Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 9
ERLENT Byggðakosningar í Danmörku w Ihaldsflokkur tapar - Framfaraflokkur vinnur á íhaldsflokkurinn danski, sem fer með stjórnarforustu þar- lendis, beið mikinn ósigur í byggðakosningum, sem fram fóru í gær, og tapaði yfir fjórð- ungi fylgis síns miðað við byggð- akosningarnar 1985. Þá fékk flokkurinn um 20 af hundraði at- 34 fórust í flugslysi 34 menn fórust er sovésk far- þegaflugvél hrapaði í fyrradag til jarðar nálægt Tjúmenolíulindun- um í Norðvestur-Síberíu. Veður var slæmt á þessum slóðum er slysið varð. Átta farþegar komust lífs af, en eru allir mikið slasaðir. kvæða en hlaut nú tæplega 15 af hundraði. Framfaraflokkurinn, gjarnan kenndur við stofnanda sinn Glist- rup, þénaði einkum á hrakförum íhaldsmanna og hækkaði í fylgi frá 2,3 af hundraði 1985 upp í sjö af hundraði. Jafnaðarmenn héldu velli, fengu um 35 af hundr- aði eins og síðast, og hinn nú fremur íhaldssami miðjuflokkur Venstre, sem er í stjórn með íhaldsmönnum, bætti heldur við sig. Kjörsókn var dræm, eða um 65 af hundraði. Úrslitin eru slæmur skellur fvrir ríkisstjórnina og einkum fhaldsflokkinn. Stjórnin, sem erí minnihluta á þingi, getur ekki komið fjárlögunum fyrir næsta ár í gegnum það nema með hjálp annaðhvort jafnaðarmanna eða Framfaraflokks og hefur þreifað fyrir sér hjá báðum, en til þessa farið bónleið til búðar. Ofan á það er talið að kjósendum fhalds- flokksins hafi gramist hve langt flokkur þeirra hefur viljað ganga til samkomulags við stjórnar- andstöðuna og refsað honum fyrir það með því að snúa baki við honum í kosningunum í gær. Takist ekki að afgreiða fjár- lögin fyrir jólaleyfi þingmanna verður stjórnin að segja af sér og yrði þá að líkindum kosið til þings í janúar. Það yrðu þriðju þing- kosningarnar í Danmörku á 30 mánuðum. Reuter/-dþ. Salvador Bandarískur herflokkur til höfuðborgar Bush Bandaríkjaforseti upp- lýsti í gær að hann hefði sent sér- þjálfaðan flokk hermanna til San Salvador þeirra erinda að bjarga 12 bandarískum hernaðarráð- gjöfum, sem króaðir voru af á Sheratonhóteii þar í borg er skær- uliðar Farabundo Martí- hreyflngarinnar tóku það á sitt vald i fyrradag. Ekki kom þó til þess að liðssveit þessari yrði beitt, þar eð skæruliðar yflrgáfu hótel- ið í gær og létu hernaðarráðgjaf- ana, sem eru í Grænhúfuliðinu (Green Berets) gamalkunna, fara ferða sinna óáreitta. Skæruliðar munu nú hafa látið undan síga frá Escalon, efna- mannahverfi í höfuðborginni þar sem Sheratonhótel er. Gestir þar munu allir hafa sloppið óskadd- aðir úr bardaganum, þeirra á meðal Joao Baena Soares, aðal- ritari Bandalags Ameríkuríkja Andofssam- tökum boðnar viðræður Stjórnmálaráð Sósíalíska ein- ingarflokksins í Austur-Þýska- landi lagði til í gær að hringborðs- viðræður yrðu upp teknar um pólitíska framtíð ríkisins. í við- ræðunum skuli taka þátt allir stjórnmálaflokkar í núverandi ríkisstjórn og helstu stjórnarand- stöðusamtök. í tilkynningu stjórnmálaráðs um þetta segir að meðal þess sem eðlilegt væri að viðræðurnar snerust um væru frjálsar kosning- ar og breytingar á stjórnarskrá. Friðarviðræður út um þúfur í fyrradag slitnaði upp úr við- ræðum Níkaragvastjórnar og kontra, sem farið hafa fram í að- alstöðvum Bandalags Ameríku- ríkja (OAS) í Washington. Með viðræðunum, sem fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna tók þátt í sem málamiðíari, var stefnt að því að koma á vopn- ahléi milli stjórnarinnar og kontra og að ná samkomulagi um að kontraliðið, sem flest er í bækistöðvum í Hondúras, verði leyst upp. (OAS). Að sögn Reuters eru nú í Salvador 55 bandarískir hernað- arráðgjafar. í nokkur ár hafa ráðunautar frá Bandaríkjaher að miklu leyti stjórnað aðgerðum salvadorska hersins, auk þess sem Bandaríkin púkka upp á Sal- vadorsstjórn með miljón dollara aðstoð á dag. Árás skæruliða inn í Escalon er Forseti 250 kílóa sprengja varð í gær að bana Rene Muawad, sem verið hefur forseti Líbanons í 17 daga, og 16 mönnum öðrum. Sprakk sprengjan í götu, sem bflalest með forsetann og fleiri stjórnmála- menn átti leið um eftir að þeir höfðu verið viðstaddir samkomu af tilefni þjóðhátíðardags Líba- nons í vesturbænum í Beirút. 36 menn særðust. Af þeim sem fórust voru 10 varðmenn er fylgdu Muawad honum til verndar og voru sex þeirra sýrlenskir hermenn. Selim Hoss, forsætisráðherra og Huss- ein al-Husseini þingforseti voru einnig í bílum í lestinni, en þá mun ekki hafa sakað. Muawad varð 64 ára. kölluð ein sú djarflegasta af þeirra hálfu hingað til. Talsmað- ur þeirra kvað þá hafa fært stríðið inn í hverfið vegna þess, að ganga hefði mátt að því sem vísu að stjórnarherinn myndi ekki gera á það sprengjuárásir svo hlífðar- lausar sem verkamannahverfin, þar sem áður var barist, urðu fýrir. Reuter/-dþ. myrtur Muawad hefur frá því að Lí- banonsþing kaus hann á forseta- stól reynt að mynda stjórn með þátttöku allra helstu trúflokka landsins, en ekki tekist það til fullnustu, enda hefur Michel Aoun, herstjóri Maroníta, stærsta kristna trúflokksins í landinu, beitt sér eindregið gegn honum og samkomulagi því, er gert var nýlega í Taif í Saúdi- Arabíu í því skyni að binda endi á líbanska borgarastríðið. Sjíta- samtökin Hizbollah voru Muaw- ad einnig andvíg. Muawad var sjálfur Maroníti en fremur hlynntur Sýrlendingum, sem Aoun vill að kalli her sinn tafar- laust úr landi. Reuter/-dþ. Tékkóslóvakía Dubcek hvetur flokks- forustu til afsagnar Yfir 200,000 manns komu sam- an í miðborg Prag í gær og kröfðust afsagnar forustu tékk- óslóvakíska kommúnistaflokks- ins. Var það sjötti dagurinn í röð, sem fjöldafundir voru haldnir þar í borg. Á fundinum í gær var lesin upp kveðja frá Alcxandcr Du- bcek, fyrrum leiðtoga kommún- istaflokksins sem vikið var frá völdum eftir innrás Varsjárband- alagsins 1968. í orðsendingunni skoraði Dubcek á núverandi for- ustumenn flokksins að segja af sér. Á fundinum var hvatt til alls- herjarverkfalls næstu viku til að fylgja eftir kröfum andófsmanna. Milos Jakes, aðalritari kommún- istaflokksins, lét á sér skilja í fyrradag að andófsmenn yrðu beittir hörku, ef þeir héldu áfram uppteknum hætti, en blöðin í Prag hafa hinsvegar tekið upp frjálslegan fréttaflutning, miðað við það sem verið hefur, og und- anbragðalaust haft eftir ummæli talsmanna andófshópa. Reuter/-dþ. Líbanon TTiyTK t Félag íslenskra L llN náttúrufræðinga Ráðstefna um umhverfismál föstudaginn 24. nóvember 1989 á Holiday Inn, Sigtúni 38 Fundarstjóri: Sigurbjörg Gísladóttir varafor- maður FIN, efnafræðingur, Hollustuvernd ríkis- ins. 13.30 RÁÐSTEFNAN SETT Auður Antonsdóttir formaður FÍN, líf- fræðingur Rannsóknastofu HÍ í veiru- fræði. 13.35 AÐDRAGANDI AÐ UMHVERFISRÁÐUNEYTI Jón Sveinsson aðstoðarmaður for- sætisráðherra. Umræður. 14.00 HVAÐ ER UMHVERFI? Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur Orkustofnun. Umræður. 14.30 UMHVERFISRANNSÓKNIR VIÐ MÝVATN Árni Einarsson líffræðingur, Rann- sóknastöðin við Mývatn. Umræður. 15.00 KAFFI 15.30 HVERNIG Á AÐ FYLGJAST MEÐ UMHVERFINU? Halldór Þorgeirsson plöntulífeðlisfræð- ingur Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Umræður. STEFNUMÖRKUN UMHVERFISRÁÐUNEYTIS Júlíus Sólnes ráðherra. 16.30 ALMENNAR UMRÆÐUR 17.00 RÁÐSTEFNUSLIT Ráðstefnan er öllum opin! Dagsbrúnarmenn - félagsfundur Félagsfundur verður haldinn sunudaginn 26. nóvember kl. 14.00 í Iðnó. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Önnur mál. Stjórn Dagsbrúnar HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Barónsstíg 47 HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða: SJÚKRALIÐA í 50% starf - vegna heima- hjúkrunar, við HEILSUGÆSLUSTÖÐINA í ÁRBÆ - Hraunbæ 102, Reykjavík. Starfið verður veitt frá og með 1. janúar 1990. Upplýsingar um starfið veitir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ í síma 671500. Umsóknum skal skila til skrifstofu fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðva, Barónsstíg 47, Reykjavík, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 4. desember 1989. Flmmtudagur 23. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.