Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 25
Grace syngur enn og veit hvað... Ný plata frá Grace Jones er komin í búðir - jólaflóðið - og ekki verra að hún er mun betri en orðið var frá þessari sér- töku stúlku... bara harla skemmtileg. Svona af því til- efni stelumst við í blaðið Blitz og gáum hvað Grace hafði að segja við blaðamann þess glansrits, en viðtalið vartekið í Bandaríkjunum þar sem Grace var að skemmta á hin- um ýmsu klúbbum, í Los Angeles nánar til tekið: - Hvernig varðstu svona, Grace? - Maður lærir. Af reynslunni. Maður skapar sjálfan sig. Maður fæðist ekki svona. Ég var skki skrýtin í útliti þegar ég var ung, sei sei nei. Var lítið ögrandi. Lenti aldrei í vandræðum í skól- anum, ónei. Mér fannst gaman í skóla svo að ég gerði bara það sem allir gerðu - fór í skólann, fór í kirkju. Eg trúi á drauma - bæði dag- og nætur-. Mér finnst gaman að framkvæma. Mig langar að framkvæma allt sem mig dreymir um. - Fannst fólki þú skrýtin þegar þú varst yngri? - Atorkusöm. Ég gat aldrei verið kyrr. Get það ekki enn. Eins og fló á skinni stóru. Þannig var ég. Ég var út um allt. Þagði aldrei. Át eins og svín. Var eins og hrífuskaft. Brenndi öllu sem oní mig fór. Þegar ég var að alast upp var Rastatrúarfolkið álitið skrýtið. Nú eru Rastarnir ekki lengur skrýtnir, en ég er það... hahaha. - Fannst þér þú vera sérkenni- leg? - Nei. - Aldrei? - Nei. Mér leið svolítið skringilega þegar ég kom til Bandaríkjanna frá Djamæku og byrjaði í skóla í Sýrakusu í New York. Var eina svarta stelpan í skólanum. Ég var með afró-hár, Djamaækahreim, og ellilegur táningur. Mér finnst ég lifa eðli- legu og hefðbundnu lífi. En það er ég sem læt út spilin sem ég fæddist með. Noti eðlisávísunina. Mér finnst ég ekkert óvenjuleg. Ég er normal, afdráttarlaust. Eg ólst upp í Spanishtown á Djam- æku. Pabbi var prestur. Ég var alin upp í guðsótta og góðum sið- um. Mátti ekki einu sinni hlusta á útvarpið. - Hvenær fékkstu fyrst áhuga á tísku, að búa til ímynd? - Mamma var alltaf meirihátt- ar í tauinu - hún var saumakona. Ég var vön að suma allt á mig sjálf. Af því lærir maður snið, form og liti. Hönnun. Þetta var ekkert ógnandi - ég get ekki sagt það - en töff. Kannski dálítið öfgafullt - a. m. k. til að vera í því í skólanum. En ekkert miðað við það sem krakkar eru í nú til dags. Ég vakti oft á næturnar við að sauma og horfa á hryllingsmynd- ir. Ég held að þess vegna sé ég svona mikill nátthrafn æ síðan. - Hvaðan hefurðu útlitið? - Mamma var falleg - pabbi lítur heldur ekki illa út. Tónlist hefur verið í ættinni mann fram af manni. Mamma syngur. Tveir móðurbræður mínir kenna á pí- anó. Móðurafi minn var með djasshljómsveit. Ég er lík föður- afa mínum - mjög þrjósk... stundum þegar ég tala hljóma ég eins og pabbi - predikarinn. Mamma kallar það gaphúsnáð- argáfuna. Á Djamæku er fólk oft mjög bráðþroska, eins og ég var. 13 og 14 ára er það oft tilbúið til að gifta sig. Þannig gengur þjóðfélagið. Þegar ég var 13 hélt fólk að ég væri 35. Nú er sagt að ég líti út fyrir að vera 17. Ég yng- ist með degi hverjum... hahaha. - Langaði þig til að verða söngvari, verða fræg? - Nei, það var ekki fyrr en ég hitti kennarann minn í Sýrakúsu, þegar ég var 14 eða 15. Ég ætlaði að læra að verða tungumálakenn- ari - byrjaði að stefna að því 10- 11 ára, þannig er það á Dja- mæku, maður byrjar snemma á öllu. í Sýrakúsu lærði ég leikhús- fræði og leiklist. - Hvenær varðstu þér fyrst meðvituð um líkama þinn? - Ég hef alltaf verið það - ég var í frjálsum íþróttum í skóla - 100 metra hlaupi, hástökki, grindahlaupi, míluhlaupi og boð- hlaupi. Já, ég var nokkuð góð. Mamma var fyrsta flokks há- stökkvari, keppti einu sinni á Ól- ympíuleikunum. Sonur minn er bestur í hástökki í skólanum sín- um. Þetta er í blóðinu. Ég er hrifin af líkamsrækt. Líkar sú staðreynd að ef rassinn á mér fer að lafa get ég sjálf lagað það með 30 rassæfingum á dag í nokkra daga og gert hann harðan á ný. - Segðu mér frá skapi þínu. - Ég hef hræðilegt skap. Get ekki að því gert. Verð brjáluð af minnsta tilefni - þoli ekki smáatr- iði sem standa í vegi fyrir mér. Ég geri þó minna af því nú að berja fólk - sparka frekar í veggi og slasa sjálfa mig. - Hefurðu aldrei verið hrædd við að hegða sér svona - berja Ijósmyndara, blaðamenn... ör- yggisverði, hótelstjóra... - Aldrei. Égþoli ekki að nokk- ur maður skipi mér fyrir verkum eða reyni að stoppa mig... - Ertu einhverntímann óham- ingjusöm? - Ja, einstaka sinnum. Nei annars, nú orðið er ég í endalausu stuði. Betra seint en aldrei. Ha- hahahahahahahahaha (- lengsti og brjálaðasti hlátur sem heyrst hefur að hlátri Jókersins með- töldum, segir blaðamaður). - Ertu hissa á að fólk skuli ekki sjá í gegnum þá ímynd sem þú hefur skapað þér - koma auga á manneskjuna Grace Jones? - Nei. Það er ótrúlegt en skiljanlegt. Til þess er ímyndin einmitt - fólkið vill ekki sjá í gegnum hana. Ég vil bara að það geti séð það sem það vill. Mér er alveg sama hvað það vill halda að ég sé - ég geri það sem ég vil þrátt fyrir það. Ef þú spyrð mig hvað mér þyki helstu kostir mínir, ertu ekki að spyrja beint - þú veist nákvæmlega hvað þú vilt fá að heyra. - Er eitthvað sem þú hefur ekki reynt? - Ja... Ég hef aldrei látið setja göt í eyrun á mér. Ég ætla að fara til þess. Það er það eina sem ég hef aldrei gert. Ég á fullt af eyrnalokkum sem ég hef aldrei getað notað á venjulegan hátt... Og húðflúr. Ég mun ákveða hvar á að setja það þegar mig dreymir um það. - Hvað varstu gömul þegar þú misstir meydóminn? - Ég man það ekki. Ég var aldrei viss um hvort ég hefði misst hann eður ei. Mér fannst a.m.k. ekkert dramatískt við það. Ég hugsaði frekar sem svo: Var þetta allt og sumt?... Ég var ekki alveg með á hreinu hvað hefði gerst.... Auk þess er meydómur andlegs eðlis. Ég hef aldrei lent í sálar- kreppu út af honum eins og marg- ir virðast hafa - manni er sagt að manni blæði og allt... ég hlýt að hafa verið með lokuð augu... ha- hahahahahaha. - Kannski misstirðu hann aldrei. - Skrýtið að þú skulir segja það. Þegar ég eignaðist son minn (Paul/Apollo 10 ára) sögðu allir: „En Grace, við sáum þig aldrei ófríska". Kannski var þetta kraft- averkafæðing. Flekklaus getnað- ur - meyfæðing. - Hvað um kynlíf, hvers konar kynlíf þykir þér best? - Allar sortir, hahahaha. He- dónismi? (Nautnastefnan). Svo lengi sem maður hefur þá stefnu að hjálpa sér ekki sjálfur, haha, en reynir að hafa stjórn á hlutun- um, þá er allt í lagi. Ég er líka á móti því að misnota nautnina... þannig að maður fari út í sjál- fseyðileggingu... en fólk verður að fá vissa fullnægingu, hvort sem það vill opinberlega eða prívat... og svo lengi sem maður meiðir engan, eða særir, að manni sjálf- um meðtöldum, er allt í sóman- um. En maður þjáist nú hvort sem er... - Ertu hrædd við eitthvað - t.d. dauðann? - Nei, því að ég verð að lifa lífinu lifandi. Mér er sama um að eldast - verða gömul, ég hugsa ekkert um það. Mamma og pabbi líta út fyrir að vera á miðjum aldri í mesta lagi, afi varð 98 ára og leit yndislega út. Sterkir erfðavísar. Ég veit að ég verð ekki ellileg nærri strax - og eins og ég sagði áðan er ég alltaf að yngjast. - Hvað er það næsta sem þú hefur komist dauðanum? - Þegar hraðbátur keyrði yfir mig þegar ég var á vatnaskíðum við Djamæku. É drukknaði næst- um. Eftirá komst ég að þeirri niðurstöðu að þannig vildi ég deyja. í vatni. Það var eitthvað róandi við það. Ekki harkalegt eða hart - það var fljótandi og mjúkt. Ég mundi ekki vilja deyja á ofsahraða í slysi - líkaminn fer allur í klessu. Nei takk. Ég vil deyja í vatni. - Leyfðu mer að líta undir hattinn þinn - ég sé varla framan í þig... (hún verst blaðamanni létt- um höggum... hlæjandi) - Nei, þú færð ekki að sjáhvað er undir honum - ég er óklippt - það er svo sítt að framan... þú færð ekki að sjá á mér hárið - heyrðu, ég skal í staðinn sýna þér brjóstin... hvað finnst þér? - Mjög sætt. - Takk. - Enginn brjóstahaldari? - Til hvers? - Þér er sama um allt, Grace, ekki satt? - Mér er sama, hahahaha. - Þú ert alltaf öfgafull - tilfínn- ingalega, í ástalífí, annaðhvort mjög örugg eða hjálparvana, mjög róleg eða herská. - Ég var enn öfgafyllri. Ég held ég sé að ná æ meiru jafnvægi. En það er í sjálfu sér jafnvægi í að vera öfgafullur - einar öfgarnar vega upp aðrar. En mér leiðist gjarnan og kem atburðum af stað án þess að gera mér grein fyrir því. Ég geri það eins og af eðlisávísun... hugsun- arlaust. - Hvers vegna? - Ég er öfgafull af því að ég er naut með rísandi steingeit... tvö- föld óheillakráka... Hrútur fyrir aftan nautið... hahaha. Engin furða að allir skuli vera dauðhræddir við mig, hahaha. Ég er með tungl í sporðdreka. Ég er með mikið vatn í húsunum, og mörg hús í krabba. Ég held, þér að segja, að ég hljóti að hafa hrætt fólk alla tíð, karlmenn. Pabba? Hann var svo mikið í eigin heimi. Ef eitthvað var var ég hrædd við hann. Ég held ég hafi verið hrædd við alla karl- menn, og þess vegna hræði ég þá til baka nú. Ég hef nú aldrei hugs- að um þetta svona áður... En það er þetta með valdahlutföllin, og líka það líkamlega... D j amæka er mjög mikið karlasamfélag. Önnur hliðin á mér er algjör varnarmúr - ég varð eins og þeir... en ég veit líka um hina hliðina, sem er falin, og einungis vinir mínir fá að sjá. En ef maður setur ekki upp einhverskonar varnarvegg, deyr maður... held- urðu ekki? Þess vegna kalla ég nýju plötuna mína „Bulletproof Heart“ (Skothelt hjarta). - Hvaðan færðu alla þessa orku? - Úr vítamíni - sérstöku. Ég stekk ekki framúr um leið og ég vakna. Ég er mjög ljúf, drekk ekki kaffi. Aldrei. - Eiturlyf? - Nei... Kamilla er mitt fíkni- lyf - kamillute. - Hvers konar móðir ertu? - Stórkostleg. Ég fer með hann hvert á land sem er... gef honum yfirveguð ráð - maður getur vel gert það þótt maður sé ekki jafngóður að fara eftir þeim... Ég vildi að hann reyndi sína fyrstu sígarettu eða drykk fyrir framan mig svo ég gæti séð hann hósta... hahaha. Og ég hvet hann til að gera það sem hann langar. Hann hefur gaman af að dansa, og ef danstímar rækjust á við tíma hjá einkakennaranum sem hann er hjá í námi, mundi ég segja honum að velja samkvæmt löngun. Það yrði dansinn. - Hvað verðurðu að gera þeg- ar þú ert sextug? - Skrifa. Lögin mín eru eins og litlar sögur. Mér finnst gaman að skrifa. Ég les oft meðan ég skrifa, t.d. Truman Capote, minn gamla vin. Ég mun þá enn búa í París. Þar er eldri menning en hér í Bandaríkjunum. Frakkar þekkja lífið. í Ameríku er fólk farið að tala um nostalgíu (fortíðarfíkn) löngu áður en það er komið af besta aldri. Klikkað. Það skelfir mig. - Ertu ánægð með að hafa orð- ið eins og þú ert? - Ég er ekki orðin neitt - enn- þá. Ég er rétt að byrja. Blaðamaðurinn segist engan þekkja í Los Angeles, þar sem viðtalið er tekið... - Þú verður að koma á hljóm- leikana mína á Iaugardag - það er alnæmisvika. Mér finnst yndis- legt að skemmta á klúbbunum, ég vil að allir séu til í tuskið... og er með fullt af æsandi atriðum... Nú þegar enginn getur eða þorir að stunda kynlíf finnst mér að við ættum a.m.k. að tala um það. - Hvað ert þú að gera í kvöld? - Stundaða... hahahahaha. (A sneri frjálslega) DyEGURMAL ANDREA JÓNSDÓTTIR Föstudagur 24. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.