Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 18
Höfuð-atriði Laxdælu Hausarnir, hárið og höfuðfötin segja okkur sína íslendingasögu Laxdæla er ekki ein um höfðadýrkunina. Um alla ver- öld hafa hausar, hár og kórón- ur, mítrur og hattar, hjálmar og húfur, sagt hliðarsögur í táknheimi fornmenningar. Margt er fólk af konungakyni í Laxdælu, vert þess að bera kórónur, og höfuðbúnaður og hárafar eru áberandi í innviðum og byggingarstíl sögunnar. Dæmi: • í tveim draumum Guðrúnar Ósvífursdóttur missir hún tákn- ræn höfuðföt. • Hjaðningavíg hefjast vegna þess að Guðrún lætur stela motri, höfuðbúnaði frá Hrefnu, eigin- konu Kjartans Ólafssonar. • Nautið Harri var einkennilegt um hausinn, bar fjögur horn. Eitt hornanna tengist í táknfræðinni víginu á þeim hárprúða Kjartani Ólafssyni. • Nafnið Bolli vísar til hjálms eða hauskúpu á hvolfi. • Ríkidæmi Ólafs pá byggðist að verulegu leyti á því að haus „fauk“ af réttum manni úti í Bjameyjum á Breiðafirði. Hvað táknar hárið? • í táknfræði merkir mannshár iðulega tilfinningalíf, greind og göfgi, einkum ef það er sítt og mikið. Á sama hátt táknar sítt hár oft sérvisku, staðfestu, dutt- lunga, tiilitsleysi eða þrautseigju við sérstætt verkefni. 9 sinnum hárgreiðsla 9 sinnum í Laxdælu er hárlit og hárafari fólks lýst nákvæmlega, aldrei er það eins. Ævinlega er verið að lýsa karlmönnum. Þess er oft getið hve hárið fari vel. Trúlega merkir sídd hársins bæði sterkt tilfinningalíf og ákveðna þrautseigju. 2. kafli: Fagurt og mikið hár. Haraldur hárfagri, landnáms- menn þóttust þurfa til íslands vegna yfirgangs hans. Sídd hárs- ins samsvaraði lengd baráttunnar fyrir sameinuðum Noregi. Margir kaflar: Sítt hár. Aðeins Kjartan, Bolli og Bolli Bollason eru sagðir síðhærðir í Laxdælu. Illræmdasta síða hár íslendinga- sagna átti svo frænka þeirra í ann- arri bók, Hallgerður langbrók, sem neitaði Gunnari á Hlíðar- enda um hárlokk í bogastreng á örlagastundu. Síða hárið á þessu fólki undirstrikar ákveðna stefn- ufestu og örar tilfinningar. Að öðm leyti táknar sítt hár Bolla Bollasonar hugsanlega sterkt og djúpt tilfinningalíf. Dæmi þess er að þótt hann dræpi föðurbana sinn, Helga Harðbeinsson, hélt hann hlífískildi yfir Harðbeini syni hans. 5. kafli: Hárgreiða, kambur. Kambsnes er fyrir miðjum botni Hvammsfjarðar. Þar týndi Auður djúpúðga kambi sínum við landnámið. Sérstætt er það, svo ekki sé meira sagt, að kenna allvænan landshluta við hár- greiðu. Ætli hér sé vísað til þess hve Auður djúpúðga var menn- ingarleg í fasi? Hársnyrting var eitt aðalsmerki yfirstéttarinnar hjá fornþjóðum. 28. kafli: Hárgerð. Fagurt og mikið hár. Kjartan Ólafsson hafði hár mikið “og fagurt sem silki og féll með lokkum“, “mikil- leitur og vel farinn í andliti“. 63. kafli: Háralitur. Lýst er nákvæmlega háralit manna í að- förinni að Helga Harðbeinssyni. * Gult, sítt hár, liðaðist á herðar niður: Bolh Bollason. * Jarpt hár fer vel: Þorleikur Bollason. * Hvítt hár: Þórður Þórðarson fóstri Snorra goða. * Svartur á hár og skrúfhár: Lambi Þorbjarnarson. * Rautt hár: Halldór og Örnólf- ur Ármóðssynir. * Svartjarpt hár: Sveinn Álfsson úr Dölum. Hvaö táknar höfuðiö? * Höfuðið er kóróna mannsins, eins og allir vita. Þar býr skyn- semin, þar eru skilningarvitin. 4 nafngiftir tengdar höföi Kollur. Hann var talinn einna merkastur förunautur landnáms- konu Laxdæluhéraða, Auðar djúpúðgu, og sá sem hún mat mest. Gifti hún honum sonar- dóttur sína og lét fylgja Laxárdal (4. kafli). Söguhetjurnar rekja flestar ættir sínar til Kolls og Auðar. Margir hafa getið sér þess til að nöfn sem kennd eru við kolla í fornbókmenntunum eigi að lýsa höfðum á krúnurökuðum mönnum, munkum og prestum, sem í hávegum voru hafðir eins og þessi liðsmaður Auðar. Eðli- legt er að Laxdæluhöfundur, sem lýsir trúrækinni, kristinni konu, láti það koma fram í textanum að uppáhaldsliðsmaður hennar sé eitthvað í ætt við helga menn, krúnurakaður, og beri pafn af því í heiðnu landi. Höskuldur. Afkomendur Kolls urðu líka frægir fyrir höfuð sitt og hár. Sonur Kolls var grá- kollurinn: Höskuldur, faðir Ólafs pá, mesta höfðingja sögunnar. Annað barn Höskulds var Hall- gerður langbrók, sú sem alræmd varð fyrir að neita manni sínum Gunnari á Hlíðarenda um hár- lokk í bogastreng í annarri bók. Kjartan og Bollarnir. Laxdæla segir aðeins 3 söguhetjur vera síðhærðar. Það eru þeir niðjar Kolls sem mynda uppistöðu í söguþræðinum og eru viðstaddir alla hápunkta bókarinnar, Kjart- an Ólafsson, Bolli Þorleiksson og Bolli Bollason. Bolli merkir í táknfræði hjálm. 5 líkingar höfuö-nafna Mannsnafnið Bolli er af sama Laug Guðrúnar Ósvífursdóttur? Einar Kristjánsson, fyrrum skóla- stjóri á Laugum, er einna fróðast- ur núlifandi manna um staðfræði Laxdælu. Hann telur að undir þessari skriðu séu leifar af laugunum fornu, sem getið er í Laxdælu. Fornleifauppgröftur þarna hlýtur að vera freistandi viðfangsefni. Ólafur H. Torfason skrifar toga og drykkjarbollinn og bikar- inn í táknfræði, merkir hjálm eða hauskúpu á hvolfi. Forfaðir Bolla Þorleikssonar var Ketill flatn- efur. Ketillinn er náskyldur boll- anum og í landslagi þýðir orðið ketill hreinlega það sama og stór bolli eða dæld. Bollarnir í Lax- dælu, Þorleiksson og Bollason, eru afkomendur Ketils og Kolls. Hljóðlíkingin með nöfnunum Ketill, Kollur, Bolli, Þorkell og Gellir er ekki tilviljun. Þessi 5 mannsnöfn opna Laxdæla sögu og loka henni, Ketill er fyrsta orð hennar, Kollur kemur henni á skrið, Bolli, Gellir og Þorkell eiga síðustu línurnar. 18 dæmi um höfuöbúnaö Það úir og grúir af höfuðfötum í Laxdælu og auðkenna þau eigenduma sérstaklega vel. Einna frægust eru höfuðfötin í tveim draumum Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur. 1. Gerskur hattur. Gilli sem selur Höskuldi Melkorku hefur gerskan hatt á höfði. (12. kafli). Gerskur merkir austrænn. Þarna er einfaldlega vísað til verslunar- sambanda Gilla og um leið ítrek- að hve vestræn (írsk) kona er komin langt frá uppruna sínum. 2. Hjálmur. Ólafur pá hefur gullroðinn hjálm á höfði þegar hann hittir afa sinn Mýrkjartan írakonung (21. kafli). Gullið er tákn konunga, enda er Kjartan við sama tækifæri með gyllta mynd af ljóni á skildi sínum. 3. Hjálmur. Ólafur pá er með hjálminn gullroðna á höfði þegar hann fer fyrst til fundar við konu- efni sitt Þorgerði Egilsdóttur að biðja hennar. (23.kafli). Hér er hnykkt á konunglegri ætt Ólafs. 4. Krókfaldur. Tveir draumar Guðrúnar Ósvífursdóttur snerust m.a um höfuðbúnað. Þessi höf- uðföt táknuðu 2 eiginmenn henn- ar (33.kafli); Fyrsti draumurinn var um krókfald á höfði sem Guðrún kastaði í læk því hann fór henni illa. Draumurinn táknaði Þorvald fyrsta mann Guðrúnar sem henni þótti lítið til um og hún vildi í einskis geta, þegar Bolli Bollason spurði hana aldraða hvern mann hún hefði elskað mest. þurrkaði með blæjunni blóð Bolla af sverði sínu, að þetta óf- ædda barn yrði sinn „höfu- ðsbani“. 9. Feldur á höfði. Grímur skógarmaður hafði feld á höfði við fiskveiðar þegar Þorkell læddist að honum við Fiskivötn á Tvídægru. (58. kafli). Grímurvar sekur maður, en vænn eins og kemur fram í sögunni. Merkis- maður ber auðvitað höfuðfat, þótt aleinn sé uppi til heiða. 10. Gullhlað um höfuð. Hnýtt var gullhlaði um höfuð Bolla Bollasyni í aðförinni að Helga Harðbeinssyni (63. kafli). Bolli veitti Helga banasár. Þessi „lár- viðarsveigur“, gullhlaðið, vísar til blóðugu blæjunnar sem hnýtt var um hann ófæddan, spásagn- arinnar í 55. kafla. Guðrún var þá þunguð að honum, hafði um mittið skrautlega blæju, en Helgi Harðbeinsson þurrkaði blóð Bolla föður hans í blæjuna. 5. Gullhjálmur. í fjórða draumi Guðrúnar var hún með gullhjálm á höfði. Hann táknaði Þorkel Eyjólfsson sem var „rík- astur og mestur höfðingi" manna hennar. 6. Moturinn. Höfuðbúnaður sem Ingibjörg systir Ólafs Nor- egskonungs bað Kjartan að gefa Guðrúnu Ósvífursdóttur. Hann brást því og lét Hrefnu konu sína fá hann. Motrinum var síðar stol- ið frá Hrefnu og hófust af þeim sökum afdrifarík illindi milli fjöl- skyldnanna. (43., 44., 45. og 46. kafli). 7. Hjálmur. Bolli setti hjálm á höfuð sér þegar sótt var að hon- um í selinu og hann drepinn (55.kafli). Athyglisvert er, að höfundurinn lætur hann vera með hjálm tiltækan við hey- skapinn, en ekki brynju. Það er nauðsynlegt táknfræðinnar vegna. Nafnið Bolli er friðar- tákn, drykkjarboliar og bikarar í táknfræði tákna hjálma á hvolfi. Á dauðastundu neyðist Bolli hins vegar að snúa hlutunum við. 11. Stálhúfa, dökkjarpt hár, hrokkið. Þorsteinn svarti í aðför- inni að Helga Harðbeinssyni (63. kafli). Drengurinn Harðbeinn varðist innan frá með því að leggja atgeiri í stálhúfuna út um dyrnar og nam staðar í enninu. 12. Stálhúfa á höfði. Barmur- inn þverhandar breiður. Hún- bogi sterki í aðförinni að Helga Harðbeinssyni (63. kafli). 13. „Hjálms allkænir þollar“. Kenning í vísu Þorgils Höllu- sonar um þá þrjá menn sem drepnir voru í aðförinni að Helga Harðbeinssyni (63. kafli). Þrír hjálmklæddir menn voru þarna vegnir. Því segir í vísunni að nú hafi „þrír þollar hjálms“ verið látnir falla, það er að segja þrjú hjálm „tré“. Bolli er hjálmur á hvolfi, þrír hjálmar koma í stað eins. 14. Hattur á höfði. Gunnar Þiðrandabani ber hatt á höfði í brúðkaupsveislu Guðrúnar Ósv- ífursdóttur og Þorkels Eyjólfs- sonar. (69. kafli ). Gunnar var ógæfumaður sem Guðrún vildi liðsinna. Hatturinn á að tákna vissa verðleika hans og virðingu. 15. Lín á höfði. Konur sem sitja hjá Guðrúnu í brúð- kaupsveislu hennar og Þorkels Eyjólfssonar eru sagðar hafa lín á höfði. (69. kafli). Það á að sýna hversu göfugar þær eru. 16. Höfuðdúkur. Draumkona (völva) vitjaði Herdísar Bolla- dóttur á Helgafelli og var sú í vefjarskikkju og „faldin höfuð- dúki“. Kvartaði hún yfir því að Guðrún, móðir Herdísar, bæði kristnar bænir yfir sér. í ljós kom að undir bænaskemli Guðrúnar í kirkjunni var völuleiði og bein, kinga og seiðstafur. (76. kafli). Völvan virðist fremur hylja sig með blæju að muslimskum hætti, heldur en með skuplu. 17. Gylltur hjálmur á höfði. Bolli Bollason við heimkomu úr Væringjabúðum í Miklagarði. (77. kafli). Þetta merkir virðing- arstöðu hans. 8. Sveigur á höfði. Guðrún Ósvífursdóttir er með sveig „mik- inn“ á höfði við víg Bolla. (55. kafli). Þau voru við heyskap, en hún engu að síður skartbúin. Um sig hafði hún hnýtt blæju og undir henni bar hún Bolia Bollason ó- fæddan. Spáði Helgi Harðbeins- son því réttilega, þegar hann 18. Kórónur. Þeirra er ekki getið, en Melkorka Mýrkjartans- dóttir er konungborin, og verð þess að bera kórónu (13. kafli). 10 höfuö-atriði Ævinlega þegar Laxdæluhöf- undur nefndir sérstaklega eitt- 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.