Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 3
LANDSFUNDURINN Nokkrar ályktanir Lögð voru fram á fundinum drög að nýrri stefnuskrá, eins og síðasti landsfundur hafði ákveð- ið. Starfshópur hefur mótað drögin undanfarin 2 ár. Þau eru mun einfaidari og styttri en nú- gildandi stefnuskrá frá 1974. Frá upphafi hafði það verið ætlunin að kynna drögin aðeins á þessum fundi, en afgreiða þau síðar. Samþykkt var eftirfarandi til- laga frá Má Guðmundssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni: Landsfundur samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að stefnuskrá til umræðu í flokksfé- lögum og forystustofnunum flokksins á næstu misserum. Landsfundur felur miðstjórn að kjósa stefnuskrárnefnd á lands- fundi 1990. Nefndin gangi frá nýjum drögum að stefnuskrá á grundvelli fyrirliggjandi draga og umræðu í flokknum um þau. Ný stefnuskrárdrög verði lögð fyrir landsfund 1991.“ Kjaramál Deilur um skattlagningu á mat- vælum ollu því að nokkrir verka- lýðsleiðtogar greiddu atkvæði gegn ályktuninni í endanlegri mynd, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Benedikt Davíðs- son, form. Sambands bygginga- manna, Páll Halldórsson form. BHMR og Páll Valdimarsson. Þeir mótmæltu með því orðalags- breytingum sem Ólafur Ragnar, Steingrímur J. Sigfússon höfðu gert á ályktuninni. Verkalýðs- leiðtogamir vildu standa við orðalagið frá starfshóp fundarins um að AB berjist gegn hverskon- ar skattlagningu á matvæli og krefðist þess að matarskatturinn væri afnuminn. í stað þess stend- ur í samþykkt fundarins að Al- þýðubandalagið telji mikilvægt að halda niðri verði á brýnustu lífsnauðsynjum og leggur til að dregið verði í áföngum verulega úr skattlagningu á matvæli." Ályktun um kjaramál Á undanförnum misserum hef- ur launafólk mátt þola samfellt kaupmáttarhrap. Þetta hefur komið sér illa fyrir allt launafólk og orðið til að auka á ójöfnuð í þjóðfélaginu. Alþýðubandalagið ítrekar þá stefnu sína að dagvinnutekjur dugi til að framfleyta fjölskyldu. Flokkurinn teiur að þetta geti gerst með minni launamun og hækkun tímakaups samfara styttri vinnutíma og aukinni framleiðni. Jafnlaunastefna er stefna Alþýðubandalagsins. Fylgja þarf eftir þeirri hugsun sem fólst í samningum BSRB, en þar var áhersla á að hækka lægstu taxtana sett í öndvegi. Sérstakt átak þarf að gera í málum hinna Iægstlaunuðu og til að jafna þann mun sem er á launum karla og kvenna. Fundurinn ítrekar kröfu Alþýðubandalagsins að sömu laun séu greidd fyrir sömu vinnu og ríkið gangi þar á undan með góðu fordæmi. Alþýðubandalagið telur brýnt að bæta og tryggja starfskjör launafólks. Fiokkurinn mun beita sér á yfirstandandi Alþingi fyrir breytingum á lögum nr. 19 frá 1979 svo að atvinnurekendum verði ekki heimilt að senda fólk heim og fella það af launaskrá með tilvísun til hráefnisskorts, sem oft er tilkominn vegna á- kvörðunar atvinnurekenda um að láta skip sín sigla. Reynsla undangenginna ára sýnir að kaupmáttur verður ekki varinn nema að laun séu vísitölu- tryggð. Alþýðubandalagið telur mikil- starfsmenntunar og almennrar menntunar er hluti lífskjara. Landsfundurinn hvetur því til þess, að á yfirstandandi þingi verði sett lög, sem treystir rétt- indi fólks í þessu sambandi og efl- ir markvissa og fjölbreytta full- orðinsfræðslu. Alþýðubandalagið mótmælir öllum hugmyndum um aö tak- marka samnings- og verkfallsrétt iaunafólks. Flokkurinn telur brýnt að sett- ar verði skorður við því að fólk sem ekkert hefur að selja annað en vinnuafl sitt sé gert að undir- verktökum og þannig svipt rétt- indum launafólks. Mikilvægt er að fólki sem starf- ar að verkalýðsmálum sé skapað- ur grundvöllur innan flokksins. í því skyni er mikilvægt að efla starfsemi verkalýðsmálaráðs og setja því fastari skorður. Samningsréttur laun- þegahreyfingarinnar Landsfundur Alþýðubanda- iagsins 1989 væntir þess, að ráð- herrar flokksins muni á vetri þessum a.m.k. beita áhrifum sín- um til þess að lög verði ekki sett til að skerða samningsrétt launþegahreyfingarinnar. Menningarmál i Landsfundur Alþýðubanda- lagsins lýsir yfir áhyggjum vegna siaukins framboðs á afþreyingar- efni fyrir börn þar sem frum- samdar bækur og annað vandað menningarefni skipar æ minni sess. Menningarleg stéttaskipting fer vaxandi í íslensku samfélagi og því verða skólakerfi og ríkis- fjölmiðlar að bregðast við þessari óheillaþróun nú þegar. Því fagn- ar Landsfundur AB áformum menntamálaráðuneytisins um að efla þátt lista og menningarstarfs í lífi, starfi og námi yngstu kyn- sióðarinnar og hvetur til þess að markvisst verði unnið að því á öllum stigum forskóla og grunn- skóla og við menntun uppeldis- stétta. Landsfundur AB lýsir yfir áhyggjum vegna hnignandi mál- þroska íslenskra barna og hvetur til þess að móðurmálskennsla skipi öndvegi hvarvetna í skóla- kerfinu. Landsfundur AB fagnar málræktarátakinu sem mennta- málaráðuneytið hefur gengist fyrir á þessu ári og hvetur til þess að því verði fylgt eftir með stór- aukinni móðurmálskennslu. II Landsfundur AB skorar á ráð- herra og þingmenn flokksins að sýna byggðastefnu í verki og rjúfa þá einangrun í menningarmálum sem íbúar landsbyggðarinnar hafa mátt búa við. Þeir sem búa á suðvesturhorni landsins njóta þeirra forréttinda að hafa greiðan aðgang að menningarlífi sem að verulegu leyti er kostað af al- mannafé, t.d. Þjóðleikhúsi, Sin- fóníuhljómsveit, Óperu og söfn- um. Úti á landi er sambærileg starfsemi, ef einhver þrífst, kost- uð af sveitarfélögum eða einfald- lega borin uppi af einskærum áhuga og fórnfúsu starfi. Við verðum að vinna bug á þeirri menningarlegu stéttar- skiptingu sem er við lýði. Liður í þeirri baráttu eru m.a. svokallað- ar M-hátíðir sem gera hvort- tveggja í senn að efla menningarl- íf í heimabyggðum og flytja list um landið. Landsfundur AB hvetur til þess að framhald verði á þessu starfi og öðru sambæri- legu. Menningarstarf úti á landi á hvarvetna í vök að verjast og vægt að efla almannatryggingak- ernð þannig að afkoma þeirra sé tryggð sem þess þurfa að njóta. Alþýðubandalagið telur mikil- vægt að halda niðri verðlagi á brýnustu lífsnauðsynjum og leggur til að í áföngum verði dregið verulega úr skattlagningu á matvælum. Raunvextir á útlánum verði ekki hærri en í viðskiptalöndum okkar og verði beitt bindingará- kvæðum í bankaiögum til að tryggja að árangur náist. Húsnæðismál eru eitt brýnasta hagsmunamál launamanna. Al- þýðubandalagið styður eindregið eflingu félagslega íbúðakerfisins, m.a. með auknu fjármagni og samræmingu eða samruna þeirra kerfa sem nú eru til staðar. Al- þýðubandalagið leggst gegn hækkun vaxta í almenna húsnæð- islánakerfinu. Flokkurinn krefst þess að þannig verði að greiðslu vaxtabóta í húsbréfakerfinu stað- ið að kostnaður almenns launa- fólks við að afla sér húsnæðis hækki ekki. Alþýðubandalagið bendir á að skattakerfið á að gegna mikil- vægu hlutverki til tekjujöfnunar. í því sambandi styður flokkurinn að sett verði á hátekjuþrep og að fjármagnstekjur verði skatt- lagðar. Jafnframt bendir flokkur- inn á að til þess að mögulegt sé að nota skattakerfið til tekjujöfnun- ar verður að stórbæta skattaeftir- lit. Alþýðubandalagið telur að stjórnvöld og samtök launafólks þurfi að herða róðurinn gegn vax- andi atvinnuleysi. Stöðvun fyrir- tækja í einstökum byggðarlögum og atvinnugreinum er ekki eini þáttur þessa vanda, heldur hefur samdráttur í verslun, þjónustu og ýmissi framleiðslu valdið at- vinnuleysi sem bitnar harðast á eldra fólki á vinnumarkaði. Við þessu þarf að bregðast með marg- háttuðum aðgerðum: koma í veg fyrir stöðvun atvinnugreina sem eiga framtíð fyrir sér; aðstoða fólk til sjálfshjálpar, þ.e. að skapa sjálft ný atvinnutækifæri; auka atvinnuleysisbætur, efla at- vinnuleysissjóði o.fl. o.fl. Auðvelda þarf fólki í samdráttar- greinum að skipta um starf, t.d. þannig að það geti stundað starfs- nám í nýrri grein á launum eða bótum. Þá er brýnt að hefja rannsóknir á eðli atvinnuleysis og umfangi, og beinist þær meðal annars að því hverjir helst verða fyrir barð- inu á atvinnuleysi, hvaða félags- legar afleiðingar það hefur, og hvaða þróunar sé að vænta á næstu misserum. Sérstök ástæða er til að stjórnvöld og samtök launafólks vinni saman að því að samdráttur í atvinnu leiði til minnkandi yfirvinnu fremur en atvinnuleysis. Samfélagsþróunin hnígur í þá átt að heildarmagn vinnu minnki, - og mestu varðar að tryggja réttlátari dreifingu þeirrar vinnu. Alþýðubandalagið fagnar áformum um að spara útgjöld vegna einkareksturs sérfræðinga og lyfjanotkunar og teiur brýnt að lækka smásöluálagningu á lyf - og að efla heilsugæslustöðvar og göngudeildir sjúkrahúsa. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að framlög til mennta-, heilbrigðis- og félagsmála rýrni ekki og beinist jafnan að því að leysa brýn verkefni sem auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Jafnframt verði komið í veg fyrir að há- launahópar geti skarað eld að sinni köku í skjóli úrelts skipu- lags. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að réttur launafólks til ríkisvaldið verður að styðja við bakið á því með stórauknum fjárframlögum. Eina atvinnu- leikhúsið á landsbyggðinni Leikfélag Akureyrar, mun hætta starfsemi á vori komanda eftir sextán ára samfellt starf sem atvinnuleikhús ef ekki kemur til aukið framlag frá hinu opinbera. Landsfundur AB hvetur til að fjárveitingavaldið sjái til þess að því verði afstýrt. m Á þeim tímum þegar umræður um sameinaða Evrópu standa sem hæst er mikilvægt að standa vörð um menningu smáþjóða og taka jafnframt þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði menningarmála af fullri reisn. Nú þegar er farið að brydda á miðstýringu á fræðslu og menningarmálum innan Evrópubandalagsins, sem við hljótum að bregðast við. Landsfundur AB fagnar því átaki sem nú er fyrirhugað á veg- um menntamálaráðuneytisins til að kynna íslenska menningu og list erlendis Jafnframt hvetur fundurinn til þess að mennta- málaráðuneytið hafi frumkvæði að stofnun kynningar- og útflutn- ingsmiðstöðvar fyrir íslenska list, sem stuðli að útgáfu íslenskra bókmennta á erlendum tungum og skipuleggi íslenska listvið- burði erlendis. Mikilvægt í því sambandi er að slfkt starf sé jafn- an unnið í náinni samvinnu við listamenn og samtök þeirra. IV Landsfundur Alþýðubanda- lagsins ítrekar þá afstöðu flokks- ins að standa beri vörð um ís- lenska tungu og menningu. Þá skorar hann á forystu flokksins að nota það tækifæri sem nú býðst við fyrirhugaða skattkerfisbreytingu þannig að virðisaukaskattur leggist ekki á íslenskt prentmál, hvorki á fram- leiðslustigi né við sölu. Við slíka ákvörðun lækkaði verð íslenskra bóka og staða þeirra í samkeppni við erlendan menningariðnað styrktist. Um leið fylgdu ísiendingar góðu for- dæmi flestra Evrópuþjóða í bar- áttu fyrir viðgangi þjóðlegrar menningar. Sjávarútvegsmál Landsfundur Alþýðubanda- lagsins samþykkir sem stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum þá samþykkt sem gerð var á mið- stjórnarfundi flokksins hinn 5. desember 1987 með svofelldum viðbótum: Við grein 2 bætist: Forðast verði óhagkvæmnis- áhrif fiskveiða og þess sérstak- lega gætt við skipulag veiðanna að togurum verði ekki hleypt inn á hefðbundin fiskimið smábáta. Við 3. gr. bætist: Veiðiheimildir skulu einungis bundnar við aflamark. Við úthlutun veiðiheimilda skal kvóta byggðarlags sjálfkrafa úthlutað til fiskiskipa í viðkom- andi byggðarlagi samkvæmt reglugerð. Séu skip tekin af skrá eða seld burt úr byggðarlagi skal sveitar- stjórn úthluta byggðakvóta skips- ins. Fyrstu tvö árin verði byggð- akvóti lánaður útgerðum skipa, en verði eftir það bundinn við á- kveðin skip í byggðarlaginu. Að öðru leyti er heimilaður frjáls flutningur kvóta milli skipa innan byggðarlags. Kvótakerfið sem beitt hefur verið síðan árið 1984 var sett í fyrsta lagi til vemdunar fiski- stofnanna sem skyldi auka arð- semi þeirra. Kvóti er sú þyngd sem ákveðið er af stjómvöldum að taka úr hinum ýmsu fiskistofn- um samkvæmt tillögum Hafrann- sóknastofnunar. Hvað flesta fiskistofna varðar hefur kerfi þetta náð tilgangi sínum, en ekki alla, og ber þar fyrst og fremst að nefna þorskstofninn. Þrátt fyrir þetta kerfi fer af- kastageta þessa stofns minnkandi frá ári til árs og boðaður er enn nú áframhaldandi samdráttur. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins 1989 gerir þá kröfu til áhrifaaðila í fiskveiðum og sjáv- arútvegsráðuneytis að þessari þróun verði snúið við. Stefnt verði að verulega aukinni afkast- agetu þessa marglofaða stofns. í því efni dugar ekki að binda sig við friðun sem miðast við fækkun þeirra tonna sem veidd em. Færri tonn geta þýtt aflífun fleiri fiska en smærri. Hugsanlegt væri að miða sóknina við tölu fiska og stjórna samkvæmt því. En að því slepptu verður að beita öðrum aðferðum sem e.t.v. mundu valda minni árekstmm, svo sem með lokun hrygningar- og upp- eldissvæða sem væm viðvarandi. Á þessum málum verður að taka með fullri festu. Um afkomu landsmanna er að tefla. Auka þarf sérhæfingu í fisk- vinnslu með það að markmiði að hagkvæmni aukist og verðmæti sjávarfangs verði meira. Til þess er eðlilegt að settir verði upp fiskmarkaðir þar sem aðstæður leyfa. Annars staðar verði stuðlað að aukinni fiskmiðl- un á milli vinnslustöðva með stór- bættum samgöngum. Breytingar á erlendum mörk- uðum sem átt hafa sér stað að undanförnu munu nýtast okkur til aukinnar verðmætasköpunar ef rétt verður á málum haldið. Nauðsynlegt er að færa markaðs- þekkingu út í byggðimar og inn í framleiðslufyrirtækin. Við þurfum að snúa af braut hráefnisútflutnings með meiri áherslu á framleiðslu ýmissa smápakkninga í öllum verkunar- afurðum sjávarfangs. Útflutningur á óunnum fersk- fiski verði ekki meiri en svo að ætíð verði trygg atvinna í fisk- vinnslunni. Honum verði stjóm- að af sérstakri aflamiðlun sem komið verði á fót í samstarfi við hagsmunaaðila í sjávarútvegi þannig að alltaf fáist hámarks- verð fyrir fiskinn og söluheimild- um verði jafnað á landshluta og útgerðir. Aðrar ályktanir Síðar verður grein gerð fyrir eftirtöldum ályktunum: Land- búnaður, Iðnaður, Byggða- og sveitarstjórnamál, Stjómsýslan, Fæðingarorlof, Æskulýðsmál, Erlend samskipti, Samgöngu- mál, Utanríkismál, Umsköpun Evrópu og hagsmunir íslands. ÓHT Leiðrétting við stjórnmálaályktun í Þjóðviljanum í gær féll niður hluti af málsgrein úr stjórnmálaályktun 9. landsfundar Alþýðubandalagsins, í kaflanum „Jöfnuður og bætt lífskjör" á bls. 7. Réttur er textinn svona: „Landsfundurinn ítrekar þá stefnu flokksins að virðisaukaskattur á brýn- ustu matvæli og menningu verði lægri en almenn verður ákveðið og að virð- isaukaskatturinn verði í tveimur þrepum, þar sem lægra þrepið verði heimingur af almennu skatthlutfalli." Þjóðviljinn biðst velvirðingar á mistökunum. Fimmtudagur 23. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.