfaldlega á tíma. Þeir þurfi að leita eftir við- bótarsamningi við bókun 6 frá 1972 ef tollar bandalagsins eigi ekki að hafa varanleg áhrif á lífs- afkomu þjóðarinnar. Frá þeim tíma hafi margt breyst ss. EB hef- ur stækkað, flutningatækni hefur breyst og einnig vöruþróun og nýjar sjávarafurðir komið fram. í viðræðum við EB þarf að undirstrika sérstöðu íslendinga, að sjávarafurðir eru iðnvarningur okkar og að sömu lögmál eigi að gilda um þær og iðnvarning Evr- ópurfkja. Ekki er farið fram á að virðisaukaskatti, með hliðsjón af því sem þekktist í öðrum löndum. Hann hefði því lagt til að athugun færi fram á því á næsta ári hvernig framkvæma megi slíka breytingu. Tillögur fjármálaráðherra fela greinilega í sér nokkra málamiðl- un við hina stjórnarflokkana. Al- þýðuflokkurinn hefur lagt áherslu á eitt þrep í virðisauka- skatti, en áhrifamaður í Fram- sóknarflokki sagðist ekki ánægð- ur með að skrefið til tveggja þrepa hefði ekki verið stigið til fulls. -hmp EB kollvarpi fiskveiðistefnu sinni heldur veiti íslendingum aðgang að mörkuðunum. Jafnframt þurfi íslensk stjórnvöld að sækja vilj- ann beint til einstakra ráða- manna EB sem lýst hafa yfir skilningi á séTstöðu okkar ss. Kohl kanslara Vestu-Þýskalands, Thatcher forsætisráðherra Bret- lands, Mitterrand forseta Frakk- lands og fleiri. -«rh Gróðurhús Lífseig kög- urvængja Nauðsyn á sterkari eitur- efnum en leyfilegterað nota ímatjurtafram- leiðslu - Vandinn við þetta skordýr er sá að það þolir miklu betur eit- urefni heldur en önnur sem við höfum fundið hér. Meðaii það heldur sig á blómum er hægt að útrýma því með eitri en það er erfíðara ef það berst í matjurtir. Nauðsynleg eiturefni eru það sterk að notkun þeirra er bönnuð á matjurtir, sagði Halldór Sverr- isson, sérfræðingur hjá Rann- sóknastofu landbúnaðarins, en í gróðurhúsum í Hveragerði og víðar hefur fundist ný tegund af kðgurvængju sem barst hingað frá Bandaríkjunum. Garðyrkjubændur í Hvera- gerði eru nú, í samvinnu við Rannsóknastofu landbúnaðarins og landbúnaðarráðuneytið, að skipuléggja átak til að hreinsa gróðurhúsin í bænum af þessum óboðna gesti. Sótt hefur verið um það til fjármálaráðuneytisins að felld verði niður innflutnings- gjöld af tækjum og efnum sem nota á við útrýminguna. Ráðu- neytið hefur enn ekki svarað um- sókninni en Halldór sagði að bændur myndu hefja aðgerðir fljótlega þó svar hefði ekki bor- ist. Blómakögurvængja þessi sást hér fyrst fyrir um það bil tveimur árum og á undanfömum árum hefur hún borist víða um Evrópu. Nokkrir blómabændur í Hvera- gerði hafa þurft að henda miklu magm' af framleiðslu sinni, jafnvel hreinsa alveg út úr húsun- um, en að sögn Halldórs hefur ekki verið gripið til sölubanns eða annarra aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kögurvængj- unnar. - Þetta getur valdið miklu tjóni hjá bændum ef þeir þurfa að henda framleiðslu sinni og slfkt tjón fæst hvergi bætt. Mér er þó kunnugt um að Bjargráðasjóður hafi veitt einum garðyrkjubónda lán vegna skakkafalla af þessu tagi, sagði Halldór. iþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.