Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 7
MINNING Ingu, bömunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sigurjón Rist í dag kveð ég vin minn og fé- laga Eberg Elefsen vatnamæl- ingamann. Ég kynntist Eberg sumarið 1977, sem sumarmaður á Vatna- mælingum Orkustofnunar og varð okkur strax vel til vina. Eberg var greindur og skemmti- legur og hvarvetna hrókur alls fagnaðar. Hann var minnugur vel og kunni fjölda sagna og vísna, sem oft styttu manni stundir og léttu lund. Eberg hafði hafið störf við vatnamælingar raforkumála- stjóra rúmum tveim áratugum áður eða í maí 1956. Hann féll vel ínní starfið því hann var gæddur ýmsum kostum, sem nauðsyn- legir reyndust við uppbyggingu og rekstur vatnshæðarmælikerf- isins. Hann var bæði samvisku- samur og nákvæmur og gerði sér strax grein fyrir því, að gæta þyrf- ti ýtrustu nákvæmni við mæling- arnar og úrvinnslu þeirra. Síðast en ekki síst var honum ljóst mikil- vægi þess að nákvæm og heilsteypt skráning gagna ætti sér stað og örugg varðveisla væri tryggð fyrir komandi tíma. Um það leyti sem Eberg kom til starfa höfðu þegar verið reistir síritandi vatnshæðarmælar í nokkrum helstu vatnsföllum landsins. Ýmsir byrjunarörðugleikar hrjáðu rekstur þeirra og lagði Eberg sitt af mörkum við endur- bætur þeirra og við frekari þróun aðferða við byggingu mælanna. Verulegur árangur náðist og er það að öðrum ólöstuðum útsjón- arsemi og verklagni Ebergs að þakka. Á þessum tíma stóð einnig fyrir dyrum uppbygging vatnshæðar- mælakerfis á hálendinu, sérstak- lega á vatnasviði Þjórsár og Hvít- ár. Öll skilyrði voru þar erfiðari, sérstaklega voru ferðalög torsótt og veðráttan öll harðari. Verk- efni þetta kallaði á trausta sam- vinnu þeirra vatnamælinga- manna og reyndi bæði á dug þeirra og hugmyndaauðgi. A vetrum kom þeim til aðstoðar Guðmundur Jónasson ásamt snæreið sinni. Talaði Eberg oft um þær góðu minningar sem hann átti frá þessum ferðum. Eberg var sjálfur ágætur ferða- maður og fólst styrkur hans sér- staklega í vönduðum undirbún- ingi, aðgætni og þolinmæði gagnvart duttlungum náttúrunn- ar. Oft fannst manni að honum tækist að láta tímann vinna með sér, þannig að ferðir urðu átaka- litlar og árangursríkar, en lausar við hrakfarir og basl, sem oft ein- kennir ferðir manna um hálend- ið. Eberg var gæddur ríkri sköpunargáfu. í starfin sínu beitti hann henni óspart við úrlausn vandamála, útfærslu hugmynda eða hönnun nýrra tækj a og tóla er að gagni koma við starfið. Hann var einnig opinn fyrir nýrri tækni og þeim möguleikum, sem hún bauð upp á og bera fjölmargir vatnshæðarmælar og rennslis- mælikláfar, reistir við erfiðustu skilyrði, hugmyndaflugi hans vitni. Hugmyndaauðgi hans kom einnig fram í leik hans með ís- lenskt mál. Hann var slyngur orðasmiður og notaði nýyrðin til þess að draga fram það spaugi- lega eða jafnvel það fáránlega í tilverunni. Á undanförnum árum hefur starfsemi vatnamælinga verið endurskoðuð og í framhaldi af því hefur hún verið skipulögð með breyttum áherslum. Um- fang hennar hefur verið aukið jafnframt því að nýir menn hafa komið til starfa. Á þessum um- brotatímum reyndi mjög á reynslu og þekkingu Ebergs. Einnig sýndi hann aðdáunarverð- an sveigjanleika í samskiptum sínum við nýja starfsmenn, en jafnframt festu, þannig að reynsla liðinna ára fór ekki for- görðum, heldur reyndist kjöl- festa nýrra starfshátta. Eberg var mér traustur vinur og hollráður í þau óteljandi skipti sem ég leitaði ráða hans. Heimili hans stóð mér og fjölskyldu minni ávalit opið og áttum við margar góðar stundir á Álfhóls- veginum. Við kveðjum að lokum með trega og þökkum samver- una. Jafnframt vottum við Ingu og börnunum samúð okkar. Árni Snorrason forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar í dag verður til moldar borinn Eberg Elefsen, vatnamælinga- maður. Lát hans kom ekki á óvart, því að rúm tvö ár eru nú liðin frá því að sá sjúkdómur upp- götvaðist, sem nú hefur leitt hann til dauða löngu fyrir aldur fram. Lengst af hefur starfsvettvangur Ebergs verið á Orkustofnun og á forvera hennar Raforkumála- skrifstofunni þar á undan. Þar hefur hann unnið við vatnamæl- ingar í 33 ár. Hún var þvf orðin löng starfsæfin hjá Eberg og margs að minnast frá þessum tíma. Eberg var Siglfirðingur að upp- runa, fæddur þar 1926 og uppal- inn til fullorðinsára. Hann gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þar stúdentsprófi 1947. Hann hóf nám í verkfræði við Há- skóla íslands og í Þrándheimi og einnig byrjaði hann á lögfræði við Haskóla íslands. En hvorugt námið átti við hann og hætti hann því háskólanámi fljótlega. Eberg kvæntist 1950 eftirlif- andi eiginkonu sinni Ingu Magn- úsdóttur og áttu þau 6 börn. Þau eru: Sigríður líffræðingur, Una söngkona nú látin, Sighvatur Ótt- ar vélaverkfræðingur, Sigrún, Þórður og Sverrir í námi. Barna- börnin eru nú 7. Þau hjónin byggðu sér hús að Álfhólsvegi 97 og hafa búið þar um 30 ár. Eberg var mikill fjölskyldumaður og var einstaklega farsælt einkalíf þeirra hjóna og barnanna allra. Söngur og tónlist almennt var mikið áhugamál fjölskyldunnar. Sum barnanna haf lagt stund á söng og tónlistarnám. Tónlistaráhuginn og hæfileikinn kom frá þeim hjónum báðum. Eberg starfaði sjálfur ekki mikið í söngmálum, en var mikill neytandi listarinnar og hlustaði mikið á söng og átti gott safn af plötum, sem mikið voru notaðar. Fyrir nokkrum árum féll mikill skuggi á líf þeirra að Álfhólsvegi 97 er dóttir þeirra, Una, lést úr samskonar sjúkdómi og nú hefur leitt Eberg til dauða. Una var þá í söngnámi og var álitin mjög efnileg söngkona. Upphaflega hóf Eberg starf á Vatnamælingum sem sumarmað- ur en festist í starfi eins og algengt er á vaxandi stofnunum. Hann hafði einnig alla þá eiginleika til að bera, sem góðan vatnamæl- ingamann einkenna. Starfi Ebergs hér á Orkustofnun má skipta í 3 tímabil. Á fyrsta tíma- bilinu var hann aðstoðarmaður Sigurjóns Rist við vatnamæling- arnar. Starfsliðið var ekki fleira og voru þeir því nánast alltaf sam- an á ferðalögum. Síðar varð Eberg miklu sjálfstæðari í starfi þegar starfsfólki Vatnamælinga fjölgaði og var hann þá oft verk- stjóri og hönnuður við byggingu vatnshæðarmæla og mælikláfa. Seinasti hluti starfsæfinnar fór í að þjálfa og kenna þeim ungu mönnum, sem við tóku. Úthalds- dagar hafa oftst verið margir, um 100 dagar á ári utanbæjar, er sennilega algengasa ársverkið. í öllum sínum störfum var hann einstaklega samviskusamur og vandvirkur. Hann var góður smiður á tré og járn og kunni vel með vélar og tæki að fara. Allir þessir eiginleikar nýttust einstak- lega vel í starfinu á Vatnamæling- um. Þar eru byggð stór mælinga- mannvirki, vatnshæðarmælar og mælakláfar oft á mjög erfiðum stöðum. Þar er farið í leiðangra inn á hálendi í allskonar færð og á engan er að treysta nema sjálfan sig. Síðast en ekki síst, verður að mæla með það í huga, að þú mæl- ir ekki aftur vatnið, sem runnið er til sjávar. Þótt mikil saga fari af fæmi og samviskusemi Ebergs í starfi, hygg ég að hans verði ekki síður minnst af samstarfs og samferða- mönnum fyrir óvanlegan per- sónuleika. Starfið bar hann um land allt og hafði hann töluverð samskipti við fólk. Hann hlustaði á frásagnir þessa fólks og endur- sagði yfir kaffibolla í kaffistof- unni eða við önnur tækifæri þegar slakað var á hinu daglega amstri. Yfirleitt voru þetta kímnisögur og hann sagði þær af mikilli snilld. Eberg hafði mikinn áhuga á íslenskri tungu. Vildi hann þar hvergi halla réttu máli. Hann gerði mikið af því að búa til grín- yrði utan í ensk orð, sem mikið eru notuð í fagmáli okkar, sem vinnum við virkjanir og undir- búning þeirra. Þessi enskublanda stafar af því að útboðsgögn eru gerð fyrir alþjóðleg útboð og þessvegna á ensku. Þessi grínyrði eru oft nefnd Ebergska, og hafa nú ýmsir aðrir reynt að spreyta sig á þessari orðasmíð. En einnig hefur Eberg skapað í fullri alvöru mörg nýyrði í fagmáli Vatnamæl- inga og eru sum þeirra í almennri notkun án þess að nokkur hugsi til uppruna þeirra. Það er stórt skarð fyrir skildi nú þegar Eberg er fallinn frá. Við samstarfsmenn söknum góðs drengs og skemmtilegs félaga. Ingu, börnum og barnabörnum óska ég huggunar í sorg. Haukur Tómasson Eberg Elefsen er dáinn. Vinur og félagi fallinn. Endalok orðin í löngu og erfiðu tafli um líf og heilsu. Þegar ég minnist Ebergs leitar hugurinn til fyrstu kynna við fólk hér á Siglufirði. Og meðal margra góðra manneskja, sem ég kynntist strax eftir komuna til bæjarins og þá aðallega í hópi sósíalista, voru foreldrar Ebergs, þau Sigríður Guðmundsdóttir og óskar Berg Elefsen, en heimili þeirra hafði lengi verið helsta at- hvarf yngri manna og eldri til að ræða þjóðmál og verkalýðsmál frá róttæku sjónarmiði. Eberg var þá enn í föðurhús- um, en langskólanámið beið hans, og því urðu kynni okkar ekki náin fyrr en seinna. En það lá svo beint við að þessi skarp- greindi piltur færi í framhalds- nám, þó svo að fjárhagur leyfði það tæpast. Foreldrunum varð það samt mikið kappsmál. Þó mun Óskari Berg hafa verið það ekki minna áhugagmál að Eberg lærði vélsmíði, og tók hann því í nám hjá sér svona til hliðar við Menntaskólann. Hugur Ebergs stefndi líka að verklegu námi til jafns við það bóklega, enda stóð hugur hans að loknu stúdents- prófi til náms í vélaverkfræði og hóf hann það við norskan há- skóla. Skert sjónheilsa stöðvaði hann þó og námsferli við há- skólann lauk fyrr en áætlað var. Hann hóf störf hjá Orku- stofnun íslands árið 1956 við vatnamælingar undir stjórn Sig- urjóns Rists, vatnamælinga- manns, og varð það hans ævi- starf. Eberg kvæntist Ingu Maríu Magnúsdóttur úr Reykjavík og varð þeim sex barna auðið, öll vel gefin og mannvænleg börn. Ein dóttirin er látin fyrir nokkrum árum. Una hét hún og lést í blóma lífsins á glæsilegum ferli í sönglistarnámi. Það varð þeim Eberg og Ingu og allri fjölskyld- unni mikið og þungbært áfall. Eberg hafði drukkið í sig sósíalisma og róttæka lífsskoðun strax í bernsku, nánast með móðurmjólkini. Hann bjó yfir mikilli kímnigáfu og frá- sagnargleði og notfærði sér þessa eiginleika óspart í sinni pólitísku boðun. Má segja, að honum kippti í kynið, foreldrarnir báðir voru ódeig og þrautseig í hugsjónabaráttu fyrir bættum kjörum lítilmagnans, til hinstu stundar. Hann hafði þó sínar sér- stæðu skoðanir á mönnum og málefnum, lagði sitt mat á orð og gerðir, og þá eftir þeim kvarða, sem uppeldi og lífsskoðun höfðu búið honum í hendur. Síðast hittumst við Eberg í Iok maí sl. þegar hann kom til að fylgja Sigurði bróður sínum til grafar. Þá hafði sjúkdómurinn, sem hann barðist við, sett á hann slík mörk, að hann var ger- breyttur maður. „Ég hélt nú að ég færi á undan Sigga bróður,” sagði hann þá við mig. Og þó hraustlega væri barist enn um stund, tapaðist orrustan. Sami illvígi óvinurinn felldi þá bræður báða. Enginn má sköpum renna. Öll erum við mannlegar verur, háð lögmálum lífs og dauða. Við, sem lifum það, að sjá á bak vinum og kærum samferðamönnum á lífs- ins leið, þökkum þann tíma, sem lífið gaf okkur til samveru. Um leið og söknuður og tregi fylla hugann kemur þakklætið fýrir að hafa átt svo góðan vin, samstarfsmann og samherja sem eberg Elefsen var. Við hjónin sendum Ingu og fjölskyldunni allri, hjartanlegar samúðarkveðjur. Minningin um elskulegan eigimann, föður og afa mun ylja og sefa hinn sára söknuð. Blessuð veri minning hans. Einar M. Albertsson Siglufirði Eberg Elefsen vatnamælinga- maður lést 15. nóv. sl. eítir tveggja ára baráttu við illkynjaðan sjúkdóm. Urðu að- eins nokkrir mánuðir milli þeirra bræðranna, hans og Sigurðar El- efsen vélsmíðameistara á Siglu- firði. Eberg fæddist á Siglufirði 20. maí 1926. Foreldrar hans voru Oscar Berg Elefsen vélsmiður, einn þeirra Norðmanna sem sett- ust að í höfuðstað sfldveiðanna á fyrstu áratugum aldarinnar, og kona hans Sigríður Guðmunds- dóttir. Eberg varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, hóf háskólanám en hætti því fljót- lega, kvæntist og stofnaði heim- ili. Kona hans var Inga Magnús- dóttir húsasmíðameistara Jóns- sonar í Reykjavík. Þau eignuðust sex börn. Eitt þeirra, Una, lést 1984, rúmlega þrítug að aldri. Hún var kennari að mennt en stundaði síðustu árin söngnám á Ítalíu. Eberg bjó á Siglufirði nokkur ár að loknu stúdentsprófi. Þá var hann meðal annars um skeið starfsmaður hjá Sósíalistafélagi Siglufjarðar, en stundaði þó aðal- lega vörubflaakstur og var að minnsta kosti eitt ár formaður bflstjóradeildar verkamanna- félagsins Þróttar. En snemma á 6. áratugnum fluttust þau Inga til Reykjavíkur og komu síðan upp íbúð yfir fjölskylduna í Kópa- vogi. Eberg gerðist starfsmaður raforkumálastjómar og síðar Orkustofnunar og starfaði þar til æviloka. Hefur hann orðið kunn- astur fyrir störf sín við vatnamæl- ingar með Sigurjóni Rist. Miklir hagleiksmenn voru í báðum ættum Ebergs. Faðir hans var annálaður fyrir hagleik og vandvirkni. Móðurafi hans, móðurbróðir og bróðir hans vom málmsmiðir og vélstjórar, tveir þeir síðastnefndu. Þórður Guð- mundsson og Sigurður Elefsen, vom í áratugi forstöðumenn véla- verkstæðis Sfldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og leystu þar mörg vandasöm verkefni við mikinn orðstír. Eberg fór ekki varhluta af sérhæfileikum ættar- innar á þessu sviði. Hann var ótrúlega snjall og hugkvæmur í verklegum efnum. Hef ég heyrt eftir manni sem var með honum í fjallaferðum, að hann gæti gert við hvaða bilun sem væri í bfl ef hann hefði snærisspotta og vasa- hníf. Þó þetta sé að sjálfsögðu orðum aukið lýsir það vel þeirri trú sem kunnugirhöfðu á úrræða- semi Ebergs þegar lagfæra þurfti vélar og tæki við slæmar aðstæð- ur. Eðlisfræði og stærðfræði munu hafa verið þær greinar sem best lágu fyrir Eberg til náms. En hann hafði líka næmt skyn á ís- lenskt mál og notaði þann hæfi- leika meðal annars til nýyrða- smíða, sjálfum sér og vinum sín- um til skemmtunar og skilnings- auka. Vonandi geymist eitthvað af orðasmíðum hans en það verð- ur trúlega ekki Eberg að þakka, því hann leit á þetta eingöngu sem gaman. Það sem vinum Ebergs er þó minnisstæðast er hvað hann var skemmtilegur maður og góður fé- lagi. Varla er hægt að hugsa sér svo dauft félag manna að Eberg gæti ekki komið því í gott skap með gáska sínum og fyndni. Og hann var allra manna frábitnastur því að taka sjálfan sig hátíðlega eða gera kröfu til annarra um að þeir gerðu það. Ekki grunaði mig þegar þau Eberg og Inga litu inn hjá mér eina kvöldstund í sumar að hann ætti svo skammt eftir og vissi ég þó að hann hafði verið til lækn- inga vegna erfiðra veikinda. Það var svo ótrúlegt að þessi glað- lyndi og skemmtilegi maður væri að kveðja lífið. Ég votta Ingu og börnum þeirra Ebergs innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Fimmtudagur 23. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Benedikt Sigurðsson ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á ísafirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á ísafirði verður haldinn á Hót- el Isafirði sunnudaginn 26. nóvember klukkan 16. Gestur fundar- ins verður Ragnar Sfefánsson jarðskjálftafræðingur. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Fréttir af landsfundi. 3. Önnur mál. Allt Alþýðubandalagsfólk og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akranesi í Rein mánudaginn 27. nóvember kl. 20,30. Dagskrá: 1. Á að gera SR að hlutafélagi? 2. Dagskrá bæjarstjórnarfundar. 3. önnur mál. Á fundinn mæta Inga Harðardóttir fulltrúi AB í stjórn SR og Skúli Alexandersson alþingismaður. Stjðrnin. Sveitarstjórnarmenn Fundur afboðaður Fundur sveitarstjórnarmanna í Alþýðubandalaginu sem fyrirhug- aður var í kvöld, fimmtudag, fellur niður. Alþýðubandalagið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.